Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 15
Framkvæmdir
byrja í sumar
VINNA við fyrsta áfanga nýs
útivistarsvæðis í Lindarbergi
í Hafnarfirði hefst í sumar en
bæjarráð hefur samþykkt að
ganga til samninga við lægst-
bjóðanda í verkið.
Að sögn Kristins Ó. Magn-
ússonar bæjarverkfræðings
er í framtíðinni gert ráð fyrir
leikvöllum, sleðabraut og
skólagörðum á svæðinu sem
liggur í Setbergshlíðinni.
„Þetta er töluvert stórt
svæði sem liggur í snar-
brattri brekku og við munum
gera flata fleti þannig að
börnin geti nýtt þá til að leika
sér,“ segir hann. Að auki
verða göngustígar lagðir um
allt svæðið til að tengja þær
götur sem liggja að svæðinu.
Gert ráð fyrir að hefja
framkvæmdir á fyrsta áfanga
svæðisins í sumar en hann
tekur í stórum dráttum til
gerða göngustíga, jöfnun
jarðvegsyfirborðs, hleðslu
grjótkants við áætlaða skóla-
garða og gerð bílastæðis.
Einnig tekur hann til beða,
grassáningar og annars yfir-
borðsfrágangs.
Ráðgert er að fyrsta
áfanga svæðisins verði lokið
um miðbik ágústmánaðar en
ekki er ljóst hvenær ráðist
verður í seinni hluta verks-
ins.
Nýtt leik- og útivistarsvæði í Setbergshlíð við Lindarberg
Setbergshverfi
!$%&$'%()'*+'
! HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 15
LITARHÁTTURINN Í NÆRMYND
LANGVARANDI MÖTT ÁHRIF
DOUBLE AGENT
Fond de Teint Équilibrant.
Farði sem jafnar húðina.
Fullkominn árangur fyrir blandaða húð!
Nýjung: Einkaleyfi á samsetningu.
Hárnákvæm lagfæring
með tvíþættri virkni.
Kemur jafnvægi á fitumyndun,
mattar og skýrir litarháttinn.
Þurr svæði eru slétt og mjúk.
Litarhátturinn er jafn, mattur og
eðlilegur allan daginn.
Veglegir kaupaukar.
Kynning í dag og á morgun Háholti 14, Mosfellsbæ
sími 586 8000
Í BLÍÐVIÐRINU í gær notaði
margur hestamaðurinn tækifærið
og skrapp í útreiðartúr, eins og
glöggt mátti sjá ef litið var upp í
hesthúsahverfið í Víðidal, sem bað-
að var í sól. Þar voru einnig á ferð
þrjár danskar stúlkur sem vinna við
tamningar hér á landi, og voru þær
einmitt að störfum þegar Morg-
unblaðið bar að garði. Þær kváðust
heita Maria Rasmussen, Susi
Haugaard Pedersen og Lena Ziel-
inski og hafa búið á Íslandi í nokk-
ur ár. Þeim líkaði vel dvölin hér á
landi og sögðust ekkert vera á
heimleið í bráð.
Nóg um að vera á svæðinu
„Það er heilmikið framundan hjá
okkur; það er búið að vera í gangi
bæði unglinga- og barnanámskeið
uppi í Reiðhöll og námskeið fyrir
hræddar konur, sem hafa misst
kjarkinn og eru að koma inn á ný,“
sagði Auðunn Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Hestamannafélagsins
Fáks, en það heldur utan um um-
rætt svæði í Víðidalnum.
„Um næstu helgi er MR-mót
barna og unglinga uppi í Reiðhöll.
Síðan er Æskulýðsdagur Fáks 5.
maí, og svo stórmót 10.-13. maí,
Reykjavíkurmeistaramótið. Þá má
nefna hina frægu Kvennareið Fáks,
en þær hyggjast storma í mat yfir
til Gustkvenna að þessu sinni. Síðan
er miðnæturtölt 19. maí og svo
stendur til að fara í fjölskylduferð
20. maí upp að Reynisvatni.
Þá er að nefna aðalmótið okkar,
sem var kallað hvítasunnukappreið-
ar hér í gamla daga; það verður 24.-
27. maí. Svo er alltaf farið með
borgarfulltrúana í Reykjavík í út-
reiðartúr með borgarstjórann í far-
arbroddi, og það verður sennilega
23. maí næstkomandi. Þetta er búið
að vera svona í fjögur ár og hefur
tekist mjög vel; allt í sátt. Svo hef-
ur verið boðið upp á mat í félags-
heimilinu á eftir,“ sagði Auðunn að
lokum.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Dönsku tamningakonurnar þrjár að störfum í Víðidalnum í gær. Frá vinstri: Maria, Lena og Susi.
Eru danskar en stunda
tamningar á Íslandi
Víðidalur
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gær að taka til-
boði Ris ehf. í fimmta áfanga
Selásskóla sem er fullnað-
arfrágangur. Fyrirtækið var
lægstbjóðandi með tæpar 175
milljónir króna í verkið, sem
eru 93,66% af kostnaðaráætl-
un. 11 buðu í verkið og átti
Sveinbjörn Sigurðsson ehf.
hæsta tilboðið sem hljóðaðí
upp á tæpar 246 milljónir
króna. Kostnaðaráætlun var
tæpar 187 milljónir.
Tilboði Ris ehf. tekið
Selás
HREPPSNEFND Bessa-
staðahrepps hefur ákveðið
að friðlýsa jörðina Hlið
sem fólkvang. Friðlýsing-
arskilmálar ásamt korti
hafa verið sendir til Nátt-
úruverndar ríkisins til
vinnslu en það er svo um-
hverfisráðherra að stað-
festa friðlýsinguna.
Að sögn Gunnars Vals
Gíslasonar, sveitarstjóra í
Bessastaðahreppi, er það á
stefnuskrá hreppsnefndar
að taka viss svæði í
hreppnum og friða þau.
„Þetta eru sérstaklega
svæði í kringum tjarnir og
fjörur og það varð úr að
jörðin Hlið, sem er í eigu
hreppsins, varð fyrst fyrir
valinu. Fyrr á árinu voru
nokkrar lóðir deiliskipu-
lagðar þar og út af stóð af-
gangur jarðarinnar sem er
eiginlega vestasti tanginn í
Bessastaðahreppi og þetta
land er í sjálfu sér ekki vel
byggilegt. Þarna var um
tíma kríuvarp og þarna
eru ósnortnar fjörur og að
mestu ósnortið land og
menn vilja halda í það.“
Rétt að ganga alla
leið og friðlýsa
Gunnar segir að allar
fjörur og tjarnir í Bessa-
staðahreppi
séu á nátt-
úruminjaskrá
sem sé eins
konar óskalisti
Náttúruvernd-
ar ríkisins um
friðlýsingar á landinu.
„Menn leita gjarnan inn
á náttúruminjaskrá og
fylgjast með hvað þar er
lagt til og hvað er hægt að
skoða af hálfu nátt-
úruverndar og ef þar fara
saman sjónarmið af hálfu
sveitarfélags og Nátt-
uúruverndar ríkisins þá er
það mat Bessastaðahrepps
að það sé rétt að ganga
alla leið og friðlýsa,“ segir
hann.
Hann bendir þó á að
samþykki þriggja aðila
þurfi ávallt að liggja fyrir
við friðlýsingu lands, land-
eiganda, sveitarfélags og
Náttúruverndar sem sé
fulltrúi ríkisvaldsins. Þess
vegna hafi verið tiltölulega
einfalt að friðlýsa Hlið þar
sem sveitarfélagið og land-
eigandi er sami aðilinn.
„Þess vegna tókum við
hana fyrst og kláruðum
hana,“ segir hann.
Hreppsnefnd hefur þó
haft auga á fleiri svæðum
til friðlýsingar og er Kast-
húsatjörn eitt þeirra. „Þar
er fuglalíf mjög mikið og
því hefur hreppsnefnd
unnið að friðlýsingu tjarn-
arinnar. En í þessu tilfelli
þurfa þrír aðilar að koma
við sögu, þ.e. sveit-
arfélagið, ríkið og landeig-
endur sem eru tveir í þessu
tilfelli, annars vegar
Bessastaðahreppur en hins
vegar einkaaðilar.
Hluti tjarnarinnar
jafnvel friðaður
Þetta hefur tekið lengri
tíma af þessum sökum og
ekki er útséð hvernig það
fer því landeigandinn hef-
ur ekki sætt sig við friðlýs-
ingu á sínum hluta lands-
ins. Því kemur jafnvel til
greina að friðlýsa þann
hluta tjarnarinnar sem er í
eigu Bessa-
staðahrepps og
er það í skoðun
hjá umhverf-
isnefnd hrepps-
ins.“
Gunnar segir
friðlýsingarnar ekki
ganga á byggingarland í
hreppnum þó að formlega
séð fylgi alltaf einhver
skerðing á landi slíkum
friðlýsingum. „Það er að
mati manna mikilvægt að
taka svæði á borð við
fjörur og vernda þau til
framtíðar þannig að kom-
andi kynslóðir geti notið
þeirra eins og við og það
þykir mönnum best að
gera með þessum hætti,“
segir hann.
Jörðin Hlið friðlýst
Verndun
fyrir komandi
kynslóðir
Bessastaðahreppur
„Að mestu
ósnortið land
og menn vilja
halda í það.“