Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 26

Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM M ikil óvissa er um hvort þátt- taka Ís- lands í Schengen- samstarf- inu og ferðafrelsi sem henni er samfara muni hafa einhver áhrif á fjölda og ferðavenjur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir ferðamenn koma af Schengen-svæðinu Vilhjálmur Bjarnason, sérfræðing- ur á Þjóðhagsstofnun, bendir á að flestir ferðamenn sem koma til Ís- lands komi frá löndum sem eru innan Schengen-svæðisins. 78,5% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands í fyrra komu frá Skandinavíu, Þýska- landi, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Þar af komu 17,6% frá Bandaríkjunum og 15,9% frá Bretlandi. Þessi tvö ríki eru utan Schengen-samstarfsins en ríkisborg- arar þeirra þurfa ekki á vegabréfsá- ritun að halda til að koma til aðild- arlanda Schengen. „Það kann svo auðvitað að vera einfaldara fyrir ferðamenn, sem eru komnir inn á svæðið, að fara til Ís- lands, vegna þess að vegabréfsárit- anir verða fáanlegar á auðmerkjan- legri stöðum en áður og í afskekktum löndum,“ segir Vilhjálmur. Keflavíkurflugvöllur verði „fljótlegasta og þægilegasta“ leiðin Að mati forsvarsmanna Flugleiða mun reynslan leiða í ljós hvort Schengen-samstarfið skapar ný tækifæri í ferðaþjónustu. „Allir helstu millilandaflugvellir í Evrópu verða Schengen-vellir. Ef Flugleiðir sjá fram á að hér náist meiri hraði og öryggi í að þjónusta farþega á leið inn í eða út úr Schengen en á öðrum flug- völlum í nágrannalöndum, þá munum við að sjálfsögðu nýta það í markaðs- setningu okkar. Það væri mjög já- kvætt að geta kynnt Keflavíkurflug- völl sem „fljótlegustu og þægi- legustu“ leiðina inn og út úr Schengen. Hvort sú hugmynd er raunhæf veltur bæði á frammistöð- unni hér, og einnig á því hvernig aðr- ir flugvellir taka á málum. Við höfum ef til vill svolítið forskot vegna þess að verið er að stækka flugstöðina í leiðinni, en víðast hvar þarf að koma Schengen-eftirlitinu fyrir inni í eldri stöðvum. Reynslan leiðir það í ljós,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða. Mikilvægt að ekki verði tafir við vega- bréfaskoðun í Leifsstöð „Það veit enginn hvort ferðamönn- um fjölgar,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri aðspurður hvort Schengen-aðild Íslands muni hafa í för með sér fjölgun erlendra ferða- manna á Íslandi. Í umsögn Ferðamálaráðs til Al- þingis á síðasta ári segir að jákvæð áhrif aðildar Íslands að Schengen- samstarfinu fyrir íslenska ferðaþjón- ustu, felist fyrst og fremst í því að ferðalög innan svæðisins, þ.m.t. til Ís- lands frá löndum í samstarfinu verða almennt gerð auðveldari. „Mikilvægt hlýtur því að teljast að koma í veg fyrir neikvæðu áhrifin. Skal þar fyrst og fremst bent á flæðið í flugstöðinni og að stöðin geti áfram virkað sem skiptistöð með við- unandi árangri. Þá eru innan greinarinnar efa- semdir um að auknum kostnaði bein- um eða óbeinum vegna aðildar okkar að Schengen verði ekki velt út til flugfarþega og fyrirtækja í flug- rekstri,“ segir þar. Að sögn Magn- úsar hefur hlutur ferðamanna sem koma frá löndum sem eru utan Schengen-samstarfsins, aukist á allra seinustu árum. „Nálægt 40% okkar gesta koma frá löndum utan Schengen-svæðisins,“ segir hann. Leiðakerfi Flugleiða verði ekki sett í uppnám Magnús segir ferðaþjónustuna eiga allt undir því að Keflavíkurflug- völlur sé og verði samkeppnishæfur. Öll seinkun sem farþegar verði fyrir vegna strangari vegabréfaskoðunar í flugstöðinni geti skipt sköpum í því „Enginn veit hvort ferðamönnum fjölgar“ Þýskir ferðamenn af skemmtiferðaskipinu MS Delphin ganga frá borði í Reykja- vík. Á innfelldu myndinni má sjá Schengen-vegabréfastimpil sem íslenskir landa- mæraverðir munu taka í notkun þegar Ísland verður formlegur aðili að Scheng- en-samstarfinu næstkomandi sunnudag. Útlit stimplanna er samræmt á öllu Schengen-svæðinu. Óvissa er um hvaða áhrif þátttaka í Scheng- en-samstarfinu muni hafa á ferðaþjónustu. Efasemdir eru einnig um að ólöglegir innflytj- endur muni streyma í stórum stíl til Íslands frá Evrópu þrátt fyrir afnám vegabréfaeft- irlits, þó fáir treysti sér til að spá nokkru um það. Dómsmálaráðherra og utanríkisráð- herra segja mikinn ávinning fólginn í þátt- töku í Schengen-samstarfinu, að því er fram kemur í síðustu grein Ómars Friðrikssonar, í greinaflokki Morgunblaðsins um aðild Íslands að Schengen 25. mars. ALLS var 56 útlendingum snúið til baka á Keflavíkurflugvelli á sein- asta ári samanborið við 35 árið á undan. Á síðustu 6 árum hefur 140 einstaklingum verið snúið til baka við komu til landsins. Flestum var synjað um landgöngu af þeirri ástæðu að þeir höfðu ekki atvinnu- eða dvalarleyfi eða 36 manns, 5 höfðu ekki tilskilda vegabréfsárit- un og 8 ónóg fjárráð. Margir hafa lýst áhyggjum af því að afnám vegabréfaeftirlits á innri landamærum Schengen- landanna muni hafa í för með sér að fjöldi ólöglegra innflytjenda í Evrópu muni leita í auknum mæli til Íslands. Aðrir benda aftur á móti á að reynsla nágrannalandanna sýni að landamæraeftirlit sé engin alls- herjarlausn. Skv. Politiken í Dan- mörku eru aðeins 15% ólöglegra innflytjenda sem teknir eru þar í landi stöðvaðir á landamærunum. Viðmælendur Morgunblaðsins innan stjórnkerfisins eru flestir þeirrar skoðunar að ólíklegt sé að einhver stífla bresti hér á landi með gildistöku Schengen-samn- ingsins, þó enginn geti í raun og veru spáð fyrir um hver þróunin verði. Skv. upplýsingum Evrópusam- bandsins er talið að allt að 500 þúsund ólöglegir innflytjendur hafi komið inn í lönd Vestur-Evrópu á síðasta ári og dreifst um Scheng- en-svæðið. Hefur þeim fjölgað ár frá ári eða úr 40.000 árið 1993, skv. breska blaðinu Guardian. Tímaritið Economist hélt því fram í úttekt sem blaðið gerði fyr- ir nokkru að engin glæpastarfsemi væri í hraðari vexti í heiminum en skipulagt smygl alþjóðlegra glæpa- samtaka á ólöglegum innflytj- endum. Europol-lögreglusamtökin hafa greint frá því að ólöglegur flutningur innflytjenda á milli landa sé farinn að velta álíka háum fjárhæðum og eiturlyfjaviðskipti. Gagnrýnendur lögreglu- samstarfs Schengen-ríkjanna hafa varað við aukinni hörku gagnvart innflytjendum, sem hafi einnig í för með sér óréttláta meðferð flóttamanna. Á seinasta ári sóttu 23 útlend- ingar um hæli hér á landi, þar af voru 5 frá Rússlandi og 3 frá Afganistan. Fjöldi hælisleitenda hefur aukist nokkuð á seinustu þremur árum, en alls hafa 86 ein- staklingar sótt um hæli á Íslandi frá 1995. Til samanburðar sóttu um 15 þúsund manns um hælisvist á Írlandi í fyrra, en fyrir tíu árum voru árlegar hælisumsóknir þar í landi 30-40 talsins. Í Svíþjóð er tal- ið að með aðild landsins að Scheng- en muni umsóknum um hælisvist fjölga úr 12.000 í 14.500 á ári. Umtalsverðar breytingar verða á málsmeðferð fólks, sem hingað kemur og leitar hælis, við gild- istöku Schengen. Svonefndur Dyfl- innarsamningur, sem Alþingi stað- festi fyrr í þessum mánuði, fjallar um hvaða Schengen-ríki skuli bera ábyrgð á umfjöllun um beiðni um hæli sem lögð er fram í einhverju aðildarríkjanna. 56 útlendingum snúið við í Keflavík       !"##$ %!&#'&# (                              !   "  #      $  % &&      & '  )  !&#'&  *+  ,&&&#                     !" # #$ %% %% %%& %%' %%% ) )  %% %% %%& %%' %%% )  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.