Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 62

Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAL þekktustu verka sem segja frá þrautum gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni er smá- saga eftir litháíska blaða- og kvik- myndagerðarmanninn Zvi Kolitz. Hann komst undan nazistum til Palestínu 1940, en missti að segja alla ættingja sín og vini í helför- inni. Kolitz var eindreginn zíon- isti og tók þátt í vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæðu ríki gyðinga og fór víða um heim eftir stríð til að hvetja gyðinga hvarvetna til að leggja þeirri baráttu lið og flytj- ast til fyrirheitna landsins. Þegar hann var staddur í Argentínu að eggja trúbræður sína bað einn þeirra, ritstjóri tímarits gyðinga, hann um að skrifa hugleiðingu í blaðið. Afraksturinn var Yosl Rakover talar við guð, sem hefst á þeim orðum að textinn hafi fundist í lítilli flösku í rústum gyð- ingahverfisins í Varsjá, innan um sviðna múrsteina og mannabein, og höfundurinn sé Yosl Rakover. Textinn birtist í blaðinu 26. september 1946 og fer engum sögum af því hverning argentísk- ir gyðingar tóku honum, en sjö árum síðar sendi ónefndur maður bókmenntariti í Ísrael vélritað af- rit af textanum og það birti hann sem sannleik sem nýlega hefði komið í ljós. Upp frá því hefur Zvi Kolitz gengið illa að koma mönn- um í skilning um að hann sé höf- undur textans, því margir vilja trúa því að hann sé sannur. Líklega dylst engum sem les textann að hann er skáldskapur og það ekki ýkja vandaður skáld- skapur. Kolitz er mikil áhugamaður um stofnun Ísraelsríkis og svo ákafur í þeim áhuga að hann skrifar af meira kappi en forsjá; gerir lýs- inguna svo dramatíska og átak- anlega að hann gengur fram af lesandanum og gerir í raun lítið úr þjáningum þeirra sem báru beinin í Varsjá í fyrir réttum 58 árum. Ekki bætir úr skák eftirmáli þar sem saga Kolitz er rakin gagnrýnislaust og flaðrandi. Það er ekki fyrr en kemur að síðasta eftirmála bókainnar, sem er eftir Leon Wieseltier að rödd skyn- seminnar heyrist, en í þeim eft- irmála veltir Wieseltier upp spurningunni um það af hverju guð gerði ekkert þegar verið var að útrýma þjóð hans, sem er með- al helstu viðfangsefna fræðinga gyðinga á síðustu áratugum, en einnig bendir hann á það að þó helförin sé hræðilegur atburður séu menn eins og Kolitz á villigöt- um þegar þeir halda því fram að örlög gyðinga séu verri en ann- arrra fyrir það eitt að þeir séu guðs útvalda þjóð. Forvitnilegar bækur Yosl Rak- over talar við guð Yosl Rakover talks to God eftir Zvi Kolitz. Vintage Int- ernational gefur út í 99 síðna kilju 2001. Kostar 1.495 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson hann af stað, til að leita að fleiri þjóðabrotum, sem orðið höfðu innlyksa í nýlendunum. Í Sri Lanka réðu Portúgalar ríkjum í upphafi og fljótlega tóku Hollendingar um stjórnvölinn. Um miðja 18. öld tóku svo Englendingar yfir. Hinir hvítu héldu um valdataumana og voru í öllum embættum þar til um miðja þessa öld. Þá tóku innfæddir yfir og Bret- arnir og margir hinna hollensku fluttu í burtu. Flestir þeirra settust að í Ástralíu, en aðrir fóru til Suður-Afríku, enda höfðu ætíð verið sterk tengsl við Búana þar á velmektarárunum. Hollensku borgararnir sem enn búa á Sri Lanka eru flestir fátækir og hinir innfæddu líta niður á þá. Þeir búa í gömlu villunum, án rafmagns og annarra nútímaþæginda. Þeirra bíður illa launuð vinna og er í rauninni ótrúlegt að sjá, hversu fljótt hlut- verkin hafa snúist við. Innan hópsins ríkir ákveðin stéttaskipting, sem fer eftir því hvernig þeir eru á litinn, þannig að eftir því sem fólkið er dekkra á hörund, þeim mun lægra er það sett, en hinir ljós- ustu („hreinræktuðu“) tróna efst í virðingarstig- anum. Kynblöndun hefur verið illa séð í samfélagi þeirra, eins og víðast hvar annars staðar, þar sem þjóðabrot er að finna. Hollendingarnir á Sri Lanka RICCARDO Orizio er ítalskur blaðamaður,sem ferðast hefur vítt og breitt um heiminnog skrifað margar greinar um ferðir sínar til framandi landa. Áhugi hans á hinum týndu, eða öllu heldur gleymdu, hvítu þjóðflokkum vaknaði, þegar hann var í heimsókn hjá indverskum vini sín- um á Sri Lanka. Þeir fóru sam- an á veitingastað til að fá sér að borða. Þjónninn, sem sinnti þeim, var stöðugt að gefa Ricc- ardo auga og hann veitti því at- hygli, að þjónninn var „öðru- vísi“ en hinir dökku íbúar Sri Lanka. Þegar hann minnist á það við vin sinn, fer hann undan í flæmingi, segir hann vera inn- fæddan, en ljóstrar því svo upp í lokin, að þetta sé einn af „hollensku borgurunum“. Riccardo vill fá nánari skýringu og er sagt en það sé undarlegt fólk, sem búi í gömlum, niðurníddum húsum utan við borgina, án vatns og rafmagns eins og á 18. öldinni. „Þetta er ruslaralýður, en þau telja sig samt yfir okkur hafin,“ segir hann. Riccardo Orizio lætur sér þetta ekki nægja og ákveður að komast að því, hvað sé til í þessari staðhæfingu vin- arins. Heimsókn hans til Hollendinganna á Sri Lanka leiðir hann svo áfram í fleiri ferðalög um heiminn, þar sem hann leitar uppi hvíta þjóðflokka, fólk, sem af ýmsum ástæðum hefur einangrast og orðið inn- lyksa langt frá heimalandi sínu og segir frá ferðum sínum og þessum kynnum í bókinni Lost white tribes. Gull og grænir skógar Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, að fólk tekur sig til og flytur úr föðurlandi sínu, yfirgefur heimili sín og fjölskyldur og sest að í annarri heimsálfu. Ís- lendingar eru meðal þeirra þjóða, sem lagt hafa land undir fót og numið land í öðrum heimsálfum. Fátækt og landskortur rak þá til að flytja yfir til Kanada og Ameríku og Frónbúar héldu meira að segja suður til Brasilíu og vert er að minnast enn eldra samfélags Íslendinga á Grænlandi. Evrópumenn voru miklir landkönnuðir og stofn- uðu fjölmargar nýlendur í kjölfar landafunda sinna. Eftirsóttustu löndin, eins og gefur að skilja, voru þau sem gáfu af sér einhver verðmæti eins og krydd eða málma. Herraþjóðin tók um stjórn- artaumana og hagnýtti sér allar þær auðlindir, sem nýlendan bauð upp á. Innfæddir neyddust til að gefa eftir í öllum skilningi, þeir urðu að beygja sig undir ný lög og reglur, þeir urðu að láta allar auð- lindir af hendi og beygja sig undir þrældómsokið og arðránið og fengu lítt að gert. Fjöldi manna flutti til nýlendnanna og settist þar að, enda voru í boði gull og grænir skógar, sem sagt eitthvað annað en fá- tæktin og landleysið heimafyrir. Þessi samfélög, sem myndast utan heimalandsins eru oft mjög samheldin og fókið reynir að halda í þjóðerni sitt af fremsta megni. Blöndun við aðra kynþætti er yf- irleitt illa liðin, alla vega hjá fyrstu kynslóðum land- nemanna og þeir litnir hornauga, sem taka sér maka af öðru þjóðerni, þótt oft fari svo og með tím- anum blandast blóðið og fósturlandið verður föð- urland. Hollendingarnir á Sri Lanka Eins og áður sagði, voru það kynni Riccardos af hinum hollensku borgurum á Sri Lanka, sem ráku eru stoltir af uppruna sínum og margir tala ennþá á hinni gömlu tungu. Þeir hafa varðveitt ýmsa gamla siði og muni og sagnir um hina gömlu góðu daga, þegar hvíti aðallinn stundaði dansleiki og veðreiðar og aðrar skemmtanir og lifði við allsnægtir. Pólverjarnir á Haiti Miklar breytingar hafa orðið á þessum valda- kerfum á síðustu öldum, herraþjóðirnar hafa hver á fætur annarri neyðst til að láta af nýlendustefn- unni, enda hefur hin kúgaða þjóð oftar en ekki gert uppreisn og heimtað aftur eignir sínar, rétt og sjálf- stæði og hafa orðið blóðugar borgarastyrjaldir í kjölfarið. Þegar þrælauppreisnin var gerð á Haiti um aldamótin 1800 var Haiti frönsk nýlenda. Napó- león Bónaparte hélt um stjórnartaumana í Frakk- landi og honum leist ekki á að tapa yfirráðunum yf- ir nýlendunni. Hann sendi því herstyrk til herliðsins, sem fyrir var á eyjunni, svo hægt yrði að berja uppreisnina niður. Meðal hermannanna, sem þangað voru sendir, var hópur Pólverja. Á þessum tíma var Pólland undir yfirráðum Prússa og Rússa og margir landsmenn undu ófrelsinu illa. Napóleón gerði þeim tilboð um, að ef þeir gengju til liðs við franska herinn og hjálpuðu til við að berja upp- reisnina á Haiti niður, myndi hann beita afli sínu til að leysa pólsku þjóðina undan sinni ánauð og því var það að um 4.000 menn gengu Napóleóni á hönd. Frakkar höfðu ekki erindi sem erfiði á Haiti. Er skemmst frá því að segja, að Frakkar gáfust upp fyrir ofureflinu, en áður en að því kom, höfðu flestir hinna pólsku hermanna yfirgefið franska herinn og gengið til liðs við Dessalines og uppreisnarher hans. Dessalines fyrirskipaði að allir hvítir menn skyldu teknir af lífi, en hann þyrmdi hinum pólsku. Þeir yfirgáfu borgina og fluttu út í sveit. Þar tók við þrældómur, enda drýpur hunangið ekki af hverju strái í fjöllum Haiti, en þrátt fyrir allt höfðu þeir það nokkuð gott í upphafi, en með árunum hefur lífsbaráttan orðið stöðugt erfiðari, enda er Haiti af- skaplega fátækt land. Riccardo Orizio fór í heimsókn í Casales, sem er lítið, afskekkt þorp. Þar búa afkomendur Pólverj- anna. Þótt talsverð blóðblöndun hafi átt sér stað, þá er enn þar að finna fólk, sem er ljóst á húð og hár, með blá eða græn augu og einstaka siðir hafa varð- veist, eins og til dæmis hárgreiðsla kvennanna. Ár- ið 1983 kom Jóhannes Páll II páfi, sem er af pólsku bergi brotinn, til Haiti og þá var nokkrum af íbúum Casales boðið að koma og hitta hann. Þeir báðu páfa um hjálp, sögðu frá bágu ástandi íbúanna, fá- tæktinni og sjúkdómunum, enda voru þeir sann- færðir um að páfi hefði eingöngu komið til þess að hitta þá. Engin hjálp hefur enn borist þeim frá Vat- íkaninu, enda hefur páfinn í mörg horn að líta, að þeirra sögn, og enn bíða þeir vongóðir eftir aðstoð páfastóls. Riccardo Orizio segir frá fleiri þjóðabrotum í bókinni Lost white tribes. Hann finnur Suð- urríkjamenn í Brasilíu, Basta í Namibíu, Frakka á Guadeloupe og Þjóðverja á Jamaíku og segir frá þeim og lífi þeirra og forfeðranna. Hann dregur svo sem ekki neinar ályktanir í bók sinni heldur lætur lesandann um það. Orizio einblínir ekki bara á hina hvítu menn. Hann hefur þann háttinn á, að hann vefur inn í frásögnina ýmsar sagnfræðilegar upp- lýsingar, sem gerir bókina enn nýsilegri en ella og maður er mörgu nær eftir lesturinn. „Franskt“ barn hleypur til síns heima í litlu fiskiþorpi á Guataloupe. „Þýskur“ Jamaíkabúi. „Pólsk“ móðir á Haiti potar hreykin dóttur sinni í forgrunn myndatökunnar. Riccardo Orizio er naskur á að hafa uppi á „týndum“ þjóðflokkum Leitin að hinum gleymdu hvítu Ingveldur Róbertsdótt ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.