Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÚAR kjósa um það næst- komandi laugardag hvort Reykjavíkur- flugvöllur eigi að fara eða vera eftir 15 ár. Ákvörðun borgaryfir- valda um að efna til þessarar atkvæða- greiðslu hefur vakið upp margar spurning- ar um framtíð innan- landsflugs hér á landi. Umræðan hefur eink- um snúist um hlutverk og skyldur höfuðborg- arinnar, skipulagsmál miðbæjarins og hvaða afleiðingar það hafi ef miðstöð innanlandsflugsins fer úr borginni. En hvað sem líður niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar, er ljóst að miklar breytingar eru fyrirsjáan- legar á Reykjavíkurflugvelli og nánasta umhverfi hans á næstunni. Ráðist verður í uppbyggingu og endurbætur samkvæmt tillögum Flugmálastjórnar, sem unnið hefur verið að í framhaldi af samþykkt deiliskipulags fyrir flugvallarsvæð- ið. Í þessum tillögum er gert ráð fyrir að umfang flugstarfseminnar muni minnka, ein flugbraut verði lögð af og umhverfi vallarins fegr- að. Skipulag samþykkt Endurbætur á Reykjavíkurflug- velli voru löngu tímabærar. Því var það fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti að leggja fjármuni til endurbyggingar Reykjavíkurflug- vallar. Í kjölfar ákvörðunar Alþingis gerði ég sem samgönguráðherra samkomulag við borgarstjórann í Reykjavík í júní 1999. Samkvæmt samkomulaginu átti Reykjavíkur- flugvöllur að verða miðstöð innan- landsflugs samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir til 2016. Jafnframt samþykktu borgaryfir- völd deiliskipulag fyrir flugvöllinn. Ákveðið var að draga úr umfangi snertilendinga og kennsluflugs á Reykjavíkurflugvelli og hefur það þegar verið gert að vissu marki. Samkomulag mitt við borgar- stjóra er lykillinn að þeim miklu endurbótum sem standa yfir á flug- vallarsvæðinu samkvæmt deili- skipulagi og verður að verulegum hluta lokið á þessu ári. Með þeim framkvæmdum eykst landnýting í kringum völlinn og umhverfi hans mun taka miklum breytingum til bóta. Stefnt er að fegrun svæðisins og miklum umhverfisbótum við flugvöllinn. Nái áform okkar fram að ganga mun Reykjavíkurflugvöll- ur framtíðarinnar, sem borgarbúar kjósa um næstkomandi laug- ardag, ekki verða sá sami og við þekkjum nú. Helstu breytingar Mesta breytingin á flugvellinum er að norðaustur/suðvestur flugbrautin verður lögð niður. Með brott- hvarfi hennar losnar að sunnanverðu tals- vert land í Skerjafirði, sem hentað getur fyrir íbúðarbyggð. Við norðurenda brautar- innar losnar stórt landsvæði undir margvíslega atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir að þar geti skapast að- staða fyrir atvinnurekstur með rúmlega þrjú þúsund starfsmenn. Jafnframt gerir deiliskipulagið ráð fyrir því að öll flugstarfsemi á vellinum verði flutt á svæðið þar sem flugturninn, flugstjórnarmið- stöðin og Loftleiðahótelið eru nú, austan megin flugbrautanna. Við þetta losnar enn meira landrými Skerjafjarðarmegin, sem getur nýst fyrir íbúðarbyggð og starfsemi Háskóla Íslands eða aðra atvinnu- starfsemi. Mikilvæg uppbygging Með þessum breytingum á skipu- lagi Reykjavíkurflugvallar er verið að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar fær borgin verulegt landrými til uppbyggingar íbúða og atvinnustarfsemi. Hins vegar er ráðist í langþráðar endurbætur á flugvellinum og uppbyggingu mið- stöðvar innanlandsflugsins sem ekki þolir bið. Staðreyndin er sú að innanlands- flug er umfangsmeira en nokkru sinni fyrr. Stöðug aukning hefur verið í fjölda farþega í áætlunar- flugi síðustu 30 árin. Á síðasta ári fóru 440 þúsund farþegar með áætl- unarflugi um Reykjavíkurflugvöll. Ef sama þróun heldur áfram munu 700 til 800 þúsund farþegar fara um völlinn árið 2020. Núverandi flug- stöð er löngu sprungin og því er tímabært að byggja nýja. Jafn- framt hafa verið uppi hugmyndir um að tengja miðstöð áætlunarbif- reiða nýju flugstöðinni, eins konar þjónustumiðstöð samgöngumála landsins. Hér er því um mikið og þarft samgöngumannvirki að ræða. Fyrirséð er að flugumferð muni minnka verulega á næstu árum þótt farþegum á Reykjavíkurflugvelli fjölgi. Ástæðan er sú að stór hluti umferðarinnar, eða rúmur fjórð- ungur, er æfingaflug. Nú þegar hef- ur verið dregið úr slíku flugi og í samkomulagi mínu við borgarstjóra er ráðgert að æfingaflugið verði al- farið flutt yfir á aðra flugbraut í ná- grenni höfuðborgarinnar. Þegar þar að kemur hefur flugumferð á Reykjavíkurflugvelli minnkað um nálægt 40% frá því hún náði há- marki árið 1998. Umræðan um flugvöllinn Undanfarna áratugi hefur um- ræða um flugvöllinn í Vatnsmýri blossað upp af og til. Sú umræða hefur einkum tengst umhverfis- og öryggismálum. Í núverandi um- ræðu er tekist á um nýjan flöt máls- ins – þörf borgarinnar fyrir nýtt byggingarland. Borgarstjóri og for- seti borgarstjórnar eru þar í far- arbroddi og líta ekki lengur á veru flugvallarins sem samgöngumál heldur sem skipulagsmál í Reykja- vík. Af þeirri ástæðu hefur aðeins Reykvíkingum verið boðið til at- kvæðagreiðslu um það hvort flug- völlurinn eigi að fara úr Vatnsmýr- inni eða vera þar eftir 2016. Borgaryfirvöld hafa lýst því af- dráttarlaust yfir að ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýni stuðning við brotthvarf flugvallarins, verði strax tekið tillit til þess við alla skipulagsvinnu. Með öðrum orðum, sem minnst uppbygging flugstarf- semi verður leyfð á flugvallarsvæð- inu. Ef af verður, er fyrirsjáanlegt að lítið verður úr áformum um end- urbætur og uppbyggingu. Jafn- framt er ljóst að áhugi stjórnvalda og einkaaðila til að ráðast í mann- virkjagerð vegna flugstarfseminnar mun dvína ef þetta verður raunin. Atkvæðagreiðslan næsta laugardag getur því haft mikil áhrif á það hvernig Reykjavíkurflugvöllur mun dafna og þróast í nánustu framtíð. Fara hvert? Að mörgu leyti eru borgarbúar settir í vanda þegar þeir ganga til kosninga um framtíð flugvallar í Vatnsmýri eftir árið 2016. Þeir geta kosið að láta flugvöllinn fara. En hvert á hann að fara? Við því hafa borgaryfirvöld ekkert svar. Vissulega hafa borgaryfirvöld bent á ýmsa möguleika varðandi nýja staðsetningu miðstöðvar inn- anlandsflugs. En þegar nánar er að gáð hafa þessir kostir reynst óraun- hæfir. Framan af reyndu borgaryf- irvöld meira að segja í fúlustu al- vöru að telja almenningi trú um að flugvöllur úti í Skerjafirði væri raunverulegur valkostur. Smám saman rann þó upp fyrir þeim sá blákaldi veruleiki að sú staðsetning veldur gífurlegum umhverfisspjöll- um, kostar á bilinu 15 til 19 millj- arða króna og kallar á mikið flug yf- ir íbúðarbyggð. Meira að segja borgarstjóri sá sig loks knúna til að hafna þessari staðsetningu. Nýr flugvöllur í Hvassahrauni á Reykjanesi hefur oftar verið nefnd- ur sem arftaki Reykjavíkurflug- vallar. Lögformlegur ráðgjafi sam- gönguráðherra í flugmálum, flugráð, telur að flugvöllur í Hvass- ahrauni sé frá flugtæknilegu sjón- armiði langversti kosturinn. Veður- farsleg rannsókn sem framkvæmd var á þessu svæði leiddi í ljós að gera mætti ráð fyrir 4% til 11% lak- ari nýtingu flugvallar þar en á Reykjavíkurflugvelli. Ástæðan er ókyrrð í lofti og hæð yfir sjávar- máli. Þetta er einfaldlega óviðun- andi fyrir flugvöll sem þjónar 95% farþega í innanlandsflugi. Þá er ljóst að nálægð við Keflavíkurflug- völl mun valda gagnkvæmri truflun á flugi og ekkert réttlætir uppbygg- ingu og rekstur tveggja flugvalla nánast hlið við hlið. Tveir raunhæfir valkostir Af framansögðu er ljóst að þegar Reykvíkingar greiða atkvæði um flugvöllinn í Vatnsmýri, eru þeir að ákveða hvort miðstöð innanlands- flugs eigi að vera í Reykjavík eða Keflavík. Þetta eru einu raunhæfu kostirnir í stöðunni. Keflavíkurflugvöllur er flug- tæknilega jafnsettur Reykjavíkur- flugvelli, stór og góður flugvöllur. Flutningur innanlandsflugsins þangað mundi hins vegar gjör- breyta forsendum þess sökum fjar- lægðarinnar frá höfuðborginni. Því hefur verið spáð að samdráttur í áætlunarflugi gæti orðið allt að 40%. Talsmenn flugfélaganna leggjast hart gegn þeim áformum að færa innanlandsflugið til Kefla- víkur. Vilji borgarbúa og lands- manna allra er skýr Staðsetning miðstöðvar innan- landsflugsins er annað og meira en skipulagsmál Reykjavíkurborgar. Það staðfestir nýleg umfangsmikil skoðanakönnun PriceWaterhouse- Coopers. Þar kemur fram að rúm- lega 77% landsmanna telja að landsmenn allir eigi að fá að greiða atkvæði um framtíð Reykjavíkur- flugvallar en ekki Reykvíkingar einir. Í sömu könnun var óskað eftir af- stöðu til þess hvort fólk vildi hafa miðstöð innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavík- urflugvelli ef aðeins þeir tveir kost- ir kæmu til greina eftir 2016. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 71% Reykjavíkurflugvöll. Þegar aðeins er skoðuð afstaða Reykvíkinga vildu 65% þeirra hafa völlinn á sín- um stað frekar en í Keflavík. Þessi könnun og aðrar sem gerð- ar hafa verið að undanförnu tala skýrum rómi. Þær staðfesta hvað það er mikilvægt fyrir landsmenn alla – og þar á meðal íbúa Reykja- víkur – að hafa miðstöð innanlands- flugsins þar sem hún er. Besti kosturinn Ég hef margsinnis ítrekað þá skoðun mína að aðrir kostir en end- urbyggður Reykjavíkurflugvöllur eða flutningur miðstöðvar innan- landsflugs til Keflavíkur væru ekki raunhæfir. Jafnframt hef ég stað- Í SÁTT VIÐ BORG OG ÞJÓÐ Í tillögum um breytt skipulag á Reykjavíkurflugvelli er gert ráð fyrir að á næstunni verði NA/SV-brautin lögð nið- ur og flugstarfsemi flutt á einn stað austan flugbrauta. Við það losnar umtalsvert byggingarland, jafnt fyrir íbúða- byggð og almenna atvinnustarfsemi. Eykst þá athafnarými í næsta nágrenni Háskóla Íslands og Landspítala. Flugumferð á Reykjavíkurflug- velli hefur minnkað verulega frá 1998, eftir að dregið var úr æf- ingaflugi. Áformað er að æf- ingaflugið fari alfarið á annan flugvöll í nágrenni höfuðborgar- innar og mun flugumferð þá minnka enn frekar. Heimild: Flugmálastjórn. Fjöldi farþega á Reykjavíkur- flugvelli hefur að jafnaði aukist um 3,7% á ári frá 1970. Á síð- asta ári fóru 440 þúsund far- þegar um flugvöllinn. Þeir verða á bilinu 700–800 þús. eftir 20 ár miðað við spá um 3% aukningu á ári til jafnaðar. Heimild: Flugmálastjórn. Sturla Böðvarsson Atkvæðagreiðslan næsta laugardag, segir Sturla Böðvarsson, get- ur haft mikil áhrif á það hvernig Reykjavík- urflugvöllur mun dafna og þróast í nánustu framtíð. Hársnyrtistofa Til sölu strax ein nýtískulegasta hársnyrtistofa miðborgarinnar og þó víða væri leitað. Átta stólar, blandaður viðskiptamannahópur og mikið að gera. Stofa sem allir þekkja og gerir það mjög gott með mikilli vinnu. Endalausir möguleikar til aukningar. Skemmti- legur vinnustaður með góðri aðstöðu. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.