Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 1

Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 1
68. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. MARS 2001 SLÖKKVILIÐSMENN á gúmbáti í eftirlitsferð á Signufljóti í París í gær. Flóð ollu verulegum vand- kvæðum víða í Frakklandi þegar ár flæddu yfir bakka sína og var ástandið verst í bæjum og á vegum í norðausturhluta landsins og um miðbik þess. Urðu margir að fara ferða sinna á bátum. Ástandið var hvað verst í og í grennd við höfuð- borgina, og flæddi Signa m.a. yfir Ile de la Cité, eyjuna í miðborginni, að hluta. Að sögn frönsku veður- stofunnar hefur rigning undan- farna tvo til þrjá mánuði verið tvö- falt eða þrefalt meiri en í meðalári. Búist er við áframhaldandi vatns- veðri fram í næstu viku. Reuters Flóð í París París. AP. HJÓNASÆLAN varð skammvinn hjá brúðhjónum í Flórída sem fóru að rífast um brúðkaupsgjafirnar á brúðkaupsdaginn með þeim afleið- ingum að brúðurin lenti í fangelsi. Lögregla í bænum Stuart í Flór- ída greindi frá því í gær að Kathryn Marie Patrick hefði verið látin laus gegn fimm þúsund dollara trygg- ingu, en hermt er að hún hafi grýtt nýpússaðan eiginmanninn með brúðartertu, kýlt hann í andlitið og sparkað svo í hann þar sem hann lá. Missættið, sem mun hafa orðið vegna brúðkaupsgjafanna, kom upp þegar hjónin komu heim frá giftingarathöfninni á sunnudaginn, að sögn lögreglunnar. Stutt sæla Miami. Reuters. menn gætu slakað á og hugsað sinn gang og fundið bestu lausnina á deilum sínum. Úrslitakostirnir, sem makedón- íski herinn setti uppreisnarmönn- um, voru lesnir upp í makedóníska sjónvarpinu undir miðnætti á þriðjudag. Var þess krafist að „hryðjuverkamenn“ hættu að berj- ast og gæfust upp og yrðu á brott frá Makedóníu. Ahmeti sagði að vopnahléið væri ótímabundið, en varaði við því að ef gerð yrði árás á stöðvar uppreisnarmanna myndu átökin, sem staðið hafa í rúman mánuð, halda áfram. Albönsku uppreisnarmennirnir í Makedóníu segjast vera heima- ALBANSKIR uppreisnarmenn lýstu í gærkvöldi einhliða yfir vopnahléi í baráttu sinni við her og lögreglu í Makedóníu. Ali Ahmeti, stjórnmálaleiðtogi Þjóðfrelsishers- ins, lýsti þessu yfir í sjónvarps- ávarpi í Kosovo, handan júgóslav- nesku landamæranna. Hersveitir ríkisstjórnarinnar höfðu sett albönskum uppreisnar- mönnum úrslitakosti, og gefið þeim sólarhrings frest til að láta af upp- reisn sinni, en sæta allsherjarárás ella. Ahmeti sagði í sjónvarpsávarpinu í gær að með vopnahléinu vildi herráð Þjóðfrelsishersins gefa möguleika á viðræðum, til þess að ræktuð hreyfing sem berjist fyrir meiri réttindum í Makedóníu, en þar eru slavneskir íbúar mun fleiri en albanskir. Makedónísk stjórn- völd segja aftur á móti að albönsku uppreisnarmennirnir starfi í tengslum við hermenn handan landamæranna, í Kosovo, og hafi það að markmiði að stofna sjálf- stætt ríki Albana í norðurhluta Makedóníu. Friðarsveitir fái liðsauka Framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO, greindi frá því í Brussel í gær, að sendiherrar aðildarríkja bandalagsins hjá bandalaginu hefðu farið þess á leit við heimaríki sín, að þau sendu liðs- auka til friðargæslusveita, sem eru undir forystu bandalagsins í Kos- ovo. Ástæðan er hin aukna spenna á landamærunum við Makedóníu. Bretar og Bandaríkjamenn tóku heldur fálega í beiðnina um liðs- auka, og sögðu að ekki stæði til að senda mannskap til að berjast við hlið makedónískra hermanna gegn albönsku uppreisnarmönnunum. Sögðu varnarmálaráðherrar Bret- lands og Bandaríkjanna, að ekki stæði til að senda fleiri breska og bandaríska hermenn til Balkan- skaga. Uppreisnarmenn í Make- dóníu lýsa yfir vopnahléi Shipkovica, Tetóvó, Brussel. AP, AFP.  Síðasta púðurtunnan/41 TÍU rússneskir sjómenn á togara frá Kalíníngrad voru í gær fluttir í skyndingu af Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á farsóttadeild Rík- isspítalans af ótta við að þeir væru sýktir af hættulegum hitbeltissjúk- dómi, að sögn Politiken. Togarinn lá á sínum tíma í höfn í Lagos í Nígeríu og þar veiktust nokkrir skipverjar af malaríu. Tveir létust er skipið kom eftir langa sigl- ingu til Uruguay vegna þess að sjúk- lingarnir fengu ekki læknishjálp á leiðinni. Tíumenningarnir komu með vél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var hún þegar sett í einangrun. Aðrir farþegar höfðu heyrt um ör- lög félaga mannanna og haft var samband við yfirvöld í Danmörku. Læknisskoðun benti til að mennirnir væru við hestaheilsu þótt ekki væri útilokað að þeir hefðu fengið einhvert afbrigði malaríu og var þeim haldið yfir nóttina. Þeir munu hafa verið harðánægðir með atlætið, hrein sængurföt, góðan mat og rúmgóð herbergi. „Þetta er fjöðrin sem varð að fimm hænsnum,“ sagði Peter Skin- høj, yfirmaður farsóttadeildarinnar. Danmörk Óttuðust smit STAÐFEST var í gær að gin- og klaufaveiki hefði stungið sér niður í Hollandi. Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB) setti strax bann við útflutningi klaufdýra frá landinu og á sölu á kjöti frá því svæði þar sem veikin hefur greinzt. Þetta var annað staðfesta gin- og klaufaveikitilfellið á meginlandi Evr- ópu, en hið fyrsta greindist í naut- gripahjörð í NV-Frakklandi í þarsíð- ustu viku. Mánuður er nú liðinn frá því veikin uppgötvaðist fyrst á býli í Englandi, en hún heldur áfram að breiðast út um Bretland og hefur nú greinzt á 422 brezkum býlum. Öll húsdýr á hollenzku bóndabæj- unum í Olst og Oene, þar sem sýkt dýr fundust, og á þriðja staðnum þar sem grunur leikur á að veikinnar hafi orðið vart, verður eytt. Eftirlit, með tilliti til smitsjúkdómavarna, var hert á Schiphol-alþjóðaflugvell- inum við Amsterdam. Slátrun „ósiðleg“ Í Hollandi hafa bændur brugðizt ókvæða við áformum um að slátra þúsundum ósýktra gripa og segjast frekar vilja að gripið verði til bólu- setningar, þrátt fyrir að það spilli út- flutningsmarkaði fyrir kjötafurðir þar sem fæst lönd leyfa innflutning bólusettra dýra eða afurða af þeim. Hollenzki landbúnaðarráðherrann sagði á ESB-fundi í Brussel að það væri ósiðlegt að hlaða upp hræköst- um um allar sveitir þegar mögulegt væri að forðast það með bólusetn- ingu dýranna. Staðfest tilfelli í Hollandi Amsterdam, Lundúnum. Reuters, AP.  Er annað til ráða?/30 Gin- og klaufaveiki DÓMSTÓLL í Jerúsalem dæmdi í gær Yitzhak Mordechai, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, sekan um að hafa áreitt tvær konur í starfs- liði sínu kynferðislega. „Ég ætla að leita allra lagalegra leiða til að sanna sakleysi mitt,“ sagði Mordechai við blaðamenn þeg- ar hann gekk út úr dómhúsinu, um- kringdur konum sem gerðu hróp að honum. Búist er við að Mordechai verði dæmdur í allt að sjö ára fang- elsi 18. apríl. Þingkonan Zehava Galon, sem hafði hvatt konurnar til að kæra ráð- herrann fyrrverandi, fagnaði dómn- um. „Dómstóllinn hefur sent karl- mönnum skýr skilaboð um að leikreglurnar hafa breyst,“ sagði hún. Mordechai var samgönguráðherra í stjórn Baraks fyrir ári þegar ein af starfskonum samgönguráðuneytis- ins og tvær fyrrverandi samstarfs- konur hans sökuðu hann um kyn- ferðislega áreitni. Dómstóllinn hafnaði ásökunum ráðuneytiskon- unnar og sagði að hún hefði orðið missaga en dæmdi Mordechai sekan um að hafa áreitt hinar konurnar. Dómstóllinn hafnaði fullyrðingum ráðherrans fyrrverandi um að ákær- urnar væru af pólitískum rótum runnar. Fjölmiðlar í Ísrael sögðu að hann hefði verið sakaður um að hafa lengi notfært sér stöðu sína til að knýja konur til kynferðislegra sam- banda. Mordechai sagði af sér embætti samgönguráðherra í maí þegar hann var ákærður. Eiginkona hans, Kochi, skildi við hann skömmu síðar. Mordechai dæmdur sekur um kynferðislega áreitni Jerúsalem. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.