Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 73

Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 73 Í KVÖLD fer fram fyrri riðill und- anúrslita mælsku- og ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, og mætast lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Verslunarskólans. Umræðuefnið er bjartsýni og er MH með en Versló á móti. Menntaskólinn við Hamrahlíð Að þessu sinni keppa fyrir hönd MH þeir Hjörleifur Björnsson, Kári Ragnarsson og Helgi Guðnason, en liðsstjóri er Georg Hilmarsson. Að sögn Hjörleifs er æft nær við- stöðulaust í vikutíma: „Við höfum æft í viku fyrir keppnina, allt frá því umræðuefnið var tilkynnt. Við byrj- um á að skrifa ræðurnar, lesum þær síðan yfir og reynum að læra þær og flytjum þær síðan aftur og aftur til að ná fullkomnu valdi á þeim.“ Þannig segir Hjörleifur að allar ræður séu að megninu til fyrirfram samdar, og byggist undirbúningur- inn að miklu leyti á að sjá fyrir rök og andsvör andstæðingsins: „Við reynum að finna grundvöll- inn sem andstæðingurinn mun byggja mál sitt á og gerum svörin eftir því, en vitaskuld eru mörg svör samin á staðnum.“ Verslunarskóli Íslands Ómar Örn Bjarnþórsson, liðsstjóri liðs Verslunarskólans, hefur þá Breka Logason, Ágúst Ingvar Magnússon og Björn Gunnarsson sér til fulltingis. Breki, sem verður frummælandi, segist aldrei hafa beðið lægri hlut í ræðukeppni, en á þó nokkuð langan feril að baki. Hann segir liðið hafa æft samvisku- samlega þessa vikuna og lítill tími gefist til að svo mikið sem fara í bað: „Það er voða lítið hægt að æfa áður en umræðuefnið liggur fyrir, sem er venjulega viku fyrir keppn- ina. Þá ákveðum við hvaða pól við ætlum að taka í hæðina, og byrjum síðan að skrifa ræðurnar, lærum þær utan að og skrifum niður mót- svör.“ Þó að vinnan sé mikil, segir Breki hana vel þess virði: „Það bitnar vita- skuld eitthvað á náminu og einkalíf- inu á meðan á þessu stendur, en þetta er mjög skemmtilegt og þeir sem komast í kynni við þetta hætta ekki svo glatt.“ Lukkudýrið látið Breki ætti líka að þekkja hversu gaman það er að sigra, enda var hann í sigurliði Verslunarskólans í fyrra, en þeir mættu einmitt MH í úrslitum. Sá sigur hafði þó ófyr- irséðar afleiðingar fyrir einn meðlim liðsins, nefnilega lukkudýrið. „Ein- hverjir bitrir MH-ingar gripu til ör- væntingarfullra ráða eftir ósigurinn í úrslitakeppninni í fyrra, „segir Breki, „og stálu frá okkur lukkudýr- inu og hefur það ekki sést síðan.“ Breki segir hins vegar að Versling- ar hafi ekki syrgt gamla lukkudýrið lengi, og séu nú komnir með nýtt, Humarinn Halla, sem er glæsilegur plasthumar og er sérstaklega vel varðveittur í öskju, fjarri allri hættu. MH og Versló eigast við í mælskukeppni framhaldsskólanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Jim Smart Erum ekkert með kurteisishjal Hjörleifur Björnsson í MH: „Betra liðið mun sigra, en þeir verða að standa sig vel ef þeir ætla að sigra okkur. Ef þeir telja sigurinn gefinn munu þeir brenna sig illa.“ Breki Logason í Versló: „Þeir eru án vafa með næststerkasta liðið í keppninni, á eftir okkur. En við erum óhræddir.“ Ágúst Ingvar Magnússon , Ómar Örn Bjarn- þórsson, Björn Gunnarsson og Breki Logason. Hjörleifur Björnsson, Georg Kári Hilmarsson, Helgi Guðnason og Kári Hólmar. Dragtir Neðst á Skólavörðustíg Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.