Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 1
98. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 3. MAÍ 2001
KÍNVERJAR vöruðu í gær við nýju
vígbúnaðarkapphlaupi ef Banda-
ríkjastjórn hætti ekki við umdeild
áform sín um að koma upp gagneld-
flaugavarnakerfi en Rússar sögðust
vera tilbúnir að ræða við bandaríska
embættismenn um áformin. Kínverj-
ar og Rússar svöruðu þannig ræðu
sem George W. Bush Bandaríkjafor-
seti flutti í fyrrakvöld. Hann hvatti þá
til þess að ABM-sáttmálinn frá 1972,
sem takmarkar gagneldflaugavarnir,
viki fyrir nýjum samningi til að gera
Bandaríkjunum kleift að verjast
hugsanlegum eldflaugaárásum óvin-
veittra ríkja í þriðja heiminum eða
árásum sem kynnu að verða gerðar
fyrir mistök.
Embættismenn í Washington
sögðu í gær að Donald Rumsfeld
varnarmálaráðherra hefði gefið skip-
un um að allri samvinnu um varnar-
mál við Kínverja yrði hætt í bili. Kín-
verjar hafa neitað að skila banda-
rískri njósnaflugvél sem varð að
nauðlenda á Hainan fyrir skömmu og
héldu áhöfninni í gíslingu í 11 daga en
leyfðu í gær bandarískum fulltrúum
að skoða vélina. Síðar í gærkvöldi var
sagt að skipun Rumsfelds hefði verið
misskilin, hann vildi aðeins að farið
yrði vel yfir slík samstarfsverkefni.
Bush forseti sagði að Bandaríkja-
stjórn hygðist ráðfæra sig við banda-
menn sína í Evrópu og Asíu um
áformin og kvaðst vilja ræða þau við
Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyr-
ir leiðtogafund átta helstu iðnríkja
heims í sumar. Hann kvaðst einnig
stefna að því að fækka langdrægum
kjarnorkueldflaugum Bandaríkj-
anna.
Rússar tilbúnir til viðræðna
Kínverska fréttastofan Xinhua
birti í gær fyrsta svar kínverskra
stjórnvalda við ræðunni. „Áform
Bandaríkjastjórnar um gagneld-
flaugavarnir eru brot á ABM-sátt-
málanum, eyðileggja öryggisjafn-
vægið í heiminum og geta valdið nýju
vígbúnaðarkapphlaupi,“ sagði frétta-
stofan.
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, áréttaði að rússneska
stjórnin vildi halda ABM-sáttmálan-
um en sagði að hún vildi ræða hug-
myndir Bush. „Við erum tilbúnir til
að ræða málið og kynna afstöðu okk-
ar.“ Ráðherrann sagði að þeir alþjóð-
legu samningar, sem hefðu verið
gerðir frá því að ABM-sáttmálinn var
undirritaður, væru mjög flóknir,
þeirra á meðal samningarnir um
bann við kjarnorkutilraunum og
fækkun kjarnavopna. „Þess vegna
stöndum við svo fast á því að halda í
ABM-sáttmálann og styrkja hann,“
sagði Ívanov. Hann bætti við að hann
hlakkaði til að ræða við bandaríska
sérfræðinga um sáttmálann og fyr-
irkomulag eldflaugavarna í framtíð-
inni.
Hörð viðbrögð Kínverja við ræðu Bush um eldflaugavarnir
Vara við vígbún-
aðarkapphlaupi
Washington, London. Reuters, AP.
Viðbrögð Evrópuríkja/28
SILVIO Berlusconi, leiðtogi
bandalags hægrimanna á Ítalíu,
sést hér á kosningafundi í Napólí í
gær. Franska dagblaðið Le Monde
tók á mánudag undir harða gagn-
rýni breska vikuritsins The Eco-
nomist á Berlusconi í liðinni viku
og sagði að auk þess sem um-
deildur viðskiptaferill hans og
rannsóknir vegna meintra skatt-
svika og mafíutengsla gerðu hann
vanhæfan til að gegna embætti
forsætisráðherra mætti benda á
ofurtök hans á fjölmiðlum og sam-
starf hægriflokks hans við Þjóð-
arfylkinguna, flokk fyrrverandi
fasista. Berlusconi hefur falið lög-
fræðingum sínum að kanna hvort
hægt sé að fara í meiðyrðamál
gegn The Economist.
AP
Berlusconi í eldlínunni
BANDARÍKJASTJÓRN fordæmdi í
gær aðgerðir Ísraelshers á sjálf-
stjórnarsvæði Palestínumanna á
Gaza-svæðinu í gærmorgun.
Skriðdrekar og jarðýtur Ísraels-
hers héldu inn á Gaza í dögun og jöfn-
uðu um tuttugu hús við jörðu í flótta-
mannabúðum í Rafah. Aðgerðin tók
fjórar klukkustundir og var að sögn
ætlunin að flæma burt palestínska
byssumenn. Palestínskur unglingur
lét lífið og fjórtán særðust.
Ísraelsher sagði þetta hafa verið
„réttmætar varnaraðgerðir“, eftir að
Palestínumenn hefðu ráðist að her-
mönnum með handsprengjum og
skotvopnum á þessu svæði á þriðju-
dag. „[Palestínumenn] notuðu íbúðar-
húsin til að gera árásir á okkar menn
og við urðum að koma í veg fyrir að
það endurtæki sig,“ sagði Olivier Raf-
owicz, talsmaður Ísraelshers.
Í yfirlýsingu frá bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu segir að hernaðar-
aðgerðir Ísraela á Gaza grafi undan
friðarviðleitni. Bandaríkjastjórn
hvetur jafnframt Palestínustjórn til
að stöðva sprengikúluárásir frá sjálf-
stjórnarsvæðunum á gyðingaþorp.
Utanríkisráðherra Ísraels, Shimon
Peres, átti í gær fund í Washington
með Colin Powell, bandarískum
starfsbróður sínum. „Sem stendur er
ástandið ískyggilegt,“ sagði Peres eft-
ir fundinn en bætti við að Ísraels-
stjórn væri staðráðin í að binda enda
á ofbeldið. Powell sagði það forgangs-
verkefni að draga úr ofbeldinu og
bætti við að þeir hefðu rætt um fjölg-
un landnemabyggða gyðinga á svæð-
um Palestínumanna sem hafa verið
hart gagnrýndar og sagðar ýta undir
frekari úlfúð. Peres mun hitta George
W. Bush Bandaríkjaforseta í dag.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, sagði í gær að Jórdandalur-
inn, sem er aðallega byggður Palest-
ínumönnum, myndi „að eilífu“ verða
undir stjórn Ísraela vegna þess hve
mikilvægur hann væri til að verjast
árásum að austan.
Reuters
Palestínsk kona grætur yfir rústum húss síns í flóttamannabúðunum í Rafah á Gaza-svæðinu í gær.
Ísraelar gagnrýndir
fyrir aðgerðir á Gaza
Jerúsalem, Washington. AFP, AP.
LEIÐTOGI nýnasistasamtak-
anna Vigrid hefur að sögn
Aftenposten ritað ríkissak-
sóknara Noregs bréf og kraf-
ist þess að þeir sem segi svo-
kallaða ljóskubrandrara verði
ákærðir. Slík fyndni sé „ein-
staklega illgirnislegt og
hættulegt kynþáttahatur“.
Leiðtoginn, Tore Tvedt,
segir að með ljóskubröndur-
um sé verið að beina spjót-
unum að viðkvæmustu borg-
urum landsins, ungum
stúlkum með norrænt útlit. Á
þessum aldri séu þær ber-
skjaldaðar fyrir ósvífni þeirra
sem segja niðrandi sögur af
ljóskum.
Tvedt vill að menn verði
skyldaðir til að greiða sér-
hverri ljóshærðri stúlku eða
konu í landinu 250.000 nkr.,
um 2,7 milljónir króna, fyrir
að segja slíka brandara.
Einnig beri að setja á stofn
sjóð er nemi sem svarar 70
milljörðum ísl. kr. til að berj-
ast gegn fordómum gagnvart
ljóskum.
Á heimasíðu Vigrid eru
teiknimyndasögur þar sem
gyðingar, múslimar og litir
menn eru óspart hæddir og
gert gys að þeim.
Ljósku-
brandar-
ar bann-
aðir?
NÝ áætlun færeysku landstjórnar-
innar, sem samþykkt var í lög-
þinginu í síðustu viku, hefur verið
harðlega gagnrýnd. Meðal annars
segir einn kunnasti hagfræðingur
Færeyja að hún sé „ábyrgðarlaus“
og ávísun á mikinn fjárlagahalla.
Hagfræðingurinn Kári Petersen,
sem áður var ráðuneytisstjóri í fær-
eyska fjármálaráðuneytinu, segir í
viðtali við blaðið Sosialurin að sjálf-
stæðisáætlunin muni leiða til fjár-
lagahalla upp á sex til sjö milljarða
íslenskra króna á fáum árum. Segir
hann að áætlunin gangi ekki upp,
meðal annars vegna þess að land-
stjórnin hyggist skera niður danska
styrkinn á sama tíma og hún er að
auka opinber útgjöld úr hófi fram.
Samkvæmt áætluninni, sem An-
finn Kallsberg lögmaður vill ræða
um við forsætisráðherra Danmerkur
síðar í mánuðinum, eiga Færeyjar að
verða orðnar sjálfstæðar 2012. Þeg-
ar á næsta ári á að skera niður
danska styrkinn um fjóra til fimm
milljarða ísl. kr. en hann er nær 16
milljarðar kr. á ári.
Kári segir að vilji Færeyingar
venja sig af danska styrknum á 12 til
15 árum megi ríkisútgjöldin ekki
hækka neitt og sé miðað við 25 til 30
ár megi þau aðeins hækka um 1% á
ári. Þau hafi hins vegar hækkað um
5% á ári síðastliðin þrjú ár. Bendir
hann á að í áætlun landstjórnarinnar
sé ekki að finna stafkrók um efna-
hagslegar afleiðingar hennar.
Ábyrgð-
arleysi
gagnrýnt
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Deilt um flest/32
Sjálfstæðisáætlun
Færeyinga