Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 15

Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 15 TVEIR elstu starfandi kaup- menn í Kópavogi, þeir Jón Björgvinsson og Bóas Krist- jánsson, eru að hætta rekstri verslunar sinnar, Blómahall- arinnar sf., en í haust verða liðin 34 ára frá opnun hennar. Mun hún vera þriðja elsta við- skiptafyrirtæki sem er í gangi í Kópavogi. Byko er eldra, en upphafsmennirnir starfa þar ekki lengur; og eins er með Skóbúð Kópavogs, sem byrj- aði tveimur árum á undan þeim Jóni og Bóasi, upphafs- maður hennar starfar þar ekki lengur. Berjamór hinum megin við götuna Morgunblaðið leit inn til þeirra félaga í gær og spurði hvers vegna þeir væru að hætta. „Það var nú bara svona ákveðið hjá okkur félögum; okkur fannst þetta komið á tíma; allt á sér nú einhvern tíma endamörk,“ sagði Bóas. „Við eigum húsnæðið og ætl- um að selja það. Það yrði allt of mikill pakki fyrir þann sem hefði áhuga á að taka við rekstrinum að kaupa húsnæð- ið líka, of þungt að takast á við það. En ef húsnæðið hefði ekki verið svona stórt og þungt, hefðum við eflaust getað selt reksturinn. Það er svona herslumunurinn hvort við lok- um annað kvöld eða verðum helgina.“ Þeir félagar hófu rekstur Blómahallarinnar árið 1967 og þá í Hamraborg 11. Þar voru þeir í 10 ár. Síðan fluttu þeir verslunina í núverandi húsa- kynni, í Hamraborg 1-3, árið 1977. „Þegar við erum að byrja í þessum rekstri var Kópavogur að mótast; þá var hægt að fara yfir götuna hjá okkur og beint í berjamó,“ sagði Bóas og hló. En uppbyggingin fór að verða hröð upp úr því. „Árið 1967, þegar Blóma- höllin var opnuð, var þetta stærsta blómaverslun lands- ins,“ bætti Jón við. „Og á Þor- láksmessu 1981 fengum við 10% allra Kópavogsbúa í heimsókn. Það var algjört met. Voru taldir ruglaðir Það voru reyndar margir sem álitu okkur vera hálf rugl- aða að ætla að setja blóma- verslun á fót hérna í Kópavogi á sínum tíma. Við boðuðum til blaðamannafundar þegar við opnuðum hérna, og okkur var þá spáð af einu blaðanna, að við myndum fara á hausinn með stjórnarhraði. Það var tæplega hægt að segja að það væri vegur hingað. Og vorið eftir, þegar frost fór úr jörð, ók vörubíll hér um og sökk beint fyrir framan verslunina okkar og stóð þar allan dag- inn. Þetta hefur gengið mjög vel, en við lentum í þungum kapít- ula þegar þeir fóru að byggja gjána hér, malbika og tvöfalda vegakerfið með öllu tilheyr- andi. Það kom hér gríðarmikill þröskuldur á allt. Og þá fór að spyrjast út, að ef menn kæm- ust inn í bæinn, væri öruggt að þeir kæmust ekki út úr honum aftur. Þetta var dálítið erfiður tími að yfirstíga.“ Að sögn þeirra Jóns og Bóasar er töluvert um að fólk sé að hringja í þá, vegna þess- ara tíðinda og umskipta núna. „Það er klökkt hljóð í fólki og söknuður. Það er verið að þakka liðna tíð og óska okkur góðs gengis í því sem eftir stendur,“ sögðu þeir og var ekki laust við að þeir væru klökkir sjálfir. Kváðust þessir elstu starfandi kaupmenn í Kópavogi vilja nota tækifærið og koma kveðjum til sinna gömlu og traustu viðskipta- vina, með þakklæti fyrir góð kynni. Er þessu hér með komið til skila. Morgunblaðið/Jim Smart Þeir félagar Jón Björgvinsson og Bóas Kristjánsson hafa staðið lengi hinum megin búð- arborðsins í verslun sinni, Blómahöllinni, og þakka nú fyrir sig. Ljósmynd/Snorri Snorrason Þessi loftmynd af Kópavogi frá árinu 1956 gefur dálitla innsýn í hvernig umhorfs var þarna skömmu áður en starfsemi Blómahallarinnar hófst. Blómahöllin í Kópavogi er að hætta starfsemi eftir 34 ára samfelldan rekstur „Allt á sér nú einhvern tíma endamörk“ Kópavogur FERILL umhverfismats vegna fyrsta áfanga í færslu Hringbrautar er að hefjast en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í haust. Fyrsti áfangi nær frá Rauðarárstíg að Þor- finnstjörn. Að sögn Ólafs Bjarnasonar, yfirverkfræð- ings hjá embætti borgar- verkfræðings, er um þess- ar mundir verið að skila inn tillögum að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. „Þannig að þetta er í lög- bundnum farvegi,“ sagði Ólafur. Í fyrsta áfanganum verður Hringbrautin leidd undir brúna á Bústaðavegi en Vatnsmýrarvegur verð- ur felldur niður og gatan lögð suðurfyrir Umferðar- miðstöðina og Tanngarð. Ný gatnamót við Rauðarárstíg Vegna nýrrar tengingar Hringbrautar við Miklu- braut, móts við Rauðarár- stíg, mun vestasta húsið við sunnanverða Miklu- braut, hús nr. 16, verða rif- ið. Að sögn Ólafs Bjarna- sonar liggja fyrir samningar um kaup borg- arinnar á öllum íbúðum í húsinu nema einni. Einnig verður leikskólinn Sólbakki við Vatnsmýrarveg að víkja. Hann er í eigu Rík- isspítala en rekinn af Leik- skólum Reykjavíkur. Eins og fyrr sagði er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki á næsta ári. Kostnaður hefur verið áætlaður um hálfur millj- arður króna. Miklar skipulagsbreyt- ingar framundan Eftir færslu götunnar mun gamla Hringbrautin áfram þjóna Landspítalan- um og hverfinu í grennd og breytast úr stofnbraut í safngötu. Fram hefur kom- ið að tvenn ljósastýrð gatnamót verða á nýju Hringbrautinni, annars vegar þar sem hún tengist Laufásvegi og Hlíðarfæti og hins vegar við Njarð- argötu. Jafnhliða verður nyrsti hluti Njarðargötu endurbyggður á um 250 metra kafla. Ákvörðun um gerð nýs vegar um Hlíð- arfót liggur ekki fyrir og tengist m.a. framtíð Reykjavíkurflugvallar en í tillögum að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir að Hlíðarfót- ur liggi í göngum meðfram Öskjuhlíð. Framkvæmdir við norð- ur-suðurflugbraut Reykja- víkurflugvallar tengjast flutningi Hringbrautarinn- ar að því leyti að brautin verður stytt um 90 metra vegna gatnagerðarinnar. Þá er unnið að nýju deili- skipulagi fyrir lóð Land- spítalans, en svæði spítal- ans mun ná milli nýju og gömlu Hringbrautar. Einn- ig er í framtíðinni gert ráð fyrir verslunarmiðstöð á lóð Umferðarmiðstöðvar- innar. Þrjár bílasölur eiga að víkja Þrjár rótgrónar bílasölur í borginni standa í vegi hinnar nýju legu Hring- brautarinnar; Aðalbílasal- an og Bílasala Matthíasar við Miklatorg og Bílasala Guðfinns við Vatnsmýrar- veg. Ágúst Jónsson, skrif- stofustjóri borgarverk- fræðings, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bíla- sölunum hefði á síðasta ári verið úthlutað lóðum í nýju hverfi við Klettháls og ætl- ast væri til að rekstri þeirra á núverandi stað lyki áður en framkvæmdir hefjast í grennd við Bú- staðabrúna. Umhverfismat vegna flutnings Hringbrautar Stefnt að fram- kvæmdum í haust Hringbraut NOKKRAR kvartanir hafa borist til hreinsunardeildar borgarinnar yfir staðsetn- ingu söfnunargáma fyrir dagblaðapappír og mjólk- urfernur, ýmist vegna þess að gáma vanti eða þeir séu á röngum stað. „Oft hafa kvartanir við rök að styðjast og reynt er að bregðast við þeim,“ sagði Pétur Elínarson, eftirlits- maður með blaðagámum hjá hreinsunardeild borgar- innar, í samtali við Morg- unblaðið, en til hans berast kvartanirnar. „Við verðum að hlusta á það sem fólki finnst um þetta og reynum að gera eins vel og við getum.“ Pétur segir ýmis vand- kvæði á því að finna rétta staðsetningu fyrir gámana og önnur söfnunarílát. Síðustu daga hafa Morg- unblaðinu borist til eyrna tvenns konar kvartanir vegna staðsetningar blaða- gáma í borginni. Annars vegar vegna þess að söfn- unarílát, sem lengi stóðu við Eskihlíð 20, hafi verið fjar- lægð og hins vegar vegna þess að gámi hafi verið val- inn óviðeigandi staður á horni Freyjugötu og Njarð- argötu, rétt við hliðið á garði listasafns Einars Jónssonar. Pétur hafði ekki heyrt fyrr af málinu á Freyjugötu og Njarðargötu og sagði að kvartanirnar virtust ekki hafa komist til skila. Við Eskihlíðina sagði Pét- ur að um það hefði verið að ræða að þrjú 1.100 lítra ker á hjólum voru þar efst í brekkunni til að taka við pappír en þau voru óstöðug, höfðu skemmt bíla þegar þau fuku tóm af stað og eins höfðu krakkar leikið sér að því að ýta þeim til. Kerin voru því fjarlægð en í þeirra stað settur stór gámur neðst í Eskihlíðina. „Gámarnir eru aldrei færðir til að ástæðu- lausu,“ sagði Pétur. Hann sagði að í grónum hverfum gæti verið erfitt að finna gámunum stað, ekki síst vegna þess að bílarnir sem losa gámana verða að geta ekið beint framan að þeim. Það takmarki mögu- leika í staðarvali. 3–400 kg á gangstéttinni Pétur sagði eitthvað um að hringt hefði verið vegna breytinganna í Eskihlíð, hann kvaðst hafa óskað eftir öðrum tillögum um betri staðsetningu en engin hefði fundist. „Það hefur aldrei staðið á okkur að setja niður gáma ef fólk bendir á góða staðsetn- ingu,“ segir Pétur. Við Eskihlíðina mun eitt- hvað um að pappír hafi verið skilinn eftir á gangstéttinni, þar sem ílátin stóðu áður. Pétur sagði að svo virtist sem vaninn væri ríkur í fólki. Eitt sinn, nokkrum dögum eftir að gámur var færður af einum stað á ann- an í Breiðholti, hefði þurft að fjarlægja 3–400 kg af pappír af gangstéttinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nágrönnum, sem rætt hafa við Morgunblaðið, finnst lítil prýði að gáminum á horni Njarðargötu og Freyjugötu, við girðinguna á garði Listasafns Einars Jónssonar. Söfnun- argám- arnir stundum umdeildir Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.