Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 19 Kynntar verða spennandi nýjungar s.s. * Hydration Liquid Foundation, léttur olíulaus farði. * One-Step Facial Cleanser,undrahreinsirinn sem fjarlægir allan farða á augabragði. Komdu og fáðu ráðgjöf og sýnishorn* Ráðgjafi frá Clarins verður á staðnum frá kl. 14-18 Mánudag Lyfja Laugavegi Lyfja Garðatorgi Þriðjudag Lyfja Setbergi Lyfja Hamraborg Verið velkomin Í LYFJU LISTASAFN Reykjavíkur gengst í dag fyrir fræðslu- og skemmtidegi í húsum sínum, undir yfirskriftinni „Lifandi leiðsögn – Sunnudagslist- auki í Listasafni Reykjavíkur“. Þar gefst almenningi kostur á að ganga í gegnum sýningar Listasafnsins í fylgd kunnáttufólks og skoða og skeggræða það sem fyrir augu ber. Að sögn Soffíu Karlsdóttur, kynn- ingarstjóra Listasafns Reykjavík- ur, er efnt til þessa viðburðar til þess að minna fólk á að listasöfn eru fyrir alla. „Margir hafa kannski þá tilfinningu að listasöfn séu aðeins fyrir einhvern ákveðinn þjóðfélagshóp. Með þessari uppá- komu viljum við hins vegar sýna fram á hið gagnstæða,“ segir Soffía. Listasafnið er með átta sýningar í sýningarsölum sínum í Ásmund- arsafni, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu og bendir Soffía á að þar sé um mjög fjölbreytt úrval að ræða. „Þá erum við með fasta leið- sögn á hverjum sunnudegi, en með þessu viljum við hvetja fullorðna og börn til að koma og kynna sér hvað er að gerast á safninu. Fólki gefst færi á að ganga um sýning- arnar með leiðsögn, þar sem gestir geta spurt um það sem vekur áhuga þeirra. Sunnudagslistaukinn hefst kl. 14 í Ásmundarsafni við Sigtún þar sem nú stendur yfir sýningin Fjöll rímar við tröll, með verkum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og höggmyndum Ásmundar Sveins- sonar. „Páll mun sjálfur taka þátt í leiðsögninni um sýninguna, og get- ur fólk því spurt listamanninn sjálfan spurninga. Þá verður flutt tónverk fyrir steinhörpu og víólu, en Páll hefur smíðað hörpuna úr líparíthellum úr bæjargilinu að Húsafelli.“ Næsti viðkomustaður verður á Kjarvalsstöðum en þar hefst leið- sögn kl. 15. „Í tilefni dagsins ætl- um við að efna til vísbendingaleiks fyrir börn og fullorðna í tengslum við sýningu á úrvali úr verkum Kjarvals. Þannig mun fólk ganga um sýninguna og leita að myndum eftir vísbendingum. Þetta ætti að fá fólk til að velta fyrir sér mynd- unum og tala saman um þær,“ seg- ir Soffía og bætir því við að auk þess verði boðið upp á leiðsögn um sýninguna um Gullpensla íslenskr- ar málaralistar, sem notið hafi mikilla vinsælda. Klukkan 16 hefst leiðsögn um fimm fróðlegar sýningar í Hafn- arhúsi. „Aðaláherslan er á sýn- inguna Heimskautslöndin unaðs- legu: Arfleifð Vilhjálms Stefáns- sonar, sem opnuð var í gær. Þar mun Jónas Gunnar Allansson mannfræðingur sjá um fræðandi leiðsögn um sýninguna.“ Auk þess gefst gestum kostur á að skoða aðrar sýningar safnsins, m.a. Sófa- málverkið eftir Önnu Jóa og Ólöfu Oddgeirsdóttur. „Sú sýning hefur vakið mikla athygli og er þar um að ræða hugmynd sem allir geta rætt og skemmt sér yfir.“ Þá er í Útiporti sýning á Hitavættum Ro- berts Dell, og á annarri hæð húss- ins sýning Frásagnarmálaranna, sem Soffía segir vera í senn skemmtilega og merkilega list- sögulega sýningu. Þar sýna Erró og fimm samtíðarmenn hans ný og eldri verk. Að lokum er sýning á broti af þeim verkum sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. „Allar leiðsagnirnar hefjast á heila tímanum þannig að fólk getur ýmist farið allan hringinn eða valið eitthvað ákveðið. Að dagskránni lokinni mun fólk geta sest niður á kaffistofu Hafnarhússins og fengið sér hressingu að viðburðaríkum degi loknum,“ segir Soffía. Boðið verður upp á lifandi leiðsögn í húsum Listasafns Reykjavíkur í dag „Listasöfn eru fyrir alla“ Ljósmynd frá ferðum Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar á sýningunni Heimskautslöndin unaðslegu. Morgunblaðið/Ásdís Páll frá Húsafelli mun taka þátt í leiðsögn um sýn- ingu sína, Fjöll rímar við tröll, í Ásmundarsafni. Morgunblaðið/Jim Smart Stofa Þórarins B. Þorlákssonar í endurgerð Önnu og Ólafar á sýningunni Sófamálverkið í Hafnarhúsinu. ÁSGEIR Lárusson hefur haldið hátt í tuttugu einkasýningar á jafn- mörgum árum en alltaf látið jafnlítið fyrir sér fara. Þannig hefur hann siglt framhjá öllum átökum og lúðra- blæstri á vígvelli listanna. Enn er hann á sömu nótunum hjá Ófeigi, sýningin er ekki stór en hún sýnir samt að hann ræktar sitt pund þótt ekki sé það gert með bægslagangi. Í sýningunni hjá Ófeigi er Ásgeir ekki alls fjarri Tuma Magnússyni með skiptingu flatarins í tvær ólíkar heildir. En í staðinn fyrir að láta flet- ina renna saman heldur Ásgeir skýrri flataskiptingu í miðju verkinu. Þá er heldur ekki um stóran garð efna að ræða í verkum hans, heldur liti, sem hann blandar saman í ákveðnum hlutföllum. Verkin heita eftir litunum tveim sem hann notar í hvert verk. Útkoman verður einkar þægileg því hvor liturinn fyrir sig er meng- aður af hinum upp að vissu marki, og því er um skyldleika að ræða í öllum tilvikum. Eins og ætíð þegar litir eru mettaðir verður til ákveðinn grámi sem verkar róandi á sjóntaugarnar. Það er þess háttar rólyndislegt and- rúmsloft sem einkennir alla sýningu Ásgeirs. Höggmyndin Ávaxtarenna – úr ryðfríu stáli og eik – er aftur á móti eilítið á sveig við málverkin og bætir engu við gæði hinna verkanna. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af myndum Ásgeirs Lárussonar í Listhúsi Ófeigs. Tvílit málverk MYNDLIST L i s t h ú s Ó f e i g s , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 14. mars. Opið á verslunartíma. MÁLVERK & HÖGGMYND ÁSGEIR LÁRUSSON Halldór Björn Runólfsson alltaf á miðvikudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.