Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók á þriðjudagskvöld ölv-
aðan karlmann, sem stolið hafði
bifreið með sofandi barni inn-
anborðs. Bifreiðin hafði verið
skilin eftir í hægagangi fyrir ut-
an verslun á Skólavörðustíg og
settist maðurinn inn í hana og
ók á brott. Hann ók stuttan
hring um nágrennið og skilaði
bifreiðinni á sama stað.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Reykjavík mun
hann ekki hafa gert sér grein
fyrir því að bifreiðin var ekki
mannlaus. Maðurinn var hand-
tekinn gekkst hann við brotinu.
Að sögn Geirs Jóns Þórisson-
ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í
Reykjavík, er háttsemi af þessu
tagi nær óþekkt hérlendis, seg-
ir lögregluna líta atvikið alvar-
legum augum og verður mað-
urinn kærður fyrir ölvunar-
akstur og nytjastuld.
Samkvæmt upplýsingum
Halldórs Eyjólfssonar, for-
stöðumanns tjónasviðs hjá
Sjóvá-Almennum, ber eigandi
ökutækis ábyrgðina af tjóni
sem unnið er á bíl ef hann er
tekinn ófrjálsri hendi með þess-
um hætti. Það sé því algjört
grundvallaratriði að taka lykl-
ana úr bifreið þegar hún er yf-
irgefin enda séu tjón í þessum
tilvikum ekki bótaskyld.
Ölvaður
stal bíl
með
barni í
ÞÚSUNDIR manna tóku þátt í
kröfugöngum og fundum verkalýðs-
félaganna víða um land 1. maí og var
veðurfar víða nokkuð rakt. Að venju
var kröfuganga og útifundur á Ing-
ólfstorgi í Reykjavík. Lúðrasveitir
fóru fyrir göngumönnum sem margir
hverjir báru kröfuspjöld. Baráttu-
fundir voru haldnir víða um land og
forsvarsmenn verkalýðshreyfingar-
innar voru víða meðal ræðumanna.
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands, flutti
ræðu á fundi á Húsavík og ræddi um
Evrópusambandið, auðlindir, efna-
hagsmál og fjölskyldumál. Hann
sagði verkalýðshreyfinguna vera
boðbera jöfnuðar og bræðralags.
Sagði hann ákvarðanir í auknum
mæli að verða sameiginlegar í Evr-
ópu og þótt Ísland væri ekki hluti af
ESB yrðu Íslendingar að taka mið af
stefnumótun ESB-landanna í veiga-
miklum málum.
„Við komumst heldur ekki hjá því
að viðurkenna að hvort sem við erum
með eða á móti aðild að Evrópusam-
bandinu hafa ákvarðanir sam-
bandsins leitt til aukinna réttinda og
betri lágmarkskjara hér á landi.“
Skipulag verkalýðshreyfing-
arinnar svifaseint og dýrt
Formaður Starfsgreinasambands-
ins sagði atvinnurekendur hafa það
fram yfir samtök launafólks að þeir
gætu tekið ákvarðanir með skjótum
hætti og keyrt þær í gegnum samtök
sín án lýðræðislegra vinnubragða.
„Verkalýðshreyfingin hefur verið að
endurskoða allt skipulag sitt en í
reynd er það afar dýrt, óskilvirkt og
svifaseint. Hér þarf áræði og kjark til
frekari breytinga þar sem menn eiga
fyrst og fremst að horfa til árangurs-
ríks skipulags,“ sagði Halldór og
nefndi að til að vinna slík verk þyrfti
kraftmikið fólk sem væri reiðubúið til
baráttu fyrir hugsjónir um jöfnuð,
réttlæti og bræðralag.
Þá sagði formaðurinn að þrátt fyrir
yfirlýsingar og loforð stjórnmála-
manna og nefndir væri ekkert raun-
hæft að gerast í auðlindamálum sjáv-
arútvegsins. Sagði hann atvinnulíf
víða um landið í rúst þar sem áður
hefði verið rekinn blómlegur sjávar-
útvegur af dugmiklum einstakling-
um.
„Búið er að taka lífsbjörgina frá
fólkinu og færa yfirráð auðlindarinn-
ar í hendur örfárra aðila,“ sagði Hall-
dór og bætti við að stór sjávarútvegs-
fyrirtæki réðu því að mestu hvar afla
væri landað og hann unninn. „Það er
skýr vilji okkar að fá réttlátari og
skynsamlegri skiptingu af afrakstri
auðlindarinnar í sjónum og eignar-
hald þjóðarinnar verði tryggt í
stjórnarskrá og lögum. Hjá því verð-
ur ekki komist að taka sanngjarnt
gjald af nýtingu auðlindarinnar og
hvetjum við til lagasetningar í því efni
sem fyrst.“
Halldór sagði að koma yrði í veg
fyrir algjör yfirráð útgerðarmanna á
fiskistofnunum og stuðla yrði að eðli-
legri dreifingu aflaheimilda og
treysta þannig byggð í landinu.
Halldór sagði það stærsta verkefn-
ið nú að ná því markmiði að dagvinnu-
launin nægðu til að lifa góðu og inni-
haldsríku fjölskyldulífi. Hann sagði
réttindi barnafólks hérlendis lakari
en í grannlöndum, foreldrar væru
knúnir til að vinna of langan vinnudag
vegna of lágra grunnlauna. „Hér
verðum við að snúa við blaðinu. Fjöl-
skyldan á að vera útgangspunktur en
ekki afgangsstærð.“
Öflugasta verkfærið til
að útrýma misrétti
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands, ávarpaði bar-
áttufund í Borgarnesi og minntist
m.a. á velferðarkerfið. Sagði hann
traust og víðtækt velferðarkerfi öfl-
ugasta verkfærið til að útrýma mis-
rétti og fátækt, jafna aðstöðu og for-
senda sáttar. Kvað hann íslenska
verkalýðshreyfingu vilja virkt kerfi
og réttlátt.
„Því miður hefur íslenska velferð-
arkerfið verið að þróast í gagnstæða
átt. Hér hefur verið reynt að þrengja
velferðarkerfið þannig að það sé að-
eins til fyrir hina allra verst settu, en
með mjög misjöfnum árangri, ekki
síst fyrir þá sem kerfið á þó helst að
þjóna,“ sagði Grétar meðal annars.
Þá sagði hann húsnæðisvandann orð-
inn knýjandi í kjölfar þess að félags-
lega kerfinu hefði verið lokað. Sagði
hann um tvö þúsund fjölskyldur og
einstaklinga nú bíða eftir leiguhús-
næði við hæfi.
Grétar sagði baráttu launafólks
fyrir réttindum sínum vera hreina
mannréttindabaráttu og rétturinn til
frjálsra samninga væri varinn sem
mannréttindi. Sagði hann öllum inn-
gripum stjórnvalda mótmælt. „Þetta
ætti ekki að þurfa að taka fram í lýð-
ræðisríki í upphafi 21. aldarinnar en
er því miður nauðsynlegt eftir að lög
voru sett á verkfall sjómanna fyrir fá-
einum vikum. Sú umdeilda lagasetn-
ing virðist raunar hafa fært allar um-
ræður um lausn hinnar viðkvæmu
deilu mörg skref aftur á bak og gefið
útgerðarmönnum þá von að enn einu
sinni muni stjórnvöld grípa inn og
skilja öll megin deilumálin eftir
óleyst. Slíkt myndi fyrst og fremst
bitna á sjómönnum.“
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambands Íslands,
gerði verðlagsmál og fákeppni að um-
talsefni í ræðu sinni á útifundi í
Reykjavík.
Kanna þarf forsendur
að inngöngu í ESB
„Á Íslandi er verðlag á flestum
nauðsynjavörum mun hærra en ann-
ars staðar. Það ríkir fákeppni, völd
hafa safnast á hendur örfárra aðila
sem hafa hrifsað til sín allan slaka
sem myndast hefur í íslensku hag-
kerfi. Augljóst er að til þess að knýja
fram eðlilegt verðlag hér á landi verð-
ur að brjóta á bak aftur einokunina og
það verður gert með inngöngu í Evr-
ópusambandið. Stjórnvöldum er ekki
stætt á að hafna því að kanna á hvaða
forsendum innganga stendur til boða.
Það verður ekki gert nema að taka
umræðu um aðild á dagskrá. Þjóðin á
rétt á því að meta hvað hún vill.“
Guðmundur sagði einnig að
breyttu samfélagi fylgdi aukið virð-
ingarleysi, græði og firring, klám og
glæpir væru orðnir þættir í daglegu
lífi. Hann sagði verkalýðshreyf-
inguna nú ganga gegnum breytinga-
skeið og hann sagði þau eiga að taka
höndum saman um stofnun hagdeild-
ar sem hefði verðlagseftirlit með
höndum, héldi uppi öflugum al-
mannatengslum og veitti aðhald.
Kjaramál og auðlindir meðal umfjöllunarefna verkalýðsleiðtoga 1. maí
Nauðsynlegt að taka
sanngjarnt auðlindagjald
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kröfuganga verkalýðsfélaganna í Reykjavík fór fram í rigningarsudda.
LÆKNAR sem óska eftir aðild að samningi
Tryggingastofnunar og Læknafélags Íslands verða
að sækja um það að hausti til að fá aðild í byrjun
næsta árs. Aðild að samningnum þýðir að TR tekur
þátt í kostnaði sjúklinga hjá viðkomandi læknum
en séu læknar ekki aðili að samningnum þurfa
sjúklingar að greiða fullt gjald.
Hulda Hjartardóttir, sérfræðingur í kvenlækn-
ingum og ritari stjórnar Læknafélags Íslands, seg-
ir í grein í nýlegu Læknablaði að hún hafi í febrúar
óskað eftir aðild að samningi TR og LÍ. Var hún að
hefja einkarekstur á stofu með öðrum kvensjúk-
dómasérfræðingi en læknar höfðu þá nýverið
gengið út úr þeim rekstri og kom hún í stað þeirra.
Kveðst Hulda hafa fengið það svar frá trygginga-
yfirlækni að sækja hefði þurft um aðild fyrir 30.
nóvember á síðasta ári til að komast á samninginn í
byrjun þessa árs.
Þeir sem sæki um á tímabilinu 1. desember 2000
til loka nóvember í ár geti ekki hafið störf sam-
kvæmt samningnum fyrr en í byrjun næsta árs.
Var bent á að þetta hefði verið kynnt með auglýs-
ingu í Læknablaðinu.
Hulda kveðst þá hafa skrifað TR á ný og bent á
að hún væri að ganga inn í rekstur annars læknis
sem væri að hætta störfum en hann skrifaði einnig
TR og báðir læknarnir lýsa þar þörf fyrir kven-
sjúkdómalækna í Reykjavík. Hulda segir erindi
sínu hafa verið synjað aftur og segir rökstuðning
TR þann að nauðsynlegt sé að vita fyrirfram
hversu margir sérfræðingar muni starfa sam-
kvæmt samningi við stofnunina svo hægt sé að
leggja fram raunhæfa fjárhagsáætlun.
Telur Hulda ólíklegt að fjárhagsáætlun TR sé
svo nákvæm að ekki sé hægt að gera ráð fyrir nýj-
um sérfræðingum og bendir á að fjölda nýrra
lækna mætti áætla út frá þróun síðustu ára.
„Þykir mér sennilegra að þetta sé byrjun á ferli
þar sem settur verður kvóti á fjölda sérfræðinga og
samningum skammtað rétt eins og sett hefur verið
þak á aðgerðir og reikninga sjálfstætt starfandi
lækna af TR. Eftir nokkur ár gætum við verið kom-
in í svipaða aðstöðu og heimilislæknar eru nú, en
þeim er algerlega synjað um samninga við TR.“
Ákvæði í samningi við LÍ
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri hjá TR, sem
hefur séð um samningamál við lækna, sagði þetta
ákvæði um tímasetningar vera í samningi við LÍ og
hefði verið ákveðið á síðasta sumri að hrinda því í
framkvæmd.
Með því að taka nýja lækna inn á samninginn í
ársbyrjun væri hægt að vinna nákvæmari fjárhags-
áætlun. Það væri mjög misjafnt hversu margir
læknar óskuðu eftir aðild hverju sinni. Hann sagði
nýja lækna í sjálfu sér alltaf samþykkta en aðild
þeirra gæti ekki hafist fyrr en í byrjun hvers árs.
Læknum aðeins veitt aðild að
samningi við TR einu sinni á ári
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýju áliti sínu komist að þeirri nið-
urstöðu að stjórnendur Sjúkrahúss
Reykjavíkur, nú Landspítala - há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi, hafi ekki
farið að stjórnsýslulögum þegar um-
sækjanda um stöðu félagsráðgjafa til
afleysinga í eitt ár við sjúkrahúsið
var ekki veittur nægur rökstuðning-
ur fyrir því að hann var ekki ráðinn.
Tveir sóttu um starfið, sem auglýst
var laust í ársbyrjun 1999, og taldi
sjúkrahúsið báða hæfa. Sá félagsráð-
gjafi sem ekki var ráðinn, kona, leit-
aði til umboðsmanns Alþingis.
Leiðbeiningar ófullnægjandi
Í niðurstöðu sinni beinir umboðs-
maður þeim tilmælum til Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss að leitast við
að svara beiðni viðkomandi félags-
ráðgjafa um rökstuðning, komi fram
ósk hans þess efnis. Telur umboðs-
maður að samkvæmt stjórnsýslulög-
um hafi félagsráðgjafanum ekki ver-
ið veittar fullnægjandi leiðbeiningar
um rétt hans til að fá ákvörðun
sjúkrahússins um ráðninguna rök-
studda.
Umboðsmaður Alþingis telur að
sjúkrahúsið hafi ekki gert næga
grein fyrir þeim meginsjónarmiðum
sem réðu þeirri niðurstöðu að velja
þann félagsráðgjafa sem var ráðinn í
umrædda stöðu á öldrunarsviði.
„Þá verður það að teljast ófull-
nægjandi að vísa til þess í rökstuðn-
ingnum að báðir umsækjendur hafi
talist hæfir en að annar hafi verið val-
inn í kjölfar viðtals. Engin grein er
gerð fyrir því í bréfum sjúkrahússins
hvaða atriði leitast var við að upplýsa
með viðtölunum og hvaða þýðingu
þau höfðu fyrir niðurstöðuna,“ segir
ennfremur í álitinu.
Ráðning félagsráðgjafa
við Sjúkrahús
Reykjavíkur
Ekki farið
að stjórn-
sýslulögum