Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL óánægja er meðal heimilis-
lækna með núverandi ástand í
heilsugæslumálum, kjör og starfsað-
stæður. Þetta kom fram á opnum
fundi heilbrigðisnefndar Sjálfstæðis-
flokks um málefni heilsugæslunnar
sem haldinn var í gær.
Með auknum fólksflutningum til
höfuðborgarsvæðisins hefur álag á
heilsugæslustöðvar í Reykjavík,
Kópavogi, Seltjarnarnesi og í Mos-
fellsbæ aukist en þar eru nú mun
fleiri íbúar á hvern heimilislækni en
æskilegt þykir.
Guðmundur Einarsson, forstjóri
heilsugæslunnar í Reykjavík, sagði
að ekki hefði tekist að byggja heilsu-
gæsluna upp nógu hratt til að sinna
þeirri fjölgun íbúa sem orðið hefði í
borginni og það ylli einnig erfiðleik-
um að kjör heilsugæslulækna væru
úrskurðuð af kjaranefnd þar sem
þeim væru ákveðin hámarkskjör.
Þetta væri erfið staða því vilji væri
fyrir því kaupa meiri vinnu af heim-
ilislæknum en heimilt væri. Hann
sagði stöðuna á mörgum heilsu-
gæslustöðvum vera án vandræða en
að sumar þeirra ættu erfitt með að
sinna þeirri eftirspurn sem væri eftir
þjónustu þeirra. Til dæmis hefði
þurft að seinka stækkun heilsu-
gæslustöðvarinnar í Grafarvogi og
enn væri beðið eftir því að hægt verði
að byggja stöð í Voga-Heimahverfi –
grónu hverfi sem aldrei hefði notið
heilsugæslustöðvar. Þetta hefði
stuðlað að því að skaða þjónustu
heilsugæslunnar. Ekki vildi Guð-
mundur þó meina að skortur væri á
heimilislæknum á höfuðborgarsvæð-
inu nú en sá skortur væri fyrirsjáan-
legur. Hann sagði unnið að sameig-
inlegri stefnumótun þar sem vinna
skyldi að miðstýringu til að sam-
ræma þjónustu og nýta krafta sem
best en einnig skyldi stuðla að dreifi
stýringu til að efla nýjungar í starfi,
auka kostnaðarvitund og bæta ná-
lægð við viðskiptavini.
Starfsumhverfi óaðlaðandi
Áætlað hefur verið að um 30 heim-
ilislækna vanti á höfuðborgarsvæðið
til að anna eftirspurn almennings
eftir þjónustu heimilislækna og 20%
af stöðum heimilislækna á lands-
byggðinni eru ósettar. Helga Þor-
bergsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Vík
í Mýrdal, sagðist enda telja þetta
mönnunarvandamál verulega ógn
við starfrækslu heilsugæslustöðv-
anna, bæði í borg og sveit.
Flestir heimilislæknar starfa ein-
göngu sem ríkisstarfsmenn með
þeirri undantekningu að 15–20
læknar í Reykjavík starfa sjálfstætt
á stofu samkvæmt sérstökum samn-
ingi við Tryggingastofnun ríkisins.
Síðastliðin 16 ár hefur ekki verið
gerður slíkur samningur við fleiri
heimilislækna og heyrðust háværar
óánægjuraddir frá fundargestum
sem sögðu starfsumhverfið í dag
vera óaðlaðandi og í einkavæðingu
mætti sjá vaxtarbrodd sem gæti
virkað hvetjandi fyrir fólk að sækja
inn í starfið. Fyrirsjáanleg er um-
talsverð fækkun í hópi heimilislækna
á næstu 10 árum vegna þeirra sem
ná eftirlaunaaldri og hélt Ólafur
Mixa, yfirlæknir á heilsugæslunni í
Lágmúla, því fram að sú staðreynd
að heimilislæknar væru einu sér-
fræðingarnir í læknisfræði sem ekki
hefðu rétt til sjálfstæðs stofurekst-
urs mundi ekki hvetja unga lækna til
að leggja í sérnám í þeirri grein.
Tryggja þyrfti sérfræðingum í heim-
ilislækningum rétt til að stunda eigin
rekstur til samræmis við aðra sér-
fræðinga í læknisfræði. Hann sagði
stjórnvöld reyndar gera umhverfi til
einkareksturs. Ríkið vildi hafa hönd í
bagga með hvernig fyrirtæki væru
rekin og eftirlit með starfsemi væri
alltaf að aukast. „Frelsið við einka-
rekstur reynist þá platfrelsi,“ sagði
Ólafur.
Þörf á nýjum áherslum
Heimilislæknir í fundarsal tók
undir orð Ólafs og lýsti yfir undrun
sinni með orð lækningaforstjórans
um að enginn skortur væri á heim-
ilislæknum, hann væri víst fyrir
hendi og margir kollega sinna hefðu
hugleitt í fullri alvöru að hætta heim-
ilislækningum og fara yfir í aðrar
sérgreinar. Sjálfur væri hann ný-
kominn heim til Íslands eftir áratugs
dvöl erlendis og kvaðst finna fyrir
áberandi deyfð innan stéttarinnar
sem var ekki til staðar áður en hann
hélt af landi brott. Hugarfarsbreyt-
ing væri meðal lækna sem kæmi ekki
á óvart þegar litið væri til þess að
endurnýjun innan stéttarinnar væri
engin og þess bæri að geta að með-
alaldur heimilislækna hér á landi
væri um fimmtugt.
Fundarmenn skoruðu á þing-
mennina Ástu Möller og Árna Ragn-
ar Árnason að spyrja nýjan heil-
brigðisráðherra hvort nýrra
áherslna eða breytinga væri að
vænta á vinnureglum um stöðu
heimilislækna. Ásta Möller sagðist
mundu gera það en sagði fundar-
mönnum einnig að ef Sjálfstæðis-
flokkur hefði haft ráðuneyti heil-
brigðismála á sinni könnu sl. 10 ár
væri staðan önnur í heimilislækning-
um í dag.
Uppbygging
heilsugæslunnar
gengur of hægt
FLUGMÁLASTJÓRN vinnur að
rannsókn á meintum mistökum sem
gerð voru við viðgerð á lítilli Cessna-
flugvél sem flugfélagið Jórvík hafði í
sínum rekstri á síðasta ári. Heimir
Már Pétursson, upplýsinga- og kynn-
ingarfulltrúi Flugmálastjórnar, segir
að málið hafi borist Flugmálastjórn
síðastliðinn mánudag þegar reynt
hafi verið að ræsa nýviðgerðan hreyf-
il vélarinnar hjá viðhaldsverkstæðinu
Flugporti sem er í eigu Jórvíkur.
Þegar hreyfillinn var gangsettur hafi
komið í hann skrölt og óhljóð. For-
sagan er sú að þegar vélinni var var
flogið yfir Bláfjöll 28. janúar sl. hafi
komið titringur í hreyfilinn. Flug-
maðurinn dró úr aflinu og lenti heilu
og höldnu á Reykjavíkurflugvelli.
Vélin hefur síðan að mestu leyti stað-
ið óhreyfð.
Heimir Már segir að í síðustu viku
hafi starfsmenn Flugports skipt um
strokk hreyfilsins og þá hafi komið í
ljós að ventill í honum hafði brotnað.
Að því loknu var hreyfillinn gangsett-
ur og komu þá fram í honum miklar
gangtruflanir. Þá voru menn frá
Flugmálastjórn kallaðir til í þeim til
gangi að skoða hreyfilinn. „Sú skoðun
leiddi í ljós að einn af ventlum hreyf-
ilsins var of lítill og það lítur út fyrir
að ventillinn hafi verið úr hreyfli ann-
arrar tegundar,“ segir Heimir Már.
Hann segir að þessi vél eigi sér
sögu hjá Flugmálastjórn. Lofthæfis-
skírteini var tekið af henni 26. októ-
ber sl. en hún fékk síðan aftur loft-
hæfisskírteini 29. desember fyrir
verkflug, þ.e. ekki má fljúga henni
með farþega.
Vélinni flogið
í trássi við bann
Heimir Már segir að lofthæfisskír-
teinið hafi verið tekið af vélinni á
grundvelli viðhaldsmála hennar sem
Flugmálastjórn var ekki sátt við.
Einnig var 100 tíma skoðun vanrækt
og var vélin komin 44 tíma fram yfir
þá skoðun 8. júní sl. þegar hún var
færð til skoðunar á Flugvélaverk-
stæði Guðjóns V. Sigurgeirssonar.
10. júní var vélin tekin úr skoðuninni
áður en henni lauk. Var vélin því aldr-
ei með 100 tíma skoðunina þótt annað
væri fullyrt í umsókn um endurnýjun
á lofthæfisskírteini 2. ágúst sl. Vél-
inni er síðan flogið með farþega í
trássi við bann þar um 3.–14. ágúst
eða þar til Flugmálastjórn gerði flug-
rekstrarstjóra Jórvíkur aðvart sem
stöðvaði þá flugið. Heimir Már segir
að þarna sé um vítaverð brot að ræða
og þetta og viðhaldsmál vélarinnar
hafi leitt til þess að lofthæfisskírteini
var tekið af vélinni.
Heimir Már segir að rannsókn
Flugmálastjórnar nú snúist um það
hver hafi síðast átt við hreyfilinn og
hver viðhaldssaga hans er.
Jón Grétar Sigurðsson, flugrekstr-
arstjóri Jórvíkur, segir að komið hafi
í ljós að það hafi verið brotinn ventill í
hreyfli vélarinnar og í framhaldi hafi
verið skipt um strokk í vélinni hjá
Flugporti. Í uppkeyrslu hafi síðan
komið í ljós að stykki úr ventlinum
virðist hafa borist inn á aðra strokka
hreyfilsins. Jón Grétar segir að það
sé Jórvík og Flugporti óviðkomandi
að ventill úr annarri gerð flugvélar
hafi verið sett í hreyfilinn. „Hún var í
viðhaldi þessi flugvél hjá Flugvéla-
verkstæði Guðjóns og það var þetta
fyrirtæki sem framkvæmdi síðustu
viðgerð á strokknum. Við skiptum
um strokkinn eftir að vélin hafði bil-
að.“
Jón Grétar vildi ekki tjá sig um
hvers vegna 100 tíma skoðun vélar-
innar hafi verið vanrækt, eins og
kemur fram í máli kynningar- og
upplýsingafulltrúa Flugmálastjórn-
ar. Jón Grétar segir að vélin sé ekki í
eigu Jórvíkur heldur einkaaðila en í
viðhaldi hjá Flugporti en Jórvík hafi
haft umráð yfir henni fram eftir síð-
asta ári. „Málið snýst ekki um fyr-
irtækið heldur eingöngu þennan
strokk og hvernig það má vera að all-
ar líkur bendi til þess að vitlaus vent-
ill hafi verið settur í strokkinn síðast
þegar hann var tekinn af flugvélinni í
júlí á síðasta ári.“
Flugmálastjórn kannar viðhaldssögu lítillar Cessna-vélar
Rannsakað hver hafi sett
rangan ventil í vélina
ÞAÐ sem af er árinu hefur 17
sáttamálum verið vísað til ríkis-
sáttasemjara og þar af hafa samn-
ingar náðst í 5 málum, síðast í gær
milli starfsmanna Hafnarfjarðar-
bæjar hjá Samiðn og Verkamanna-
félaginu Hlíf annars vegar og
launanefndar sveitarfélaga hins
vegar. Ótalin eru fjölmörg sátta-
mál sem hafa verið hjá sáttasemj-
ara frá því á síðasta ári og þar á
meðal er sjómannadeilan. Samn-
ingafundur í þeirri deilu í gær varð
árangurslaus, að sögn ríkissátta-
semjara, og hefur hann boðað nýj-
an fund á morgun, fimmtudag.
Síðasta kjaradeila, sem vísað var
til sáttasemjara, var á mánudag
þegar hann fékk til sín mál ríkisins
og starfsmannafélags Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands.
Önnur sáttamál þessa árs sem
samningar hafa tekist í er hjá mat-
reiðslumönnum og flugmálastarfs-
mönnum hjá ríkinu, verkafólki á
Kumbaravogi og rafvirkjum hjá
Norðurorku á Akureyri.
Af þeim 12 málum sem eftir er
að ljúka með samningi eru 7 hjá
ríkinu. Þetta eru kennarar við Há-
skóla Íslands og Kennaraháskól-
ann, verkfræðingar, sjúkraliðar,
hjúkrunarfræðingar, náttúrufræð-
ingar og meðlimir Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Önnur óleyst mál eru
hjá verkfræðingum hjá Reykjavík-
urborg, verkstjórum á Grundar-
tanga og sveitarfélögin eiga eftir
að semja við náttúrufræðinga,
félagsráðgjafa og þroskaþjálfa.
Sáttamál sem vísað hefur verið til sáttasemjara á árinu
Búið að semja
í 5 af 17 málum
Morgunblaðið/ Jón Svavarsson
Ekki var annríkið á samningafundi sjómanna og útvegsmanna í Karp-
húsinu í gær meira en svo að Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins,
gat hlaupið undir bagga með starfsmönnum ríkissáttasemjara og bakað
vöfflur í tilefni samnings Hlífar og Samiðnar við Hafnarfjarðarbæ og
Launanefnd sveitarfélaga.
SAMNINGAFUNDUR hefur
verið boðaður í Karphúsinu í
dag vegna kjaradeilu ríkisins
og Félags háskólakennara við
Háskóla Íslands. Ekki var
fundað í gær en á fundi á mánu-
dag segir Róbert Haraldsson,
formaður Félags háskólakenn-
ara, að „mjakast“ hafi áleiðis í
samkomulagsátt.
„Viðræðurnar eru á of við-
kvæmu stigi til að hægt sé að
segja meira um stöðuna,“ segir
Róbert en vika er til stefnu þar
til boðað verkfall á að hefjast í
Háskólanum 2. maí og standa
til 16. maí, eða á þeim tíma sem
próf áttu að fara fram í skól-
anum.
Mjakast
áfram hjá
háskóla-
kennurum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta
frekari viðræðum um sameiningu
sveitarfélaga í Rangárvallasýslu
fram til haustsins. Sameining tíu
hreppa í sýslunni var felld í kosn-
ingum 21. mars sl. í fjórum hreppum
en nokkrar þreifingar hafa átt sér
stað síðan. Að sögn Guðmundar Inga
Gunnlaugssonar, sveitarstjóra
Rangárvallahrepps, byrjaði hrepps-
nefnd Holta og Landsveitar á að
bjóða til viðræðna hreppsnefndum
Djúpárhrepps og Ásahrepps en sam-
einingin var felld í hreppunum.
Hreppsnefnd Djúpárhrepps sam-
þykkti að ganga til viðræðna en
hreppsnefnd Ásahrepps hafnaði því.
Þá komu saman hin sjö sveitar-
félögin, sem eru öll austan Ytri-
Rangár. Ákveðið var að leggja fyrir
allar hreppsnefndirnar tillögu um
það hvort þær vildu taka upp við-
ræður um sameiningu. Rangárvalla-
hreppur og Vestur-Eyjafjallahrepp-
ur höfnuðu viðræðum.
Sameiningu
sveitarfélaga
frestað