Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 18

Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Norður-Héraði - Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri í samvinnu við framkvæmdanefnd búvörusamninga og Búnaðarsamband Austurlands halda námskeið í þessari viku til að búa bændur undir þátttöku í gæða- stýringu í sauðfjárrækt samkvæmt nýjum búvörusamningi. Í þessari lotu verða haldin nám- skeið fyrir sauðfjárbændur á Héraði, í Borgarfirði og Mjóafirði í Golfskál- anum á Ekkjufelli. Námskeiðunum á sambandssvæði Búnaðarsambands Austurlands lýkur síðan eftir páska. Hér er um að ræða fyrri nám- skeiðisdag af tveim, leiðbeinendur á námskeiðunum eru Álfhildur Ólafs- dóttir frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Þórarinn Lárusson frá Búnaðarsambandi Austurlands. Þennan fyrri dag er farið yfir og kynnt Gæðahandbók sem inniheldur alla efnisflokka og upplýsingar um gæðastýringuna. Grunnurinn að gæðastýringunni er að allt sauðfé bænda sem taka þátt sé skýrslufært og einstaklings- merkt til þess að hægt sé að rekja skrokkana aftur til baka til einstak- lings á hverju búi. Þátttaka í nám- skeiðunum er jafnframt forsenda fyrir þátttöku viðkomandi í gæða- stýringunni. Þeir einir sem taka þátt í gæðastýringunni geta tryggt sér að fullu jöfnunar- og álagsgreiðslur bú- vörusamningsins. Framhaldsnámskeið verða haldin í haust og/eða fyrri part næsta vetr- ar. Búa sig undir gæðastýringu samkvæmt búvörusamningi Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sauðfjárbændur af Jökuldal á fyrsta gæðastýringarnámskeiðinu sem Búnaðarsamband Austurlands hélt í Golfskálanum á Ekkjufelli. Frá vinstri Jón Víðir Einarsson, Arnór Benediktsson, Ingifinna Jónsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Ásta Sveinsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir. Húsavík - Ístak hf. átti lægsta tilboð í gerð brimvarnargarðs á Böku við Húsavíkurhöfn. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar hljóðaði upp á 496.844.000 krónur, sex buðu í verk- ið og voru tilboð sem hér segir: Höjgaard & Schultz Danmörku 632.171.523 krónur eða 127,24%, Árni Helgason Ólafsfirði 497.885.000 krónur eða 100,21%, Héraðsverk ehf. 453.223.150 krónur eða 91,22%, Norðurtak Sauðárkróki 444.000.000 krónur eða 89,36%, Suðurverk ehf. 425.906.000 krónur eða 85,72% og Ístak hf. 398.426.568 krónur eða 80,19%. Tilboð verða nú yfirfarin hjá Sigl- ingastofnun, verkið felst í gerð 300 metra langs brimvarnargarðs við höfnina á Húsavík, svonefnds Böku- garðs. Vinna á kjarna og flokka grjót í námum við Hlíðarhorn á Tjörnesi og Kötlum við Húsavík, flytja í garð- stæði, jafna flá og raða grjóti í þver- snið samkvæmt teikningum. Áætlað magn í garðinn er 275 þúsund m3 af flokkuðu grjóti og kjarnafyllingu. Áætluð verklok eru eigi síðar en 30. september 2002. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og útboðsgögn voru á íslensku. Tilboð Ís- taks 80% af áætlun Fagradal - Jakob Guðmann Pét- ursson, bóndi á Rauðhálsi í Mýr- dal, lét nýlega skoða Renault ’46 árgerð þegar skoðunarstöð Frumherja var á ferð í Vík í Mýr- dal. Jakob segir að hann sé búinn að eiga bílinn í 48 ár, hann hafi keypt hann sex ára gamlan og að bíllinn hafi verið í góðu lagi alla tíð. Bíllinn er ekki mikið notaður nú orðið, að sögn eigandans, en hann tók jafnframt fram að þegar hann þyrfti að fara til Víkur færi hann á gamla Ren- ault. Jón Hermannsson, skoðunar- maður hjá Frumherja hf., sagði bílinn vera í topplagi þrátt fyrir háan aldur. 54 ára Renault í góðu lagi Renaultinn var skoðaður gaumgæfilega og reyndist í góðu lagi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jakob Guðmann Pétursson, bóndi á Rauðhálsi, fyrir framan Renault-inn. Jón Hermannsson skoðunarmaður límir 02-miðann í Renaultinn. Borgarnesi - Frá því í desember 1999 hafa nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi verið starfsmenn Gámaþjónustu Vest- urlands. Á átta daga fresti, eftir að skóla lýkur á daginn, skiptast þeir á um að safna sorpi frá Borgnes- ingum í ruslabílinn. Tilgangurinn er að afla fjár fyrir skólaferðalag til Svíþjóðar í vor en heimsækja á vinabekk í Höga- vångsskolan í Olofström. Krakk- arnir hafa verið í samskiptum frá haustinu 1999 og á síðastliðnu vori komu sænsku krakkarnir ásamt nokkrum kennurum og fulltrúum foreldra í vikuheimsókn í Borg- arnes. Síðan þá hefur tölvupóstur farið á milli þessara tveggja hópa auk myndbanda sem sýna daglegt líf og viðfangsefni úr námi. Og nú hefur skólinn í Olofström boðið 10. bekk til sín til að endurgjalda heim- sóknina. Þess vegna hafa nemendur lagt ýmislegt á sig í fjáröflunar- skyni, m.a. haldið kökubasara, mokað snjó, raðað í poka við- skiptavina KB og séð um útburð dreifibréfa af ýmsu tagi í Borg- arnesi auk sorphirðunnar. Því ætti eitthvað að hafa safnast í ferðasjóð- inn 22. maí en þá verður ferðin til Svíþjóðar að veruleika. 10.-bekk- ingar í sorphirðu Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Röðin var komin að þessum hressu krökkum að safna saman rusli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.