Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að var undarlegt að
heyra þetta af munni
miðdemókratans en
ekki varð um villst;
miðjumaðurinn kvaðst
halda að líklega væru pólitískar
öfgar stundum bestar til að ná ár-
angri. Maðurinn sem um ræðir er
virtur stjórnmálamaður hér í Dan-
mörku og þykir tjá sig af skynsemi
um mál sem eiga það til að vera
rædd af meira kappi en forsjá.
Eitt þeirra og raunar það sem
áðurnefndur maður vísaði til, eru
málefni innflytjenda.
Staðreyndin er sú að í Dan-
mörku hefur Danski þjóðarflokk-
urinn, sem hefur á stefnuskrá
sinni að fækka innflytjendum,
stýrt umræðunni um málefni
þeirra í mörg herrans ár. Það hef-
ur orðið til þess
að jafnaðar-
menn, sem verið
hafa við stjórn-
völinn í níu ár,
hafa séð sig
knúna til þess að
sýna almenningi að þeir taki á mál-
um af hörku. Fjöldamörg dæmi
eru um málefni einstaklinga, sem
hefði mátt leysa með því að gera
undantekningu. Þess í stað hafa
þau farið í óleysanlegan hnút sem
kallað hefur mikla erfiðleika og
armæðu yfir þá sem um ræðir, auk
þess sem þau eru enn einn naglinn
í kistu umburðarlyndis gagnvart
ókunnugum.
Dæmi um mál sem farið hafa úr
böndunum vegna stífni þeirra
embættismanna sem að því komu
snýst um tamílska konu frá Sri
Lanka, sem kom til Danmerkur
fyrir nokkrum mánuðum ásamt
ársgömlum syni sínum til að vera
hjá eiginmanninum sem búið hefur
í Danmörku í níu ár. Hjónaband og
barn þótti hins vegar ekki næg
„tenging við landið“, sem er að-
alröksemdin fyrir því að veita inn-
flytjendum dvalarleyfi í landinu.
Umsókn konunnar var því ekki að-
eins hafnað; hún var flutt með
valdi frá heimili sínu og ekki skilið
við hana og grátandi smábarnið
fyrr en dyr flugvélarinnar lok-
uðust á Kastrup.
Allt var að sjálfsögðu sýnt í
kvöldfréttum sjónvarps. Konan
var handtekin af yfirvöldum við
komuna til Sri Linka, enda eiga yf-
irvöld í blóðugum átökum við
skæruliða tamíla en henni var
sleppt eftir að danskir embættis-
og hjálparstarfsmenn lögðu fram
mótmæli. Hið dapurlegasta í mál-
inu er að eftir tvo mánuði á eig-
inmaðurinn rétt á því að óska eftir
því að fjölskyldan verði sameinuð
þar sem hann hefur þá búið nógu
lengi í landinu. Hann mun að öllum
líkindum fá jákvætt svar sem þýð-
ir að eiginkona hans og barn verða
flutt aftur til Danmerkur á kostn-
að danska ríkisins.
Einhver hefði sagt að gera hefði
mátt undantekningu í þessu tilfelli,
af mannúðarástæðum og svo
hreinlega til að spara fé hins op-
inbera. Ekki var við það komandi
þótt málið endaði á borði innanrík-
isráðherrans, Karenar Jespersen.
Ráðherranum var svo mikið í mun
að sýna að jafnaðarmenn sýndu
enga linkind að skynsemisrök réðu
engu.
Endalausar deilur um hvort
múslimskar konur megi bera
slæður í skóla og vinnu eru ekki til
marks um að mikill vilji sé til þess
að koma til móts við þá sem flust
hafa til Danmerkur. Ekki heldur
áralangar deilur um hvort múslim-
ar geti fengið eigin grafreit, eða
jafnvel mosku. Þrátt fyrir að
hundruð þúsunda íbúa landsins
játist íslam hefur kirkjumála-
ráðherrann ekki viljað ganga
lengra en segja að þeir fái
„kannski“ grafreit, rétt eins og
grafreitur sé ávísun á að íslömsk
heittrúarstefna tröllríði öllu.
Umræða sem ætti að snúast um
hvernig hinir nýju íbúar Dan-
merkur geti aðlagast samfélaginu
snýst þess í stað um það að sýna
fram á að ekkert sé gefið eftir
gagnvart útlendingunum.
Stjórnmálamaðurinn sem
minnst var á í upphafi sagði mál-
um svo komið að líklega væri best
að borgaraflokkarnir kæmust til
valda, þar sem slíkt væri eina von-
in til þess að hægt væri að gera
breytingar til batnaðar á útlend-
ingalöggjöfinni dönsku án þess að
allt yrði vitlaust. „Sjáðu til, ef þeir
íhaldssömustu leggja til breyt-
ingar grunar engan að verið sé að
ganga of langt.“
Hann taldi sumsé hlutverk mið-
flokkanna vera að styðja slíka
stjórn á þingi, þvinga fram breyt-
ingar með hótunum að láta af
stuðningi en láta íhaldsmennina
um að sannfæra almenning.
Nú þegar hafa nokkrir stjórn-
málaflokkar danskir lýst því yfir
að málefni innflytjenda verði
helsta kosningamálið í næstu
kosningum og miðdemókratinn er
ekki einn um að koma sér fyrir í
skotgröfunum. Jafnaðarmenn,
einkum þeir eldri, eru farnir að
láta á sér kræla og lýsa eftir opn-
ari og málefnalegri umræðu en
verið hefur, segjast vera búnir að
fá nóg af því að Danski þjóð-
arflokkurinn fari fyrir henni.
Það hefur hins vegar ekki leitt
til nokkurs skapaðs hlutar enda
með öllu óljóst hvernig jafn-
aðarmenn ætla að höfða til þess
fjölda kjósenda sem hefur yfirgef-
ið þá, m.a. vegna þess að þeir voru
ósáttir við linkind flokksins gagn-
vart útlendingum. Sá ótti á ekki
síst rætur sínar að rekja til þess
óróleika sem grípur marga á tím-
um alþjóðavæðingar, tæknium-
byltingar og endalausra fólksflutn-
inga. Heimurinn er ekki lengur
stór, hann verður minni og minni –
eða kannski færist hann bara nær.
En miðdemókratinn marg-
umræddi nefndi fleiri dæmi um
ágæti þess að þeir sem eru á ysta
kanti stjórnmála fengju að taka til
sín. Hann kvaðst t.d. þeirrar skoð-
unar að eina vonin um frið í Mið-
Austurlöndum fælist í því að láta
herskáustu Ísraelana og Palest-
ínuarabana setjast niður að samn-
ingaborði. Röksemdin var sú
sama; enginn úr þeirra herbúðum
myndi telja að þeir hefðu gefið of
mikið eftir.
Amma sagði stundum að það
væri sama hvaðan gott kæmi, og
áðurnefndur rökstuðningur færir
orðatiltækið skrefi lengra; líklega
er best að gott komi þaðan sem
síst er á því von. Þótt það sé
reyndar afskaplega dapurlegt,
einkum og sér í lagi fyrir þá sem
barist hafa fyrir umbótum allt sitt
líf.
Sama
hvaðan
gott kemur
Málum er nú svo komið að kannski
er best að gott komi þaðan sem síst
er á því von.
VIÐHORF
Eftir Urði
Gunnarsdóttur
urdur@mbl.is
HANNES Hlífar Stefánsson vann
frábæran sigur á alþjóðlegu skák-
móti sem lauk fyrir helgina, eins og
fram kom í síðasta skákþætti. Hér á
eftir fylgir frásögn Hannesar af
mótinu og skýringar hans við sig-
urskákina úr síðustu umferð móts-
ins:
Nýlega fékk ég boð um að taka
þátt í alþjóðlegu skákmóti í Egypta-
landi. Í fyrstu var ég ekkert sérstak-
lega spenntur, því bæði voru verð-
laun lág og eins gæti verið um
framandi aðstæður að ræða. Þar
sem ég hafði einnig fengið boð á
minningarmót Capablanca á Kúbu
3.-21. maí ákvað ég hins vegar að slá
til. Fyrra mótið hentaði ágætlega
sem upphitun fyrir minningarmótið
um heimsmeistarann fyrrverandi.
Einnig pössuðu tímasetningar og
flugleiðir vel saman, þ.e. París-
Egyptaland og París-Kúba.
Mótið var haldið í borginni Tanta
120 km frá Kaíró í Egyptalandi.
Keppendur á mótinu voru 38, þar af
5 stórmeistarar og 26 alþjóðlegir,
flestir frá gömlu austantjaldslönd-
unum. Keppendur fóru með rútu á
staðinn frá flugvellinum. Boðið var
upp á ágætishótel í borginni, en mat-
urinn var ekki upp á marga fiska.
Fyrstu dagana var boðið upp á of-
soðið kjöt af ýmsu tagi, sem kom þó
ekki í veg fyrir að flestir fengu þegar
í stað í magann. Ég var þó svo hepp-
inn að magakveisan kom ekki fyrr
en eftir mótið! Sérstaklega var Þjóð-
verjinn Stefan Loeffler illa haldinn í
maganum. Honum var ekki skemmt
þegar sást hvar einn þjónninn hellti
kranavatni í kolsýruflöskurnar til að
geta selt okkur og þénað smá aura!
Þegar leið að miðju móti fengum við
þær gleðifréttir að nú gætum við
pantað hvað sem væri á matseðlin-
um. Ánægjan var þó skammvinn því
flesta dagana var okkur tilkynnt, að
„í dag bjóðum við bara upp á... kjúk-
ling“! Aðstæður á keppnisstað voru
lélegar. Teflt var í íþróttasal og sátu
menn á garðstólum að tafli. Það var
allframandi fyrir okkur þegar við
skruppum á salernið, að sjá 15-20
Egypta beygja sig í átt til Mekka í
einu horninu!
Skákmótið byrjaði vel hjá mér og
ég var kominn með 4 vinninga eftir 5
umferðir. Í sjöttu umferð lenti ég í
erfiðri stöðu á móti búlgarska stór-
meistaranum Spasov og þrátt fyrir
góða baráttu varð ég að játa mig
sigraðan eftir 130 leiki! Ég náði þó
2½ vinningi í síðustu þremur um-
ferðunum, sem tryggði mér efsta
sætið á mótinu ásamt Azer Mirzoev
frá Azerbadjan. Var ég þó úrskurð-
aður sigurvegari eftir stigaútreikn-
ing. Lokastaða efstu manna á
mótinu varð þessi:
1. Hannes 6½ v.
2. Azer Mirzoev 6½ v.
3. Alexander Fominyh, Vasil
Spasov 6 v.
5.-10. Ibragim Khamrakulov,
Dimitry Komarov, Dimitar Dochev,
Milos Jirovsky, Radek Kalod,
Vyacheslav Ikonnikov 5½ v.
Allir þessir skákmenn eru stór-
meistarar eða alþjóðlegir meistarar
og fjórir þeirra eru með yfir 2.550
skákstig. Í síðustu umferð tefldi ég
við Hvít-Rússann Sergey Kasparov.
Upp kom Caro-Kann vörn og skipt-
ist snemma upp á drottningum. Ég
fékk aðeins betra endatafl, en sjón
er sögu ríkari.
Hvítt: Hannes (2.570)
Svart: Sergey Kasparov (2.456)
[B19] Caro-Kann
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4.
Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3
Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3
e6 11. Bf4 Rgf6 12. 0–0–0 Be7 13.
Kb1 0–0 14. Re4 Rxe4 15. Dxe4 Rf6
16. De2 Dd5 17. Re5 De4 18. Dxe4
Rxe4
Stöðumynd 1
Við tefldum byrjunarleikina frek-
ar hratt og fyrst núna fór ég að
hugsa mig um. Það liðu þó ekki
nema nokkrar mínútur þar til and-
stæðingur minn kom að borðinu án
þess að setjast og sagði „draw“, en
sá dónaskapur herti bara sigurvilj-
ann hjá mér.
19. Be3...
Nýr leikur í stöðunni. Markmið
hans er að gera svörtum erfiðara
fyrir að losa um sig með c5. Í skák
milli þeirra Karls Þorsteins og Lobr-
on í Reykjavíkurskákmótinu 1984
varð framhaldið 19. Hhe1 Rf6 20. g4
Hfd8 21. Hd3 c5 22. Hed1 cxd4 23.
Hxd4 Hd8 og eftir tvöföld hróka-
kaup stóð hvítur aðeins betur. Skák-
inni lauk þó með jafntefli um síðir.
19...Hfd8 20. c4 Kf8
Svartur fellur nú í þá gryfju að
bíða átekta, en slíkt getur leitt til
hægláts „svíðings“. Betra var 20. c5.
21. g4 Rf6 22. f3 Rd7 23. f4
Stöðumynd 2
Nú eru sennilega margir sem
halda að staðan sé steindautt jafn-
tefli eftir 23. Rxe5 24. dxe5 c5 25.
Kc2 og hrókauppskipti, en slíku var
ég einmitt að vonast eftir. Ég mundi
nefnilega eftir lærdómsríka enda-
taflinu sem Khalifman vann gegn
Jóhanni Hjartarsyni í Tilburg 1994.
Þar kom eftirfarandi staða upp:
Stöðumynd 3
Framhaldið varð 41…g6 42. g4
gxh5 43. gxh5 a5 44. Bd2 Kh7 45. f5
Bh4 46. b4 exf5+ 47. Kxf5 cxb4 48.
axb4 a4 49. Bc1 Bg5 50. Ba3 Kg8 51.
b5 Bd8 52. c5 bxc5 53. Bxc5 Kh7 54.
Ke4 Kg7 55. Kd5 Bc7 56. b6 Bb8 57.
b7 f5 58. Bd6 Ba7 59. Kc6 f4 60. e6 f4
61. e7 1-0
23… a6 24. Kc2 Rxe5 25. dxe5 b5
26. Bb6! Hxd1 27. Hxd1 Ke8 28. Kc3
Hb8 29. Bc7 Hb7 30. Bd6 Bh4?
Eftir þennan afleik verður svarta
staðan afar erfið. Síðasti möguleik-
inn fólst í 30. bxc4.
31. b4! f6 32. Hd3 Kf7? 33. Bc5
Stöðumynd 4
Úrslitin eru ráðin. Hvítur hótar
nú Hd8 og eftir rökréttasta fram-
haldið, 33…fxe5 34. fxe5, fengi hvíti
hrókurinn einnig svigrúm til að
hreiðra um sig á f-línunni.
33...g5 34. hxg6+ Kxg6 35. Hd6
h5 36. gxh5+ Kf5 37. exf6 Bxf6+ 38.
Bd4 Bh4 39. Hxc6 Be1+ 40. Kb3
Kxf4 41. Bc5 a5 42. cxb5 Bxb4 43.
Bxb4 Hxb5 44. Hc4+ Kf3 45. Ka4
1–0
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
3.5. SÍ. Landsmót í skólaskák
6.5. SA. 10 mínútna mót
7.5. Hellir. Atkvöld
9.5. TR. Hraðskákmót öðlinga
SKÁK
T a n t a , E g y p t a l a n d i
IV. TANTA-SKÁKMÓTIÐ
18.–27.4. 2001
SKÁK
Sigurför Hannesar
til Egyptalands
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Stöðumynd 3 Stöðumynd 4
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
Sveinn Pálsson og Jónas
Róbertsson Norðurlands-
meistarar í tvímenningi
Sveinn Pálsson og Jónas Róberts-
son sigruðu í Norðurlandsmótinu í
tvímenningi var haldið 1. maí í Safn-
aðarheimili Dalvíkurkirkju. Mótið
tókst í alla staði mjög vel. Spilaður
var monrad barometer með þátt-
töku 26 para undir styrkri stjórn
Ólafs Ágústssonar keppnisstjóra.
Sigurvegararnir, Sveinn Pálsson
og Jónas Róbertsson, hlutu 746 stig.
Í öðru sæti Stefán Vilhjálmsson og
Hermann Huijbens með 701 stig og
í þriðja sæti urðu síðan Björn Þor-
láksson og Reynir Helgason með
700 stig.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára
spilaði tvímenning fimmtudaginn
26. apríl. Miðlungur 126. Beztum
árangri náðu:
NS
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 147
Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss.
142
Leó Guðbrandss. – Aðalsteinn Guðbr. 136
AV
Stefán Ólafss. – Sigurjón H. Sigurjónss 138
Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj.138
Guðni Ólafsson – Kjartan Elíasson 132
Eldri borgarar spila brids að
Gullsmára 13 alla mánudaga og
fimmtudag. Skráning kl. 12.54.
Eldri borgarar spiluðu tvímenn-
ing á tíu borðum í Gullsmára Kópa-
vogi mánudaginn 30. apríl. Miðlung-
ur 168. Beztum árangri náðu:
NS
Viðar Jónsson – Sigurþór Halldórsson 226
Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottósson 201
Kristján Guðmundss.–– Sig. Jóhannsson 183
AV
Sigurður Björnsson – Auðunn Bergsv.s. 208
Jón Andrésson – Einar Markússon 203
Sigurpáll Árnason – Sigurður Gunnl.s. 192
Eldri borgarar spila brids á mánu-
dögum og fimmtudögum að Gull-
smára 13. Skráning kl. 12.45.