Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 32

Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KATHERINE Harris, innan- ríkisráðherra Flórída, tilkynnti á þriðjudag að flipakerfi yrði ekki framar notað í kosningum í ríkinu. Í næstu kosningum, sem haldnar verða á næsta ári, verður notast við sjónrænar talningarvélar sem greina merkingar á kjörseðlum, en ekki flipa. Sem kunnugt er risu miklar deilur um úrslit bandarísku for- setakosninganna í Flórída á síðasta ári, en þær snerust að nokkru leyti um það hvort taln- ingarvélar hefðu ekki greint göt, sem gerð hefðu verið á kjörseðla. Harris hyggst koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Auk þess að taka í notkun sjón- rænar talningarvélar áformar innanríkisráðherrann að koma á fót nákvæmum gagnagrunni yfir kjósendur, sem myndi sjálfkrafa uppfæra upplýsingar um búferlaflutninga og dauðs- föll. Ennfremur er áformað að í forsetakosningunum árið 2004 verði búið að þróa rafrænt kosningakerfi, sem gerði kjós- endum kleift að greiða atkvæði hvar sem er í ríkinu. Í kjölfar forsetakosninganna í fyrra kom upp gagnrýni á hversu mikið vald kjörstjórnum í sýslum ríkisins væri falið. Til- lögur Harris gera ráð fyrir að dregið verði úr því og að yfir- kjörstjórnin í Flórída taki í framtíðinni afstöðu til deilna um kosningaframkvæmd og krafna um handtalningu at- kvæða. Flipakerfi ekki fram- ar notað í Flórída Tallahassee. AP. SKIPSTJÓRI bandaríska kafbátsins, sem sökkti japönsku skólaskipi með þeim afleiðingum, að níu manns fór- ust, kom fyrir rannsóknarrétt banda- ríska sjóhersins í fyrradag. Lýsti hann því yfir, að hann bæri einn ábyrgð á slysinu en kenndi um röng- um ákvörðunum sem þó hefðu verið teknar í góðri trú. Skipstjórinn og tveir aðrir yfirmenn á kafbátnum eiga á hættu að verða dregnir fyrir her- rétt. „Um var að ræða mistök, rangar ákvarðanir, sem voru þó teknar í góðri trú,“ sagði skipstjórinn, Scott Waddle, og verjandi hans, Charles Gittins, skoraði á aðmírálana og dóm- arana þrjá að láta málið ekki fara fyr- ir herrétt. Sagði hann, að slysið mætti kenna mjög sérstökum og óvenjuleg- um aðstæðum um borð í kafbátnum. Verið gæti, að Waddle hefðu orðið á einhver mistök vegna þess en um glæpsamlegt athæfi væri hann ekki sekur. Waddle er gefið að sök að hafa ekki gegnt skyldu sinni; að hafa stofnað í hættu öðru skipi og í þriðja lagi, að hann hafi gerst sekur um manndráp. Það sama má segja um hina yfir- mennina og sakborningana tvo, Ger- ald Pfeifer og Michael Coen. Búist er við að dómararnir skili skýrslu með niðurstöðum sínum eftir þrjár vikur og þá hefur Thomas Fargo, yfirmað- ur bandaríska Kyrrahafsflotans, 30 daga til að ákveða framhaldið. Verj- andi Coens sagði við réttarhöldin í fyrradag, að ástæða slyssins væri mjög einföld. Waddle skipstjóri hefði verið að flýta sér og rekið á eftir áhöfninni. Neitað um grið Það kom á óvart, að Waddle skyldi bera vitni en lögfræðingur hans hafði áður gefið í skyn, að það myndi hann ekki gera nema tryggt væri fyrir fram, að hann yrði ekki sóttur til saka. Sjóherinn hafnaði því en Waddle kvaðst hafa viljað grið til að eiga ekki yfir höfði sér að verða fórnað á altari alþjóðastjórnmála og átti þá við sam- skiptin við Japan. Gagnrýndi hann ákvörðun sjóhersins en kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu, að mik- ilvægt væri að hann bæri vitni. Kafbáturinn, USS Greeneville, rakst á og sökkti japanska fiski- og skólaskipinu Ehime Maru þegar hann kom skyndilega úr kafi. Var um að ræða æfingu eða kannski sýningu fyrir 16 óbreytta borgara og gesti um borð. Níu manns týndu lífi við árekst- urinn. Fljótaskrift á undirbúningi Rannsóknin hefur einkum snúist um það hvort Waddle hafi hraðað undirbúningnum of mikið og hvort ekki hafi verið kannað nógu vel með kafbátssjánni hvort skip væri nærri áður en komið var úr kafi. Var Waddle inntur eftir þeim fyrirskipun- um sem hann gaf undirmönnum sín- um og meðal annars hvort hann hefði gefið einum þeirra fimm mínútur til verka sem ekki er unnt að anna á þeim tíma. Var einnig spurt mikið um könnunina með kafbátssjánni sem tók 80 sekúndur en tekur yfirleitt þrjár mínútur. „Ég veit ekki hvers vegna ég sá ekki Ehime Maru. Ég veit bara, að ég sá það ekki,“ sagði Waddle og hann neitaði orðrómi um, að skipstjórn hans hefði verið mjög óformleg og slök. Verið að skemmta gestunum? Waddle kvaðst ekki vita hvers vegna níu af 13 eftirlitsstöðvum um borð hefðu ekki verið mannaðar þeim sem áttu vaktina og hann vissi ekki hvers vegna nýliði var við eina són- arstöðina en ekki þjálfaður maður. Einn aðmírálanna sagði, að þetta benti til að einhver losarabragur hefði verið á stjórnuninni og Waddle bar ekki á móti því að ýmislegt hefði farið úrskeiðis. Annar aðmírálanna benti á að Waddle hefði verið með ýmsar æfing- ar fyrir gestina, til dæmis snúið bátn- um skart, og spurði hvort hann hefði verið að skemmta gestunum með eins konar rússíbanaleik á kafbát. Skipstjóri bandarísks kafbáts, sem sigldi niður japanskt skólaskip, fyrir rétti Losarabragur og mis- tök stuðluðu að slysinu AP Scott Waddle, skipstjóri banda- ríska kafbátsins Greeneville, með eiginkonu sinni, Jill. Pearl Harbor. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.