Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 31 FRANSKIR saksóknarar kröfðust þess í fyrradag, að fjórir sakborn- ingar í Elf-málinu, einu umfangs- mesta spillingarmáli sögunnar í Frakklandi, yrðu dæmdir til fangels- isvistar og í háar sektir. Þýska rík- isstjórnin staðfesti, að hún hefði far- ið fram á aðgang að skjölum Elf-olíufélagsins vegna rannsóknar á hugsanlegum greiðslum frá því inn á leynireikninga Kristilega demó- krataflokksins. Sakborningarnir fjórir eru Roland Dumas, fyrrverandi utanríkisráð- herra Frakklands; Christine Dev- iers-Joncour, fyrrverandi ástkona hans; Loik Le Floch-Prigent, fyrr- um forstjóri Elf-Aquitaine, og Alfred Sirven, næstráðandi hans. Eru þau sökuð um að hafa ausið af og hagnast á leynilegum sjóðum í eigu félagsins. Tveggja til fimm ára fangelsi Saksóknarar kröfðust þess, að Dumas, náinn samstarfsmaður Francois heitins Mitterrands for- seta, yrði dæmdur í tveggja ára fangelsi og gert að greiða um 30 milljónir íslenskra króna í sekt. Le Floch-Prigent og Sirven, sem eru sagðir hafa stofnað leynisjóðina, fengju fimm ára fangelsi og 30 millj. kr. sekt hvor og Deviers-Joncour, sem er sögð hafa fengið fé til að hafa áhrif á Dumas, skyldi sitja í fangelsi í þrjú ár og greiða 12 millj. kr. í sekt. Fóru saksóknarar fram á vægari refsingu yfir öðrum þremur sak- borningum í málinu en allir sjö halda þeir fram sakleysi sínu. Lögfræðingar Elf-Aquitaine, sem var áður í eigu ríkisins en hefur nú verið einkavætt og heitir TotalFina- Elf, sögðu fyrir rétti, að í tíð þeirra Le Floch-Prigents og Sirvens hefðu um 700 millj. ísl. kr. verið greiddar Deviers-Joncour með ólöglegum hætti. Héldu saksóknarar því fram, að Dumas hefði tekið við hluta þessa fjár þótt hann vissi hvernig það væri til komið og einn þeirra tók svo til orða, að Dumas, sem lét vegna máls- ins af embætti sem forseti franska stjórnlagadómstólsins, hefði gefið „siðferðilegum skyldum sínum langt nef“. „Staða þín sem virts lögfræðings bætir ekki úr fyrir þér. Hélstu, að Elf-sjóðirnir væru einhver upp- spretta, sem þú gætir sótt í að vild? Þú hefur logið og orðið missaga allt frá upphafi,“ sagði Jean-Pierre Champrenault, formaður saksókn- arahópsins. Gerði hann einnig lítið úr tilraunum Deviers-Joncour til að skýra út sinn hlut í málinu, en það gerði hún í bókinni „Hóru lýðveld- isins“. Var hún heldur álút undir lestrinum en Dumas sýndi lítil svip- brigði. Um Le Floch-Prigent sagði Champrenault, að hann ætti sér eng- ar málsbætur enda hefði hann „eyði- lagt fjárhag og virðingu Elf-olíu- félagsins“ í samvinnu við Sirven. Verjendur sakborninganna sögð- ust hneykslaðir á hörðum kröfum saksóknaranna en þeir tóku til við vörnina í fyrradag og í gær. Talsmaður þýska fjármálaráðu- neytisins sagði, að farið hefði verið fram á aðgang að skjölum Elf og einkanlega um kaup þess á austur- þýsku olíuhreinsunarstöðinni Leuna árið 1992. Grunur leikur á, að rúm- lega þrír milljarðar ísl. kr. hafi verið greiddar milligöngumönnum um kaupin og hugsanlegt er talið, að ein- hver hluti þess fjár hafi farið inn á leynireikninga Kristilega demó- krataflokksins í Þýskalandi. Þegar ríkisstjórn Gerhards Schröders kom til valda 1998 kom í ljós, að mörg skjöl varðandi söluna voru horfin úr hirslum kanslaraembættisins. Réttarhöld í Elf-málinu, einu mesta spillingarmáli síðari tíma í Frakklandi París, Berlín. AFP, Reuters. Krafist þungra refsinga yfir sakborningum RÚSSAR hafa brugðist ókvæða við tilraunum bandarísku geimvís- indastofnunarinnar, NASA, til að gera að engu 20 milljóna dollara samning rússnesku geimvísinda- stofnunarinnar við bandarískan milljónamæring, Dennis Tito, um að flytja hann upp í Alþjóðlegu geimstöðina (ISS). „Við þurfum ekki leyfi frá [NASA]. Við þurfum bara að láta þá vita. Við höfum skrifað undir samn- ing við Tito og hann mun fljúga til ISS,“ sagði Alexander Botvinko, að- stoðarframkvæmdastjóri geimfara- áætlunar rússnesku geimvísinda- stofnunarinnar. Sextán ríki eru aðilar að ISS, en bygging stöðvarinnar hefur að mestu hvílt á herðum Rússa. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt Rússum að þeir vilji ekki að Tito, sem er sextugur fjármálamaður, fari í fyrirhugaða geimför 30. apríl næstkomandi. Flækist fyrir Ætlunin er að þessi fyrsti „geim- ferðamaður“ leggi upp með Sojus- geimfari frá Bajkonur-geimferða- miðstöðinni í Kazakstan, ásamt tveim rússneskum atvinnugeimför- um. Talsmenn NASA segjast hræddir um að Tito muni flækjast fyrir starfsfólki ISS þá tíu daga sem hann hyggst dvelja þar. Geimfarar sem fara til ISS þurfa að fara í þjálfun bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum, og Rússarnir sem fara eiga með Tito neituðu á mánu- daginn að mæta í þjálfun hjá NASA í Flórída eftir að NASA meinaði Tito að mæta með þeim. Á þriðju- daginn létu þeir af mótmælaað- gerðum sínum, en Tito var ekki með þeim. NASA vill ekki „geim- ferðamann“ Moskvu, Kanaveralhöfða. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.