Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 21
AF 435 milljóna króna viðskipta-
vild sem Lína.Net afskrifaði á sl.
ári voru 224,5 milljónir afskrifaðar
vegna Irju, 112,7 milljónir vegna
Gagnaveitunnar og 98 milljónir
vegna Loftnets. Þetta kom fram á
aðalfundi Línu.Nets í gær.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær varð 36 milljóna
króna tap af reglulegri starfsemi
félagsins en vegna 435 milljóna
króna gjaldfærðrar viðskiptavildar
nam tap ársins 472 milljónum
króna í heild.
Lína.Net keypti á árinu 2000
100% hlutafjár í einkahlutafélög-
unum Gagnaveitunni ehf. og Irju
ehf. Gagnaveitan var sameinuð
félaginu á árinu en nafn Irju hefur
verið breytt í Tetralína.Net ehf.
Stór hluti kaupverðs
afskrifaður
Í skýringum í ársreikningi um
hina gjaldfærðu viðskiptavild segir
að sá hluti kaupverðs í Gagnaveit-
unni og Irju sem var umfram bók-
fært eigið fé félaganna og hefur
ekki verið heimfærður á einstakar
eignir hinna keyptu eigna teljist
viðskiptavild. „Þá fjárfesti félagið á
árinu í örbylgjubúnaði sem gengur
undir nafninu Loftnet. Sá hluti
kaupverðsins sem hefur ekki verið
heimfærður á einstakar eignir telst
einnig viðskiptavild,“ segir í reikn-
ingnum.
Rekstrartekjur samstæðunnar
eru um 369 milljónir króna þar af
eru tekjur móðurfélagsins tæpar
316 milljónir. Af tekjum samstæð-
unnar eru 178 milljónir vegna sam-
starfssamnings við Íslandssíma um
þróun og uppbyggingu ljósleiðara-
kerfisins.
Af 351 milljón króna rekstrar-
gjöldum samstæðunnar eru 296
milljónir tilkomnar vegna móður-
félagsins. Af gjöldum samstæðunn-
ar eru 149 milljónir króna vegna
reksturs kerfa, 96 milljónir vegna
skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar
og 59 milljónir vegna annars rekst-
urs, s.s. kynninga. Þá námu af-
skriftir tæpum 47 milljónum
króna.
Eigið fé félagsins var um sl. ára-
mót alls 439 milljónir króna. Þar af
var hlutafé 331 milljón, endurmat 9
milljónir og óráðstafað eigið fé 99
milljónir króna. Fram kom á fund-
inum að óráðstafað eigið fé hafi að
miklu leyti orðið til vegna yfir-
verðs hlutafjár sem fært er á móti
uppsöfnuðu tapi.
Kaldir vindar blása
um fyrirtækið
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Línu.Nets, sagði á aðal-
fundinum að kaldir vindar hefðu
blásið um fyrirtækið, „bæði frá
Landssímanum og ákveðnum póli-
tískum öflum.“ Hann sagði mjög
óvenjulegt það pólitíska áreiti sem
fyrirtækið hefði starfað undir.
„Ég er þó sannfærður um það að
þegar stundir líða fram verður það
talið mikið heillaspor að þetta fyr-
irtæki hafi verið stofnað og þá held
ég að ýmsir vildu Lilju kveðið
hafa,“ sagði Alfreð.
„Eftir að fyrirtækið var stofnað
hafa gjöld m.a. vegna gagnaflutn-
inga lækkað stórkostlega. Það er
engin tilviljun að á síðasta aðal-
fundi Landssímans var spjótunum
beint eingöngu að Línu.Neti sem
virðist af einhverjum ástæðum
pirra forráðamenn þess ágæta
félags, sem við eigum ekki í neinu
stríði við. Landssíminn hefur unnið
markvert brautryðjendastarf á
undanförnum áratugum og á eftir
að vera leiðandi hér áfram. En
samkeppnin er nauðsynleg og það
sýnir sig að með stofnun Línu.Nets
og fleiri fjarskiptafyrirtækja hafa
gjöld lækkað til notenda.“
Á fundinum var samþykkt til-
laga um að stjórnarmenn verði
fimm talsins í stað sjö áður. Í
stjórn sitja áfram Alfreð Þor-
steinsson, Helgi Hjörvar, Guð-
mundur Þóroddsson og Hreinn
Jakobsson. Nýr í stjórn er Ragnar
Atli Guðmundsson. Í árslok átti
einn hluthafi meira en 10% hlut en
það var Orkuveita Reykjavíkur
með 64,4% hlut.
Stjórnarformaður Línu.Nets segir stofnun félagsins heillaspor
Afskrift vegna Irju nam
225 milljónum króna
Morgunblaðið/Jim Smart
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson borg-
arfulltrúi segir að forsvarsmenn
Línu.Nets séu að viðurkenna hrika-
leg fjárfestingamistök, enda séu um
70% af fjárfestingum félagsins í
gagnafyrirtækjum afskrifaðar á einu
ári.
„Við þekkjum Irjudæmið en þar
afskrifa þeir nú í þessu uppgjöri 250
milljóna króna fjárfestingu um 225
milljónir en þetta eru ekki einu mis-
tökin. Gagnaveitan sem þeir keyptu á
150 milljónir er afskrifuð um 113
milljónir,“ segir Guðlaugur.
Hann vísar þeim skýringum á bug
að hér sé um eðlilega afskrift að
ræða. „Almenna reglan er sú að þeg-
ar afskrifa á viðskiptavild þá er það
gert á einhverjum árum á móti
tekjum sem að fjárfestingunni er ætl-
að að skila. Það vekur líka athygli að
innborgað hlutafé frá stofnun félags-
ins skv. ársreikningi, er um 920 millj-
ónir króna. Heildar eigið fé í árslok er
meira en 50% lægra eða komið niður í
432 milljónir króna á þessum stutta
tíma. En þrátt fyrir þetta innborgaða
hlutafé eru heildarskuldir komnar í
árslok upp í 1,6 milljarða króna auk
ábyrgða hjá þessu fyrirtæki sem eru í
miklum áhætturekstri. Þess má geta
að heildartekjur á þessu ári eru áætl-
aðar 590 milljónir króna.
Niðurstaðan er sú að þeir geta ekki
nýtt sér það sem að þeir keyptu og
reykvískir skattgreiðendur þurfa að
greiða þann kostnað sem af því
hlýst.“
Guðlaugur Þór Þórðarson um
afkomutölur Línu.Nets
Hrikaleg fjár-
festingamistök
UNDIRBÚNINGSSTJÓRN að
stofnun Sparisjóðs Vestfirðinga hefur
boðað stofnfund sparisjóðsins laugar-
daginn 28. apríl næstkomandi, klukk-
an 16 á Núpi í Dýrafirði. Sparisjóð-
irnir sem sameinast munu í Sparisjóð
Vestfirðinga eru Eyrasparisjóður,
Sparisjóður Þingeyrarhrepps, Spari-
sjóður Önundarfjarðar og Sparisjóð-
ur Súðavíkur. Er þetta í samræmi við
ákvörðun aukafunda stofnfjáraðila
þessara sjóða í lok október á liðnu ári.
Átta afgreiðslustaðir verða hjá hin-
um sameinaða sparisjóði, í Króks-
fjarðarnesi, á Patreksfirði, Tálkna-
firði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri,
Ísafirði og í Súðavík. Í fréttatilkynn-
ingu kemur fram að ekki er gert ráð
fyrir uppsögnum starfsmanna vegna
sameiningarinnar. Afgreiðslur verða
allar opnar með óbreyttu sniði, en af-
greiðslan á Ísafirði flytur í nýtt hús-
næði í Aðalstræti 20 í lok maímán-
aðar. Höfuðstöðvar hins sameinaða
sjóðs verða á Þingeyri.
Undirbúningsstjórn hefur lagt til
að Angantýr Valur Jónasson á Þing-
eyri verði sparisjóðsstjóri, Hilmar
Jónsson á Patreksfirði verði útibús-
stjóri, Eiríkur Finnur Greipsson á
Flateyri aðstoðarsparisjóðsstjóri og
Steinn Ingi Kjartansson á Súðavík
skrifstofustjóri. Afgreiðslur sjóðsins í
Barðastrandarsýslu verða með
bankanúmerið 1118, en afgreiðslur í
Ísafjarðarsýslu verða með banka-
númerið 1128. Samkeyrsla á tölvu-
tækum gögnum, svo sem bankareikn-
ingum viðskiptavina, fer fram að
kvöldi 4. maí nk.
Stofnfundur Sparisjóðs
Vestfirðinga boðaður