Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 49 Kolbeinn J. Ketilsson fer með hlutverk Rodolfo í La Bohème og hefur hlotið mikið lof fyrir. Hann býr í Þýskalandi og syngur við ýmis óperuhús í Evrópu. X Y Z E T A / S ÍA La Bohème hefur hlotið frábærar viðtökur sem sýna hinn mikla og almenna óperuáhuga Íslendinga. Þessi áhugi er drifkraftur Íslensku óperunnar. Fyrir uppfærsluna á La Bohème fékk Óperan til liðs við sig marga unga söngvara sem starfa erlendis. Jafnframt sýningum hér hafa þeir verið við æfingar og sýningar annars staðar. Af þeim sökum hefur því miður ekki verið hægt að fjölga sýningum á La Bohème. Við ætlum hins vegar að enduruppfæra verkið í sama búningi eftir u.þ.b. tvö ár. Þeir sem ekki fengu miða núna fá vonandi þá. Sönglistin er Íslendingum kærust allra lista og ótrúleg gróska er í sönglífi þjóðarinnar. Það er engin tilviljun að upp úr þessum jarðvegi hafa sprottið tugir frábærra ein- söngvara sem sumir starfa hér heima en aðrir við óperuhús í útlöndum. Markmið Óperunnar er að skapa atvinnugrundvöll fyrir óperusöngvara á Íslandi og tryggja þannig að þjóðin fái notið sinna eigin lista- manna í ríkara mæli. Í haust setjum við upp Töfraflautuna eftir Mozart - einnig með úrvals- söngvurum. Töfraflautan er líka snilldarverk. Ekki missa af henni. SÍÐUSTU SÝNINGAR 11. sýning 23. mars kl. 20 .......uppselt lokasýning 24. mars kl. 19....uppselt TAKK FYRIR stórkostlegar viðtökur ENN einu sinni hefur ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar sett verkfallsbann á sjó- menn. Nú um tíu daga skeið. Enn sem fyrr er ætlunin að treysta á að útgerð- armenn verði við- ræðugóðir meðan verkfallsbannið er í gildi. Reynslan er hins vegar allt önnur. Öll þau bannlög sem ríkisstjórn Davíðs hefur fram til þessa sett á kjarabaráttu ís- lenskra sjómanna hafa aðeins orðið til þess að fram- lengja afgreiðslu þeirra ágrein- ingsmála sem einkennt hafa sam- skipti útgerðarmanna og sjómanna undanfarin ár. Eitt er öllum ljóst á þessari stundu – aldrei hefur nokkur aðgerð af hálfu ríkisstjórn- ar mælst jafn illa fyrir og þessi bannlög nú. Nú héldu menn að eitthvað væri að marka yfirlýs- ingar hvers ráðherrans á fætur öðrum um að nú yrðu útgerðar- menn að sýna lit og leysa sín mál sjálfir. Það er allri sjómannafor- ustunni mikil vonbrigði að ekkert skuli hafa verið að marka þessar yfirlýsingar. Þannig verður erfitt að trúa slíkum yfirlýsingum næst. Enda hvers vegna ætti að vera meira að marka þær eftir fyrsta apríl en nokkrum vikum áður en verkfallið brast á? Sú spurning vaknar óhjákvæmi- lega nú hvort ekki sé kominn tími á að láta alvarlega reyna á sam- stöðu sjómannastéttarinnar. Að stjórnvöldum verði gert ljóst, að bannlögum sem sett verða á lög- lega boðaðar verkfallsaðgerðir sjó- manna verði ekki hlýtt. Er vert að gera kröfu um það að birt verði af hálfu Davíðs Oddssonar hvenær það henti best að sinna kjaramál- um sjómanna. Fá uppskriftina! Þegar engin loðna er þá er norsk- íslensk síld og karfaveiðar á Reykjaneshrygg og svo mætti áfram telja. Það sem alvarlegast er þó í þessu máli er sú staðreynd að ráð- herrar fara með rangt mál þegar þeir segja að hér hafi verið um að tefla verðmæti upp á 1½ milljarð eða meira, eins og fram kom í máli forsætis- ráðherra nokkrum klukkustundum áður en bannlögin gengu í gildi. Þetta eru stað- hæfingar sem engir mér vitanlega, sem nálægt þessum málum koma í vinnslu og veiðum, hafa tekið und- ir. Hvað varðar önnur skip er samningsbundnum hafnarfríum um borð í stórum hluta þeirra ekki lokið. Þær kröfur sem sjómenn hafa sett fram nú eru allar í samræmi við þær sem við höfum verið að fást við á íslenskum vinnumarkaði undanfarna mánuði. Það brennur á sjómönnum að fá í gegn róttækar endurbætur í slysatryggingum sjó- manna. Undanfarin ár hefur hvert tryggingamálið á fætur öðru tap- ast fyrir rétti vegna skorts á sönn- unargögnum varðandi aðdraganda og aðstæður slyss. Með lagakrók- um hefur tekist að komast hjá eðli- legum slysabótum. Hins vegar hef- ur það verið öllum ljóst að viðkomandi sjómaður hefur verið slasaður – bara ekki tryggður. Það tók sex daga verkfall að koma tryggingamálunum í lag um borð í kaupskipaflotanum og hefði ekki átt að þurfa að kosta mikil átök að koma á sömu tryggingum í fiski- skipaflotanum. Einkum þegar al- þjóðlegar kannanir hafa nýverið leitt í ljós að það er hættulegra að vera íslenskur sjómaður í dag en hvítur lögreglumaður í verstu glæpahverfum New York-borgar. Gerðar hafa verið kröfur um eðlilega hækkun kauptryggingar og að loks verði fundin viðunandi lausn á fiskverðsmálunum. Má ekki fastlega búast við því að útgerðarmenn mæni vonaraug- um til stjórnarráðsins hinn 1. apríl og bíði enn frekari aðgerða af hálfu vina sinna þar? Ætlar rík- isstjórnin þá að láta útgerðina sitja uppi með þessi bannlög nú sem hvert annað aprílgabb? Eða koma ekki bara ný lög, nú ef til vill í þrjár vikur – hver veit? Verkfall sjómanna Jónas Garðarsson Höfundur er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Verkfallsbann Aldrei hefur nokkur aðgerð af hálfu rík- isstjórnar mælst jafn illa fyrir, segir Jónas Garðarsson, og þessi bannlög nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.