Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, tók við hátíðlega at- höfn í gær við lyklunum að ný- byggðri kanzlarahöll í Berlín sem hýsir bæði skrifstofur kanzlara- embættisins og embættishíbýli kanzlarans. Axel Schultes, aðalarkítekt hinn- ar umdeildu nýbyggingar, afhenti Schröder risastóran táknrænan lykil við athöfn sem fjöldi fyrir- menna var viðstaddur, þ.á m. öll þýzka ríkisstjórnin að utanrík- isráðherranum frátöldum, sem er í embættiserindum í Bandaríkj- unum. Er Schröder sneri lyklinum í ámóta stórri og táknrænni skrá sagði hann vígslu nýju kanzlara- hallarinnar marka lok flutninga ríkisstjórnarinnar frá Bonn til Berlínar en þeir voru ákveðnir eftir að Berlínarmúrinn féll og Þýzka- land sameinaðist. Sagði kanzlarinn að hið nýja starfsumhverfi stjórnarráðsins myndi „örva virkni“ þess. Kanzl- arahöllin stendur við bakka árinnar Spree, andspænis þinghúsinu, Reichstag. Dró Schröder þó enga dul á að sér þætti byggingin allt of stór og að hann hefði fremur kosið að flytja inn í hús byggt af meiri hæversku. Það var Helmut Kohl, fyrirrennari Schröders í embætti, sem valdi hönnunina á nýju kanzlarahöllinni. Frá því ríkisstjórnin og þingið fluttu til Berlínar árið 1999 hefur Schröder notað gömlu austurþýzku stjórnarráðsbygginguna sem bráðabirgðaaðsetur kanzlaraemb- ættisins. Viðurkenndi hann að það hefði farið ágætlega um sig þar, en það hefði ekki annað komið til greina en að hann flytti í stóru nýju kanzlarahöllina þar sem ekki mætti láta þá gríðarlegu fjárfestingu sem í henni lægi fara til spillis. Heildar- kostnaður við bygginguna er í kringum 465 milljónir marka, and- virði um 21 milljarðs króna. Gerhard Schröder tekur við lyklunum að nýrri kanslarahöll í Berlín Hefði kosið látlausari byggingu AP Frá vígsluathöfninni við aðalinngang nýju kanzlarahallarinnar í gær. Berlín. AFP. Gerhard Schröder kanzlari (t.v.) nýtur hér aðstoðar Axels Schult- es arkítekts við að handleika táknrænan lykil við vígsluat- höfn nýju kanzlarahallarinnar í Berlín í gær. FYRRVERANDI félagi í Ku Klux Klan-samtökum, sem hatast við blökkumenn og ýmsa aðra hópa, var dæmdur í gær í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjutilræði í kirkju árið 1963 en það varð fjórum blökkustúlkum að bana. Það tók kviðdóm, sem skipaður var fjórum blökkumönnum og átta hvítum mönnum, stutta stund að komast að þeirri niðurstöðu að Thomas Blanton, sem nú er 62 ára, bæri ábyrgð á sprengingu, sem varð í einni kirkna blökkumanna í Birm- ingham í Alabama fyrir 38 árum. Varð hún fjórum stúlkum á aldrinum 11 til 14 ára að bana en auk þess slös- uðust meira en 20 manns. Hoover svæfði málið Hryðjuverkið í kirkjunni olli eins konar þáttaskilum á sínum tíma því að það varð til að stórefla mannrétt- indabaráttu blökkumanna. Það gekk hins vegar ekki vel að koma lögum yfir hina seku. Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, nefndi fljótlega fjóra menn, sem hún taldi seka, en Edgar Hoover, þáverandi yfirmaður henn- ar, taldi ólíklegt að unnt væri að sanna á þá sök. Var málið þá lagt til hliðar en opnað aftur þremur árum síðar. Þeir, sem grunaðir voru auk Blantons, voru þeir Robert Chambliss, sem var dæmdur fyrir morð 1977 og lést í fangelsi; Herman Cash, sem lést án þess að vera ákærður, og Bobby Frank Cherry. Hefur réttarhöldum yfir honum ver- ið frestað þar til læknar hafa metið andlegt ástand hans. „4 litlar stúlkur“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu 1980 að Hoover hefði stungið undan mikil- vægum sönnunargögnum en þó komst ekki almennilegur skriður á málið fyrr en sýnd var um það heim- ildarmynd eftir Spike Lee, „4 litlar stúlkur“. Alríkislögreglan hóf nýja rann- sókn og Blanton gaf sig fram í maí sl. Það sem reið baggamuninn í réttar- höldunum var segulbandsupptaka frá árinu 1964. Hafði FBI komið fyr- ir hlustunartækjum undir eldhús- vaskinum heima hjá Blanton og tók upp samtal hans og konu hans þar sem hann viðurkenndi að hafa gert sprengjuna sem notuð var. Sækjend- ur minntu einnig á að Blanton hefði hreykt sér af ódæðinu við félaga sinn í Ku Klux Klan, sem raunar var upp- ljóstrari fyrir FBI, og fullyrt þá að hann yrði aldrei sakfelldur. Dómurinn yfir Blanton er talinn mikill sigur fyrir mannréttindabar- áttu blökkumanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna og einnig fyrir þá saksóknara sem hafa verið að taka upp gömul en óleyst mál af þessu tagi. Fyrrverandi Ku Klux Klan-félagi í lífstíðar- fangelsi fyrir morð Dómurinn féll eftir nærri fjörutíu ár Birmingham. AP, AFP. AP Thomas Blanton leiddur brott úr réttarsalnum er dómurinn hafði verið kveðinn upp. LEIÐTOGAR NATO-ríkja í Evrópu brugðust í gær varfærnislega við ræðu George W. Bush Bandaríkjafor- seta þar sem hann kynnti umdeild áform sín um að koma upp eldflauga- varnakerfi og hvatti til þess að ABM- sáttmálinn frá 1972, sem takmarkar eldflaugavarnir, viki fyrir nýjum samningi. Bush sagði ennfremur í ræðu í fyrradag að hann stefndi að því að fækka langdrægum kjarnavopnum Bandaríkjanna án sérstaks afvopnun- arsamnings við Rússa og kvaðst ætla að hafa samráð við önnur ríki um eld- flaugavarnirnar. Hann lýsti ABM- sáttmálanum sem tímaskekkju og sagði að hann yrði að víkja fyrir nýj- um samningi sem myndi gera Banda- ríkjamönnum og bandamönnum þeirra kleift að koma upp eldflauga- vörnum til að verjast hugsanlegum árásum óvinveittra ríkja í þriðja heiminum. Markmiðið með ABM-sáttmálan- um var einmitt að hindra slík eld- flaugavarnakerfi og hann var einn af grunnþáttum fælingarstefnu stór- veldanna í kalda stríðinu. Bush sagði að í sáttmálanum væri ekki tekið mið af tækniframförum, sem orðið hefðu síðustu þrjá áratugi, og hann meinaði Bandaríkjamönnum að leita nýrra leiða til að verjast nýj- um hættum eftir lok kalda stríðsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Bush ræðir áformin um eldflaugavarnirnar opinberlega frá því að hann tók við forsetaembættinu í janúar. Hann veitti þó ekki nýjar upplýsingar um hvers konar eldflaugavarnakerfi hann hefði í huga og sagði ekkert um hvað það myndi kosta eða hvenær því yrði komið upp. Forsetinn kvaðst hins vegar stefna að því að fækka kjarnavopnum Bandaríkjanna eins mikið og mögu- legt er í „samræmi við þarfir Banda- ríkjanna og skuldbindingar okkar gagnvart bandamönnum okkar“. Bandaríkjamenn eiga nú 7.295 kjarnaodda og Rússar 6.094. Rússar hafa lagt til verulega kjarnorkuaf- vopnun og bandarískir embættis- menn hafa rætt þann möguleika að fækka kjarnaoddum Bandaríkjanna í 1.500. Lofar samráði Bush lagði áherslu á að Banda- ríkjastjórn myndi ekki koma upp eld- flaugavarnakerfi án þess að hafa náið samráð við leiðtoga ríkja í Evrópu og Asíu. Bush hringdi einnig í Vladímír Pút- ín Rússlandsforseta í fyrradag til að útskýra áformin um eldflaugavarn- irnar og kvaðst vilja eiga fund með honum fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims í sumar. Fyrstu viðbrögð leiðtoga banda- manna Bandaríkjanna við áformum Bush um eldflaugavarnir voru var- færnisleg og þeir beindu þess í stað athyglinni að loforðum forsetans um að hafa samráð við önnur ríki og fækka kjarnavopnum Bandaríkjanna. „Ég fagna loforði forsetans um að fækka bandarísku kjarnavopnunum,“ sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands. „Það eru góðar fréttir að Bush forseti skuli hafa rætt við Pút- ín.“ Bush kann að þurfa að fá leyfi bresku stjórnarinnar til að endurnýja ratsjárstöðvar í norðurhluta Eng- lands til að þær geti verið hluti af eld- flaugavarnakerfinu. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hefur hingað til neitað að svara því afdrátt- arlaust hvort hann myndi samþykkja slíka beiðni og sagt að hún hafi ekki enn verið lögð fram formlega. Varað við vígbúnaðarkapphlaupi Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, kvaðst hafa áhyggjur af áformum Bandaríkja- stjórnar en fagnaði loforði Bush um að hafa samráð við Rússa og NATO- ríkin í Evrópu. Fischer var staddur í Washington og kvaðst ætla að nota ferðina til að ræða málið frekar við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. George Robertson, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann fagnaði um- mælum Bush. „Rétt er af forsetanum að beina athyglinni að þessum nýju hættum og ég er ánægður með loforð hans um náið samráð við bandamenn- ina,“ sagði hann. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svía, sem gegna nú formennsku í Evrópusambandinu, gagnrýndi hins vegar áformin um eldflaugavarnirn- ar. „Þetta getur valdið nýju vígbúnað- arkapphlaupi,“ sagði hún í samtali við Aftonbladet. Franska stjórnin sagði ekkert um ummæli Bush en Jean-Louis Dufour ofursti, varnarmálasérfræðingur rannsóknastofnunarinnar CERI í París, sagði að Bush hefði aðeins gert yfirborðslega tilraun til að hafa sam- ráð við Rússa og NATO-ríkin í Evr- ópu áður en hann flutti ræðuna. „Þetta er mjög flókið mál og hann af- greiddi það í tíu mínútna símtali,“ sagði Dufour. Nokkrir varnarmálasérfræðingar spáðu því að NATO-ríkin í Evrópu myndu að lokum samþykkja áform Bandaríkjastjórnar þrátt fyrir efa- semdir þeirra og áhyggjur af því að þau kunni að valda nýju vígbúnaðar- kapphlaupi. „Ég tel að Evrópuríkin dragi að lokum þá ályktun að það þjóni betur öryggishagsmunum þeirra að ergja ekki Bandaríkjamenn um of,“ sagði Timothy Garden, fræði- maður við Konunglegu alþjóðamála- stofnunina í London. Stjórn Ástralíu tók ræðu Bush vel og kvaðst ætla að heimila Bandaríkja- mönnum að nota sameiginlegar her- stöðvar í Ástralíu fyrir eldflauga- varnakerfið. Talin geta grafið undan alþjóðlegum samningum Nokkrir varnarmálasérfræðingar sögðust óttast að áform Bandaríkja- stjórnar gætu grafið undan alþjóðleg- um samningum sem gerðir hafa verið í öryggismálum frá því að ABM-sátt- málinn var undirritaður árið 1972, svo sem samningum um afvopnun og bann við kjarnorkutilraunum. Demókratar í Bandaríkjunum gagnrýndu einnig áform Bush og sögðu að ekki hefði enn verið sannað að eldflaugavarnakerfið gæti þjónað tilætluðum tilgangi. Þingmenn úr báðum stóru flokkunum í Bandaríkj- unum veltu því einnig fyrir sér hvern- ig Bush hygðist lækka skatta og eyða um leið 60–100 milljörðum dala, and- virði 5.600–9.400 milljarða króna, í eldflaugavarnir án þess að draga úr öðrum útgjöldum til varnarmála. Bandaríkjaforseti kynnir áform um að koma upp eldflaugavarnakerfi Viðbrögð Evrópuríkja einkennast af varfærni APGeorge W. Bush Bandaríkjafor- seti flytur ávarp sitt. Washington, London. Reuters, AP, AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.