Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 48

Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 48
MINNINGAR 48 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sama kvöld og hún Jensa nafna mín dó höfðum við Katarína Sif fyrr um kvöldið farið með bænirnar og báð- um góðan Guð að hjálpa henni að verða frísk eða að taka hana til himnaríkis svo að henni gæti liðið betur. Daginn eftir voru svo miklar um- ræður um hvort Jensa gæti reykt í himnaríki því Katarína Sif, alveg eins og allir aðrir sem þekktu Jensu, vissi að Jensu fyndist það gott. Jensa giftist aldrei og átti engin börn en hún átti mörg „óska“-börn, sem ég vil segja að ég hafi verið henni, sem dýrkuðu hana og dáðu í öllu sem hún gerði. Ég held að Jensa hafi verið alltof mikil kona; sterk, sjálfstæð og mikill frumkvöðull, og það var kannski þess vegna sem hún giftist aldrei. Ég er viss um að flestir karlmenn á þessum tíma hafa verið hræddir við þennan undurfagra kven- JENSÍNA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Jensína Hall-dórsdóttir fædd- ist í Magnússkógum í Hvammssveit í Dala- sýslu 19. september 1915. Hún lést 9. apr- íl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. apríl. skörung sem fór sínar leiðir, gerði allt sem hún vildi og lét ekkert stoppa sig. Þó veit ég að Jensa átti nokkra aðdá- endur og veit að mál- tækið „fengu færri en vildu“ átti svo sannar- lega við hana. Jensa var geysilega fögur á sínum yngri ár- um og var þó nokkuð öðruvísi en allar aðrar konur á sínum tíma. Mér fannst gaman að sögum Jensu og man þegar hún sagði mér að hún á unglingsárum var að stelast út í hlöðu og reykja. Mér fannst þetta fyndið og sniðugt en í leiðinni aðdáun- arvert. Hins vegar byrjaði ég sjálf aldrei að reykja og er það eflaust vegna þess að Jensa einna helst hvatti mig til þess að byrja ekki á þessum andskota, eins og hún sagði. Mínar allra bestu minningar á ég frá Heimakletti og þær voru ófáar stundirnar sem Jensa, amma og ég vorum þar í trjámann og spiluðum frá okkur allt vit. Það var alltaf dálítið gaman hvað amma og Jensa voru ólíkar. Jensa þessi bruðlari og öfga- manneskja í öllu á meðan amma var þvílíkt nýtin og gerði ekkert út fyrir það sem eðlilegt var og heilbrigð skynsemi sagði henni. Sigríður, Guðjón og ég vorum mik- ið í Heimakletti á meðan Jensa bjó þar. Öll vorum við þó á misjöfnum aldri og okkar áhugamál eftir því frá því að ég man eftir. Sigríður systir mín var nýlega byrjuð með Halla á þessum tíma og Guðjón bróðir var þessi dæmigerði táningur. Ég gleymi því aldrei þegar Jensa lánaði honum próflausum bílinn sinn og sagði hon- um bara að sýna ökuskírteinið sitt … það þekktu hana hvort eð er allir! Allt fékk maður í Heimakletti, hvort sem það var að borða Cocoa Puffs í morgun-, hádegis- og kvöld- mat eða borða nammi út í eitt. Það skondna við Jensu var nefnilega að þótt hún væri skólastjóri Húsmæðra- skólans og þrælmenntuð á þessum sviðum var hún ekki einn af þeim bestu kokkum sem ég hef kynnst og húsmóðir var hún ekki mikil. Mér finnst gott og yndislegt að segja þetta og meina það á minn allra fallegasta hátt. Jensa var skáld, listamaður, mikil athafnakona og kunni að lifa líf- inu til hins ýtrasta. Jensa var frábær skólastjóri og ég veit að þær stúlkur sem voru hjá henni á Húsmæðraskólanum gleyma henni aldrei. Ég veit hvað hún var þeim öllum góð og gjafmild á sálu sína og visku. Hún dekraði þær allar og veitti þeim flest en þó á uppbyggjandi hátt. Ég veit til þess að Jensa lokaði augum sínum þegar hún vissi af ein- hverjum turtildúfum í ástaleik, til dæmis þegar pabbi var að hitta mömmu, sem og þegar strákarnir frá Menntaskólanum voru að laumast inn í Húsó, ófá hjónaböndin sem Jensa bjó til! Kannski var þetta eitthvað sem Jensa saknaði sjálf og vildi gefa öðrum, ég veit það ekki og mun aldrei vita. Ég var alltaf að vinna hjá Jensu í öllum húsmæðraorlofum, fyrst var ég kauplaust sem aðstoðarpía og félagi fyrir allar frúrnar en síðar er ég varð stærri þá var ég mikil vinnukona á launum og gekk í öll verk. Það var með þessar konur sem og aðrar sem stöldruðu við í Húsó að þær dýrkuðu hana allar og dáðu og allt gerði Jensa fyrir þær … hversu dyntóttar og til- ætlunarsamar sem sumar þeirra voru. Jensa var öðlingur og óendan- lega góð heim að sækja. Mér fannst frábært þegar Jensa kom til Ameríku að heimsækja mig, þá 80 ára gömul. En þetta var svo dæmigert fyrir Jensu, hún fór öll fjöll og allar heimsálfur og lét ekkert stoppa sig. Við vorum nokkur sem höfðum áhyggjur af henni í fluginu og hvernig hún myndi rata, en það var algjörlega óþarft. Það var þó svo líkt Jensu að stelast inn á klósett til þess að reykja á flug- völlum og á öðrum stöðum þar sem það var bannað, enda skildi Jensa ekkert í þessum Ameríkönum og var sjálf, að sjálfsögðu, lítið fyrir boð og bönn. Jensa var mikil mennta- og bóka- kona en var laus við allt „snobb“ og þröngvaði aldrei neinu upp á okkur systkinin. Hún hins vegar gerði nám og bækur áhugaverð með einlægni sinni og ástríðu og var sjálf hið allra besta og mesta skáld eins og allir vita sem þekktu hana. Þegar Jensa varð 85 ára nú í haust hélt ég lítið boð fyrir hana. Mér fannst gott að halda boð eftir hennar höfði þar sem rauðvín og „léttir“ réttir voru allsráðandi en ekki einhverjar stórtækar rjómatertur. Mér þótti vænt um að finna að Jensa var ánægð með mig og það var ákveð- in fullnægja að vita til þess að henni fannst ég vera búin að koma mér vel fyrir, bæði í starfi og búi, og hún elsk- aði hann Þorvald minn, skiljanlega, þar sem ég er nokk viss um að við vor- um með svipaðan karlasmekk. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem ég á um Jensu og mikil for- réttindi að það var hún Jensa sem kenndi mér svo margt. Það er sárt að kveðja Jensu en um leið finn ég frið yfir því að hún skuli aftur vera farin að hlaupa um og leika sér. Jensa var óborganleg manneskja og eins og allir sem þekktu hana myndu segja ætti manneskja eins og hún að vera til á hverju heimili. Mamma var Jensu sú allra besta og hugsaði um hana á hverjum degi frá því að ég man eftir mér og pabbi var henni alltaf ljúfur sem lamb og gerði allt fyrir hana. Jensa verður alltaf hjá mér og ég mun reyna allt til þess að standa undir hennar nafni, það mun þó vera mér erfitt að vera með tærnar þar sem hún hafði hælana. Við erum svo mörg sem eigum sælar minningar um hana Jensu og minning um hana verður okkur hið allra besta vega- nesti áfram út í lífið. Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Við brottför Jensínu Halldórsdótt- ur lýkur löngum og merkum æviferli. Áhrifa hennar mun lengi gæta í huga þeirra fjölmörgu samferðamanna sem nutu sérstæðra hæfileika hennar og vináttu og margir munu hugsa til hennar með þakklæti og virðingu við þessi þáttaskil. Ég sem þetta rita naut þeirra sérstöku forréttinda að Jensína Halldórsdóttir skipaði stóran sess í lífi mínu allt frá því fyrst ég man, en hún og Gerður Jóhannsdóttir móðursystir mín voru nánir sam- starfsmenn og vinkonur um áratuga skeið á Laugarvatni og síðar í Reykjavík. Hjá þeim dvaldi ég lang- dvölum á Laugarvatni allt frá bernsku. Þetta voru mér góðir og þroskandi tímar og viðfangsefnin ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg. Ég minnist þess sérstaklega hvað Jensína gat þá átt til að stríða mér og glettast og voru sum uppátæki henn- ar mjög frumleg. Þá orti hún til mín margar skemmtilegar vísur; þar á meðal þetta lokaerindi úr brag sem ég var oft látin syngja í Húsmæðra- skólanum þegar ég var sex ára: Góða litla Gunna mín, glöð og kát og ósköp fín engli líkust oftast nær enda flestum ljúf og kær. Óskir ég færi og þakkir þér þúsundfaldar frá einni mér fögur og björt verði framtíð þín litla fallega Gunna mín. Guð blessi þig Jensína Halldórsdóttir Blessunarorðin og nafn höfundar söng ég þá líka undir sérstöku viðlagi. Á æskuskeiði mínu var Jensína mér félagi og hollur ráðgjafi, og síðar skólastjóri minn og kennari í Hús- mæðraskóla Suðurlands. Seinna varð hún svo samkennari minn og yfirmað- ur þegar ég varð kennari við Hús- mæðraskóla Suðurlands. Þótt sam- band okkar tæki þessum miklu breytingum í tímanna rás var Jensína alltaf söm og jöfn og gott að vera sam- vistum við hana. Það sem upp úr stendur er að hún var mér og fjöl- skyldu minni alla tíð traustur og óbrigðull vinur. Jensína var engum lík í umhyggju sinni fyrir öðru fólki. Hún hafði skyggnigáfu umfram flesta og hár- næma tilfinningu fyrir líðan þeirra sem í kringum hana voru. Hún hafði þann mikilvæga hæfileika að geta hlustað á þá sem höfðu þörf fyrir að létta á huganum, og margir fóru létt- stígari af hennar fundi. Jensína var afar fjölhæf kona og úrræðagóð og erfitt er að sjá fyrir sér það viðfangsefni sem hún fann ekki ráð til að leysa. Hún var með ólík- indum þrautseig og gafst aldrei upp við það sem hún ætlaði sér. Þessir eiginleikar komu sér vel við stjórn á heimavistarskóla í sveit í fullan þriðj- ung aldar. Þá var hún mjög listræn og fékkst meðal annars við listmálun, tónlist og ljóðagerð og var afbragðs stílisti. Jensína Halldórsdóttir var tryggðatröll og unni mjög sinni stóru fjölskyldu, og átthögum sínum í Döl- unum. Það var mér ungri mikið æv- intýri að fara með henni í Dalina í réttirnar og fá að dvelja í Magnús- skógum hjá Guðmundi bróður hennar og fjölskyldu hans. Einnig fórum við í heimsóknir til annarra systkina henn- ar, sem sum hver bjuggu á ýmsum bæjum í Dölunum. Magnússkógafólk- ið er stór, glaðvær og samheldin fjöl- skylda sem gaman var að kynnast og þar skipaði Jensína sinn sérstaka heiðurssess. Flestu þessu fólki kynnt- ist ég vel, en margt af því dvaldist hjá Jensínu á Laugarvatni um lengri eða skemmri tíma og á ég ánægjulegar minningar frá kynnum mínum við það. Við leiðarlok þakka ég og fjöl- skylda mín fyrir vináttu og tryggð. Guð blessi þig. Guðrún Sigurðardóttir. Nú fækkar óðum því góða fólki er mótaði grunninn að skólasetrinu á Laugarvatni, gaf því sitt sérstaka svipmót og sérkenni. Þar var sann- arlega valinn maður í hverju rúmi. Það voru forréttindi að koma inn í þetta samfélag, horfa á það augum gestsins í byrjun og sameinast því síð- an og bindast órjúfandi böndum. Ein af mörgum ríkjandi hefðum var að Ólafur Briem menntaskólakennari leiddi ungar aðfluttar konur í Lindina á fund sómakvennanna Jensínu og Gerðar. Í mínum huga var þetta formleg innganga í þetta samfélag sem upp frá því lét sig varða hvern einstakling í blíðu og stríðu. Jensína bar af sér fágætan þokka. Við fyrstu sýn virtist hún hlédræg, jafnvel feimin. Hún horfði á gestinn hlýju augnaráði sem virtist nema fleira en venjulegt auga. Ekki grunaði mig þá hve sterk áhrif hún hafði á um- hverfi sitt. Börnin í Laugardal eiga ógleyman- legar minningar frá jólaboðum í „Húsó“. Það fór ekki á milli mála hvað var í vændum þegar stór hópur jóla- sveina gekk syngjandi um sveitina færandi hverju barni boðskort í byrj- un desember. Dagskráin var sniðin að hinum ungu gestum sem biðu í eft- irvæntingu eftir að kynnast nýrri „mömmu“ sem annaðist þau af um- hyggju allan tímann og sá um að þau fengju nóg af þeim kræsingum sem fram voru bornar. Hápunkturinn var að horfa á barnaskarann sitja í hring með logandi ljós og syngja „Þetta litla ljósið mitt“. Þessar samkomur, ásamt fjölda annarra sem efnt var til í Lind- inni og síðar í nýja skólanum, voru dagamunur sem breytti hversdags- leika í eftirvæntingu og gleði. Það mun hafa verið síðsumars 1976 að lögð voru drög að leikskóla í Laug- ardalshreppi. Jensína var búin að ráða til sín ungan úrvalskennara en hjá henni störfuðu eingöngu slíkir. Aðeins einn hængur var á, kennarann vantaði gæslu fyrir unga dóttur sína. Það vafðist hreint ekki fyrir henni Jensínu að leysa slíkan vanda. Það hlutu að vera fleiri í sveitinni sem stæðu í svipuðum sporum. Hún hófst handa, gekk á fund konu einnar, horfði á hana þessum alltsjá- andi augum og sagði henni að hún vissi að hún væri kjörin til að annast börnin, húsnæði væri til hvort heldur í Lindinni eða í nýja skólanum. Konan gat ekki annað en treyst þessum orð- um, öll vandamál yrðu leyst, bara drífa sig af stað. Það sem á eftir fór var líkast ævintýri. Þetta er heilmikil saga sem ekki verður skráð hér. Það vafðist ekkert fyrir henni Jensínu að stofna leikskóla sem var eitthvað al- veg nýtt í uppsveitum Árnessýslu og vakti eðlilega margar spurningar og efasemdir. En Jensína og hennar frá- bæru samkennarar slógu skjaldborg um skólann frá upphafi og kváðu jafn- óðum niður allar efasemdaraddir. Án þeirra trausta stuðnings og uppörv- unar hefði Leikskóli Laugardals- hrepps, sem nú heitir Leikskólinn Lind, ekki átt sér jafnlanga sögu. Jensína var alltaf nálæg, eins konar verndari, elskuð af öllum, stórum og smáum. Heimsóknir hennar voru há- tíð, börnin tróðust í fang hennar svo hún valt stundum um koll, en hún var eins og öspin, þótt hún svignaði rétti hún alltaf úr sér og stóð jafnbeinvaxin og áður. Síðar eftir að hún hafði lokið löngu og farsælu lífsstarfi skólastjóra Hús- stjórnarskóla Suðurlands átti hún enn eftir að koma við sögu uppbygg- ingar á Laugarvatni. Hún var um árabil í stjórn Lind- arfélagsins sem er félag áhugafólks um varðveislu Lindarinnar og nán- asta umhverfis hennar. En hvort tveggja á sér langa og merkilega sögu. Enn sem fyrr var hennar kær- leiksríka nálægð, uppörvun og hvatn- ing til að vinna áfram af metnaði og standa þannig að málum að sveitar- sómi sé að. Fyrir allt þetta og ótalmargt annað er nú þakkað að leiðarlokum. Öllum þeim er stóðu Jensínu næst er hér vottuð einlæg samúð. Blessuð sé minning hennar. Margrét Gunnarsdóttir. Með Jensínu Halldórsdóttur er horfinn af sjónarsviðinu sterkur og dáður fulltrúi þess hóps sem vann að 8#    /    3     2   #   #  ;;5! 0   % '= $ ! = '' $     ("# = '' .         ;$ 3# '  '' -'   '' '. =  0   '' &    #       ,  '' 0  0  0  0  0 % :  3 0   /    /(       #  2    &    &!1(*!F<G&! F<F.77F! = , $%   3 2    &     ;(4  <     =  0    #        &  (  0 '  "# &  ''    =   &    $  '' ' &   ( $ >%&      1  '' 0  0  0  0  0 % :  3 2   #  3  /   /    #   #     &2!1*H!   3 2    &  8&  1      > 1 4 ?0   &  &     "$I  &   0   (  ' %I  - ,' &  ''  4'I  ,' => ,' =  #  %I   4'(%   ''   (    . =  %I  &  %1 0  ''   I        0  0  0  0  0 %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.