Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ER INNGANGA Íslands í ESB sú leið sem við ættum að fara? Per- sónulega er ég á móti því. Hverjar eru ástæðurnar fyrir því að ég er andstæðingur inngöngu? Hvers- vegna skyldi ESB hafa áhuga fyrir okkur, svona litlir, sem við erum? Það er rétt að við erum mjög litlir en við eigum líka mjög stóra fisk- veiðilögsögu. Og allir þrá þeir að ná í bita af þeirri köku. Erlend togarafélög hafa neytt allra bragða að smeygja sér bakdyramegin inn í landhelgina með því að plata ís- lenska togaraeigendur til að ger- ast meðeigendur auðvitað gegn milljarða peningagjöfum. Sem bet- ur fer hafa fáir fengist til að opna bakdyrnar, en vissulega eru til þesslags Íslendingar. Aðalhætturnar sem við munum standa frammi fyrir eftir inngöngu okkur í Evrópusambandið. Vegna smæðar okkar komum við til með að verða valdalausir. Sem sagt öllu okkar lífi verður stjórnað beint frá höfuðstöðvum ESB. Verum minn- ug þess að í Suður- og Austur- Evrópu eru aðeins svona 30–40 milljónir atvinnulausra fátæklinga sem kunna að lifa á ótrúlega lág- um launum. Segjum nú að nokkur hundruð þúsund af þessum atvinnuleysingj- um flyttu til gósenlandsins Ís- lands. Jafnvel þó að launamisrétti hér sé óhuggulega mikið kæmi þar hópur fólks sem þætti jafnvel lægstu laun hér vera heil auðæfi. Hvernig skyldi Jóni Jónssyni verða við ef forstjórinn kallar hann fyrir einn góðan veðurdag, svo segjandi: Þú ert með 90 þús- und krónur á mánuði, Jón. Núna gengur svo erfiðlega með rekstur fyrirtækisins að við höfum ekki efni á að greiða svona hátt kaup. Við sjáum okkur til neydda að lækka launin þín í kr .50 þúsund á mánuði. Já, en herra forstjóri, ég get alls ekki lifað á svo lágum launum. Jæja, Jón minn! Núna standa málin svoleiðis að okkur býðst nóg af fólki sem sættir sig við 50 þúsund króna mánaðarlaun, svo mér sýnist að væri ráð fyrir þig að pilla þig bara heim og taka það rólega, þú færð atvinnuleys- isbætur í 3 mánuði. Nú, svo sýnist mér að þú munir finna lausn sem þér líkar, alla vega er það ekki okkar mál. Mig grunar að þeir gætu orðið nokkuð margir Jón- arnir. Ég gæti svo sem búist við að stjórnarherrar ESB sæju sóma sinn í að skaffa 2 til 3 hundruð helstu stór-pótintátum okkar þjóð- félags þokkalegt starf hjá sínum nýju húsbændum. Þó ekki væri nema til að launa góða frammi- stöðu. Þetta eru tvær aðalástæðurnar fyrir því að ég er sannfærður um að þetta er spurning um það hvort fyrir okkur liggur að vera í fram- tíðinni sjálfstæð þjóð eða nýlenda og eitt er það sem við megum vera örugg um frá byrjun. Ráðamenn í ESB munu trúlega bjóða okkur einhverjar tilslakanir bæði hvað varðar landhelgina og eins ein- hverja stjórnun á straumi innflytj- enda til landsins. Allir þesslags samningar munu standa eins og kletturinn þar til þeim verður sagt upp, og sannið til, landar góðir: Við munum ekki þurfa að bíða allt- of lengi eftir uppsagnarbréfinu. Vegna þess mjög ódrengilega ástands að illa samin fiskveiði- kvótalög hafa hrjáð okkar litlu þjóð undanfarna áratugi eru kannske til þeir menn sem vona að herrarnir í ESB muni eitthvað lag- færa óréttlætið. Ég hefi enga trú á að sú breyt- ing yrði til batnaðar fyrir Íslend- inga almennt, en kannski myndu þá fæðast erlendir kvótagreifar. Kannski þætti íslensku greifunum eitthvað fyndið við að eignast hóp af erlendum kollegum. ESB-unn- endur upplýsa okkur um að með inngöngu í ESB muni lækka tollar af fiskinum okkar um mörg hundr- uð krónur. Jæja, en ef nú, já, svona 60% veiðiflotans skyldu vera skip stjórnendanna austur í Evr- ópu, já, þá færi nú krónugróðinn okkar heldur betur að léttast. Það eru fyrst og fremst þrjú stór tollabandalög sem við Íslend- ingar höfum hagsmuna að gæta gagnvart vegna viðskipta. Það eru ESB, Ameríka og Asía. Þessi bandalög eru og munu alltaf verða meira og minna í illindum hvert gegn öðru. Ísland er staðsett mitt á milli tveggja. Að vera innlimuð í eitt þessara bandalaga þýðir bara að við munum óumflýjanlega standa í illindum meira eða minna við hin tvö. Væri nú ekki fremur athugandi að halda frelsi sínu og sjálfstæði, en kappkosta þess í stað að eiga sem vinsamlegust af- skipti og viðskipti við alla risana þrjá? Ég er sjálfsagt ekki neinn fyr- irmyndar ættjarðarvinur, en hik- laust kýs ég samt sjálfstæði til handa okkar kæra Íslandi fram yf- ir nokkrar krónur í viðbót í stóra kassann okkar og vasa nokkur hundruð kvótagreifa. Og þess þá fremur þar sem ég trúi staðfastlega að með sjálfstæð- inu og friðinum muni einnig krón- urnar verða mun fleiri. Við skyldum í komandi kosn- ingum vera þess minnug að raunar erum við að kjósa um sjálfstæði eða ekki. Og ef illa fer verða að- eins eftir minningar um þessa hálfu öld sem við nutum þess að vera sjálfstæð. KARL JÓNATANSSON 240224-2409. Stöndum vörð um sjálfstæði okkar Frá Karli Jónatanssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.