Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 28
LISTIR
28 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
OLIVE LEAF
EXTRACT
FRÁ
Apótekin
með GMP gæðastimpli
100% nýting/frásog
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
JOHN Isaacs fæddist árið1968, og hefur hann þegarvakið talsverða athygli íBretlandi og víðar fyrir verk
sín. Framfara- og vísindahyggja
Vesturlanda hefur verið Isaacs
nokkuð hugleikin í listsköpuninni og
víða veltir hann upp spurningum um
þá stefnu sem framþróun erfðavís-
inda á Vesturlöndum virðist vera að
taka. Spurningar um upplausn
marka milli manna og dýra, náttúru
og tækni eru meðal þess sem hann
hefur velt upp í verkum sínum. „Það
má segja að vísindin hafi rekið mig
út í listina,“ segir Isaacs en hann hóf
háskólanám í líffræði, en sneri síðan
baki við þeirri grein og fór í listnám.
„Vísindin ganga út á það að fá stað-
festingu á staðreyndum, sem síðan
er unnið með sem sannleikur væri –
þar til staðreyndirnar eru afsann-
aðar. Þannig er stöðugt einblínt á
staðreyndir, sem jafnframt eru
ákaflega fallvaltar. Í listinni er kom-
ið að sannleikanum á allt annan hátt.
Þar leyfist mönnum að sýna ákveðn-
ar efasemdir gagnvart því hvernig
hlutirnir eru eða eru almennt taldir
vera í samtímanum. Listskapandinn
getur þannig sett fram sína eigin
túlkun á sannleikanum.“
„Kjötleiki“ mannslíkamans
Isaacs segir að sýningin í Hafn-
arhúsinu, sem ber heitið „Eruð þið
enn reið við mig?“, feli ekki í sér þá
beinskeyttu gagnrýni á vísinda-
hyggju sem finna megi í mörgum
fyrri verka hans. „Í titli sýningar-
innar er kannski að finna skírskotun
til hinna flóknu tengsla einstaklings
og samfélags. Hver einstaklingur er
að einhverju leyti hluti af stofnunum
og formgerðum samfélagins. Hann
er því mótaður af samfélaginu án
þess að gera sér einu sinni grein fyr-
ir því. Þær hörmungar og grimmd-
arverk sem honum berast spurnir af
í fjölmiðlum hljóta því að vekja með
honum blendnar tilfinningar. Hann
er að einhverju leyti meðsekur, en
er um leið fullkomlega vanmáttugur
um að breyta hlutunum.“
Sýning Isaacs felur í sér innsetn-
ingu sem byggist á samspili ólíkra
listmiðla. Sá hluti innsetningarinnar
sem fyrst vekur athygli er vaxmynd
sundurlimaðs mannslíkama sem
listamaðurinn hefur titlað sem
sjálfsmynd. „Ég leitaðist við að
vinna vaxmyndina af anatómískri
nákvæmni, og draga fram „kjöt-
leika“ mannslíkamans. Þannig lítur
þetta út eins og eitthvað sem maður
gæti séð á borðinu hjá slátrara. Í
myndinni felst einnig nokkurs konar
tragíkómedía. „Manneskjan“ sem
myndin er af er vissulega fórnar-
lamb, en hún er líka kómísk, þar
sem hún situr í stöðu sem getur ekki
beinlínis talist eðlileg fyrir líkama í
þessu ástandi,“ segir Isaacs um
höggmyndina, sem komið hefur ver-
ið fyrir á stalli í miðju sýningarrým-
isins á annarri hæð Hafnarhússins. Í
innsetningunni er einnig að finna
portrettmynd, þar sem listamaður-
inn lætur skarast málverk af stúlku
með tár á hvarmi og ljósmynd af
unnustu sinni. „Ég fann þetta mál-
verk á markaði og það vakti athygli
mína, þar sem stúlkan á myndinni er
mjög lík unnustu minni. Í verkinu
varpa ég myndskyggnu af unnustu
minni yfir málverkið og við það
skapast sjónhverfing um þrívíða
mynd, sem hefur þá eiginleika að
breytast eftir afstöðu áhorfandans.“
Þriðji meginþáttur innsetningarinn-
ar er kvikmyndarbrot, sem sýnir
tunglbjarta nótt, og er sýnt í eins
konar lykkju. Lýsingin í sýningar-
rýminu er dimm, en myndar um leið
nokkurs konar hringhreyfingu sem,
ásamt tónlist, skapar nokkurs konar
ójafnvægisáhrif með sýningargest-
inum sem stígur inn í rýmið.
Isaacs bendir á að hreyfanleiki sé
mikilvægur þáttur í verkinu. Hver
hluti verksins fyrir sig, sem og sam-
spil þeirra, feli í sér ákveðið tíma-
ferli og breytingar sem vinni gegn
hinni „statísku“ ímynd listarinnar.
„Hin miðlæga hugmynd um lista-
verkið er sú að það sé statískt og
óhagganlegt. Þegar sýningargestur-
inn gengur inn á listasafnið setur
hann sig jafnframt í ákveðnar vit-
rænar stellingar gagnvart safninu
og listinni. Sú heild sem ég reyni að
skapa í verkinu gengur út á það að
fá sýningargestinn til að leggja
ósjálfrátt niður þessa brynju þegar
hann gengur inn í rýmið. Ég reyni
að gera honum kleift að skynja
verkið á sinn hátt og lesa sína eigin
merkingu úr heildinni.“
Andúð á niðurstöðum
Isaacs er spurður hvort markmið-
ið með hinni ókennilegu sjálfsmynd
hans sé að vekja nokkurs konar
hroll eða viðbjóð með áhorfandan-
um. „Nei, alls ekki,“ svarar hann. „Í
herberginu er rökkur sem mildar
dálítið skynjunina á höggmyndinni.
Henni er fremur ætlað að vekja for-
vitni en óhug. Við verðum að athuga
að vestræn vísindi byggja þekkingu
sína á mannslíkamanum einmitt á
því að fara inn í hann, hluta hann í
sundur og skoða náið.“ Isaacs bend-
ir í framhaldinu á að tilhneiging
manneskjunnar til að skapa sér
sjálfsmynd í gegnum auga smásjár-
innar sé um leið ákaflega takmörk-
uð. „Þótt það megi alltaf læra nokk-
uð um hlutina með því að taka þá í
sundur og skoða nákvæmlega segir
það aldrei alla söguna. Okkur mann-
eskjunum er tengdur heill heimur
tilfinninga sem verður aðeins skynj-
aður með öðrum leiðum. Kannski er
hægt að nálgast þennan heim í
gegnum listina, þar sem skynjunin
er önnur en í hinu rökræna tungu-
máli til dæmis.“
Isaacs segir að hann reyni að
skapa nokkurs konar rými til vanga-
veltna um veruleikann í innsetningu
sinni, og kannsk miðla ákveðnum
hugmyndum en engin túlkun sé þó
hin eina rétta. „Það er ekki um
neina endanlega niðurstöðu að
ræða. Það var einmitt fyrir andúð á
niðurstöðum sem ég hætti í líffræði-
náminu. Undanfarið hefur listsköp-
un einkennst mikið af því að reynt
sé að hneyksla sýningargesti og
sumir segja að það sé ódýrt bragð til
að ná athygli fólks. En mér virðist,
eftir að hafa fylgst með þeim sem
hafa skoðað þessa sýningu, að fólk
sé alls ekkert hneykslað eða „sjokk-
erað“, og margir taka verkum mín-
um vel. Ég vil fyrst og fremst að fá
fólk til að tengjast verkum mínum,
og það hefur að miklu leyti tekist.
Ég hef verið lánsamur sem lista-
maður að því leyti,“ segir John Isa-
acs að lokum.
Sýningunni lýkur á sunnudag.
„Engin túlk-
un er hin
eina rétta“
Um þessar mundir stendur sýning breska
listamannsins Johns Isaacs yfir í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Þar getur
m.a. að líta heldur ókennilega sjálfsmynd
listamannsins. Heiða Jóhannsdóttir
tók listamanninn tali meðan hann
var staddur hér á landi.
heida@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
„Það má segja að vísindin hafi rekið mig út í listina,“ segir breski myndlistarmaðurinn John Isaacs.
Í BLANK í Noho-hverfinu á Man-
hattan stendur nú yfir sýning
þriggja íslenskra listakvenna,
þeirra Bjarkar Guðnadóttur,
Hrafnhildar Arnadóttur og Katr-
ínar Elvarsdóttur.
Björk Guðnadóttir útskrifaðist
frá Listaháskólanum í Umea, Sví-
þjóð, 1999. Hún hefur haldið
einkasýningar í Noregi, Íslandi og
Svíþjóð ásamt því að hafa tekið
þátt í fjölda samsýninga. Hrafn-
hildur Arnadóttir útskrifaðist frá
School of Visual Arts í New York
1996 og hefur hún verið búsett í
New York undanfarin 6 ár.
Hrafnhildur hefur haldið tvær
einkasýningar á Íslandi og tekið
þátt í fjölda samsýninga, meðal
annars í Kanada, Bandaríkjunum
og Þýskalandi.
Vídeóverkið Magic
Á sýningunni í Blank má finna
vídeóverkið Magic sem Hrafnhild-
ur og Björk hafa unnið í samein-
ingu, ásamt öðrum verkum þeirra.
Katrín Elvarsdótttir sýnir svart-
hvítar ljósmyndir en hún lauk
listanámi frá Art Institute of
Boston 1992.
Hér á landi hefur Katrín haldið
tvær einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum en hún hefur einnig
haldið fjölda sýninga í Bandaríkj-
unum og Skandinavíu. Katrín
starfar við ljósmyndun í New
York.
Sýningin er styrkt af Clutch
USA.
Hún stendur yfir til 19. maí
næstkomandi.
„This World I“, 1999, ljósmynd eftir Katrínu Elvarsdóttur.
Þrjár íslenskar listakonur
sýna verk í New York
Í TILEFNI af 70 ára afmæli Hauks
Guðlaugssonar, söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar, 5. apríl sl., stofnuðu
nokkrir vinir hans
og velunnarar út-
gáfusjóð til að
gefa út á geisla-
diskum hljóðrit-
anir á orgelverk-
um sem hann
hefur leikið og á
kórverkum sem
hann hefur stjórn-
að.
„Ég, ásamt
nokkrum vinum Hauks, stofnuðum
þennan sjóð af því að það eru til ótrú-
lega margar upptökur með leik hans
hjá Ríkisútvarpinu sem væru sann-
arlega þess virði að væru gefnar út,“
segir Smári Ólafsson einn stofnend-
anna. „Haukur er óumdeilanlega einn
af fremstu orgelleikurum þessarar
þjóðar þó svo að hann hafi staðið í
ströngu sem söngmálastjóri sl. 27 ár.
Einnig eru til gamlar plötur sem við
vildum gjarnan sjá endurútgefnar.“
Þeim sem vilja styrkja útgáfuna er
gefinn kostur á að skrá sig á lista,
„tabula gratulatorium“, sem birtur
verður með útgáfunni, í síma 898
9618 eða á netfangi smariola@is-
mennt.is.
Útgáfusjóð-
ur Hauks
Haukur
Guðlaugsson