Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 64

Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 64
64 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.45. Vit nr. 224. Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 210. síðasta sýning Sýnd kl. 3.50. Vit nr. 203. www.sambioin.is Haley Joel Osmet (Litli strákurinn úr Sixth Sense) fær hugmynd um hvernig hann getur bætt heiminn og setur hana í framkvæmd. Frá- bær mynd með óskarsverðlaunahöfunum Kevin Spacey og Helen Hunt í aðalhlutverki Sýnd kl. 3.50.ísl tal Vit nr. 183. Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að upp- götva þá. Frá leikstjóra Good Will Hunting Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit nr. 217 Sýnd kl. 5.30 og 8.20. B.i.16. Vit nr. 201 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207 Sprenghlægileg ævintýramynd Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 3.50. Enskt tal. Vit nr 214 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 225. Kvikmyndir.com 2 fyrir 1  Kvikmyndir.is Vinsælasta Stúlkan Brjáluð Gamanmynd  Kvikmyndir.comi i HK DV Kvikmyndir.is Hausverk.is Tvíhöfði  ÓJ Stöð2 Þið munuð aldrei trúa því hversu ná- lægt heimsendi við vorum i l i í l i i i Kevin Costner (Dances with Wolves) í sannsögulegri spennumynd um Kúbudeiluna 1962 og hversu nálægt glötun heimurinn komst. Rocky & Bullwinkle  HK DV HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 10. B. i. 16. Hausverk.is SV MBL Tvíhöfði ÓJ Stöð2 Sýnd kl. 8. Síðasta sýning Mynd eftir Ethan & Joel Coen 15 ára afmælisútgáfa eftir Þorfinn Guðnason. Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30.  HK DV Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johns Yfir 5000 áhorfendur  HK DV  Strik.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.15.  AI Mbl  Tvíhöfði Kvikmyndir.is GSE DV  HL Mbl ÓFE Sýn Sýnd kl. 5.45.Síðasta sýning Sýnd kl. 8. B.i.16 ára. Sýnd kl. 5.45 og 8.                 Kristnihald undir jökli sýnd kl.6. 79 af stöðinni sýnd kl. 10. Kvikmyndir.com Stuttmyndadagar í Reykjavík. Umsóknafrestur rennur út 6. maí www.this.is/shortcut  HK DV ÞAÐ ER merkilegt að skoða mynd- irnar sem tróna í tveimur efstu sæt- unum íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna. Báðar fjalla þær, hvor á sinn hátt, um stríðsátök sem áttu sér stað á síðustu öld og báðar byggj- ast þær lauslega á sönnum söguleg- um heimildum. Toppmyndin Enemy of the Gates er sögð dýrasta mynd sem nokkru sinni hefur verið gerð í Evrópu, af Evrópubúum. Myndin gerist í orrustunni um Stalíngrad í síðari heimstyrjöldinni en leikstjóri hennar er Jean-Jacques Annaud sem á að baki myndir á borð við Leit- in að eldinum, Nafn rósarinnar og Sjö ár í Tíbet. 3200 manns sóttu myndina um helgina en í heildina hefur hún laðað að 4300 gesti. Fast á hæla stórmyndarinnar úr síðari heimstyrjöldinni kemur kalda- stríðsmyndin Þrettán dagar, sem reynir að varpa skýrara ljósi á Kúbu- deiluna svokölluðu, þegar Banda- ríkjamenn og Sovétmenn voru nær því en nokkurn tíma annars að beita kjarnorkusprengjunni gegn hvor öðrum. Mikið hefur verið rætt um sannleiksgildi frásagnarinnar sem myndin inniheldur en sumir vilja t.a.m. meina að Kennedy forseti fái heldur mjúklegri meðferð en hann á skilið – að hann hafi verið töluvert herskárri en gefið er í skyn. Um 1600 manns keyptu miða á myndina um helgina en í heild hafa 2200 manns séð hana til þessa. Þorvaldur Árnason hjá Sambíóum er nokkuð klár á því að listi vikunnar endurspegli annir unga fólksins um þessar myndir. Skólafólk er á kafi í próflestri og þá gefst lítill tími til frí- stundaiðju á borð við bíóferðir. Toppmyndirnar höfða þannig til eldri bíógesta en gengur og gerist. Þorvaldur bendir á að Traffic falli í þennan hóp, segir myndina hafa tek- ið vel á 25 þúsund gesti og stefni örugglega í 30 þúsund. Þar hafi gott gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni ráðið miklu um. Tvær sögulegar stríðsmyndir á toppi íslenska bíólistans Stríðsmyndavor Reuters Jude Law leikur eitt aðalhlutverka í Enemy at the Gates.                                                      !"#   $ % $ % &  ! $'( ! )*# !  +( ,                 ! "   # $ ! $%  &!  '( ) " & ""   $*  +  + &!     !              ( ( - . / 0 1 2 3 4 .. .5 6 .- .2 .6 01 0. .1 ./ ,*  ( ( / 0 / 0 3 0 - / .1 .. 2 / 6 .5 - .5 3 3 ) 7%89: ;! % 89#< : = %89: >7*9 %89: (? 89 ;*  89#< : = %89:  ?< %89: (? 89 = ,8*: ;*  ) 7%89:  ?< %89: %89 89#< : = %89: @?< :    : ;*  A%: %89: %89 ;*  89#< : 89%: >7*9 %89 89#< : 89%: (? 89 ;* : = ,8* = %89: (? 89 ;* : (? 89 = ,8* >7*9 %89 A% = %89: (? 89 ;* : ;*: B ?<   ?< %89 %89 ;* : %89 89#< : = %89: @?<  >7*9 %89 A%: (? %89 = ,8* A% A% >7*9 %89: @?< : >?<  ÍSLENSKA hljómsveitin Bellatrix, sem hefur starfað í rúm tvö ár í Bretlandi, ákvað í nóvember á síðasta ári að taka sér frí frá störfum um óákveðinn tíma. Fremur hljótt hefur verið um sveitina síðan þá og sama og ekk- ert heyrst í sveitarmeðlimum hvað þetta allt varðar. Morg- unblaðið afréð því að slá á þráð- inn til Sigrúnar Eiríksdóttur, gít- ar- og hljómborðsleikara sveitarinnar, og gaf hún sig góð- fúslega á tal við blaðamann. „Við ákváðum að taka okkur hlé,“ segir Sigrún með hægð. „Fólk var farið að langa til að gera aðra hluti. Og svo veit ég ekki meir. Við erum ekki búin að hittast … ég er ekki búin að hitta Kalla (trommara) síðan þá … “ Þegar rokksveitir eru annars vegar búast menn við – næstum því vilja – að allt sé í báli og brandi hjá hljómsveitum sem hætta eða taka sér frí. Það upp- lýsist hér með að ekkert slíkt er hægt að segja um Bellatrix. „Þetta er meira komið út af leiða heldur en einhverju fúl- lyndi,“ staðhæfir Sigrún. „Þetta gekk alveg fínt og var ekkert í neinu rugli.“ Í tilkynningu vegna þessa er talað um erfiðleika í samstarfinu við útgáfu sveitarinnar, Fierce Panda. „Það samstarf bara gekk ekki upp – við pössuðum ekki saman,“ upplýsir Sigrún. „Þetta var svo náið, svo lítið, að þetta þurfti að smella fullkomlega.“ Sigrún segist ekki ætla að sinna tónlistinni á næstunni. „Ekki strax, nei. Ég er búin að gera þetta í tíu ár … (hlær).“ Hún heldur áfram og kveður nú fast að. „En það er ekkert … Við erum öll alveg æðislegir vinir, skilurðu? Við áttum heima saman úti – fyrst um sinn – og við vor- um eiginlega einu andlitin sem við sáum í langan tíma. Þannig að það er ekkert … þetta var bara orðið … of mikið einhvern veginn. Það voru engin leiðindi. Þetta gerðist bara. Þetta er eins lítið rokk og ról og hugsast getur.“ Af öðrum meðlimum er það annars að frétta að Karl tromm- ari býr í Danmörku sem stendur, Anna Margrét gítarleikari og Kidda bassaleikari eru hér á landi en Elíza söngkona er enn í Lund- únum, hvar hún sinnir eigin tón- smíðum. Bellatrix í fríi „Engin leiðindi“ Sigrún Eiríksdóttir á tónleikum með Bellatrix í Sheffield 30. ágúst, 2000. Bellatrix: Anna, Kidda, Elíza, Kalli og Sigrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.