Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 41

Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 41 ÁTÖKIN í Makedóníuvekja fleiri spurningaren þau svara. Eru þauenn eitt dæmið um að Balkanskaginn sé púðurtunna sem ekki sé hægt að koma í veg fyrir að springi? Hefði verið hægt að sjá átökin fyrir og hvers vegna blossa þau upp nú? Um hvað er eiginlega tekist á? Flest er enn óljóst um átökin og hvaða stefnu þau muni taka, hvort þau séu einangrað fyr- irbæri eða hvort líta beri á þau í víð- ara samhengi. Það eitt er víst að takist ekki að koma í veg fyrir að þau breiðist út, er fátt sem komið getur í veg fyrir enn eitt stríðið á Balkanskaga. Átökin hófust fyrir þremur vik- um er UCK, Frelsisher Albana, skaut makedónskan lögreglumann í þorpinu Tanusevci, sem er skammt frá Tetovo, næststærstu borg landsins. Morðið kallaði á hörð við- brögð makedónsku lögreglunnar sem aftur varð til þess að kveikja í þeirri púðurtunnu sem samskipti Albana og Slava í Makedóníu eru. Barist hefur verið í hlíðunum fyrir ofan Tetovo og makedónsk lögregla og her hefur komið sér fyrir í borg- inni, þaðan sem skotið er á albanska skæruliða. Árásin á lögreglumanninn fyrir þremur vikum er ekki fyrsta árásin sem Albanir í Makedóníu gera á lögreglustöðvar. Í janúar sl. réðust þeir á lögreglustöð skammt frá Tet- ovo og um mitt síðasta ár sprakk að minnsta kosti ein sprengja við lög- reglustöð í Kumanovo, þar sem fjöldi Albana býr. Í bæði skiptin lýsti óþekktur hópur manna sem kvaðst styðja frelsisbaráttu Albana yfir ábyrgð á tilræðunum en þau voru einangruð tilvik sem vöktu nær enga athygli. Varað við albönskum flóttamönnum Hvaða frelsisbaráttu er um að ræða? Albanir eru um þriðjungur 2,2 milljóna íbúa Makedóníu, en auk þeirra eru Tyrkir, Serbar og sígaunar búsettir í Makedóníu. Alb- önum hefur fjölgað hratt síðustu ár og umheiminum varð líklega fyrst ljóst hve lítt hrifnir slavneskir íbúar Makedóníu voru af þessum minni- hlutahóp er hundruð þúsunda alb- anskra flóttamanna streymdu frá Kosovo yfir landamærin vorið 1999. Makedónsk yfirvöld lýstu þegar yfir hættunni á því að hið „við- kvæma hlutfall þjóðanna“ í landinu myndi raskast og gerðu m.a. til- raunir til þess að aka flóttamönn- um, nauðugum viljugum, til Alban- íu. Umtalsverð fjárhags- og hern- aðaraðstoð erlendis frá dró úr áhyggjuröddum Makedóna og þeg- ar langflestir flóttamannanna sneru heim til Kosovo sumarið 1999 beindist athyglin annað. Hin áðurnefndu viðkvæmu sam- skipti þjóðanna í Makedóníu fóru þó ekki fram hjá neinum og ljóst var í forsetakosningunum á síðasta ári að taka yrði tillit til albanska minnihlutans, ella væri hætta á að upp úr syði. Vesturlönd þrýstu mjög á um að hófsamur frambjóð- andi, sem lýst hafði vilja til sam- vinnu við Albana, Boris Georgj- evski, yrði kjörinn og sú varð raunin. Áður hafði stærsti albanski stjórnmálaflokkurinn, Lýðræðis- flokkurinn, fengið sex ráðherra- stóla, m.a. varaforsætisráðherra- stólinn. Þá viðurkenndu stjórnvöld á síðasta ári háskólann sem Albanir höfðu stofnað í Tetovo og skipuðu Alabana lögreglustjóra í borginni. Honum hefur nú verið ýtt til hliðar eftir að átökin hófust. Sáralítil samskipti Makedónía hlaut sjálfstæði 1992 og nafn landsins segir meira en mörg orð um þær deilur sem sköp- uðust í kringum það. Fullu nafni kallast það Fyrrverandi júgóslav- neska lýðveldið Makedónía vegna kröfu Grikkja um að halda Make- dóníunafninu vegna samnefnds héraðs í norðurhluta landsins. Albanir voru fullir vantrausts á hinum nýju slavnesku valdhöfum og margir fluttu til Kosovo. Er kúg- un Serba á Albönum færðist í aukana sneru þeir aftur þar sem ástandið var mun betra, t.d. hafa Albanir í Makedóníu að jafnaði tek- ið þátt í kosningum en sú var ekki raunin í Kosovo. En Albanir í Makedóníu hafa ekki verið sáttir við sinn hlut frekar en í nágrannaríkinu. Þeir hafa kraf- ist þess að stöðu landsins í stjórn- arskránni verði breytt svo hún end- urspegli þau þjóðarbrot sem landið byggja. Makedónía er nú „þjóðríki makedónsku þjóðarinnar“. Alb- anska er ekki viðurkennt tungumál í Makedóníu, t.d. er ekki leyfilegt að hafa uppi skilti nema á make- dónsku. Þá eru möguleikar Albana á vinnu og menntun takmarkaðir, þeir telja sig í raun annars flokks borgara í eigin landi. Samskipti á milli þjóðanna eru sáralítil, þótt þær búi í sama landi. Albanir búa í norður- og vestur- hluta landsins, í þeim héruðum sem liggja að Kosovo og Albaníu. Þrjár stærstu borgir landsins skiptast á milli Albana og Slava; höfuðborgin Skopje og Kumanovo, þar sem Alb- anir eru undir helmingi íbúanna og Tetovo, þar sem Albanar eru í meirihluta. Mörg minni þorp eru hins vegar eingöngu byggð Albön- um. Ekki rætt um Stór-Albaníu Kröfur skæruliðanna virðast fyrst og fremst snúast um full og jöfn réttindi Albana í Makedóníu. Skoðanakannanir hafa sýnt fram á að meirihluti Albana þar er ekki fylgjandi hugmyndum um Stór- Albaníu og raunar virðist takmark- aður stuðningur við slíkt í Kosovo og Albaníu. Albanir í þessum ríkj- um líta þó á sig sem bræðraþjóðir og munu vafalítið koma til hjálpar í Makedóníu ef ástandið versnar. Viðbrögð Albana í Makedóníu við átökunum hingað til eru blendin, þeir ýmist styðja baráttu skærulið- anna fyrir auknum réttindum eða fordæma skæruliðana, sem þeir telja að komi frá Kosovo og stefni annaðhvort að því að stofna Stór- Albaníu eða þá Stór-Kosovo. En sannleikurinn er sá að enginn virðist vita nákvæmlega hverjir standa að baki árásunum. Þau nöfn sem nefnd hafa verið í tengslum við skæruliðahreyfinguna, Fazli Veliu og Ali Ahmeti, benda til sterkra tengsla hennar við Albana í Sviss og Kosovo. Einkum og sér í lagi stjórnmálaflokkinn LPK, Þjóðar- hreyfingu Kosovo, lítinn flokk sem er í nánum tengslum við róttæk öfl í Frelsisher Kosovo, UCK. Veliu og Ahmeti eru fæddir í Makedóníu en hafa báðir verið virkir í sjálfstæð- isbaráttu Kosovo-Albana. Þá hafa serbneskir fjölmiðlar tínt til þriðja nafnið, en þeir segja leiðtogann vera Xhamit Hasani, sem handtek- inn var fyrir morð á lögreglumönn- um í fyrra en síðar látinn laus í skiptum fyrir fjóra landamæraverði sem albanskir skæruliðar rændu. Vor á Balkanskaga Skæruliðarnir virðast vera ágæt- lega vopnum búnir og baráttuvilj- ann skortir ekki þótt enn sé talið að fjöldinn hlaupi aðeins á hundruð- um. Ef átökin harðna er þó ljóst að fljótt fjölgar í þeirra röðum enda margir ungir menn í Makedóníu, Kosovo og víðar reiðubúnir að grípa til vopna. Makedónski herinn er hins vegar fámennur, um 16.000 hermenn, og 60.000 í varaliði og illa undir átök búinn, auk þess sem talsverður hluti hermannanna eru Albanir sem tæpast munu grípa til vopna gegn meðbræðrum sínum. Því hafa yfir- völd beitt lögreglunni fyrir sig en hún er að mestu skipuð Slövum. Til að aðstoða makedónsk yfir- völd í baráttunni við skæruliðana hefur NATO heitið því að loka af landamærunum Kosovo. Það mun þó reynast þrautin þyngri því þau eru í fjalllendi þar sem djúp gil og skóglendi gera eftirlit illmögulegt. Hvers vegna átökin brjótast út nú skal ósagt látið. Vera má að bar- átta Frelsishers Kosovo í héraðinu og Suður-Serbíu hafi blásið mönn- um baráttuanda í brjóst. Þá virðist vera hefð fyrir því að átök hefjist á Balkanskaga á vorin og atburðirnir nú eru engin undantekning. Það hlýtur að teljast ólíklegt að make- dónsk yfirvöld nái tökum á ástand- inu án alþjóðlegrar aðstoðar og það er því enn einu sinni undir hern- aðarvél NATO komið hvernig sum- arið verður á Balkanskaga. AP Bandarískir hermenn úr friðargæslusveitum NATO á eftirlitsgöngu við landamæri Kosovo og Makedóníu. Síðasta púðurtunn- an á Balkanskaga                                                         Makedónía virtist fram til þessa vera fyrirmyndardæmi um ríki gömlu Júgóslavíu sem hlaut sjálfstæði án blóðsúthellinga. Nú rambar hún á barmi borgarastyrjaldar milli Albana og Slava. Urður Gunnarsdóttir fjallar um aðdraganda átakanna. andi megi ra hópa þann sem salar sem þeir selja, i við þann em selja svo sem í eða íbúð- salar sem ktardans- vikum er em bygg- rundvelli. n oft bein aklingum stundum di. band við til að leið- sir aðilar ekkist að ðir gagn- við ungar rð vegna ar gefa til fram hér yrir fíkni- irnir hafi ð girnast a á barna- gja þessa uppi og g réttlæt- erfi rfi segja dar rann- na að ein- klegri en ferðislegu ð í vímu- r að heim- msjón for- rfræðinga stur í lífi ðiaðstoð í ustunni. nga sem margþætt. Sjálfsmat þeirra er oft mjög lágt og algengt er að kvíði, þunglyndi og sjálfsmorðshugsanir hrjái þá. Oft þarf langar meðferðir til að vinna úr afleiðingum vændis og þess sem á undan hefur gengið. Þeir einstak- lingar sem rætt var við og höfðu leiðst út í vændi segja vonleysi, vanlíðan og hræðslu hafa fylgt líf- erni þeirra,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að mikil áhersla hafi verið lögð á það er- lendis að finna tilskilin úrræði fyrir þá sem hafa leiðst út í vændi. Þar megi nefna hlut löggjafarvalds og réttarkerfisins og félags- og heil- brigðiskerfisins á Norðurlöndun- um í að koma á sérfræðiþjónustu og aðstoð. „Þess má geta að slík sérsniðin félags- og heilbrigðis- þjónusta er ekki til hér á landi. Þá er Ísland eina landið á Norðurlönd- unum þar sem stundun vændis til framfærslu er refsiverð.“ Ekkert kærumál vegna vænd- is leitt til málshöfðunar Í skýrslu Sólveigar Pétursdóttir dómsmálaráðherra frá í desember sl. um samanburð á lagaumhverfi á Íslandi og annars staðar á Norð- urlöndum varðandi löggjöf og eft- irlit með klámi, vændi o.fl., sam- kvæmt beiðni, kemur fram að á tímabilinu 1994-1999 hefðu engar kærur borist lögreglustjórum utan Reykjavíkur vegna brota á 206. og 208. gr. almennra hegningarlaga, sem taka á vændi. Hins vegar voru 17 mál vegna ætlaðs vændis til- kynnt lögreglunni í Reykjavík. Ekkert þeirra leiddi til málshöfð- unar fyrir dómi. Sólveig sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að til að bregðast við niðurstöðum skýrslunnar, yrði skipuð nefndin sem áður gat, sem yrði falið að meta vændisvandann frá þverfaglegum sjónarhóli. Henni yrði m.a. falið að fara yfir gildandi refsilög sem varða vændi og kynferðislega misnotkun, rann- sókn og meðferð slíkra mála, þ.m.t. stuðning við þolendur og hvort unnt sé að veita börnum og ung- linga ríka refsivernd á þessu sviði. Hún telur mjög brýnt að lögð sé refsing við kaupum á vændisþjón- ustu þegar börn eiga í hlut og telur þörf á lagabreytingum þar að lút- andi. Í því fælist að bannað yrði að kaupa kynlífsþjónustu af ung- mennum innan 18 ára aldurs, en það er ekki bannað samkvæmt nú- gildandi hegningarlögum. Nefndin á að kanna hvort ástæða sé til að setja reglur um starfsemi nektardansstaða til að sporna við vændi. Sólveig telur mikilvægt að nefndin fjalli um aukna aðstoð og stuðning við þá sem leiðast út í vændi. „Það er engin sérsniðin að- stoð fyrir hendi fyrir þá sem hafa leiðst út í vændi þannig að það þarf að efla sérþekkingu í kerfinu, þ.e. ráðgjöf og aðstoð,“ sagði Sólveig. Bannað verði að kaupa kyn- lífsþjónustu af unglingum „Ég tel það sjálfsagt mál að það verði gert refsivert að kaupa kyn- lífsþjónustu af ungmennum yngri en 18 ára og hækka kynferðislegan lögaldur, sem er 14 ár hér á landi og lægri en á öðrum Norðurlönd- um. Hvort tveggja mun væntan- lega stuðla að aukinni vernd barna og ungmenna gegn kynferðislegri misbeitingu. Það má líka velta því upp hvort ástæða sé til að setja reglur um starfsemi nektardans- staða. Ég er auðvitað ekki að tala um að banna þá, en hins vegar get- ur verið eðlilegt að setja þessari starfsemi nokkrar skorður eins og víðast er gert í nágrannalöndum okkar.“ onar myndum hérlendis íða og vændis aðið/Ásdís dunum, ttur. í dans- ana- lu um hefur regð- Þarf langar meðferðir til að vinna úr af- leiðingunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.