Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 31 LÆKNAR við sjúkrahúsið í Mílanó, þar sem Emma Bonino, fyrrverandi meðlimur framkvæmda- stjórnar Evrópusam- bandsins, liggur í mót- mælasvelti, sögðust í gær hafa áhyggjur af ástandi hennar. Bonino hefur neitað að inn- byrða vott eða þurrt í fimm sól- arhringa. Hún var lögð inn á Sao Paolo-sjúkrahúsið í Mílanó á þriðjudagskvöld, en mun hafa hafnað hvers kyns læknisað- stoð. Mótmælasveltinu er ætlað að vekja athygli á því hve litlir flokkar, sem bjóða fram í þing- kosningunum á Ítalíu hinn 13. maí næstkomandi, fá lítinn út- sendingartíma í fréttaflutningi af kosningabaráttunni í sjón- varpsstöðvum landsins. Bonino er formaður Róttæka flokksins, eins ítölsku smáflokkanna. Þar sem sjávarútvegsmál voru meðal málefna á hennar könnu á þeim árum sem Bonino var í framkvæmdastjórn ESB, 1995–1999, átti hún töluverð samskipti við Íslendinga og mætti t.d. á ráðstefnu í Reykja- vík árið 1997. Pólskir bisk- upar biðjast afsökunar Á BISKUPAÞINGI í Póllandi samþykktu í gær kaþólskir biskupar landsins ályktun þar sem þeir biðja fyrir hönd lands- manna sinna um fyrirgefningu fyrir „þann sársauka“ sem hlauzt af því að 1.600 gyðingar voru brenndir inni af pólskum nágrönnum sínum í smábæ í Norðaustur-Póllandi í júlí árið 1941. Breyttu biskuparnir þar með fyrri afstöðu sinni til málsins, sem var í takt við áður ríkjandi opinbera söguskoðun sem gerði þýzka nazista ábyrga fyrir þessu fjöldamorði á gyðingum. Ísraelar deila um Richard Wagner HART er nú deilt í Ísrael um það hvort flytja megi tónverk eftir þýzka tónskáldið Richard Wagner í landinu eða ekki. Shaul Yaholam, þingmaður „Þjóðernissinnaða trúarflokks- ins“ á ísraelska þinginu, Kness- et, fór mikinn í fordæmingu sinni á því að fyrirhugað væri að flytja hluta Wagner-óper- unnar „Die Walküre“ á stærstu menningarhátíð ársins í Ísrael í sumar – undir stjórn hins heimskunna stjórnanda Dan- iels Barenboims, sem sjálfur er Ísraeli að uppruna. „Sé helvíti til getur ekki verið nokkur vafi á því að þar eigi Richard Wagner heiðurssess og það væri honum efalaust ánægjuefni að vita að gyðingar – sem hann talaði sjálfur svo illa um – skuli flytja hans verk,“ sagði þingmaðurinn. STUTT Hafa áhyggjur af ástandi Bonino Emma Bonino SVO virðist sem nýjar tillögur Ger- hards Schröders, kanzlara Þýzka- lands, um framtíðarfyrirkomulag stofnanauppbyggingar Evrópusam- bandsins (ESB), hafi víkkað enn það bil sem á síðustu misserum hefur orðið æ meira áberandi í Evrópu- stefnu stjórnvalda í Berlín og París, en „þýzk-franski öxullinn“ hefur á liðnum áratugum verið einn helzti drifkraftur Evrópusamrunans. Pierre Moscovici, Evrópumálaráð- herra Frakklands og náinn samherji Lionels Jospins forsætisráðherra, dró í útvarpsviðtali í gær ekki dul á ágreining Frakka og Þjóðverja á þessu sviði. „Okkur væri ef til vill nær að ganga ekki eins langt og gert er ráð fyrir í áætlun Schröders,“ sagði Moscovici. „Við ættum vissulega, að mínu viti, að stefna lengra í samruna- átt en jafnframt ættum við að virða milliríkjasamstarfsstofnanirnar, ráð- herraráðið,“ sagði hann, en kjarnaat- riði í tillögum Schröders, sem eru hluti af stefnumótandi ályktun sem hann hefur lagt fyrir flokk sinn, þýzka Jafnaðarmannaflokkinn, er að ráðherraráði ESB verði breytt í eins konar efri deild Evrópuþingsins og að framkvæmdastjórn ESB verði eins konar „ríkisstjórn Evrópu“ sem beri ábyrgð gagnvart Evrópuþing- inu. Moscovici hafnaði þessum tillögum að breyttri stofnanauppbyggingu sambandsins en sumir hafa túlkað þær sem viljandi skref í átt að því að gera ESB að „evrópsku ofurríki“. Barnier hrifinn Hins vegar sagði Michel Barnier, hinn franski meðlimur framkvæmda- stjórnar ESB sem fer með málefni er varða umbætur á stofnanakerfi sambandsins, í gær að hugmyndir þýzka kanzlarans væru „djarfar og athyglisverðar“. „Samþykki flokkur hans þær mun Þýzkaland leika mjög mikilvægt hlutverk í umræðunni um framtíð ESB eftir [leiðtogafundinn í] Nice, en það er nokkuð sem ég fagna,“ sagði Barnier í viðtali við þýzku útvarps- stöðina DeutschlandFunk. Tillögur Schröders að breyttu stofnanakerfi ESB Brestir í „þýzk- franska öxlinum“ París, Berlín. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.