Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VORTÓNLEIKAR Karlakórs
Keflavíkur verða haldnir í dag og
næstu daga. Fyrstu tónleikarnir
verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld
klukkan 20.30.
Tónleikar verða einnig haldnir í
Ytri-Njarðvíkurkirkju 8. og 11. maí
og Grindavíkurkirkju 6. maí og hefj-
ast á sama tíma. Þá verður kórinn
með tónleika í Ými, félagsheimili
Karlakórs Reykjavíkur við Skógar-
hlíð 20 í Reykjavík sunnudaginn 13.
maí kl. 17.
Efnisskráin samanstendur af ís-
lenskum og erlendum lögum. Má þar
nefna hefðbundin karlakóralög, verk
úr óperum, valsasyrpur og dægur-
lög. Frumflutt verður lagið Heim-
koman eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson.
Stjórnandi kórsins er Smári Óla-
son tónlistarmaður. Hann hefur
starfað sem tónlistakennari og yfir-
kennari, organisti, kórstjóri og sjálf-
stætt sem tónvísindamaður. Undir-
leik á píanó annast Ester Ólafsdóttir
tónlistarmaður.
Einsöngvarar með kórnum eru
Steinn Erlingsson, Rúnar Guð-
mundsson, Smári Ólason og Sveinn
Sveinsson.
Vortónleikarnir eru ein aðalfjár-
öflun kórsins og er því mikilvægt að
aðsókn verði góð, segir í fréttatil-
kynningu frá Karlakór Keflavíkur.
Reykjanesbær
Vortón-
leikar
karlakórs-
ins í kvöld
FYRIRLESTUR um sjálfsvíg og
forvarnir þeirra í alþjóðlegu um-
hverfi verður haldinn í Kirkjulundi í
Keflavík á morgun föstudag.
Teo Jan van der Weele hefur verið
hér á landi og haldið námskeið um
kynferðisofbeldi. Hann hefur víð-
tæka reynslu og þekkingu á ýmsum
sviðum, einkum á sviði sálgæslunn-
ar, segir í fréttatilkynningu. Hann
mun fjalla um sjálfsvíg og forvarnir
þeirra föstudaginn 6. maí kl. 10 í
Kirkjulundi í Keflavík.
Hann mun flytja fyrirlestra fyrir
hádegi á ensku, síðan verður léttur
hádegisverður og loks frekari um-
ræður og fyrirspurnir eftir hádegi,
kl. 13-14 e.h.
Keflavík
Fyrirlestur
um sjálfsvíg
SAMNINGAR eru á lokastigi um hreinsun á olíu-
tönkum, leiðslum og öðrum mannvirkjum af
Neðra-Nikkelsvæði varnarliðsins sem liggur að
byggðinni í Reykjanesbæ. Miðað er við að íslensk
stjórnvöld kosti hreinsun yfirborðsmannvirkja og
Bandaríkjamenn láti fjarlægja á sinn kostnað lagn-
ir og önnur mannvirki neðanjarðar. Verktakar
voru í gær byrjaðir að undirbúa hreinsun svæð-
isins.
Varnarliðið rak olíubirgðastöð á Neðra-Nikkel-
svæði en því var hætt fyrir mörgum árum. Eftir
standa mannvirki, olíutankar og leiðslur ofan- og
neðanjarðar. Þá liggur fyrir að mengun í jarðvegi
er yfir viðmiðunarmörkum á ákveðnum stöðum
svæðisins.
Byggðin í Keflavík og Njarðvík liggur alveg að
girðingu um svæðið og hafa bæjaryfirvöld í
Reykjanesbæ lengi óskað eftir því að svæðið yrði
hreinsað og bærinn fengi það til afnota til áfram-
haldandi þróunar bæjarins og uppbyggingar.
Íslensk stjórnvöld sjá um hreinsun
mannvirkja ofanjarðar
Málið hefur verið til umfjöllunar á milli varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og banda-
rískra stjórnvalda. Verið er að semja um að íslensk
stjórnvöld kosti hreinsun yfirborðsmannvirkja,
eins og þau tóku að sér þegar samið var um þegar
tekið var við eignum lóranstöðvarinnar á Hellis-
sandi, en Varnarliðið kosti hreinsun lagna sem eru
neðanjarðar. Samningum er þó ekki lokið. Gunnar
Gunnarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, segir að verið sé að vinna í
samningum um Neðra-Nikkelsvæðið og við það
miðað að þeim ljúki á næstunni.
Bæjarstjórinn ánægður
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
segir að unnið hafi verið að þessu verkefni frá 1987
og því sé hann sérstaklega ánægður með að sjá að
málið sé komið á það stig að hreinsun geti hafist.
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka voru síðdegis í
gær að flytja vinnubúðir á svæðið.
Ekki hefur verið samið um hreinsun mengaðs
jarðvegs á gamla olíubirgðasvæðinu eða um skil
varnarliðsins á landinu til íslenskra stjórnvalda en
vinna við að fjarlægja mannvirki er liður í því. Ein-
hverjr rannsóknir verða gerðar á mengun í
tengslum við þær framkvæmdir sem nú eru að
hefjast. Ellert vonast til að hægt verði að semja um
framhaldið sem allra fyrst á þessu ári.
Verktakar undirbúa hreinsun mannvirkja af Neðra-Nikkelsvæði
Varnarliðið lætur fjarlægja
mannvirki neðanjarðar
Reykjanesbær
byggðarlag á þessum tíma og Árni
Helgason organisti vildi taka okk-
ur í kórinn,“ segir Þórarinn. Hann
segir að áhuginn hafi verið mikill
hjá þeim bræðrum. „Þegar við
komum í land á kvöldin áttum við
eftir að klöngrast í kolniðamyrkri
út í Járngerðarstaðahverfi til að
læra raddirnar. Maður mætti alltaf
en oft dauðþreyttur.“
Hann segir að þetta sé breytt.
Unga fólkið fáist ekki í kirkjukór-
inn, það sé ekki í tísku í dag, en
hins vegar flykkist það í aðra kóra.
Árni Helgason var organisti
þegar Þórarinn byrjaði í kirkju-
kórnum en lengst söng hann þó
með Vigni, syni Árna, sem var org-
anisti í um fjörutíu ár. Síðan tók
Siguróli Geirsson við og nú er Guð-
mundur Emilsson söngstjóri. Þór-
arinn hefur verið viðloðandi kór-
starfið allan þennan tíma en tekur
fram að hann hafi misst töluvert
úr vegna sjómennskunnar en hann
stundaði sjóinn í 48 ár, var til að
mynda lengi skipstjóri og útgerð-
armaður Alberts GK. „Ég hef allt-
VIÐ bræðurnir mættum alltaf á
æfingar þegar við komum af sjón-
um á kvöldin en vorum oft dauð-
þreyttir,“ segir Þórarinn Ólafsson,
fyrrverandi skipstjóri og útgerð-
armaður í Grindavík, sem sungið
hefur með kirkjukórnum í hálfan
sjötta áratug.
Þórarinn byrjaði að syngja með
kirkjukórnun í Grindavík árið
1945 þegar hann var nítján ára
gamall. Hann verður 75 ára á
þessu ári og er elsti kórfélaginn en
segist vera að hætta. Hann eigi
orðið erfitt með að standa í kirkj-
unni. Guðmundur bróðir Þórarins
byrjaði í kórnum á sama tíma, þá
sautján ára, og hann syngur enn,
nú í kirkjukórnum í Keflavík.
Unga fólkið fæst ekki
í kirkjukórinn
„Það var mikið söngfólk í báðum
mínum ættum. Móðir mín söng í
kirkjukórnum og föðurbróðir
minn. Grindavík var ekki stórt
af haft mikla ánægju af að syngja
og svo er góður félagsskapur með
fólkinu sem syngur saman. Það
myndast sérstakt samband milli
fólks sem vinnur svona náið sam-
an,“ segir Þórarinn.
Ekki mönnum sinnandi
Þórarinn seldi útgerð Alberts á
árinu 1996 en hóf saltfiskverkun
tveimur árum síðar, þá orðinn 73
ára gamall. Hann rekur nú fisk-
verkunina Þrótt í Grindavík og
hefur tíu manns í vinnu um þessar
mundir. „Árið 1997 var slæmt hjá
mér. Eftir að ég seldi útgerðina
hafði ég ekkert að hugsa um og
var ekki mönnum sinnandi. Ég fór
því út í það að kaupa þetta hús og
byrjaði að salta fisk.“
Þórarinn er ekki með eigin út-
gerð heldur kaupir fisk af smábát-
um. Hann segir að trillurnar fiski
vel og hann þurfi því ekki að
kvarta undan hráefnisskorti í
verkfalli sjómanna. „En það er
skelfilegt að sjá bátana bundna við
bryggju á besta tíma ársins.“
Þórarinn Ólafsson skipstjóri hefur sungið í kirkjukórnum í Grindavík í 55 ár
Morgunblaðið/Jim Smart
Þórarinn Ólafsson hefur mikla ánægju af kórsöng.
Var oft þreyttur
á æfingunum
Grindavík
OPIÐ hús verður fyrir almenning í
varnarstöðinni á Keflavíkurflug-
velli á laugardag, kl. 11 til 16, í til-
efni af því að fimmtíu ár eru liðin
frá því íslensk stjórnvöld og banda-
rísk gerðu varnarsamning ríkj-
anna. Þar gefst fólki kostur á að
kynnast lífinu og starfinu á Kefla-
víkurflugvelli og sögu varnarliðs-
ins.
Afmælis varnarsamningsins frá
1951 verður minnst með ýmsum
hætti á morgun og laugardag. Í
fréttatilkynningu frá upplýsinga-
skrifstofu varnarliðsins kemur
fram að á laugardag verða bifreiða-
stæði fyrir gesti opna hússins við
stóra flugskýlið næst vatnstanki
vallarins og þar gefst kostur á að
njóta fjölbreyttrar skemmtunar
með „karnival“-sniði fyrir alla fjöl-
skylduna með lifandi tónlist, þraut-
um og leikjum auk hressingar af
ýmsu tagi. Varnarliðið hefur oft
boðið til skemmtunar af þessu tagi
en kynningin nú er mun viðameiri,
að sögn Friðþórs Eydals upplýs-
ingafulltrúa.
Flugvélakostur varnarliðsins,
gestkomandi flugvélar og annar
búnaðar varnarliðsins verður til
sýnis á flughlaðinu ásamt slökkvi-
og björgunarbifreiðum slökkviliðs-
ins og snjóruðningstækjum. Í öðru
flugskýli gegnt gömlu flugstöðinni
verða ítarlegar sögusýningar og
ljósmyndasýningar, þ. á m. sýning
Baldurs Sveinssonar á ljósmyndum
af flugvélakosti varnarliðsins frá
upphafi. Þá gefst gestum kostur á
að skoða gamlar uppgerðar her-
bifreiðar í eigu félaga í Fornbíla-
klúbbnum og annarra, heimsækja
íþróttahúsið, keilusalinn, hjóla-
skautasal og kvikmyndahús varn-
arliðsins.
Einnig verður opið hús í slökkvi-
stöðinni og framhaldsskólanum,
High-School, þar sem fram fer mót
íslenskra og bandarískra skóla-
lúðrasveita, svo og í kirkju varn-
arliðsins þar sem kórar hinna ýmsu
safnaða varnarliðsmanna munu
syngja fyrir gesti.
Ekki er gert ráð fyrir umferð
einkabifreiða eða fótgangandi
gesta milli aðskilinna svæða sem
opin verða almenningi en stræt-
isvagnar verða í stöðugum förum
með gesti á milli staða og í skoð-
unarferðir um flugvallarsvæðið í
fylgd leiðsögumanna.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir, segir í fréttatilkynning-
unni. Umferð er um Grænáshlið of-
an Njarðvíkur. Gestir eru
vinsamlega beðnir að hafa ekki
með sér hunda.
Opið hús vegna afmæl-
is á Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvöllur
♦ ♦ ♦
ÞAÐ var galsi og gaman hjá
nemendum tíunda bekkjar í
Grunnskóla Sandgerðis þegar
þeir fögnuðu lokum samræmdra
prófa. Héldu þau upp á tímamót-
in, eins og margir jafnaldrar
þeirra um allt land. Á laugar-
dagskvöldið hittust nemendurnir
í skólanum, skemmtu sér saman
og fóru síðan í skrúðgöngu um
bæinn í blíðskaparveðri. Voru
þeir með frumlega hatta í tilefni
dagsins og gengu undir fána
bekkjar síns.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Fagna lokum sam-
ræmdra prófa
Sandgerði