Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 15
ALLSÉRSTÆÐ myndlist-
arsýning verður opnuð á
Garðatorgi í dag kl. 10. Að
henni standa 300–400 börn
á aldrinum 2–6 ára og er
þar um að ræða samstarfs-
verkefni allra sex leikskól-
anna í Garðabæ. Í raun er
þetta ekki eingöngu mynd-
listarsýning, því þarna
verða ekki bara málverk til
sýnis heldur einnig lág-
myndir og margt fleira.
„Þetta er liður í dagskrá
vegna 25 ára afmælis
Garðabæjar á þessu ári. Af
því tilefni hafa börnin unnið
myndverk sem tengjast
bænum sínum og þau eru
meðal þess sem sjá má á
sýningunni. Og sögu leik-
skóla Garðabæjar verða
jafnframt gerð þarna skil í
máli og myndum,“ sagði
Kamma Níelsdóttir, leik-
skólastjóri á Kirkjubóli, að-
spurð um tilefni sýning-
arinnar.
Umfangsmikil og
fjölbreytt sýning
„Þetta er umfangsmikil
sýning og mjög fjölbreytt.
Þrír skólanna eru með
hópverkefni en á hinum
þremur er meira um ein-
staklingsmyndir. Þarna
verða yfir 100 myndir, auk
allra hinna verkanna. Því
væri e.t.v. réttara að kalla
þetta myndverkasýningu.
Einn skólanna hefur t.d.
gert alla fuglana í Garðabæ
og annar blómin sem hér
finnast o.s.frv. Þannig að af
ýmsu er að taka.
Við höfum samt unnið að
gerð verkanna óháð hvert
öðru, svo að útkoman er
þeim mun óvæntari og
skemmtilegri. Hver skóli
hefur fundið sitt efni og
enginn í raun það sama þótt
allir séu að fjalla um eitt og
sama bæjarfélag. En við
höfum haft mikla samvinnu,
leikskólastjórarnir; höfum
fundað mánaðarlega síðan í
haust, og jafnvel nokkur
skipti í hverjum mánuði, en
ekki endilega um framlag
hvers og eins skóla, heldur
um þemað sem átti að vera
og er Garðabær fyrr og nú.
Þetta er búið að vera
óhemju vinna en það er líka
mikil gleði ríkjandi í litlum
hjörtum með árangurinn,“
sagði Kamma.
Opin hús
á laugardag
Við opnunina syngja elstu
börnin í leikskólunum undir
stórn Ernu Aradóttur, leik-
skólastjóra á Bæjarbóli, við
undirleik Jóhanns Baldvins-
sonar organista. Sýningin
verður opin til sunnudags-
ins 6. maí.
Á laugardaginn, 5. maí,
verður svo opið hús á leik-
skólum í Garðabæ, þar sem
fólki gefst kostur á að
skoða leikskólana og kynna
sér starf þeirra. Á Bæj-
arbóli og Sunnuhvoli verður
opið hús frá klukkan 10–12,
á Kirkjubóli og Lundabóli
verður opið hús frá klukkan
11–13 og á Kjarrinu verður
opið hús frá klukkan 13–15.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hér má sjá lítinn hluta af þeim fjölmörgu listaverkum sem
eru á myndverkasýningu leikskólanna í Garðabæ.
Leikskólabörn halda
myndlistarsýningu
Garðabær
KVENFÉLAG Bessastaða-
hrepps ákvað fyrir nokkru að
gefa hreppsbúum skrúðgarð
og var hann formlega afhent-
ur 27. apríl síðastliðinn.
Skrúðgarðurinn er vestan-
meginn við sundlaug Bessa-
staðahrepps og stendur til að
setja upp hlið með þeim
möguleikum að hægt sé að
opna frá sundlaugargarði yfir
í garðinn.
Framkvæmdir hófust sum-
arið 1991 en þegar byrjað var
á verkinu kom í ljós að það
vantaði moldarfyllingu upp á
2.000–3.000 rúmmetra. Þegar
upp var staðið hafði 200 bíl-
hlössum af mold verið ekið í
garðinn, bæði til að rétta hann
af og eins til að fylla í mýri
sem var á hluta svæðisins.
Fengu kvenfélagskonur við-
urkenningu hreppsins fyrir
framlag til fegrunarátaks í
hreppnum haustið 1996.
Rúmlega 3.000 fermetrar
leigðir til 99 ára
Það var Álfheiður Friðriks-
dóttir sem átti hugmyndina
að þessum garði og hvatti til
að kvenfélagið yrði sér úti um
lóðarskika í hreppnum til
ræktunar. En sú sem gerði
þessa hugmynd að veruleika
var Guðný Bjarnar, þáverandi
formaður félagsins, en hún
stóð fyrir því að stofnaður
yrði svonefndur Laufskála-
sjóður. Í boði hjá Vigdísi
Finnbogadóttur á Bessastöð-
um 19. apríl 1986, þar sem
kvenfélagskonur fjölmenntu
til að fagna tímamótunum,
var sjóðurinn svo stofnaður.
Guðný Bjarnar hófst handa
við samningaumleitanir við
hreppsnefnd og niðurstaðan
varð sú að Kvenfélaginu var
úthlutað 3.170 fermetra lóðar-
skika til afnota endurgjalds-
laust til 99 ára frá 1. janúar
1989 að telja. Árið 1990 var
ráðinn landslagsarkitekt,
Yngvi Þór Loftsson, til að
hanna útlit garðsins, og Páll
Fróðason skrúðgarðyrkju-
meistari var ráðinn sem verk-
taki í framhaldi af því.
Ætlaður hreppsbúum
allt frá upphafi
En hvers vegna að gefa
hreppnum skrúðgarðinn?
„Þetta kom fyrst til um-
ræðu þegar hreppurinn átti
120 ára afmæli,“ sagði Sigríð-
ur Rósa Magnúsdóttir, for-
maður Kvenfélags Bessa-
staðahrepps, í samtali við
Morgunblaðið í gær. „En við
vildum ekki skila honum
öðruvísi en fullbúnum og þá
fannst okkur garðurinn ekki
vera kominn í viðunandi horf.
En hann er það núna. Og á 75
ára afmæli kvenfélagsins,
sem var 25. apríl síðastliðinn,
og á 15 ára afmæli Laufskála-
sjóðsins, var ákveðið að nota
tækifærið og láta garðinn af
hendi. Þetta svæði var ætlað
til afnota fyrir hreppsbúa allt
frá upphafi, rétt eins og
Skallagrímsgarðurinn í Borg-
arnesi. Kvenfélagið stóð að
ræktuninni en nú er þetta
orðið heilmikið verkefni svo
að við höfum ekki getað sinnt
þessu einar. Tímarnir hafa
líka breyst; nú eru flestar
konur útivinnandi og frítími
naumur. Því var sú ákvörðun
tekin að afhenda Bessastaða-
hreppi skrúðgarðinn form-
lega á einmitt þessum tíma-
punkti enda við hæfi.
Garðurinn mun þó áfram
heita „Kvenfélagsgarðurinn“.
En er ekki vindasamt
þarna og mikil selta og því ill-
mögulegt til ræktunar? „Það
voru margir sem vildu meina
að þetta myndi ekki ganga, að
það væri ekki hægt að rækta
trjágróður nálægt sjó, en nú
er búið að afsanna margt af
því,“ sagði Sigríður.
Að lokum er þess að geta að
17. júní næstkomandi stendur
til að afhjúpa í skrúðgarðinum
minnismerki um þetta átak
kvenna í Bessastaðahreppi.
Á 75 ára afmæli sínu færir kvenfélagið hreppnum stórgjöf
Morgunblaðið/Ásdís
Sigríður Rósa Magnúsdóttir, núverandi formaður Kvenfélags Bessastaðahrepps, í skrúð-
garðinum sem félagið hefur nýverið gefið hreppnum.
Skrúðgarður, gjörið svo vel
Bessastaðahreppur
KÓPAVOGSBÆR á í viðræð-
um við byggingafyrirtækið
Ris ehf. um tveggja hæða
byggingu yfir gjána í Kópa-
vogi. Áður hafði lóðinni verið
úthlutað til Eiríks Sigurðsson-
ar, m.a. fyrir verslun 10–11, en
hún var tekin af honum þar
sem hann stóð ekki við tíma-
fresti sem hann fékk, sam-
kvæmt upplýsingum frá
Kópavogsbæ.
Benjamín Magnússon, arki-
tekt sem teiknaði bygginguna,
segir að hún sé liður í því að fá
heilsteypta mynd á Hamra-
borg. Um er að ræða tvær um
1.000 fermetra hæðir auk
bílastæða og lítils kjallara í
vestari endanum og nær
byggingin yfir um þriðjung
gjárinnar frá Hamraborg í
suðurátt. Benjamín og Auður
Sveinsdóttir landslagsarkitekt
sigruðu í samkeppni um
skipulag miðbæjarins í Kópa-
vogi og er byggingin liður í
þeirri heild þótt fyrsta hug-
mynd hennar hafi orðið til
fyrr, að sögn Benjamíns.
Hún er númer 8 við Hamra-
borg og stefnir m.a. á útlínur
tónlistarhússins en kirkjan er
fyrsta húsið við götuna. Húsið
tengir því miðbæjarsvæðið við
tónlistarhúsið og Gerðarsafn
en í framtíðinni er gert ráð
fyrir að gjánni verði alfarið
lokað.
Ris ehf. var eini umsækj-
andinn um lóðina í seinni út-
hlutuninni. Ekki er búið að út-
hluta lóðinni formlega, en
viðræður standa yfir. Meðal
annars milli fyrirtækisins og
viðkomandi hönnuða, arki-
tekta og verkfræðinga, en
fyrrnefndar teikningar voru
samþykktar í deiliskipulagi
vegna fyrri úthlutunar og er
Ris ekki bundið af þeim.
Samkvæmt teikningunum
er gert ráð fyrir súlum undir
miðri byggingunni þar sem nú
er umferðareyja, nýjum stoð-
veggjum til hliðanna og stál-
virki þar ofan á, en þarna hef-
ur verið gert ráð fyrir versl-
unarhúsnæði, veitingastöðum
og skrifstofum.
Ákvörðunin kom á óvart
Eiríkur Sigurðsson fékk
lóðina m.a. fyrir verslunina
10–11. Hann segist hafa farið
fram á frest til hausts til að
hefja framkvæmdir en Kópa-
vogsbær hafi ekki fallist á það
og tekið lóðina af sér.
„Til stóð að hefja fram-
kvæmdir nú í vetur en mér
fannst skynsamlegt að fara af
stað í haust,“ segir hann og
vísar í því sambandi til þensl-
unnar í framkvæmdum.
„Kópavogsbær var ekki tilbú-
inn að verða við þeirri ósk og
það kom mér mjög á óvart.“
Að sögn Eiríks stóð hvorki á
fjármögnun né öðru hjá hon-
um. Unnið hefði verið að verk-
inu á þriðja ár en vegna spenn-
unnar á byggingamarkaðnum
hefði ekki verið skynsamlegt
að hefja framkvæmdir strax.
Hann segir ennfremur að
áætlaður byggingatími hafi
verið níu til tólf mánuðir.
Byggt yfir gjána í Kópavogi
Viðræður
við Ris í
stað 10–11
Morgunblaðið/ÁsdísTeikningin sem samþykkt var í deiliskipulaginu.
Kópavogur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
setja upp umferðarljós á
gatnamótum Lækjargötu,
Öldugötu og Hverfisgötu í
Hafnarfirði og á framkvæmd-
um að ljúka fyrir haustið, að
sögn Ernu Hreinsdóttur,
tæknifræðings í gatnadeild
bæjarverkfræðings í Hafnar-
firði.
Vegna þessa var verfræði-
fyrirtækið Línuhönnun fengið
til að kanna ástand Hverfis-
götubrúarinnar sem reyndist
mjög lélegt. Í kjölfarið ákvað
bæjarráð Hafnarfjarðar að
fela bæjarverkfræðingi að
bjóða út endurgerð um-
ræddra gatnamóta ásamt tvö-
faldri brú á lækinn en Land-
mótun mun sjá um um-
hverfismótunina.
Umferðarljós
við Lækjarskóla
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Golli
Ákveðið hefur verið að setja umferðarljós við gatnamót
Lækjargötu, Öldugötu og Hverfisgötu í Hafnarfirði.