Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ eir sem sitja við stjórnvölinn í stærstum hluta Afganistans núna – Talebanarnir – hafa sagt sögu landsins stríð á hendur og ætla að hreinsa til – bók- staflega. Öll goðalíkneski eiga að hverfa, að minnsta kosti þau sem Talebanarnir segja vera móðgun við Islam. Þeir hljóta á endanum að bíða ósigur í þessu stríði. Það eru til fjölmörg dæmi þess, í gegnum tíðina, að yfirvöld í hinum og þessum löndum hafi tekið sig til og ætlað að byrja upp á nýtt, með hreinan skjöld, og því byrjað á að hreinsa til. En það er til lítils að þurrka út skurðgoð, vegna þess að það eru ekki stytt- urnar sjálfar sem skipta máli heldur það sem þær tákna; það sem þær eru í huga fólksins sem tilbiður þær. Og til að þurrka út slíka dýpri merkingu verður maður á endanum að snúa sér að því að þurrka út fólk. Enda hefur það jú orðið raunin, oftar en einu sinni. Hvað í veröldinni getur fengið menn til að trúa því að það sé réttlætanlegt að þurrka út fólk? Það er þráin eftir hreinleika, sem fær menn til að hefja útrýmingu. Þessi hreinleiki er stundum kyn- þáttabundin – eins og hjá nas- istum í Þýskalandi – stundum er hann siðferðislegur – eins og í frönsku byltingunni – og stund- um trúarlegur – eins og virðist vera tilfellið í Afganistan núna. Fréttaskýrendur sem hafa fjallað um þessi mál túlka að- gerðir Talebananna yfirleitt á þann veg, að með því að eyði- leggja styttur – og hefur mest verið fjallað um tvær risastórar, tvö þúsund ára gamlar Búdda- styttur – séu Talebanar að reyna að þurrka út merki um margra alda valdatíð Búddista, sem lauk þegar nýir herrar komu með Isl- am til Afganistans á níundu öld. Michael Levin, samfélags- mannfræðingur við Háskólann í Toronto, sagði í viðtali við kan- adíska blaðið The Globe and Mail nýverið, að vandinn sem Taleb- anarnir standi frammi fyrir, og séu að reyna að takast á við með því að brjóta niður styttur, sé sá sami og islamskir öfgatrúarmenn í Egyptalandi, Írak og Sýrlandi hafi allir staðið frammi fyrir. Það er að segja, hvernig sé hægt að bregðast við stórkostlegri menn- ingu sem hafi verið til á undan Islam. „Stórkostlegir fyrri tímar sem ekki tilheyrðu Islam vekja spurn- ingar um hreinleika, algildi og sannleika Islams,“ segir Levin. En þessi vandi er fjarri því að vera eitthvað sérstaklega bund- inn við trú. Hann er fyrst og fremst bundinn við hreinleika- og algildisáráttu, og hún getur tengst mörgu öðru en trú. Það eru til bókstafsmenn á öllum sviðum. Þeir sem trúa því að til sé einn stór sannleikur í hverju máli. Nærtækast er auðvitað að nefna kommúnismann í Sovét- ríkjunum og Austur-Evrópu, og einnig þar var ráðist gegn goðum og flest það sem tilheyrði rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunni var eyðilagt. Stalín breytti Moskvu- dómkirkjunni í sundlaug. Þær of- sóknir voru ekki á forsendum neinnar bókstafstrúar – mætti jafnvel fremur segja þær hafa verið gerðar á forsendum bók- stafsskynsemi. (Svo snerist þetta við þegar kommúnistum var steypt af stóli, þá var ráðist gegn styttum af Lenín og félögum.) Svipuð bókstafsskynsemi réð ferðinni í frönsku byltingunni. Fræg er sagan af því þegar bylt- ingarmennirnir, sem voru menn Upplýsingarinnar, reistu Skyn- seminni altari í París og tilbáðu hana. Það sem fyrir þeim vakti var að losna við alla trú, því trú var samasem hjátrú og skurð- goðadýrkun. En breytingin varð í raun ekki önnur en sem nam hamskiptum. Kjarninn var sá sami, það er að segja algildi svo- nefndrar skynsemi tók við af al- gildi trúarinnar. Í rauninni er vafasamt að það hafi verið mikil skynsemi í þessu. Aftur að Taleban í Afganistan. Nú dettur manni kannski í hug að þarna sé á ferðinni rumpulýður með sverð í annarri hendinni og Kóraninn í hinni, fylgjandi ná- kvæmlega því sem stendur í bók- inni helgu. Kannski er það satt að þeir séu með sverð, en bent hefur verið á að það sé varla hægt að finna forsendur svona ofsókna í Kóraninum. Þar segir beinlínis að engum skuli þröngvað til trúar, og þátt- urinn sem vitnað er í hér að ofan (í íslenskri þýðingu Helga Hálf- danarsonar) er ekki beint til marks um afgerandi einstreng- ingshátt í trúarefnum. Ekkert um það að enginn skuli dirfast að móðga múslima. Því hafa menn haldið því fram, að túlkun Talebana á Kóraninum sé heldur afbökun, til þess eins að tryggja þeirra eigin valdastöðu. Andlegur leiðtogi þeirra, múllann Múhameð Omar, hefur sagt að þessar styttur séu guðir heið- ingja. Dálkahöfundur blaðsins Tor- onto Star bendir á, að sagan sýni að múslimar hafi oft farið með völd þar sem þeir hafi verið í minnihluta en engu að síður hafi trúarbrögð meirihlutans (sem ekki var islamskur) blómstrað á sama tíma og helgigripir og stytt- ur hans hafi verið varðveitt. Nóg sé að benda á sumar evrópskar kirkjur og pýramídana í Egypta- landi þessu til sönnunar. Þess vegna getur niðurstaðan ekki orðið sú, að öfgastefna Tal- ebana í Afganistan sé greinilega af trúarlegum toga, jafnvel þótt slíkt mætti ráða af tali þeirra sjálfra. Líklega er þetta bara sama gamla sagan um þröngsýna menn sem ekki geta þolað fólki sannfæringu öndverða sinni eig- in. Þá fara menn að hreinsa til. Í stríð við söguna „Þér vantrúaðir, ekki þjóna ég því sem þér dýrkið, og ekki þjónið þér því sem ég dýrka. Ég mun aldrei þjóna því sem þér tilbiðjið, og aldrei munuð þér þjóna því sem ég tilbið. Þér hafið yðar eigin trú, og ég hef mína.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@- yorku.ca Kóraninn, 109. þáttur. ✝ Kristín Leifsdótt-ir kennari og blaðamaður fæddist á Laugaskóla í Suð- ur-Þingeyjasýslu 11. maí 1935. Hún lést á líknardeild Landspít- alans 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hrefna Kolbeinsdóttir hús- móðir, f. 7. maí 1907, d. 12. júní 1996, dótt- ir hjónanna Kristínar Vigfúsdóttur og Kol- beins Þorsteinssonar skipstjóra, og Leifur Ásgeirsson prófessor, f. 25. maí 1903, d. 19. ágúst 1990, sonur hjónanna Ingunnar Daníelsdóttur og Ásgeirs Sigurðssonar bónda á Efstabæ í Skorradal. Kristín átti einn bróður, Ásgeir, hagverk- fræðing, f. 9. júlí 1941. Kona hans er Helga Ólafsdóttir meinatæknir, f. 3. desember 1940. Börn þeirra eru Leifur Hrafn, f. 17. mars 1975, og Ylfa Sigríður, f. 23. apríl 1976. Kristín varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954. Hún stundaði enskunám við New York University 1954–55. Cand.phil. frá Háskóla Íslands 1956. Á húsmæðraskóla í Norður- Svíþjóð 1956–57. Tók kennarapróf 1958. Hún kenndi við Breiðagerðisskóla árin 1958–1967 og var handritalesari og greinahöfundur við dagblaðið Tím- ann frá 1. september 1976 um nokkurra ára skeið. Kristín giftist Indriða Helga Ein- arssyni verkfræð- ingi, f. 8. ágúst 1932, d. 17. janúar 1975. Hann var sonur Lov- ísu Einarsdóttur og Einars Indr- iðasonar verkstjóra á Siglufirði. Þau eru bæði látin. Börn Kristínar og Indriða eru: Einar, tölvunar- fræðingur, f. 13. nóvember 1967, og Hrefna, sjúkraþjálfari, f. 7. október 1969. Eiginmaður Hrefnu er José Antonio De Bustos Martin, verslunarmaður, f. 9. september 1965 í San Sebastian, Giupuzcoa á Spáni. Börn Hrefnu og José eru: Andrés, f. 26. janúar 1999, og Ið- unn, f. 30. janúar 2001. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 12. mars, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Fundum okkar Kristínar Leifs- dóttur bar fyrst saman þegar hún kom norður, ung kona með mann- inum sínum og frænda mínum Indr- iða Einarssyni. Þau voru á leið til æskustöðva hans á Siglufirði og tóku fimm ára piltung frá Akureyri með í bílinn. Kristín hafði einkar hlýtt við- mót og breitt bros, sem eyddi öllum votti af feimni drengsins og leyfði honum að njóta sín á leiðinni. Henni var alla tíð lagið að láta aðra njóta sín. Þau Indriði byggðu sér heimili í Reykjavík og hennar eigin börn komu til sögunnar, fyrst Einar og svo Hrefna, sem voru henni alltaf gleðiefni og áttu eftir að verða henn- ar stóri styrkur í andstreymi. En það var seinna. Fyrst komu glaðir fjölskyldudag- ar. Þá átti skólapiltur að norðan gjarnan leið til Reykjavíkur vegna sumarvinnu og þáði margan greið- ann hjá Kristínu og Indriða í Ljós- heimablokkinni. Þau áttu einkar gott skap saman. Höfðu bæði leiftr- andi kímnigáfu og greind meira en í góðu meðallagi. Þau höfðu líka bæði lag á að láta unglingi finnast hann velkominn þátttakandi í samræðum. Í þessum ferðum hitti ég líka for- eldra Kristínar, Leif Ásgeirsson og Hrefnu Kolbeinsdóttur. Þar var nú heldur ekki komið að tómum kof- unum. Þau bjuggu bæði yfir ein- stökum mannkostum í bland við sér- staka hógværð og höfðu því búið dóttur sína vel út í lífið. Árið 1975 var mikill harmur kveð- inn að þessari litlu fjölskyldu. Indr- iði fórst ásamt vinnufélögum í hörmulegu þyrluslysi á Kjalarnesi. Það leið nokkur tími þar til Kristín náði sér eftir þetta þunga högg. Hann hafði alla þeirra tíð saman verið hennar styrka stoð. Hún naut þá foreldra sinna, Hrefnu og Leifs, meira en nokkru sinni. Enn kvaddi ég dyra hjá Kristínu þegar ég kom í skóla til Reykjavík- ur, rúmu hálfu ári eftir fráfall Indr- iða. Þótt skammt væri um liðið og þung sorg hvíldi yfir heimilinu naut ég þar velvildar og hlýju og var kost- gangari hjá henni veturlangt. Þetta var fyrir tíma hádegisskyndibita. Ég tók því strætisvagninn inn í Fossvog í hádeginu tiltekna daga vikunnar, fékk heitan mat með börnum henn- ar, kaffibolla og gott spjall. Svo fækkar fundum eins og ger- ist, en alla tíð síðan þegar við hitt- umst átti ég víst þetta einstaklega hlýja viðmót og hjálpsemi. Fundum okkar Kristínar bar síð- ast saman fyrir skömmu á sjúkra- húsinu í Fossvogi. Það er steinsnar þaðan sem hún og Indriði byggðu sér húsið, sem var heimilið hennar og barnanna lengst af. Þá var mjög af henni dregið. Lyfjameðferðin var erfið og hún sagði að þetta væri erf- iðasti dagurinn. En þótt líkaminn væri veikur var andinn sterkur og æðrulaus. Hún brosti breitt þegar hún dró fram nýjar myndir af fjöl- skyldunni, börnunum sínum báðum og tengdasyni og myndir af ömmu- drengnum og nýfæddri ömmustelp- unni. Það var augljóst að henni fannst hún ríkust allra. Ég og fjölskylda mín vottum þeim öllum djúpa samúð við fráfall elsku- legrar móður og ömmu. Einar Sigurðsson. Kær vinkona okkar og skólasystir Kristín Leifsdóttir er látin. Við stöllur kynntumst í Austur- bæjarskólanum og síðar lá leið okk- ar saman í Menntaskólanum í Reykjavík árin 1950–54. Þær voru tvær Stínur – Hall. og Leifs. – í stærðfræðideild og var ekki laust við að við í stelpubekk máladeildar öf- unduðum þær eilítið, ekki aðeins af stærfræðigenunum heldur einnig af þeim vaska hópi bekkjarbræðra í X- bekknum sem við litum hýru auga. Við urðum engu að síður klíkusystur og stofnuðum saman saumaklúbb. Áhyggjulausra uppvaxtarára og margra gleðistunda minnumst við þar sem Kristín var hrókur alls fagnaðar með gamanmál á vörum. Frásagnarhæfileiki hennar var annálaður með óbilandi húmor. Norðlenskur framburður og ramm- íslenskt tungutak hrifu einnig svo að oft hefði mátt heyra saumnál detta þegar Stína var í essinu sínu. Hug- myndaflugið var frjótt og stúlkan skarpgreind og hnyttin. Jafnt ungir sem aldnir nutu samvista við hana. Á Hverfisgötu 53, æskuheimili Kristínar, var gott að koma. For- eldrar hennar Hrefna og Leifur voru einstaklega gestrisin. Þau tóku jafn vel á móti öllum, hvort sem um var að ræða venslafólk og vini af landsbyggðinni og í höfuðborginni eða skólasystkini barnanna. Mikill menningarbragur var á heimilinu, bókmenntir og listir í hávegum hafð- ar og ætlum við að flestir hafi farið fróðari af fundum þeirra. Eftir Bandaríkjadvöl með foreldr- um sínum kom Stína forfrömuð heimsdama tilbaka, ók á „Nash“ og nutum við vinkonurnar þess í ríkum mæli að fá far í glæsikerrunni með henni. Þegar minnst er á Kristínu kemur upp í hugann hversu tryggur vinur hún var og hún gerði sér far um að rækta og varðveita þá vináttu sem stofnað var til á uppvaxtarárum okkar í Reykjavík. Hún hélt órofa tryggð við hina Stínuna, þ.e. Krist- ínu Hallvarðsdóttur, sem hefur ver- ið búsett víðs vegar um heiminn í hart nær 40 ár og nú síðast á Hawaii. Tvisvar heimsótti hún nöfnu sína en þegar efnt var til brúðkaups dóttur hennar í San Francisco dreif Stína Leifs okkur með sér í ferð til Kali- forníu á vit ógleymanlegra ævintýra. Veturinn sem Kristín var á hús- mæðraskóla í Norður-Svíþjóð lá leið hennar oft um Kóngsins Kaup- mannahöfn okkur undirrituðum til óblandinnar ánægju. Um það leyti kynntist hún mannsefni sínu Indriða Helga Einarssyni verkfræðinema, greindum og skemmtilegum félaga, og var vissulega jafnræði með þeim. Þau gengu síðan í heilagt hjónaband að námi hans loknu, settust að í Reykjavík og eignuðust óskabörnin, Einar og Hrefnu. Lánið lék við fjölskylduna þar til Indriði fórst í hörmulegu flugslysi í mynni Hvalfjarðar í janúar 1975. Þá voru börnin aðeins sjö og fimm ára. Þessi litla fjölskylda hefur staðið þétt saman í blíðu og stríðu, stutt hvert annað og fagnað sérhverjum áfanga og nýjum fjölskyldumeðlim- um. Kristín var sannur félagi barna sinna sem nú eiga um sárt að binda. Megi minningin um hlýja móður ylja þeim um alla framtíð. Við vottum þeim og öðrum ástvinum einlæga samúð okkar. Vinkonu okkar kveðj- um við með þakklæti og söknuði með orðum föðurbróður hennar Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda og skálds: En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Guðrún Theodóra, Steinunn, Unnur María. Kristín var skólasystir okkar hjóna úr árgangi MR 54 frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Við vorum 119 stúdentar útskrifuð vorið 1954, þar af tvær stúlkur úr stærðfræði- deild, sem báðar hétu Kristín – Hall- varðsdóttir og Leifsdóttir. Þær voru bekkjarsystur mínar í X-bekk og áttu nokkra sérstöðu meðal skóla- systra að vera tvær föngulegar stúlkur í karlaveldi og um leið voru þær forgöngukonur í stærðfræði- deild. Kristín var vafalítið með stærð- fræðigenin frá föður sínum, Leifi Ásgeirssyni stærðfræðingi, en báðar stóðu þær sig með prýði í námi. Þær nöfnur hafa alla tíð síðan verið afar nánar vinkonur þó haf hafi oft skilið milli vina og þær hafa bundist sterkri vinataug vð kjarna árgangs- ins. Við skólasystkinin hittumst jafn- aðarlega og eigum skemmtileg sam- skipti sem Stína Leifs hefur verið af- ar virk í og reyndar þær nöfnur báðar þótt Hallvarðs. eigi oft um langan veg að sækja okkur heim. Kristín varð ung ekkja þegar Indriði Einarsson verkfræðingur, árgangur MA 54, fórst í hörmulegu þyrluslysi 1975 frá tveimur börnum þeirra þá fimm og sjö ára. Hún hef- ur staðið sig sem hetja í erfiðu hlut- verki og átt góðan bakhjarl í hjálp- sömum og umhyggjusömum vina- hópi skólasystkina. Við hjónin eigum góðar persónu- legar minningar um vinkonu og æskuvináttu sem sjaldgæft er að finna síðar á lífsleiðinni. Stór skörð hafa verið höggvin í ár- ganginn og þétt höggvið í sama kné- runn nú því aðeins eru nokkrar vik- ur frá því að við kvöddum Björgvin Vilmundarson bekkjarbróður. Fyrir hönd árgangsins bið ég vinum okkar friðar og hinum líknar er lifa. Þorvaldur S. Þorvaldsson, inspector scholae MR 54. Ein kynslóðin fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu. (Prédikarinn 1:4.) Við systurnar minnumst frænku okkar, Kristínar Leifsdóttur, með söknuði þegar hún hefur nú svo fyr- irvaralítið og allt of fljótt kvatt þetta jarðlíf. Fjölskyldur okkar voru ná- tengdar og fjöldi minninga frá öllum æviskeiðum tengist henni og hennar góða fólki. KRISTÍN LEIFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.