Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 80

Morgunblaðið - 22.03.2001, Síða 80
Morgunblaðið/RAX urnar einungis hafa smá hnotta til að naga niður við hamra- brúnina. Ekki getur talist fært að ná kindunum ofan úr fjallinu vegna harðfennis í hlíðunum og líka gæti reynst erfitt og hættu- legt að handsama þær. Ekki er skotfæri á þær frá jafnsléttu. Þessi bágstöddu dýr virðast eiga þá lífsvon eina að vel hláni fljót- lega eða að flogið sé með hey- bagga og varpað niður til þeirra. ÞRJÁR kindur berjast nú fyrir lífi sínu á snævi þöktu fjallinu Mýrarhyrnu við Grundarfjörð. Í haust tókst ekki að ná úr fjallinu fjórum kindum sem taldar voru tvær veturgamlar gimbrar með dilka. Ein þessara fjögurra hrap- aði en þrjár eru komnar upp úr hömrunum og eru á stórum en nokkuð bröttum fláa ofan hamr- anna. Nýlega féll þarna tals- verður snjór og virðast kind- Barist fyrir lífinu Ólafsvík. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu kom í gær til Sofíu í Búlg- aríu þar sem það leikur á móti heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. Eiður Smári Guðjohnsen, leik- maður hjá Chelsea, vakti gríðar- lega athygli fjölmiðla við komuna í gær og var hann greinilega lang- vinsælasti leikmaður íslenska liðs- ins og sóttust tugir blaða- og frétta- manna eftir viðtali við pilt á flugvellinum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Guðjohnsen var umkringdur blaðamönnum við komuna til Sofíu í Búlgaríu í gær. Athyglin beinist að Eiði Smára  Eiður Smári/C1 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að í sínum huga sé al- veg ljóst að Schengen-samningurinn hafi fært Íslendingum einstakt tæki- færi til að hafa áhrif á stefnu Evr- ópusambandsins á þeim sviðum sem þar um ræðir. „Er í raun um að ræða möguleika sem eru einstakir í samskiptum Evr- ópusambandsins við ríki utan þess. Í því sambandi vil ég nefna að ólíkt því sem er með löggjöf samkvæmt EES- samningnum þá hefur Ísland innan Schengen áhrif á efni ákvarðana á öllum stigum máls, jafnt innan fram- kvæmdastjórnar sem á vettvangi ráðherraráðs sambandsins. Okkar fulltrúar fylgja málum allt upp á fundi ráðherra. Væri eðlilegra, burt- séð frá skoðunum manna á því hvort taka beri þátt í Schengen eður ei, að fagna þessum áhrifum sem við höf- um þarna fengið,“ segir Halldór í viðtali sem birt er í dag í greinaflokki Morgunblaðsins um aðild Íslands að Schengen. Skráum alþjóðlega afbrota- menn „óæskilega“ Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir Schengen-upplýs- ingakerfið opna mikla möguleika í baráttunni við afbrotamenn. „Vegabréfaeftirlit hefur ekki reynst okkur einhlít vörn gegn al- þjóðlegri glæpastarfsemi, en með hinum nýju möguleikum sem upp- lýsingakerfi Schengen opnar okkur, ættum við að standa betur að vígi. Þá öðlumst við nýtt vopn í baráttunni við alþjóðlega afbrotamenn frá ríkj- um utan Schengen-svæðisins sem felst í því að um leið og við vísum þeim úr landi, til dæmis að lokinni af- plánun refsidóms, skráum við þá sem „óæskilega“ inn á Schengen- svæðið og drögum þar með úr líkum á því að þeir geti aftur tekið upp brotastarfsemi á svæðinu öllu. Nýleg dæmi hér á landi vekja okkur einmitt til umhugsunar um þetta úrræði,“ segir hún. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um Schengen Einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stefnu ESB  „Enginn...“/26–29 Í VIÐTÖLUM höfunda skýrslunnar Vændi á Íslandi og félagslegt um- hverfi þess, við íslenska sérfræðinga og unglinga sem þekkja til eða hafa leiðst út í vændi, kemur fram að hér- lendis er nokkuð um það að ungt fólk, allt frá 13 ára aldri, fjármagni neyslu vímuefna með því að selja aðgang að líkama sínum. Um er að ræða bæði stelpur og stráka. Flest þessara ungmenna líta ekki á þetta sem hið hefðbundna vændi þar sem oft er um að ræða þögult sam- komulag milli tveggja aðila og oft eru ekki beinharðir peningar á borðinu. Þá liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvort tilfinningasamband er til staðar milli einstaklinganna eða ekki. Skýrslan var unnin af Rannsókn- um & greiningu ehf. fyrir dómsmála- ráðuneytið. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að skipa nefnd til að gera tillögur að viðbrögð- um við niðurstöðum skýrslunnar, sem leiðir einnig í ljós að vændi er stundað í tengslum við nektardans- staði og á ýmsan annan hátt. Lágt sjálfsmat fylgir vændi Í skýrslunni segir að vandamál þeirra sem leiðast út í vændi séu margþætt. Sjálfsmat þeirra er oft mjög lágt og algengt er að kvíði, þunglyndi og sjálfsmorðshugsanir hrjái þá. Oft þurfi langar meðferðir til að vinna úr afleiðingum vændis og þess sem á undan hefur gengið. Í skýrslunni kemur fram að skipti á kynmökum og vímuefnum, húsa- skjóli, peningum eða öðrum hlutum eigi sér stað innan tiltekins hóps og utan. Í viðtölum við unglinga sem þekkja til þessa heims kemur fram að nokkur munur sé á viðskiptavin- um eftir því hvort þeir tilheyra hópn- um eða standa utan hans. Innan hópsins virðist oft um að ræða að ein- staklingur stofni til sambands við annan á þeirri forsendu að sá síðar- nefndi geti séð viðkomandi fyrir vímuefnum. Samskiptin byrja oft þannig að stúlkur eignast „kærasta“ sem eiga greiðan aðgang að vímuefn- um, án þess að nokkrar tilfinningar séu í spilinu. 19 ára viðmælandi í skýrslunni sagðist vita um stelpur sem svæfu hjá strákum eingöngu vegna þess að þeir seldu vímuefni. „Þær sofa hjá þeim bara út af því að þeir eru með vímuefni og þeir halda þeim góðum með því að gefa þeim dóp,“ segir stúlkan. Nauðarvændi viðgengst meðal unglinga á Íslandi Dæmi eru um að 13 ára börn selji sig  Vandamál/40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.