Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 22
NEYTENDUR
22 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AGE FITNESS
Áhrifaríkur kraftur ólífutrjáa - Yngri húð á 8 dögum.
Hamraborg 14a
sími 5642011
Kynning í dag og á morgun
Kynnum m.a. Age Fitness, nýtt krem sem eykur
teygjanleika húðarinnar og verndar hana gegn
utanaðkomandi áreiti. Age Fitness inniheldur hreint efni
unnið úr laufblöðum ólífutrjáa. Áferðin og ilmurinn er frábær.
Líttu við og fáðu ráðgjöf og sýnishorn.
TILFÆRINGAR eiga sér stað á
sumum verslunum Kringlunnar um
þessar mundir og þá eru nýjar versl-
anir að bætast við en alls eru 160
fyrirtæki nú með rekstur í Kringl-
unni.
„Verslunin Knickerbox hefur ný-
lega fært sig um set innan Kringl-
unnar en eigendur hennar áttu
verslunarrými í norðurhlutanum.
Þar sem Knickerbox var áður kemur
kvenfataverslunin Iðunn á Seltjarn-
arnesi,“ segir Einar Halldórsson,
framkvæmdastjóri Kringlunnar.
„Þá hefur verslunin Elegance hætt
rekstri í Kringlunni en verslunin var
flutt í eigið húsnæði á Laugavegin-
um. Þar sem Elegance var kemur ný
verslun sem ekki er tímabært að
segja frá að svo stöddu nema að um
er að ræða sérverslun með fatnað.
Nýja verslunin verður opnuð um
mánaðamótin júlí/ágúst,“ segir Ein-
ar og bætir við að þrjár breytingar
séu síðan fyrirhugaðar í haust sem
allar taki til tilfæringa sem og komu
nýrra verslana.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hafa breytingar m.a. átt sér
stað á rúllustigum Kringlunnar. Eru
fleiri breytingar fyrirhugaðar í þeim
efnum?
„Við höfum undanfarin þrjú ár
verið að breyta ásýndinni og erum
nú að fara að stað með þriðja áfang-
ann. Við ætlum m.a. að skipta um
loft og lýsingu á fyrstu hæðinni og
laga innganginn fyrir framan Hag-
kaup í samræmi við það sem hefur
verið gert annars staðar. Þá er einn-
ig fyrirhugað að endunýja lýsingu á
bílastæðum,“ segir Einar og bætir
við að byrjað verði á framkvæmd-
unum í maí og þær kláraðar í lok júlí.
Breytingar í Kringlunni
Iðunn meðal
nýrra verslana
Morgunblaðið/Ásdís
KÍLÓIÐ af ferskum jarðarberjum
kostaði frá 1.145 krónum og upp í
1.745 krónur í gær þegar kannað
var verð á þeim í nokkrum stór-
mörkuðum í Reykjavík.
Í Danmörku og Noregi er kílóið
af jarðarberjum selt langt undir
þúsund krónum þessa dagana,
jafnvel ítölsk lífrænt ræktuð jarð-
arber kostuðu í Kaupmannahöfn í
gær undir þúsund krónum eða
920 krónur kílóið.
Engir tollar eru lagðir á
innflutt jarðarber hér á
landi samkvæmt upplýsing-
um frá landbúnaðarráðu-
neytinu.
Í gær kostaði kíló af jarð-
arberjum frá rúmlega 440 krónum
og upp í 511 krónur í verslununum
ISO, Super Brugsen og Irmu í
Kaupmannahöfn.
Jarðarberin sem til sölu eru í
Kaupmannahöfn koma frá Spáni.
Samkvæmt upplýsingum frá Kaup-
mannahöfn voru jarðarber t.d. á
tilboði hjá grænmetissala í mið-
borginni. Þar voru tveir 450 g
bakkar, alls 900 g, seldir á 25
krónur danskar eða kíló á um 320
íslenskar krónur.
Í Ósló kostaði í gær kíló af
ferskum jarðarberjum í Jacob’s,
sem telst matvöruverslun í fínni
kantinum,
um 712 ís-
lenskar
krónur. Í
Rema 1000,
sem er lágvöru-
verðsverslun, kostuðu 500 g bakk-
ar af jarðarberjum 18 norskar
krónur í gær og kílóverðið er þá
36 krónur eða um 381 íslensk
króna.
Hér á landi var kílóið ódýrast
selt á 1.145 krónur í Bónus um há-
degisbil í gær. Í Hagkaupum fór
kílóverðið úr 1.745 niður í 1709
krónur fyrir nokkrum dögum. Í
Nóatúni var kílóið af jarðarberjum
selt á 1.745 krónur í gær svo og í
Nýkaupum. Engin jarðarber voru
til hjá Nettó í gær. Í Fjarðarkaup-
um kostuðu 200 g bakkar 329
krónur. Á öllum stöðunum nema í
Fjarðarkaupum voru jarðarberin
sögð hollensk og merkt frá Kings.
Í Fjarðarkaupum voru berin belg-
ísk.
Ef borið er saman kílóverð á
jarðarberjum í Kaupmannahöfn og
í Reykjavík kemur í ljós að berin
eru allt að 241% dýrari í Reykja-
vík ef miðað er við 1.745 króna
kílóverð í Reykjavík og 511 krónur
í Kaupmannahöfn.
Að sögn Einars Þórs Sverr-
issonar framkvæmdastjóra
Ávaxtahússins eru berin
hollensk sem
fást í Bónus,
Nýkaupum
og Hag-
kaupum.
Þau
eru
ný-
komin
á mark-
að og hann
segir að það
kunni að skýra
hátt verð.
Hann segir ekki ólíklegt að verðið
lækki hratt á næstunni.
Jón Þorsteinn Jónsson markaðs-
stjóri hjá Nóatúni segir að verð á
jarðarberjum lækki oft ekki fyrr
en lengra líður á uppskerutímabil-
ið en þessi vara er keypt á upp-
boðsmörkuðum í Hollandi.
Tekið skal fram að ekkert tillit
var tekið til gæða í þessari könnun
heldur einungis spurt um verð.
Engir tollar lagðir á innflutt jarðarber hérlendis
Jarðarber 241%
dýrari í Reykjavík
en í Kaupmannahöfn
Þegar borið var saman verð á ferskum
jarðarberjum í lágvöruverðsverslununum
Remi í Ósló og Bónus í Reykjavík í gær kom
í ljós að berin voru seld á 223% hærra verði
í Bónus en Remi.
Morgunblaðið/Golli
Sterk gó l fe fn i
Ármúla 23, sími 533 5060