Morgunblaðið - 25.04.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.04.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI 20 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKINNAIÐNAÐUR hf. var rekinn með rúmlega 60 milljóna króna tapi á fyrri hluta yfir- standandi rekstrarárs, sem hófst 1. september síðastliðinn og stendur til 31. ágúst næst- komandi. Á sama tímabili árið áður var félagið rekið með 72 milljóna króna hagnaði en í til- kynningu til Verðbréfaþings kemur fram að inni í þeirri tölu var hagnaður vegna sölu eigna upp á 143,5 milljónir króna. Ef ekki er tekið tillit til söluhagn- aðar í samanburðinum minnkaði tap af reglulegri starfsemi fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld um 59 milljónir króna á milli ára. Í tilkynningunni segir að þessi afkoma sé í takt við það sem gert var ráð fyrir í áætlun- um félagsins en þess getið að fyrri hluti rekstrarársins sé ávallt mun lakari en sá síðari hjá félaginu. Rekstrartekjur Skinnaiðnað- ar hf. á tímabilinu voru 344,6 milljónir króna og jukust um rúmar 145 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld námu 373,6 millj- ónum. Fjármagnsgjöld námu 31,1 milljón króna og þar af var gengistap verulegt. Ennfremur jukust afskriftir um rúmar 7 milljónir króna á milli ára. Rek- startap tímabilsins var því 60,1 milljón króna. Eigið fé Skinna- iðnaðar hf. 28. febrúar sl. nam 62,3 milljónum króna og eigin- fjárhlutfallið var 7,7%. Stjórn Skinnaiðnaðar hefur óskað eftir því við VÞÍ að félagið verði tekið af skrá þar en það hefur undanfarin ár verið skráð á Vaxtarlista VÞÍ. Ástæða þess- arar beiðni er sú að félagið á erf- itt með að uppfylla skilyrði VÞÍ um markaðsverðmæti auk þess sem mjög lítil viðskipti hafa ver- ið með bréf félagsins að undan- förnu. Rúmlega 60 milljóna króna tap ÞRÁTT fyrir mun minni ásókn í að opna bankareikning í Egg, breska netbankanum, búast forsvarsmenn bankans við að bankinn nái takmarki sínu um hallalausan rekstur í lok árs- ins. Tapið fyrsta ársfjórðung- inn nemur 37,9 milljónum punda, sem er heldur betri nið- urstaða en áður. Það er ásókn viðskiptavina í kreditkort Egg, sem ýta undir bjartsýni. Í viðtali við Financial Times segir Stacey Cartwright fjár- málastjóri Egg að vonbrigði yf- ir lítill ásókn í sparnaðarreikn- inga hjá Egg ættu ekki að hindra bankann í að ná tak- marki sínu. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefðu tæp- lega 224 þúsund viðskiptavinir bæst við, flestir til að fá kred- itkort. Þegar Egg fór á markað í júní í fyrra fóru hlutabréfin á 160 pens, en eru nú 150 pens. Þó gott sé fyrir bankann að fá fleiri korthafa þarf þó meira til. Því er vonast eftir að viðskipta- vinir, sem sækja um kort, muni einnig nýta sér tilboð bankans um húsnæðislán, tryggingar og fjárfestingar í sjóðum bankans. Horfur Egg góðar en ekki tryggar London. Morgunblaðið. KAUPFÉLAG Skagfirðinga var rekið með 180 milljóna króna tapi í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta var 58,7 milljónir en tvær færslur óviðkomandi rekstri eru í reikningnum, segir í til- kynningu frá félaginu. Annars vegar var fært niður kaupverð hlutafjár í Fiskiðjunni Skagfirð- ingi hf. um 168 milljónir en ástæða þess er sú að um dótt- urfélag KS er að ræða. Þá eru færðar til gjalda í samstæðu- reikningi 60 milljónir vegna dóms Hæstaréttar í máli milli SR-mjöls og FISK vegna úreld- ingar rúmmetra í fiskiskipi. Rekstrarhagnaður KS fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 806,7 milljónir samanborið við 898 milljónir árið áður en það var besta rekstrarár samstæð- unnar. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 667 milljónir og lækkuðu nettóskuldir um 167 milljónir. Bókfært gengi hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi er eft- ir niðurfærslu kaupverðs 1,57 sem samsvarar um 80% hlut- deild í eigin fé félagsins, eða alls 902 milljónir. Síðustu stóru við- skiptin með bréf FISK voru á genginu 4,4 en þá keypti FBA 10% sveitarfélags Skagafjarð- ar. Gott rekstrar- ár hjá KS FARÞEGUM Flugleiða í millilanda- flugi fjölgaði um 11,4% í mars 2001 í samanburði við mars árið áður. Far- þegar voru tæp 115 þúsund í ár en tæp 103 þúsund í fyrra. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 1,5% en farþegum á leiðum félags- ins yfir Norður-Atlantshafið, með við- komu á Íslandi, fjölgaði um 21,2%. Farþegum á viðskiptafarrými fjölgaði um 5,6%. Sætanýting í mars var 77,5% eða tæplega tíu prósentustig- um betri en í mars í fyrra, en hún var þá 67,7%. Framboðið í ár var minna en í fyrra en salan 13,3% meiri. Þetta kemur fram í yfirliti Flug- leiða yfir farþega og flutninga í mars. Þar kemur einnig fram að farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands, dótturfélags Flugleiða, fækkaði um 4% frá því í sama mánuði í fyrra og flutt tonn hjá Flugleiðum-Frakt, dótt- urfélagi Flugleiða, voru 0,7% færri en í mars í fyrra. Flugleiðir fluttu 7,5% fleiri farþega í millilandaflugi í janúar, febrúar og mars á þessu ári en í sömu mánuðum á árinu 2000. Á þessum fyrsta ársfjórðungi flutti félagið tæp- lega 270 þúsund farþega í samanburði við tæplega 250 þúsund í fyrra. Sæta- framboð hefur á sama tíma verið minnkað um 6,1% milli ára og var sætanýtingin 64,9%. Þar munar 8,7 prósentustigum milli ára því sætanýt- ing 2000 var 56,3%. Salan mæld í sæt- iskílómetrum jókst um 8,5% milli ára. Þessa þrjá mánuði fjölgaði farþegum til og frá Íslandi nokkuð, en mest munar um 14% fjölgun farþega á leið- unum yfir Norður-Atlantshafið. Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands fjölgaði um 3,9% á fyrsta ársfjórðungi og fluttum tonn- um hjá Flugleiðum-Frakt fjölgaði um 8,9%. Farþegum Flugleiða fjölgaði um 11,4% í mars SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið Er- icsson og japanski raftækjaframleið- andinn Sony hyggjast taka höndum saman á farsímamarkaði og kallast nýja fyrirtækið Sony-Ericsson Mobile Communication. Það tekur til starfa 1. október næstkomandi og verða höfuðstöðvar þess í London. Starfsmenn verða 3.500 talsins en Sony og Ericsson munu eiga jafnan hlut í fyrirtækinu. Nýja fyrirtækið byggir á sérþekk- ingu Ericsson á fjarskiptamarkaði jafnt og sérþekkingu Sony á raftækni með áherslu á rannsóknir, þróun, hönnun, markaðsmál og dreifingu, að því er forstjóri Ericsson, Kurt Hell- ström, sagði á blaðamannfundi í gær. Hellström lagði áherslu á að Ericsson væri leiðandi í tækni varðandi þriðju kynslóð farsíma þar sem símar fá meiri flutningsgetu í sambandi við Netið og geta virkað líkt og lófatölvur. Forstjóri nýja fyrirtækisins verður Katsumi Ihara, framkvæmdastjóri hjá Sony, en hann mun skapa nýtt vörumerki fyrir framleiðsluna. Ekki hefur verið tekið fram hversu miklu fjármagni verður veitt í nýja fyrir- tækið. Ericsson og Sony í samstarf FYRIR einkavæðingu og skráningu hlutabréfa olíufélagsins Statoil á markað verður kostað til einnar stærstu auglýsingaherferðar og markaðssetningar í Noregi nokkru sinni. Að viðbættri fjármálaráðgjöf í tengslum við einkavæðinguna mun norska ríkið nota yfir sem sam- svarar tíu milljörðum íslenskra króna til verksins. Fimmtán fjármálaráðgjafar fá allt að átta milljarða í sinn hlut, þ.e. ef fjórðungur bréfa Statoil verður skráður á markað, hlutafjárútboðið verður vel heppnað og viðunandi markaðsvirði fæst á fyrirtækið. Al- mannatengslafyrirtækið Woldsdal & Partnere og auglýsingastofan JBR McCann hafa verið ráðin til að sjá um upplýsingagjöf og auglýs- ingaherferðir og er kostnaðurinn við það metinn á sem samsvarar um tveimur milljörðum íslenskra króna. Aftenposten greinir frá því að stjórnarformaður almannatengsla- fyrirtækisins Woldsdal & Partnere er enginn annar en Harald Norvik, fyrrverandi forstjóri Statoil, en hann situr einnig í stjórn fjölmargra annarra fyrirtækja. Dýrt markaðsstarf vegna skráningar Ósló. Morgunblaðið. ÍSLANDSBANKI-FBA hf. skilaði 639 milljónum króna í hagnað fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt óend- urskoðuðu árshlutauppgjöri en til samanburðar var hagnaður bankans 662 milljónir króna fyrir allt árið 2000. Afkoma Íslandsbanka-FBA á fyrsta ársfjórðungi er í samræmi við áætlanir um hagnað ársins 2001, að því er segir í tilkynningu, en gert er ráð fyrir að hagnaður ársins í heild nemi 3.561 milljón króna. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 901 milljón króna en var 928 milljónir króna allt árið í fyrra. Um- skipti urðu frá fyrra ári í afkomu af verðbréfaeign. Í fyrra var gerð sér- stök afskrift af fjárfestingarverð- bréfum að fjárhæð 1.657 milljónir króna til að mæta gengistapi sem orðið hafði. Það sem af er þessu ári hefur engin slík afskrift verið gerð en gengishagnaður af annarri fjár- málastarfsemi var 344 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins sem er nokkuð undir áætlun. Allt árið í fyrra var sambærileg tala 47 millj- ónir króna. 134 milljóna króna tap var af hlutabréfum og öðrum eign- arhlutum. Eignir bankans við lok tímabilsins námu alls tæpum 319 milljörðum króna og höfðu þær aukist um 7,3% frá áramótum, eða um 22 milljarða. Eigið fé bankans jókst um 312 millj- ónir króna og arðsemi eigin fjár var 18,7%, sem mun vera í samræmi við markmið en arðsemin var 6,8% árið 2000. Þá jukust útlán um 4,7% á tímabilinu en innlán um 7,6%. Áætl- að CAD-hlutfall bankans nemur um 9,6% en bankinn gerir ráð fyrir að CAD-hlutfallið verði 10,2% í lok árs- ins. Áætlað framlag í afskrifareikn- ing útlána nam 336 milljónum króna, eða 0,5% af meðalstöðu heildarfjár- magns. Í fréttatilkynningu bankans segir að vanskil hafi verið mjög lítil í sögulegu samhengi undanfarin miss- eri, en svo virðist sem þau séu að aukast á ný. Áætlanir bankans geri þó ráð fyrir að framlag í afskrift- areikning verði áfram hlutfallslega hið sama, enda hafi gæði útlána verið að aukast á undanförnum árum. Í tilkynningunni kemur fram að markvisst hafi verið unnið að því að hagræða og draga úr rekstrarkostn- aði bankans. Ljóst sé að aðgerðir í kjölfar sameiningar bankanna séu að skila árangri og þess megi vænta að sú stefnumótunarvinna „sem nú á sér stað muni styrkja innviði bank- ans enn frekar til framtíðarsóknar“. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka-FBA, segir afkomu tímabilsins vera í í takt við áætlun bankans og gefi ekki tilefni til endur- skoðunar hennar. Einnig sé arðsemi eigin fjár félagsins í samræmi við markmið þess. Hann segir mun betri afkomu nú miðað við árið í fyrra eiga rætur að rekja til áhrifa sem bankinn varð fyr- ir vegna verulegra verðlækkana á markaði í fyrra. „Þeim er ekki fyrir að fara í sama mæli nú þrátt fyrir að fjámálamarkaðir hafi áfram verið að þróast með óhagstæðum hætti fyrstu þrjá mánuði ársins“, segir Bjarni, enda hafi bankinn minnkað talsvert áhættu af fjárfestingum sín- um. „Á sl. ári vorum við að tapa á fjárfestingum og lækkunum á mark- aðsverðbréfum. Því er ekki fyrir að fara í sama mæli nú, þrátt fyrir óhag- stæða þróun á fjármálamörkuðum almennt fyrstu þrjá mánuði ársins. Þá höfum við dregið úr kostnaði með hagræðingu og virku kostnaðarað- haldi.“ Á sama hátt telur hann að megi skýra verulega aukningu á arð- semi eigin fjár, úr 6,8% á árinu 2000 í 18,7% á fyrsta ársfjórðungi 2001. Uppgjör Íslandsbanka-FBA fyrir fyrsta ársfjórðung 2001 Morgunblaðið/Golli Innlán jukust um 7,6% hjá Íslandsbanka-FBA hf. á fyrstu þremur mánuðum ársins, en útlán um 4,7%. Efnahags- reikningur bankans stækkaði um 7,3% á tímabilinu og námu heildareignir 319 milljörðum króna í lok mars. Nær sami hagnaður og allt árið í fyrra Skinnaiðnaður hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.