Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
í Huldugil
og Teigahverfi
•
Blaðburður verður að hefjast um
leið og blaðið kemur í bæinn.
Góður gö gutúr sem borgar sig!
Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600
ÞAÐ var mikið fjör í Hlíðarfjalli
við Akureyri í gærmorgun þegar
um 200 nemendur úr Síðuskóla
skelltu sér í fjallið í sólskini og
blíðskaparveðri. Daginn notuðu
þau til þess að renna sér í brekk-
unum, ýmist á skíðum, brettum,
sleðum, snjóþotum eða þeim far-
artækjum sem hæfðu best smekk
hvers og eins.
Að þessu sinni voru það yngri
deildirnar sem fengu að nota sól-
ardaginn til skíðaferðar og
skemmtu sér allir konunglega
enda tilefni til.
Morgunblaðið/Kristján
Nemendur Síðuskóla höfðu með sér nesti í Hlíðarfjall og gátu því fengið sér í svanginn á milli ferða.
Krakkarnir í Síðuskóla voru á snjóbrettum, skíðum, sleðum og snjóþot-
um og skemmtu sér hið besta í blíðunni.
Fjör í fjallinu
Á fleygiferð á sleða í Hlíð-
arfjalli.
„ÉG ER alveg óskaplega glaður og
ánægður og þá ekki síst fyrir hönd
bæjarbúa sem beðið hafa eftir þessu
lengi,“ sagði Hólmkell Hreinsson,
forstöðumaður Amtsbókasafnsins á
Akureyri, en bæjarstjórn Akureyrar
samþykkti á fundi sínum í fyrradag
áætlun um rekstur, fjármál og fram-
kvæmdir á vegum bæjarsjóðs fyrir
árin 2002 til 2004. Samkvæmt henni
verður 420 milljónum króna varið á
tímabilinu til fjárfestinga á sviði
menningarmála og mun bróðurpart-
ur upphæðarinnar fara í nýbyggingu
við Amtsbókasafnið á Akureyri,
samtals um 2.400 fermetra bygg-
ingu.
14 ára bið á enda
Bæjarbúar hafa lengi beðið eftir
að byggt yrði við Amtsbókasafnið en
sem kunnugt er samþykkti bæjar-
stjórn á 125 ára afmæli Akureyrar-
bæjar í ágúst 1987 að gefa íbúunum
slíka byggingu í afmælisgjöf. Efnt
var til samkeppni um bygginguna en
síðan hefur lítið þokast þar til nú að
hillir undir að byggingin rísi.
Safnið var þegar orðið of lítið fyrir
14 árum þegar ákveðið var að
byggja við og hafa heilu bókastafl-
arnir verið fluttir í geymslu auk þess
sem þrengt hefur verið að starfsem-
inni að sögn Hólmkels, m.a. með því
að troða inn fleiri hillum og minnka
þá aðstöðu sem starfsfólk hefur til
umráða. Á þessu tímabili hefur fjöldi
bóka og blaða komið út þannig að
þörf fyrir viðbótarhúsnæði er orðin
ansi brýn að sögn Hólmkels.
Auk þess sem byggt verður við
safnið verður eldra húsnæði umbylt
en hann sagði að einungis hefði lág-
marksviðhaldi verið sinnt á þessu
tímabili enda hefðu menn ævinlega
verið að bíða eftir að nýbygging við
safnið kæmist á dagskrá.
Sómi fyrir bæinn
Nýbyggingin verður boðin út nú á
næstu dögum en að sögn Hólmkels
er áætlað að hafist verði handa á
vordögum og að byggingin verði tek-
in í notkun fullbúin í árslok 2003.
„Ég er ánægður með bæjarstjórn
Akureyrar, að drífa nú í þessu brýna
verkefni og ég er sannfærður um að
það verður mikill sómi að þessari
byggingu fyrir bæinn,“ sagði Hólm-
kell.
Um 420 milljónum króna varið á sviði menningarmála á næstu þremur árum
Nýbyggingin við Amts-
bókasafnið að veruleika
Sviptingar
á fjölmiðla-
markaði
TÖLUVERÐAR sviptingar hafa
orðið á fjölmiðlamarkaðnum á Akur-
eyri að undanförnu, nú síðast með
sameiningu Dags og DV undir
merkjum DV. Þá kemur nýtt viku-
blað út á Akureyri í dag, fimmtudag,
sem fengið hefur nafnið ak-vikublað.
Eftir að fréttamaður Stöðvar 2 á
Akureyri lét af störfum á dögunum
hefur Stöð 2 gert samning við sjón-
varpsstöðina Aksjón, til reynslu til
þriggja mánaða. Aksjón mun nú sjá
um fréttaflutning fyrir Stöð 2 og hef-
ur myndatökumaður stöðvarinnar
flutt sig yfir til Aksjón. Þá hefur út-
varpsstöðin Frostrásin hætt starf-
semi en hún var rekin í bænum til
fjölda ára.
DV hefur rekið eins manns rit-
stjórnarskrifstofu við Strandgötu í
mörg ár en með sameiningunni við
Dag flyst sú starfsemi í húsnæði
Dags, þar sem öll starfsemi DV verð-
ur til húsa.
Vikublaðið Vikudagur hefur verið
gefið út á Akureyri í rúm þrjú ár en
blaðið er selt í áskrift og lausasölu.
Með útgáfu fyrsta tölublaðs ak-viku-
blaðs í dag eykst samkeppnin á þeim
markaði til muna en ak-vikublaði
verður dreift frítt til lesenda sinna.
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, fer fram á það
við jafnréttisnefnd bæjarins að
hún upplýsi um þau tilvik þar sem
núverandi bæjarstjórn hefur brot-
ið lög við ráðningu starfsfólks. Til-
efnið er bókun nefndarinnar frá
síðasta fundi þar sem lýst var yfir
ánægju með niðurstöðu dóms í
máli fyrrverandi deildarstjóra leik-
skóladeildar, en jafnframt kemur
fram í bókuninni að nefndin sé
ekki sátt við að Akureyrarbær fái
ítrekað á sig mál vegna jafnrétt-
isbrota og er bæjarstjórn hvött til
að fara að lögum svo að ekki komi
til fleiri málaferla af þessu tagi.
Bæjarstjóri segir að umrædd
málaferli snúist ekki einvörðungu
um meint brot á jafnréttislögum,
heldur og alls ekki síður um fjár-
hæðir og bendir í því sambandi á
síðara mál fyrrverandi jafnréttis-
fulltrúa, Ragnhildar Vigfúsdóttur,
en þar hafi ágreiningur verið um
bótafjárhæðir. „Það hefur aldrei
annað legið fyrir en að núverandi
bæjarstjórn hlíti niðurstöðu
Hæstaréttardóms,“ sagði Kristján.
Nefndin upplýsi
um meint brot
Varðandi þann hluta bókunar-
innar þar sem jafnréttisnefnd
hvetur bæjarstjórn til að fara að
lögum segir bæjarstjóri að skilja
megi hana sem svo að nefndin telji
Akureyrarbæ vinna með þeim
hætti að ekki samrýmist lögum. Í
kjölfar þessa vill Kristján Þór að
nefndin upplýsi um þau mál sem
henni hafa borist vegna meintra
brota bæjarins á ákvæðum jafn-
réttislaga við ráðningu starfsfólks
frá því að núverandi bæjarstjórn
tók til starfa.
„Mér vitanlega hefur núverandi
bæjarstjórn ekki brotið lög, þau
málaferli sem verið hafa í gangi og
dómar fallið í eru vegna mála sem
áttu sér stað fyrir mörgum árum.
Það er alrangt að við höfum brotið
lög eins og nefndin heldur fram,“
sagði Kristján Þór.
Bæjarstjóri um bókun
jafnréttisnefndar
Núverandi
bæjarstjórn
ekki brotið
jafnréttislög
Millikan með
fyrirlestur
RUTH Garrett Millikan, prófessor í
heimspeki frá Connecticut-háskóla í
Bandaríkjunum, heldur almennan
fyrirlestur í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 22. mars, klukkan 20, í stofu
14 í Háskólanum á Akureyri, Þing-
vallastræti 23. Að fyrirlestrinum
stendur kennaradeild Háskólans á
Akureyri.
Millikan er einn þekktasti og um-
deildasti heimspekingur samtímans.
Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu
bók sína, Language, Thought, and
Other Biological Categories, sem
kom út árið 1984. Hún hefur skrifað
tvær bækur eftir það auk fjölmargra
greina. Það sem er einkum frumlegt
við heimspeki hennar er að hún legg-
ur þróunarkenningu Darwins til
grundvallar flestu því sem hún skrif-
ar. Hún telur að það sjónarhorn geti
leyst margan vanda sem heimspek-
ingar og vísindamenn standa frammi
fyrir.
Fyrirlestur hennar nefnist Til-
gangur: Um margbrotinn tilgang í
huga og menningu (Purposes and
Cross-purposes: On the Many Lev-
els of Purposiveness in the Mind and
in Culture) og er öllum opinn.
Kennaradeild
Háskólans á Akureyri
STARFSEMI Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri á Kristnesi
verður kynnt á opnu húsi á morg-
un, föstudaginn 23. mars, frá kl. 14
til 17. Á Kristnesi starfrækir FSA
öldrunarlækninga- og endurhæf-
ingardeild. Fólki gefst kostur á að
skoða legudeildirnar og þjálfunar-
aðstöðu iðjuþjálfa og sjúkraþjálf-
ara, en nýjast á því sviði er þjálf-
unarsundlaug sem tekin var í
notkun í desember síðastliðnum.
Kristnes á sér rúmlega 70 ára
sögu sem heilbrigðisstofnun, en
þar er mikil og merk saga um bar-
áttu við berklaveikina. Nú hefur
Kristnes fengið nýtt hlutverk inn-
an öldrunarlækninga og endurhæf-
ingar sem ekki er síður mikilvægt.
Fyrir utan að skoða húsnæðið og
kynna sér starfsemina verður fólki
boðið upp á veitingar og er það von
starfsfólks að sem flestir sjái sér
fært að koma í heimsókn. Gengið
er inn um aðalinngang á norður-
hlið.
Opið hús á Kristnesi
♦ ♦ ♦
Kennsla um
búddisma
KENNSLA um búddíska hugleiðslu
sem ber heitið „Eight Steps to
happiness“ verður á Akureyri
fimmtudaginn 22. mars. Kennslan
fer fram á ensku og verður haldin í
Glerárgötu 32 (gengið inn að aust-
anverðu) og hefst kl. 20.30.
Kennari er búddamunkurinn
Venerable Kelsang Drubchen sem
er kennari hjá Karuna í Reykjavík,
samfélagi Mahayana-búddista á Ís-
landi. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en
500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja.
♦ ♦ ♦