Morgunblaðið - 11.03.2001, Page 53

Morgunblaðið - 11.03.2001, Page 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 53 LEIKMANNASKÓLI Þjóðkirkj- unnar hefur verið starfandi í tíu ár. Á næstu vikum hefjast fjögur ný nám- skeið. Eitt þeirra ber yfirskriftina: „Heilsurækt fyrir hugsandi fólk.“ Á því námskeiði verður hugað að heilsu- rækt til líkama, sálar og anda, í sam- ræmi við biblíulega hugsun um manneskjuna sem heild og orð Jesú um líf í fullri gnægð. Kynntar verða aðferðir sem nýst hafa fólki í aldanna rás til eflingar heilsunni og vísað á leiðir að markvissu og heilbrigðu líf- erni. M.a. verður fjallað um líkams- stöðu, mataræði, föstu, slökun, sjálfs- mynd, biblíulega íhugun, bænir og hæfileikann til að lifa í núinu. Þátt- takendum er gefinn kostur á að setja sér persónuleg markmið í samræmi við getu og reynslu. Kennari á nám- skeiðinu er sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur. Kennt verður fjögur miðvikudagskvöld, 14. mars til 4. apr- íl, í Háskóla Íslands, aðalbyggingu, og skráning er á fræðsludeild Þjóð- kirkjunnar í síma 535 1500. Skrán- ingu lýkur mánudaginn 12. mars. Kvöldmessa í Laugarneskirkju ÞÆR eru ólíkar öllu öðru kvöldmess- urnar í Laugarneskirkju. Í kvöld kl. 20:30 hefst messa mánaðarins, en djassinn byrjar í húsinu kl. 20:00 Djasskvartettinn skipa þeir Gunnar Gunnarsson, píanó, Jón Rafnsson, kontrabassi, Matthías M.D. Hem- stock, trommur og Sigurður Flosa- son, saxófón. Kór Laugarneskirkju hefur á að skipa einstöku söngfólki sem syngur með einni sál og einum anda, svo að við verðum öll að betri manneskjum við það eitt að horfa á þau og hlusta. Að þessu sinni mun héraðspresturinn, sr. María Ágústs- dóttir, þjóna að orðinu og borðinu ásamt Eygló Bjarnadóttur meðhjálp- ara. Verið velkomin í Laugarnes- kirkju í kvöld. Breytingar á sam- veru eldri borgara í Langholtssöfnuði SAMVERA eldri borgara í Lang- holtssöfnuði sem þjónustuúrræði fyr- ir aldraða einn dag í viku á móti dag- vistun á stofnunum heilbrigðis- og félagsþjónustunnar í Reykjavík. Við sem störfum í Langholtskirkju viljum benda öldruðum í sókninni á þær breytingar sem urðu á þjónustu safn- aðarins við eldri borgara síðastliðið haust. Opið hús á föstudögum var sameinað samveru eldri borgara á miðvikudögum til þess að bjóða lengri viðveru einn dag í viku. Fyrir aldraða sem þarfnast umönnunar og umhyggju getur samveran verið þjónustuúrræði á móti dagvistun á stofnunum heilbrigðis- og félagsþjón- ustunnar í Reykjavík. Opið hús er frá kl. 11:00 til kl. 16:00. Dagskrá: Heilsupistill, léttar lík- amsæfingar og slökun í litla sal. Kyrrðar- og fyrirbænastund, orgel- leikur og sálmasöngur í kirkjunni í umsjá sóknarprests, djákna og org- anista. Létt máltíð (kr. 500) í stóra sal. Tekið er í spil, spjallað, hlustað á upplestur og málað á dúka og ker- amik. Kaffisopi og smákökur. Söng- stund með Jóni Stefánssyni. Svala Sigríður Thomsen djákni hefur um- sjón með stundunum og nýtur að- stoðar kirkjuvarðar og þjónustuhóps eldri borgara. Öldruðum, sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar, er boðinn akstur að heiman og heim. Sími Langholtskirkju er 520 1300. Hallgrímskirkja: Passíusálmalestur mánudag kl. 12:15. Háteigskirkja: Ævintýraklúbbur mánudag kl. 17:00. Heimsókn til slökkviliðs. TTT-klúbbur mánudag kl. 17:00. Söngur og leikir. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuklúbbur 8-9 ára mánudag kl. 14:15. TTT (10-12 ára) mánudag kl. 15:30. 12 spora hópar koma saman í safnaðarheimilinu mánudaga kl. 19:15. Neskirkja: Starf fyrir 6 ára börn mánudag kl. 14-15. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 16:30. Húsið opið frá kl. 16:00. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Fræðsla: Slysa- varnir barna. Herdís Storgaard, fulltrúi hjá heilbrigðisráðuneytinu. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfélag- ið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20-22. Árbæjarkirkja: Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20:00-21:30. Æskulýðsfélag eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20:00- 21:30. Fella- og Hólakirkja: Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 8. 9. og 10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja: Bænahópur kl. 20:00. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09:00-17:00 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára kl. 17:30- 18:30. Hjallakirkja: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20:30 á mánudögum. Prédik- unarklúbbur presta í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra er á þriðju- dögum kl. 9:15-10:30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja: Fundur í æskulýðsfélag- inu Sela kl. 20:00 fyrir unglinga 13-16 ára. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf, yngri deild, kl. 20:30-22 í Hásöl- um. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Æskulýðs- félag 13 ára og eldri kl. 20-22. Vídalínskirkja: 10-12 ára starf fyrir drengi í samstarfi við KFUM kl. 17:30 í safnaðarheimili. Lágafellskirkja: TTT-fundur mánu- dag kl. 16-17. Unglingahópur, fundur mánudag kl. 17:30-18:30. Krossinn: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16:30. Allir velkomnir. Akraneskirkja: Fundur í æskulýðs- félaginu í húsi KFUM og K mánu- dagskvöld kl. 20:00. Hvammstangakirkja: KFUM og K starf kirkjunnar mánudag kl. 17:30 á prestssetrinu. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11:00. Ben Goodman. Léttur hádegisverður á eftir sam- komunni. Samkoma kl. 20:00. Ben Goodman prédikar, lofgjörð og fyr- irbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudag er fjölskyldubænastund kl. 18:30, súpa og brauð á eftir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía: Al- menn samkoma kl. 16.30, lofgjörðar- hópur syngur. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Barnakirkja fyrir eins til 9 níu ára á sama tíma. Allir velkomnir. Víkurprestakall í Mýrdal: Ferming- arfræðsla á mánudögum kl. 13:45. Frelsið, kristileg miðstöð: Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17:00. Fríkirkjan í Hafnafirði: Barnasam- koma kl. 11:00 og guðsþjónusta kl. 14:00. Morgunblaðið/Kristinn „Heilsurækt fyrir hugsandi fólk.“ Á þessu námskeiði verður hugað að heilsurækt til líkama, sálar og anda, í samræmi við biblíulega hugsun um manneskjuna sem heild og orð Jesú um líf í fullri gnægð. Safnaðarstarf Heilsurækt fyr- ir hugsandi fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.