Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 37
manna siðferðilegan stimpil, t.d. að
efnishyggjan sé röng en frjáls
andagift rétt. Þarna fannst sumum
ég vera að fremja helgispjöll,
draga listina inn í kaupmangara-
höllina. Sjálfur er ég hins vegar
þeirrar skoðunar að það sé einmitt
þannig sem við eigum að vinna.
Við eigum ekki að eftirláta við-
skiptaöflunum allar samskiptaleið-
ir til fjöldans. Það samræmist ekki
hugmyndum mínum um hlutverk
lista í nútímasamfélagi að halda
uppi 18. eða 19. aldar hugmyndum
um gallerí.
Við eigum að þröngva okkur
miskunnarlaust inn á þau svið sem
eru að opnast á viðskipta- og sam-
skiptasviðinu, og þar er Netið tal-
andi dæmi. Sjálfur hef ég verið að
vinna að því að setja upp öfluga
heimasíðu, og um þessar mundir
er t.d. vinnuhópur í Margmiðlun-
arskólanum að vinna margmiðlun-
ardisk um listamanninn Tolla og
setja upp síðu í leiðinni sem mun
tengjast minni heimasíðu. Ég
ræddi nýlega við fulltrúa DAAD
sem sagði mér að hann hefði ekk-
ert álit á Netinu heldur eingöngu á
frumeintakinu. Þessi maður er í
þeirri stöðu að hann getur starfs-
ins vegna farið og skoðað frum-
eintök og það kemur vissulega
ekkert í staðinn fyrir frumeintak-
ið. Hins vegar verður að athuga
það að í listrænu uppeldi fjöldans
eru fyrstu myndirnar sem við
sjáum eftirprentanir af verkum
Michelangelos og Kjarvals. Þannig
sá ég aldrei frumeintök af verkum
Picassos fyrstu fimmtán árin sem
ég þekkti hann, og mér fannst
hann stórkostlegur. Það er því dá-
lítill hroki í viðhorfi þessa manns
þótt maður viti alveg hvað hann er
að fara.“
„Málverkið er í eðli sínu
verslunarvara“
Hversu mikla þjálfun þarf augað
til að njóta abstrakt myndlistar?
„Það er auðvitað með neyslu af
þessu tagi að því meiri þekkingu
sem þú hefur á hlutunum því betur
bragðast þeir. Hins vegar getur
ómenntað fólk nálgast myndlistina
á sínum forsendum. Það er alveg
sama af hverju málverk er, þú get-
ur aldrei komist nær sannleika
verksins en að segja »mér
finnst...« Það getur enginn tekið
þann rétt af annarri manneskju
sem horfir á myndlist að hún geti
verið sinnar eigin skoðunar.“
Ég spyr Tolla hvernig það sé
fyrir myndlistarmann að missa
frumeintakið ólíkt því sem gerist
hjá tónskáldum, rithöfundum eða
poppsöngvurum. „Þetta er auðvit-
að mjög einstaklingsbundið, þ.e.
tilfinningaferlið sem málarar fara í
gegnum þegar þeir selja eigin
verk. Það eru á vissan hátt forrétt-
indi myndlistarmannsins að mál-
verkið hafi þann eiginleika að vera
frumeintak sem gengur kaupum
og sölum. Þetta gerir það að verk-
um að ef vel tekst til er málverkið
miklu meiri markaðsvara en afurð-
ir annarra listgreina.
Málverkið er í eðli sínu versl-
unarvara. Þetta með berklana,
hungrið og fátæktina er að sjálf-
sögðu rómantík. Það er hörku
slagur að lifa og sanna sig í mynd-
listarbransanum. Þú þarft sterk
bein í þetta starf. Það er ekki nóg
að vera góður listamaður, þú þarft
líka að vera stríðsmaður. Maður
verður að treysta á sjálfan sig. En
þótt ég sé einstaklingshyggjumað-
ur þegar kemur að þessu er það
alltaf þannig að ef maður nær ein-
hverjum árangri í því sem maður
er að gera þá er það yfirleitt öðr-
um að þakka líka. Það eru alltaf
einhverjir samferðamenn sem hafa
trú á því sem þú ert að gera og
veita þér brautargengi á einn eða
annan hátt. Vinir, fjölskylda – þú
ert ekki einn á sviðinu. Þess vegna
á maður að muna eftir því að vera
þakklátur. Varðandi sýningarnar
sem ég er að fara halda hér hefur
Alfreð Gíslason vinur minn lengi
verið að bjóða mér aðstoð við að
koma upp sýningu og hann er á
bak við sýninguna á SORAT-hót-
elinu (19. mars-29. apríl). Síðan á
Ingimundur Sigfússon sendiherra
heiðurinn að því að ég fæ að sýna
hjá stofnun Konrads Adenauers í
maí.“
Hvernig selurðu málverkin þín?
„Ég hef valið þá leið að sinna öll-
um þessum þáttum sjálfur. Hér í
Þýskalandi er ég með umboðs-
mann sem sér um öll praktísk mál
fyrir mig og er milligöngumaður í
sölu, markaðsvinnu og öðru. Þetta
er þá eins og lausagallerí, og það
má segja að við séum með létt-
vopnaðan skæruhernað. Síðan er
ég líka með góðan mann heima á
Íslandi. Þessir menn eru bara á
prósentum og hafa alla möguleika
á að þéna ágætlega ef vel gengur.
Lykillinn í þessu er að það séu
gagnkvæmir hagsmunir sem
ganga upp. “
Bók og önnur sýning í maí
Ég spyr Tolla hvað sé fram-
undan. „Ég er að gefa út bók um
myndlistarmanninn Tolla. Í henni
verð ég með prósa, nokkur ljóð og
fjöldann allan af myndum. Auk
þess er texti eftir Aðalstein Ing-
ólfsson. Bókin er gefin út í tilefni
af sýningu sem ég held í Stofnun
Konrads Adenauers í maí, sem er
stærri sýningin þar sem þetta er
virt menningarstofnun. Heima á
Íslandi er ég með sýningu 2. apríl í
Reykjanesbæ sem er að miklu
leyti sama sýningin og ég sýndi í
Borgarnesi. Það er orðið langt síð-
an ég var með stóra sýningu í
Reykjavík og það er eitt af því
sem ég er að pæla í gera á næsta
ári. Í dag er þetta þannig að ég
get lifað af minni myndlist án þess
að vera með miklar sýningar. Það
er samt svo skemmtileg sam-
skiptaleið. Mér finnst rosalega
gaman að setja upp sýningar í
þessum litlu plássum úti á landi,
reyna að standa vel að þeim, senda
öllum bæjarbúum boðskort og hafa
huggulegt.“
„Ég flyt heim síðsumars,“ segir
Tolli að lokum, „en ég mun halda
vinnustofunni hér áfram og hafa
aðstöðu hjá vini mínum hér í
Kreuzberg. Þannig get ég farið út
að vinna þegar ég vil og mun gera
það eftir því sem verkefnin bjóða
upp á. Berlín verður minn staður
hér á meginlandinu. Þetta hefur
blundað í mér alveg frá því að ég
var hérna á sínum tíma. Maður vill
auðvitað vera sýnilegur á stærri
stöðum, fá viðurkenningu á stærri
markaðssvæðum. Ég held að rétti
tíminn sé núna og þetta lítur bara
mjög vel út.“
Þegar ég kveð málarann er mér
hugsað til þess sem Tolli sagði mér
um hlutverk sitt í hljómsveitinni
Ikarus: „Ég sá um sólógítarleik,
spilaði þriggja hljóma verbúðaball-
öður með reiðilestri út í athafna-
menn og samfélag.“ Tæpum tveim-
ur áratugum síðar er hinn 47 ára
gamli málari orðinn athafnamaður
sem hefur aðlagast samfélaginu,
ekki lengur reiður heldur oftast
syngjandi, áhugamaður um nútíma
samskiptatækni frekar en fiskiðn-
að, einstaklingshyggjumaður með
mikið af góðu fólki í kringum sig,
maður sem sækir orku í austrænar
sjálfsvarnarlistir og gerir helst
þrennt í einu.
Bubbi söng við opnunina
Á opnunardeginum, tíu dögum
síðar, er komið bakslag í vorið.
Gestirnir streyma inn á SORAT-
hótelið á bökkum Spree sem renn-
ur í gegnum miðja Berlín. Mæting
er góð og meðal gesta eru Kristján
Jóhannsson og Alfreð Gíslason í
fylgd íslenskra og þýskra lands-
liðsmanna. Stjarna kvöldsins er þó
Bubbi Morthens sem kemur sér
fyrir á sviðinu að lokinni ræðu
sendiherrans. Að tónleikunum
loknum er Bubbi klappaður upp og
þegar aukalaginu lýkur er aftur
nóg að gera hjá þjónunum. Þegar
síðustu gestirnir hverfa á brott
tveimur tímum síðar eru komnir
rauðir punktar fyrir neðan nokkr-
ar myndanna og því ljóst að ein-
hverjir kaupendur hafa þegar
komið að orði við Martin Schlüter,
umboðsmann Tolla. Málverkið er
jú í eðli sínu verslunarvara og
kuldinn sem mætir manni þegar
komið er út af hótelinu getur ekki
þýtt annað en að snjókoma sé á
næsta leyti.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 37
NATHALIE Jacq-
ueminet listfræð-
ingur, sérfræðing-
ur listaverka- og
sýningadeildar
Listasafns Íslands,
flytur fyrirlestur
um franska mynd-
list í Listasafni Ís-
lands í kvöld,
fimmtudagskvöld,
kl. 20.30.
Fyrirlesturinn
ber yfirskriftina Á
slóðum Náttúru-
sýna: Straumar og
stefnur í franskri
myndlist á 19. öld
og er fluttur í
tengslum við sýninguna Náttúru-
sýnir. Í fyrirlestrinum mun Nat-
halie m.a. fjalla um
þær þjóðfélagslegu
hræringar sem voru í
Frakklandi á 19. öld.
Þær hræringar höfðu
m.a. áhrif á listamenn
og helstu listastefnur
aldarinnar sem allar
eiga fulltrúa á sýning-
unni. Í fyrirlestrinum
verður gerð grein fyrir
einkennum þessara
stefna og sagt frá því
úr hvaða jarðvegi þær
eru sprottnar.
Fyrirlesturinn verð-
ur haldinn í fyrirlestr-
arsal Listasafns Ís-
lands og er hann öllum
opinn. Aðgangseyrir er 400 krón-
ur.
Fyrirlestur um
franska myndlist
Nathalie
Jacqueminet
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhúsi
Sýningu Roberts Dell, Hitavætt-
ir, í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi, lýkur á morgun,
föstudag. Sýningin er sú fyrsta
sinnar tegundar sem sett hefur
verið upp í útiporti eða skúlptúr-
garði Listasafns Reykjavíkur. Á
sýningunni gefur að líta högg-
myndir sem taka inn á sig vatn og
breytast eftir hitastigi þess og
lofthita.
Dell er Íslendingum kunnur fyr-
ir útilistaverk sín en hann gerði
m.a. vatnsstrókinn sem stendur
skammt frá Perlunni.
Hafnarborg
Sýning á verkum Barböru Vog-
ler í Sverrissal og Apóteki Hafn-
arborgar lýkur á mánudag.
Á sýningunni, sem ber yfir-
skriftina Um það að vera fiskur,
eru innsetningar og teikningar
sem gerðar eru með blýanti, lit-
blýanti og pastellitum á handunn-
inn pappír. Sýningin er opin alla
daga frá kl. 11-17 nema þriðju-
daga.
Sýningum
lýkur
DJASSFLOKKURINN Sunnan sex
leikur í Akogeshúsinu í Vestmanna-
eyjum annað kvöld, föstudagskvöld,
kl. 21.
Meðlimir Sunnan sex eru öldung-
arnir Guðmundur R. Einarsson á
trommur, básúnu og flautu, Árni Ís-
leifsson á píanó og Friðrik Theodórs-
son á básúnu og raddbönd. Yngri
meðlimirnir eru bassaleikarinn Ólaf-
ur Stolzenwald og Birkir Freyr
Matthíasson trompetleikari. Söng-
kona með sveitinni er Ragnheiður
Sigjónsdóttir.
Á dagskránni eru kunnir djass-
standardar, Bossa Nova og söngbal-
löður.
Sunnan sex
leikur
í Eyjum
♦ ♦ ♦
TRÍÓ Ólafs Stolzenwald leikur á
Múlanum í Húsi Málarans í
Bankastræti í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 21.
Tríóið er skipað, auk Ólafs
Stolz bassaleikara, Jóni Páli
Bjarnasyni gítarleikara og Birki
Frey Matthíassyni trompetleik-
ara. Þeir félagar leika nýja og
eldri djassópusa.
Aðgangseyrir er 1.200 kr. en
600 fyrir nema og eldri borgara.
Tríó Ólafs Stolzenwald: Birkir Freyr Matthíasson, Ólafur og Jón Páll
Bjarnason munu leika nýja og eldri djassópusa.
Djassópusar á Múlanum