Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 33 STÆRSTI olíuborpallur í heimi, á hæð við 40 hæða hús og í eigu brasilíska ríkisolíu- félagsins Petrobras, sökk í sæ í fyrradag eft- ir miklar sprengingar í honum nokkrum dög- um áður. Týndu tíu manns lífi og nú er talið víst, að um 1,5 milljónir lítra af olíu muni berast í sjóinn. Er það mikið áfall og ekki síst álitshnekkir fyrir Petrobras en að undanförnu hefur það valdið hverju umhverfisslysinu á fætur öðru. Við rannsókn á þeim hefur verið flett ofan af ótrúlegu getuleysi í allri starfsemi fyrirtæk- isins. Bandarísk fyrirtæki sáu um alla olíuleit og olíuvinnslu í Brasilíu fram til miðrar síðustu aldar en þá vaknaði mikill áhugi á að þjóð- nýta olíuiðnaðinn. Petrobras var stofnað 1950 og á síðustu 30 árum hefur það fundið auðugar olíulindir undan ströndum landsins. Annar það nú innanlandsþörfinni að 65% og rekur auk þess annað fyrirtæki, Braspetro, sem er í olíuvinnslu í Miðausturlöndum og annars staðar í Rómönsku Ameríku. Forráðamenn Petrobras hafa unnið að því að undanförnu að koma því á bekk með stóru, alþjóðlegu olíurisunum og tengist það meðal annars því, að nú hefur brasilíski ol- íuiðnaðurinn verið opnaður fyrir fjárfesting- um innlendra og erlendra einkaaðila. Til að búa sig undir væntanlega samkeppni hefur Petrobras verið að hagræða í starfseminni og meðal annars fækkað starfsmönnum úr 70.000 í 33.000 á sjö árum. Það hefur verið gert á sama tíma og framleiðslan hefur verið aukin. Dauðaslys og umhverfisslys Á yfirborðinu lítur þetta allt mjög vel út og fyrir skömmu var fyrirtækið meira að segja sæmt sérstökum umhverfisverðlaun- um. Að vísu er nú verið að kanna hvernig á þeim stóð enda er ferillinn ekki fallegur þeg- ar að er gáð. Á síðustu þremur árum hefur 91 starfsmaður þess látist af slysförum við vinnu sína og brasilísk verkalýðsfélög hafa gripið til aðgerða vegna óviðunandi vinnu- álags, slæmra aðstæðna og lítilla öryggisráð- stafana. Fyrir utan slysið nú, þegar borpallurinn sökk, olli starfsemi Petrobras sex umhverfis- slysum í Brasilíu aðeins á síðasta ári. Þar af voru tvö stærst, mikill olíuleki frá olíuhreins- unarstöð í Parana-ríki og þegar um milljón olíulítrar láku út í hinn fagra Guanabara- flóa, sem Rio de Janeiro stendur við. Hættulegt náttúrunni Rannsókn á því slysi hefur leitt í ljós, að innan fyrirtækisins er ríkjandi ótrúlegt kæruleysi gagnvart umhverfinu og sjálfsögð- um öryggiskröfum. Það var olíuleiðsla, sem gaf sig, en það dróst hins vegar nokkuð, að það uppgötvaðist, vegna þess, að á 23 ára gamalli leiðslunni voru engir olíuþrýstimæl- ar. Olían barst út í nálæga á og þar var reynt að hemja hana með girðingum, sem eru að- eins gerðar fyrir olíumengun í sjó. Það bar því lítinn sem engan árangur og óttast er, að mengunin hafi og eigi eftir að valda miklum skaða á dýralífi á þessum slóðum. Jose Sarney Filho, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur hótað að sekta Petrobras um hundruð milljóna króna og margir landa hans eru farnir að líta svo á, að fyrirtækið sé beint tilræði við náttúruna hvar sem það kemur sér fyrir. Missir olíuborpallsins enn eitt áfallið fyrir brasilíska ríkisolíufélagið Sex umhverfisslys aðeins á síðasta ári Rio de Janeiro. Reuters, AFP. AP Olíuborpallur brasilíska olíufélagsins Petrobras skömmu áður en hann hvarf alveg í hafið. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fullvissaði Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, á þriðjudag um að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin að veita aðstoð við að draga úr spennu í Mið-Austurlönd- um, en „myndi ekki reyna að þröngva friði“ upp á Ísraela og Pal- estínumenn. Tveggja daga opinberri heimsókn Sharons til Washington lauk á þriðjudagskvöld. Bush virtist með ummælum sínum gefa til kynna að hann hygðist ekki reyna að gegna jafn áberandi hlutverki í friðarumleitunum milli Ísraela og Palestínumanna og for- veri hans, Bill Clinton. Sharon sagði að loknum fundi þeirra að Bush hefði sannfært hann um að Bandaríkjastjórn styddi það sjónarmið Ísraela að ekki væri unnt að taka upp friðarviðræður á ný fyrr en bundinn hefði verið endi á átökin á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna. „Við [Ísraelar og Banda- ríkjamenn] erum bandamenn í bar- áttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði Sharon og lét í það skína að samtök herskárra Palestínumanna bæru fulla ábyrgð á átökunum, sem staðið hafa frá lokum septembermánaðar. Ísraelar fá yfir 3 milljarða dollara á ári í hernaðar- og borgaralega að- stoð frá Bandaríkjunum og hafa far- ið fram á að hún verði aukin. Sharon tókst þó ekki að fá Bush til að hvika frá drögum að fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem gert er ráð fyrir að dregið verði úr aðstoðinni um 60 milljónir dollara. Hvatti Bandaríkin til að hætta hernaðaraðstoð við Egypta Útvarp ísraelska hersins skýrði frá því í gær að Sharon hefði á fundi með leiðtogum á Bandaríkjaþingi hvatt Bandaríkjastjórn til að hætta hernaðarlegum stuðningi við Egypta. Sharon mun jafnframt hafa sakað Egypta um að hafa haft nei- kvæð áhrif á friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna. Sharon átti sem herforingi stóran þátt í sigrinum á innrásarher Egypta í Yom Kippur-stríðinu árið 1973 og ef frétt ísraelska útvarpsins á við rök að styðjast væri hann fyrsti forsætisráðherra Ísraels til að láta slík ummæli falla frá því Ísraelar og Egyptar undirrituðu friðarsamninga árið 1979. Sharon telst til harðlínumanna í ísraelskum stjórnmálum og hann hefur mætt töluverðu vantrausti á alþjóðavettvangi. Í tilefni heimsóknar ísraelska for- sætisráðherrans til Washington hafa ýmsir rifjað upp að í forsetatíð Ge- orge Bush eldri hafi verið haft eftir háttsettum embættismönnum í Hvíta húsinu að Sharon væri „hindr- un í vegi friðar“. Bush Bandaríkjaforseti ræðir við Ariel Sharon Reuters George W. Bush býður Ariel Sharon velkominn til fundar í Hvíta húsinu í Washington á þriðjudag. Washington. AFP, AP. Ætlar ekki að feta í fótspor Clintons PÁFAGARÐUR hefur staðfest að ásak- anir um að nunnur hafi víða orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu presta eigi við rök að styðjast. Málið komst í hámæli eftir að banda- ríska tímaritið National Catholic Report- er birti grein þar sem fjallað er um kyn- ferðislega misnotkun presta á nunnum, einkum í Afríkuríkjum. Fram kemur að á síðasta áratug hafi fjöldi skriflegra frá- sagna nunna af slíkum atburðum borist til Páfagarðs. Nunnurnar voru frá 23 lönd- um, m.a. Bandaríkjunum, Írlandi, Fil- ippseyjum, Indlandi og Brasilíu. Páfa- garður fól Maura ÓDonohue, lækni og nunnu frá Bandaríkjunum, að rannsaka málið. Í skýrslu ÓDonohue kemur fram að misnotkun presta á nunnum sé algengust í Afríkuríkjum, þar sem erfitt hafi reynst að framfylgja reglum um skírlífi presta og staða kvenna sé bágbornari en víðast hvar. Í Afríku sé alnæmi einnig mjög út- breitt og prestar forðist því að hafa mök við vændiskonur, en líti á nunnur sem „örugga“ rekkjunauta. ÓDonohue rekur í skýrslunni dæmi af nunnu, sem varð barnshafandi eftir að prestur hafði nauðgað henni. Presturinn lagði hart að nunnunni að gangast undir fóstureyðingu, sem varð henni að bana. Presturinn messaði síðan við jarðarför nunnunnar. Fram kemur að nunnur sem verða barnshafandi af völdum presta séu oft neyddar til að yfirgefa regluna en prestarnir fái iðulega að þjóna kirkjunni áfram. Páfagarður neitaði í fyrstu að tjá sig um ásakanirnar, en staðfesti loks að þær ættu við rök að styðjast eftir að ítalskir fjölmiðlar höfðu haft hátt um málið. „Við viðurkennum vandann og hann er mestur á afmörkuðu landsvæði,“ sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs. Hann bætti við að Páfagarður hefði brugðist við með því að auka fræðslu og grípa til sérstakra ráðstafana í einstökum tilfellum. Nunnur misnotaðar af prestum Páfagarður. AFP, AP. MARGRÉT Þórhildur Danadrottn- ing vísar því alfarið á bug að með því að keðjureykja sé hún slæm fyrirmynd kynsystra sinna og eigi nokkra sök á hárri dánartíðni danskra kvenna. Í nýjasta tölublaði hins virta læknatímarits The Lancet sakar belgískur prófessor drottninguna um að vera ein helsta ástæða þess að danskar konur reykja meira en flestar konur í Evrópu og deyja fyrr. Þessi tilgáta prófessorsins hefur ekki mælst vel fyrir, t.d. hafa tveir danskir yfirlæknar komið drottningu til varnar. Þeir viðurkenna þó að ef til vill væri betra ef drottning léti vera að reykja opinberlega. Dánartíðni danskra kvenna er nær 50% yfir meðaltali í Evrópu og prófessor Hugo Kesteloot furð- ar sig í grein sinni í The Lancet á því að svo sé, þrátt fyrir einar hæstu meðaltekjur í Evrópu og gott velferðar- og heilbrigðiskerfi. Segir hann ástæðuna vera reyk- ingar, en danskar konur reyki mest allra í þeim Evrópulöndum sem hann hafi kannað, 31 talsins. Tilgáta Kesteloots er sú að danskar konur eigi sér slæma fyr- irmynd, drottninguna, sem reykir hvar og hvenær sem henni sýnist og sést iðulega með vindling í hendi. Segir Kesteloot það til marks um áhrif hennar að dán- artíðni danskra kvenna hafi hækkað skyndilega sex árum eftir að drottning komst til valda. Tel- ur hann það til marks um að reyk- ingarnar hafi aukist og afleiðing- arnar farið að koma í ljós sex árum síðar. „Spurningin er hvort hegðun Margrétar drottningar kunni að vera áhættuþáttur í heilbrigði Dana, einkum á meðal kvenna,“ segir prófessorinn. Tilgáta hans hefur vakið litla hrifningu í Danmörku þar sem læknar hafa sagt samanburðar- fræðina álíka merkilega og ef krýning drottningar væri borin saman við barnsfæðingar í ákveðnum landshluta. Það sé fjarri öllu lagi að kenna drottn- ingu um dauðsföll af völdum reyk- inga. Yfirlæknir hjá dönsku lungnasamtökunum viðurkenndi þó í danska sjónvarpinu í fyrra- kvöld að ef til vill væri betra að drottningin léti vera að reykja op- inberlega og að ekki væri útilokað að það hefði áhrif. Margrét vísaði fullyrðingum Kesteloots á bug á fréttamanna- fundi á þriðjudag. Sagði hún greinina í The Lancet vera „sýnd- armennskulega leið til að koma því á framfæri sem flestir vita: að margar danskar konur reykja.“ Drottningin, sem reykti tvær síg- arettur meðan á fréttamannafund- inum stóð, lýsti því ennfremur yfir að henni þætti gott að reykja og að hún væri ekki reiðubúin að fara í felur með það. Drottningu kennt um dauðsföll vegna reykinga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.