Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 29 Áhri far íkt grennandi l íkamskrem Vinnur á vökva- og fitusöfnun sem eru aðal orsakavaldar appelsínuhúðar. Með Draine Minceur sérðu skjótan árangur. Sléttari áferð húðar, mýkri og styrkari húð. Betur mótaðar útlínur. D R A I N E M I N C E U R Kynning í dag og á morgun, líttu við og fáðu ráðgjöf og sýnishorn. Strandgötu 32, sími 555 2615 NÝTT TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. Bragðlaust og ofnæmisprófað A U K IN VE LLÍÐAN BETRA H A L D K O R T E R EKKI fást upplýsingar um ná-kvæmt uppgjör á kostnaðiÍslands vegna þátttökunnarí Schengen. Áætla má skv. þeim upplýsingum sem aflað hefur verið að stofnkostnaðurinn sem teng- ist með beinum hætti undirbúningi vegna Schengen, s.s. vegna stækkun- ar og breytinga í Leifsstöð, kostnaður vegna upplýsingakerfis o.fl., nemi ná- lægt einum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt Schengen-samningn- um stendur hvert aðildarríki fyrir sig undir kostnaði vegna undirbúnings aðildar að Schengen. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er áætlað að heildarkostnaður við fyrsta áfanga stækkunar Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar nemi um fjórum milljörðum króna og þar af er áætlað að breytingar sem gera þurfti vegna Schengen nemi um fjórðungi heildarkostnaðar eða um milljarði króna. Kostnaður við uppsetningu Scheng- en-upplýsingakerfisins hefur verið áætlaður rúmar 240 milljónir króna. Kostnaður sýslumannsembættis- ins á Keflavíkurflugvelli vegna ráðn- ingar lögreglumanna og tollvarða, námskeiðahalds o.fl. vegna þátttöku Íslands í Schengen er um 10 millj. kr. lægri en áætlað hafði verið, skv. upp- lýsingum embættisins, eða nálægt 30 millj. kr. Sá kostnaður vegna Schengen sem hefur verið reikningsfærður hjá dómsmálaráðuneytinu, þ. á m. vegna Schengen-upplýsingakerfisins, á ár- unum 1997–1999 er um 130 milljónir kr. Á árinu 2000 nam hann um 200 millj. kr. og í ár er gert ráð fyrir 135 millj. kr. útgjöldum eða samtals 465 millj. kr. Árlegt framlag Íslands til fram- kvæmdar Schengen-samningsins í Evrópu er 0,1% af fastri upphæð sem nemur í dag rúmum 300 milljónum belgískra franka, en það jafngildir rúmum 600 þúsund ísl. kr. Áætlaður kostnaður um 1,5 milljarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg DÖNSK yfirvöld hafa neyðst til að koma á fót nýrri skráningu á stolnum bifreiðum vegna inn- göngu landsins í Schengen 25. mars. Ástæðan er sú að dönsk tryggingarfélög krefjast upp- lýsinga um hvort stuldur á bif- reið hafi verið tilkynntur til lög- reglu en með inngöngu Danmerkur í Schengen er lokað fyrir aðgang tryggingafélag- anna að skrám lögreglunnar, sem hins vegar verða tengdar lögregluskrám á öllu Schengen- svæðinu. Talsmenn tryggingafélag- anna hafa lýst miklum áhyggj- um vegna Schengen-samstarfs- ins, þar sem félögin óttast að tryggingasvindl færist í aukana. Telja félögin að geti þau ekki fengið staðfest í lögregluskrám að tilkynnt hafi verið um stuld á bifreið muni það greiða óheið- arlegum aðilum leið. Sérstakur gagna- grunnur fyrir tryggingafélögin Tryggingafélögin hafa um nokkurt skeið þrýst á dönsk lögregluyfirvöld, sem hafa nú ákveðið að stofna sérstakan gagnagrunn til hliðar við Schengen-upplýsingakerfið, sem tryggingafélögin geta haft aðgang að. Dönsk trygg- ingafélög áhyggjufull vegna Schengen Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.