Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 61
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 61 Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 22. mars kl. 20, verður biblíulestur í Hjallakirkju í Kópavogi á vegum dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra. Um er að ræða þriðja fyrirlestur í fyrirlestraröð sem ber yfirskrift- ina: Guð – veruleiki eða tálsýn? sem er öll fimmtudagskvöld í mars. Dr. Sigurjón fjallar um sköp- unarsöguna í 1. Mósebók, Guð skaparann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14–15 í neðri safnaðarsal. Kristján Sigtryggsson organisti leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartan- lega velkomnir til að syngja eða hlusta. Boðið upp á kaffi á eftir. Mikið spjallað og stundum tekið í spil. Biblíulestur kl. 20. Fjallað verð- ur um bréf Páls postula. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur. Passíusálmalestur. Léttur málsverður í safnaðarheim- ili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 20. Fræðsla: Tannvernd barna, Jóhanna Ólafsdóttir tannfræðing- ur. Stúlknakór kl. 16. Jesúbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Þangað sæk- ir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með guði. Lif- andi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og dagmömmumorgunn kl. 10–12 Fræðsla: Leikir barna, Kolbrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söngstund með Jóni organista. Kirkjan er opin til hljóðrar bæn- argjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Tónlist, bæn og léttur málsverður. Neskirkja. Unglingastarf Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheimili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9– 10 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. TTT-starf 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Alfa-námskeið kl. 19. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, allt- af brauð og djús fyrir börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Fyr- irlestraröð undir heitinu Guð, veruleiki og tálsýn! í kirkjunni næstu tvo fimmtudaga kl. 20. Fyr- irlesturinn í kvöld nefnist Guð og sköpunarsagan. Fyrirlesari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Allir velkomnir. Boðið upp á kaffibolla yfir sam- ræðum eftir fyrirlesturinn. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safn- aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strand- bergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17– 18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9– 12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30–20.30. Unglingar hvattir til þátttöku. Umræðu- og leshópur, fræðslu- starf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðar- ins. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Klukkan 10–11.30 foreldramorgn- ar. Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi kemur með inn- legg. Klukkan 20 fundur ferðahóps KFUM & K sem ætlar til Noregs næsta vetur. Keflavíkurkirkja. Lokaæfing fermingarbarna sem fermast 25. mars kl. 16, fyrir þau sem fermast kl. 10.30, þ.e. 8.N. í Heiðarskóla (hópur 1), og kl. 17 fyrir þau sem fermast kl. 14, þ.e. 8.A. í Holta- skóla (hópur 2). Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíu- lestrar kl. 20. Fyrirbænasamvera kl. 18.30. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegi virka daga kl. 10–12 í síma 421-5013. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. KFUM, aðaldeild. Fundur kl. 20 í kvöld. Séra Gísli Jónasson talar. Allir karlmenn velkomnir. Safnaðarstarf Biblíulestur í Hjallakirkju – Sköpunarsagan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.