Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 68
DAGBÓK
68 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss kemur í dag.
Sveabulk og Arnarfell
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Pol-
ar Arfvik fór í gær. Stal-
tor fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Fram-
talsaðstoð verður veitt í
dag, fimmtudaginn 22.
mars. Upplýsingar í af-
greiðslu.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–12
bókband og öskjugerð,
kl. 9–16.30 opin handa-
vinnustofa, útsaumur og
bútasaumur, kl. 9.45
helgistund að morgni, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 opin smíða-
stofa, kl. 9 hár- og fót-
snyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 14–17 gler-
skurður. Félagsvist á
morgun kl. 13.30.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, á Kjalarnesi og í
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, kór eldri borgara í
Mos., á Hlaðhömrum á
fimmtud. kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Tímapöntun í fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
s. 566 8060 kl. 8–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan og handa-
vinnustofan opnar, kl.
9.30 danskennsla, gler
og postulínsmálun, kl. 13
opin handavinnustofan
og klippimyndir, kl.
14.30 söngstund.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður,
glerskurðarnámskeið og
leirmunagerð, kl. 9.45
verslunarferð í Aust-
urver, kl. 13.30 boccia.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30,
félagsvist kl. 13.30. Á
morgun, föstudag, tréút-
skurður í Flensborg kl.
13, myndmennt kl. 13,
bridge kl. 13.30.
Dansleikur á morgun,
föstudag 23. mars, kl.
20.30. Capri Tríó leikur
fyrir dansi.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Félagsvist
á Garðaholti í boði Kven-
félags Garðabæjar í
kvöld kl. 19.30 . Rútu-
ferðir samkvæmt áætl-
un. Vorfagnaður í
Kirkjuhvoli í boði Odd-
fellow 29. mars kl. 19.30.
Fótaaðgerðir mánudaga
og fimmtudaga. Ath.
nýtt símanúmer
565 6775.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeginu.
Brids í dag kl. 13. Dags-
ferð verður farin í
Grindavík-Bláa Lónið-
Reykjanes 2. apríl.
Brottför kl. 10 frá Ás-
garði Glæsibæ. Skrán-
ing hafin á skrifstofu
FEB. Silfurlínan opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12.
Ath. afgreiðslutími
skrifstofu FEB er frá kl.
10–16. Upplýsingar í
síma 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, gler-
skurður, kl. 9–17 hár-
greiðsla og böðun, kl. 10
leikfimi, kl. 13.30 bóka-
bíll, kl.15.15 dans.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar
falla niður í dag. Kl.
10.30 helgistund, umsjón
Lilja G. Hallgrímsd.
djákni, frá hádegi spila-
salur og vinnustofur op-
in. Föstudaginn 23 mars
kl. 15 syngur Gerðu-
bergskórinn í Eden í
Hveragerði, allir vel-
komnir. Miðvikudaginn
28. mars verður farið í
heimsókn til Þorláks-
hafnar og samvera með
eldri borgurum þar.
Skráning hafin. Veit-
ingar í kaffihúsi Gerðu-
bergs. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum.
Kl. 9–15 gler og postulín,
þar sem sameinaðir hafa
verið tveir hópar í leik-
fimi mæti þeir sem áður
voru kl. 10.45 nú kl. 9.50.
Kl. 13 taumálun og
klippimyndir. Einmán-
aðarfagnaður í dag kl.
14, m.a. mun Kársne-
skórinn og Kór eft-
irlaunakennara taka lag-
ið, ljóðalestur og
einsöngur. Kaffihlað-
borð. Á sama tíma verð-
ur handverksmarkaður.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 jóga og
ganga, kl. 13 brids, kl. 14
boccia, kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
9.45 boccia, kl. 14
félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
opin handavinnustofa,
búta- og brúðusaumur,
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður, kl. 10
leirmunanámskeið, kl.
13.30 stund við píanóið.
Föstudaginn 23. mars
verður skemmtun kl.
14.30, kórinn í Furu-
gerði 1 kemur og
skemmtir með söng og
gamanmálum, kaffiveit-
ingar.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leikfimi,
kl. 13–16 kóræfing. Fyr-
irbænastund verður
fimmtudaginn 22. mars
kl. 10.30 í umsjón sr.
Hjálmars Jónssonar
dómkirkjuprests. Allir
velkomnir. Föstudaginn
23. mars kl. 14.30 leikur
Ragnar Páll Einarsson á
hljómborð fyrir dansi.
Gott með kaffinu. Allir
velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, fatasaumur
og morgunstund, kl. 10
boccia og fótaaðgerðir,
kl. 13 handmennt, körfu-
gerð og frjálst spil.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gullsmára
býður alla eldri borgara
velkomna að brids-
borðum í félagsheimilinu
í Gullsmára 13 á mánu-
dögum og fimmtudög-
um. Mæting og skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13.
ÍAK. Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11 í Digra-
neskirkju.
Sjálfboðamiðstöð Rauða
krossins, Hverfisgötu
105. S. 551 8800.
Í dag kl. 14–17: Prjónað
og saumað fyrir Rauða
krossinn. Verkefni: hlýir
skór, treflar og barna-
teppi. Allir velkomnir.
Kristniboðsfélag
kvenna Háaleitisbraut
58–60. Fundur í umsjá
Lilju Sigurðardóttur kl.
17.
Kvenfélag Kópavogs
Aðalfundur verður hald-
inn í kvöld kl. 20.30 í
Hamraborg 10. Venjuleg
aðalfundarstörf.
GA-fundir spilafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtud. í fræðsludeild
SÁÁ í Síðumúla 3–5 og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugard. kl. 10.30.
Húnvetningafélagið,
félagsvist í Húnabúð,
Skeifunni 11, í kvöld kl.
20. Þriðja kvöld í fjög-
urra kvölda einstakl-
ingskeppni. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar verður með
kökubasar í Kringlunni
föstudaginn 23. mars.
Samtök lungnasjúk-
linga, félagsfundur í
kvöld í Safnaðarheimili
Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Dr. Eyþór
Björnsson lungna-
sérfræðingur ræðir um
meðferð lungnakrabba-
meins. Fyrirlesturinn er
síðasti í röð fyrirlestra
sem Samtök lungnasjúk-
linga standa fyrir í vet-
ur. Allir velkomnir.
Í dag er fimmtudagur 22. mars, 81.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Vakið því og verið þess minnugir, að
ég áminnti stöðugt sérhvern yðar
með tárum dag og nótt í þrjú ár.
(Post. 20, 31.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 slökun, 8 gamalt, 9
nuddið, 10 elska, 11
ávinningur, 13 ójafnan,
15 sjór, 18 ófullkomið, 21
rándýr, 22 heitis, 23 bak
við, 24 notfærsla.
LÓÐRÉTT:
2 ný, 3 málar, 4 titts, 5
grafið, 6 styrkja, 7 nýver-
ið, 12 klaufdýrs, 14 bein,
15 óslétta, 16 afbiðja, 17
viljugan, 18 fast við, 19
kærleikurinn, 20 þyngd-
areining.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hamra, 4 bjóða, 7 perla, 8 rjómi, 9 röð, 11 rask,
13 átan, 14 yggla, 15 skán, 17 regn, 20 ára, 22 álits, 23
nadds, 24 annir, 25 aurar.
Lóðrétt: 1 hopar, 2 marks, 3 afar, 4 barð, 5 ómótt, 6 as-
inn, 10 öggur, 12 kyn, 13 áar, 15 skána, 16 ásinn, 18 eld-
ur, 19 nasar, 20 ásar, 21 anda.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI gekk frá skattfram-tali sínu á Netinu um helgina.
Framtal á Netinu er alltaf að
verða auðveldara og ein af þeim
nýjungum sem yfirvöld skattamála
kynntu fyrir skemmstu var að
framteljendur gætu fengið út-
reikning á þeim skatti sem þeir
ættu að greiða eða yfirlit yfir end-
urgreiðslur. Víkverji hugðist not-
færa sér þetta enda spennandi að
sjá hversu mikilla skatta er krafist
af manni. Af einhverjum orsökum
virkaði útreikningurinn ekki sem
skyldi og kom enginn útreikningur
þegar eftir honum var kallað. Vík-
verji var nokkuð ósáttur við þetta.
Ekki var sjáanlegt að Víkverji
hefði gert nein mistök við fram-
talið því að villuprófun sýndi engin
mistök og framtalið fór sína réttu
leið. Vonandi verður þessu kippt í
liðinn.
Víkverji er reyndar þeirrar
skoðunar að skattayfirvöld hafi
sýnt mikla framsýni í að þróa raf-
rænt framtal. Á heimasíðu ríkis-
skattstjóra er ennfremur hægt að
fá margvíslegar upplýsingar um
skattgreiðslur á síðustu 10 árum.
Þar kemur t.d. fram að barnabæt-
ur hafa sífellt verið að dragast
saman. Fjármagnstekjur hafa aft-
ur á móti aukist mikið og eins arð-
greiðslur af hlutabréfum. Ríkis-
skattstjóri á hrós skilið fyrir góða
upplýsingagjöf.
x x x
FLEST bendir til þess að voriðsé komið, a.m.k. er ólíklegt að
það geri stórkostleg hret úr þessu.
Það er því örugglega tímabært
fyrir bifreiðaeigendur að skipta yf-
ir á sumardekkin. Víkverji setti
nagladekk ekki undir bílinn sinn í
vetur og sér ekki eftir því. Sáralítil
hálka var á götum í vetur og því
engin ástæða til að aka um á
nagladekkjum. Þeir dagar er telj-
andi á fingrum annarrar handar
þar sem einhver ófærð var í höf-
uðborginni. Víkverji styður því
eindregið baráttu gatnamálastjóra
fyrir því að dregið verði úr notkun
nagladekkja.
x x x
ÞAÐ var skelfilegt að horfa uppá það í sjónvarpinu þegar ta-
lebanar í Afganistan sprengdu
Búddha-styttuna í Bamiyan. Stytt-
an er um 53 metra há og um 2.000
ára gömul. Þrátt fyrir hörð mót-
mæli alþjóðasamfélagsins sprengdi
talebanastjórnin styttuna eins og
sjá mátti í sjónvarpinu um helgina.
Það er ótrúlegt að menn skuli vera
svona þröngsýnir og fordómafullir
í upphafi 21. aldar að þeir skuli
ekki gera sér grein fyrir hvílík
menningarverðmæti styttan var.
Þessi niðurstaða er hörmuleg, ekki
síst í ljósi þess að ýmislegt hefur
gengið á í 2.000 ára sögu Afgan-
istan. Styttan hefur „lifað af“ alla
þessa sögu en féll núna í valinn
vegna trúarofstækis talebana.
ÉG VAR að lesa í Lesbók
Morgunblaðsins, sunnu-
daginn 18. mars sl., grein
eftir Þorgerði Einarsdótt-
ur, lektor í kynjafræði við
Háskóla Íslands.
Sem að mörgu leyti er
ágætis grein nema hvað þar
stendur skrifað: „Af öllum
utanhússstyttum í gjör-
vallri Reykjavíkurborg er
engin af konu.“
Þetta er ekki rétt, í
Mæðragarði (sem áður hét
Útnorðurvöllur) við Lækj-
argötu stendur styttan
Móðurást sem er eftir lista-
konuna Nínu Sæmundsson
frá Nikulásarhúsum í
Fljótshlíð.
Árið 1928 gekkst List-
vinafélagið fyrir kaupum og
uppsetningu á þessu verki,
og var það fyrsta högg-
mynd sem sett var upp í
borginni sem ekki var
minnismerki eða stytta af
tilteknum manni.
Því miður hendir það allt-
of oft að þessarar listakonu
er ekki minnst sem skyldi.
En einnig eru styttur af
konum víðar, svo sem Móð-
ir jörð og systur í Laugar-
dalsgarði, Þvottakonan við
Þvottalaugarnar og konan
með strokkinn við Árbæ.
María Björg
Gunnarsdóttir.
Flugvöllinn
í Reykjavík
FLUGVÖLLURINN á að
vera í Reykjavík að mínu
mati. Ef samgöngumála-
ráðherra vill flytja flugvöll-
inn til Keflavíkur getur
hann verið viss um það að
meiri hluti eldri borgara fer
ekki út á landsbyggðina að
nauðsynjalausu nema að
sumri til, þegar þeir geta
farið þangað á bílum. Flug-
samgöngur munu þá
minnka mikið, auk þess sem
þá verður miklu dýrara að
fljúga innanlands og miklu
tímafrekara. Við eigum að
fá að hafa okkar flugvöll í
Reykjavík eða á Reykjavík-
ursvæðinu. Fæstir útlend-
ingar, sem koma hingað,
fara beint út á land með
flugvél. Þeir ferðast al-
mennt með bílum um land-
ið. Innanlandsflugið er rek-
ið með tapi, ennþá meira
verður tapið ef það verður
flutt til Keflavíkur. Auk
þess veit ég ekki hvernig á
að flytja flugvöll. Það verð-
ur þá einfaldlega að byggja
nýjan völl, sem verður
mörgum sinnum dýrara en
að hafa flugvöllinn á sama
stað í Vatnsmýrinni.
Valborg Soffía
Böðvarsdóttir.
Tapað/fundið
Svartur og hvítur Ad-
idas-bakpoki tapaðist
EIGANDI bakpokans var
að fara í Sambíó í Mjódd-
inni, föstudagskvöldið 16.
mars sl. ásamt þjálfara sín-
um og félögum í körfubolt-
anum. Hann fær leyfi til að
geyma töskuna í bíl þjálfar-
ans, sem er gömul rauð To-
yota, en skutlar henni óvart
inní rangan bíl með svipuðu
útliti.
Í töskunni voru körfu-
boltaskór, stuttbuxur, bolur
og tvær hlífar. Líklegt er að
taskan hafi verið merkt Jó-
hanni Erni. Ef einhver hef-
ur töskuna í sínum fórum,
þá vinsamlega hringið í
síma 567-6003, 866-0688 eða
898-0903.
Dýrahald
Emil er týndur
EMIL er þriggja ára stór
grábröndóttur norskur
skógarköttur með hvítan
maga og loppur. Hann
hvarf frá Hraunhólum í
Garðabæ föstudaginn 16.
mars sl. Hann er merktur
og er hans sárlega saknað.
Við biðjum þann sem hefur
séð til hans að láta okkur
vita í síma 564-3295 eða
895-8996. Fundarlaunum
heitið.
Köttur í óskilum
Í NORÐURBÆNUM í
Hafnarfirði er stór högni
búinn að vera á vappi und-
anfarna daga. Hann er
rauður á baki með hvíta
bringu og hvítar loppur,
með rauðan blett í andlitinu
í kringum nefið. Hann er
sérstaklega blíður. Hann er
ómerktur, en greinilega
heimilisköttur. Upplýsing-
ar í síma 555-3077 eða hjá
Kattholti.
Angantýr er týndur
ANGANTÝR er búinn að
vera týndur frá því í októ-
ber sl. Hann er gulur og
hvítur köttur með blátt húð-
flúr í eyranu. Ef einhver
gæti gefið upplýsingar um
ferðir hans, vinsamlegast
hafið samband í síma 581-
3051.
Páfagaukur flaug
að heiman
HVÍTUR páfagaukur með
hvítum og svörtum dílum
hvarf frá Suðurvangi 25a í
Hafnarfirði laugardaginn
17. mars sl.
Ef þú veist um afdrif
hans, vinsamlegast hafðu
samband við Ólaf í síma
893-9291.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Er engin
stytta af
konum í
Reykjavík?