Morgunblaðið - 03.05.2001, Page 31

Morgunblaðið - 03.05.2001, Page 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 31 LÆKNAR við sjúkrahúsið í Mílanó, þar sem Emma Bonino, fyrrverandi meðlimur framkvæmda- stjórnar Evrópusam- bandsins, liggur í mót- mælasvelti, sögðust í gær hafa áhyggjur af ástandi hennar. Bonino hefur neitað að inn- byrða vott eða þurrt í fimm sól- arhringa. Hún var lögð inn á Sao Paolo-sjúkrahúsið í Mílanó á þriðjudagskvöld, en mun hafa hafnað hvers kyns læknisað- stoð. Mótmælasveltinu er ætlað að vekja athygli á því hve litlir flokkar, sem bjóða fram í þing- kosningunum á Ítalíu hinn 13. maí næstkomandi, fá lítinn út- sendingartíma í fréttaflutningi af kosningabaráttunni í sjón- varpsstöðvum landsins. Bonino er formaður Róttæka flokksins, eins ítölsku smáflokkanna. Þar sem sjávarútvegsmál voru meðal málefna á hennar könnu á þeim árum sem Bonino var í framkvæmdastjórn ESB, 1995–1999, átti hún töluverð samskipti við Íslendinga og mætti t.d. á ráðstefnu í Reykja- vík árið 1997. Pólskir bisk- upar biðjast afsökunar Á BISKUPAÞINGI í Póllandi samþykktu í gær kaþólskir biskupar landsins ályktun þar sem þeir biðja fyrir hönd lands- manna sinna um fyrirgefningu fyrir „þann sársauka“ sem hlauzt af því að 1.600 gyðingar voru brenndir inni af pólskum nágrönnum sínum í smábæ í Norðaustur-Póllandi í júlí árið 1941. Breyttu biskuparnir þar með fyrri afstöðu sinni til málsins, sem var í takt við áður ríkjandi opinbera söguskoðun sem gerði þýzka nazista ábyrga fyrir þessu fjöldamorði á gyðingum. Ísraelar deila um Richard Wagner HART er nú deilt í Ísrael um það hvort flytja megi tónverk eftir þýzka tónskáldið Richard Wagner í landinu eða ekki. Shaul Yaholam, þingmaður „Þjóðernissinnaða trúarflokks- ins“ á ísraelska þinginu, Kness- et, fór mikinn í fordæmingu sinni á því að fyrirhugað væri að flytja hluta Wagner-óper- unnar „Die Walküre“ á stærstu menningarhátíð ársins í Ísrael í sumar – undir stjórn hins heimskunna stjórnanda Dan- iels Barenboims, sem sjálfur er Ísraeli að uppruna. „Sé helvíti til getur ekki verið nokkur vafi á því að þar eigi Richard Wagner heiðurssess og það væri honum efalaust ánægjuefni að vita að gyðingar – sem hann talaði sjálfur svo illa um – skuli flytja hans verk,“ sagði þingmaðurinn. STUTT Hafa áhyggjur af ástandi Bonino Emma Bonino SVO virðist sem nýjar tillögur Ger- hards Schröders, kanzlara Þýzka- lands, um framtíðarfyrirkomulag stofnanauppbyggingar Evrópusam- bandsins (ESB), hafi víkkað enn það bil sem á síðustu misserum hefur orðið æ meira áberandi í Evrópu- stefnu stjórnvalda í Berlín og París, en „þýzk-franski öxullinn“ hefur á liðnum áratugum verið einn helzti drifkraftur Evrópusamrunans. Pierre Moscovici, Evrópumálaráð- herra Frakklands og náinn samherji Lionels Jospins forsætisráðherra, dró í útvarpsviðtali í gær ekki dul á ágreining Frakka og Þjóðverja á þessu sviði. „Okkur væri ef til vill nær að ganga ekki eins langt og gert er ráð fyrir í áætlun Schröders,“ sagði Moscovici. „Við ættum vissulega, að mínu viti, að stefna lengra í samruna- átt en jafnframt ættum við að virða milliríkjasamstarfsstofnanirnar, ráð- herraráðið,“ sagði hann, en kjarnaat- riði í tillögum Schröders, sem eru hluti af stefnumótandi ályktun sem hann hefur lagt fyrir flokk sinn, þýzka Jafnaðarmannaflokkinn, er að ráðherraráði ESB verði breytt í eins konar efri deild Evrópuþingsins og að framkvæmdastjórn ESB verði eins konar „ríkisstjórn Evrópu“ sem beri ábyrgð gagnvart Evrópuþing- inu. Moscovici hafnaði þessum tillögum að breyttri stofnanauppbyggingu sambandsins en sumir hafa túlkað þær sem viljandi skref í átt að því að gera ESB að „evrópsku ofurríki“. Barnier hrifinn Hins vegar sagði Michel Barnier, hinn franski meðlimur framkvæmda- stjórnar ESB sem fer með málefni er varða umbætur á stofnanakerfi sambandsins, í gær að hugmyndir þýzka kanzlarans væru „djarfar og athyglisverðar“. „Samþykki flokkur hans þær mun Þýzkaland leika mjög mikilvægt hlutverk í umræðunni um framtíð ESB eftir [leiðtogafundinn í] Nice, en það er nokkuð sem ég fagna,“ sagði Barnier í viðtali við þýzku útvarps- stöðina DeutschlandFunk. Tillögur Schröders að breyttu stofnanakerfi ESB Brestir í „þýzk- franska öxlinum“ París, Berlín. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.