Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 53
Vordagar
20% afsláttur
af öllum vörum
fimmtudag
til sunnudags
Einstakt tækifæri
DOMUS MEDICA KRINGLUNNI AKUREYRI SUÐURLANDSBRAUT 54
JIP
SKETCHERS
STARF óperusöngv-
ara hefur löngum verið
sveipað ævintýraljóma.
Vissulega fáum við
söngvarar sem búsettir
erum á erlendri grund
oft og tíðum skemmti-
leg og ögrandi verkefni
og tækifærin til ferða-
laga eru mörg og
heillandi. En starfinu
fylgja margir ókostir,
til dæmis álag svo vik-
um og mánuðum skipt-
ir, fjarvera frá fjöl-
skyldu, truflandi
kvefpestir, misjafnir
leikstjórar og hljóm-
sveitarstjórar, svo ekki
sé nú minnst á óperustjóra og um-
boðsmenn.
Þó finnst mér þetta allt vera hjóm
hjá því sem ég varð vitni að á æfingu í
Íslensku óperunni í febrúar síðast-
liðnum. Aðstaðan er slæm baksviðs
og ekki batnar ástandið þegar komið
er upp á svið. Leikstjórn í Íslensku
óperunni felst aðeins að nokkru leyti í
því að túlka sviðsverkið, en að mestu
leyti í því að reyna með hugvitsam-
legum hætti að koma öllu sómasam-
lega til skila í þrengslunum sem boðið
er upp á. Aðstaðan er eins og gesta-
þraut fyrir jafnvel alvana óperuleik-
stjóra.
Ísland hefur tekið stakkaskiptum
síðan ég flutti utan fyrir 13 árum. Allt
virðist hafa þróast til betri vegar –
nema aðbúnaður þeirra sem basla við
að setja upp óperur í Ingólfsstræti.
Maður spyr sjálfan sig: Hvers vegna?
Áhuginn er nægur og uppselt á nán-
ast allar sýningar. En svarið sem ég
fæ er ávallt það sama: Skortur á pen-
ingum og skortur á húsnæði við hæfi.
En kvað ekki nýverið við nýjan
tón? Var ekki lofað föst-
um stöðum fyrir söngv-
ara, atvinnusöngvara?
Það ber auðvitað að
þakka og lofa. Ánægju-
legt er að Björn Bjarna-
son menntamálaráð-
herra skuli loksins veita
þessari stétt þá viður-
kenningu sem felst í að
hópur atvinnufólks geti
helgað sig óperuflutn-
ingi í heimalandi sínu.
Sá galli er þó á gjöf
Njarðar að þessir at-
vinnumenn hafa ekki
sæmandi aðstöðu til að
stunda list sína.
Gamla Bíó var gott
kvikmyndahús en er afleitt óperuhús
eins og áður var drepið á, það sé ég
best eftir áralangt starf í erlendum
óperuhúsum. Gamla bíó er í besta
falli léleg afsökun fyrir því að geta
sagt að óperulistin í landinu sé ekki
lengur vegalaus.
Nú hugsa ef til vill margir: Jæja,
ætla söngvararnir að fara að heimta
að byggt verði sérstakt óperuhús fyr-
ir sig? Og slíkar hugrenningar kynnu
að eiga rétt á sér ef sá sem þetta
skrifar hefði ekki ásamt fleirum tekið
þátt í tenóratónleikum og fleira í
þeim dúr til styrktar því að reist verði
Tónlistarhús og ýmislegt annað gert
sem gæti orðið íslensku tónlistarlífi
til gagns. Nei, krafa okkar er mjög
hógvær og kallar ekki endilega á hús-
byggingar. Óperusöngvarar sætta
sig fullkomlega við að deila húsnæði
með öðrum.
Óskandi væri að sjá viðlíka hóg-
værð víðar. Það er nefnilega til hús
sem vel gæti hýst söngvara og það er
Þjóðleikhúsið. Þar ættu leikarar,
dansarar og söngvarar ásamt hljóm-
sveit að geta unnið saman að listsköp-
un í sátt og samlyndi árið um kring,
eins og í um það bil 100 leikhúsum í
Þýskalandi. En Þjóðleikhúsið vill
ekki menntaða söngvara inn fyrir sín-
ar dyr, ekki nema til þess að setja upp
stjörnum prýddar sýningar á fjög-
urra til fimm ára fresti. Það er ekki
Þjóðleikhúsinu að þakka að til eru
innlendir söngvarar sem hafa öðlast
getu og reynslu til að takast á við
þessi verkefni, þegar leikhúsinu
þóknast að ráðast í þau.
Tónlistarhúsið er svo kapítuli út af
fyrir sig. Þar mun ríkja Sinfóníu-
hljómsveitin ein. Ekki er samstarfs-
viljinn meiri á þeim bænum en í Þjóð-
leikhúsinu. Sinfóníuhljómsveitin vill
helst ekki af söngvurum vita nema
þegar hún sjálf ákveður að ráðast í
glæsisýningar í Laugardalshöllinni,
sem er auðvitað kjörið hús til knatt-
leikja en miður gott til óperuflutn-
ings. Ef vel liggur á þeim ráða
kannski æðstu menn hljómsveitar-
innar íslenska óperusöngvara í litlu
hlutverkin en í aðalhlutverkum eru
einatt erlendar „stórstjörnur“ sem
kunna að vinna hratt; ekki að ég sé að
kvarta undan því, ég er líka útlend-
ingur þar sem ég vinn.
Sinfónían hefur líka gjarnan sam-
band við okkur óperusöngvarana til
að syngja á sívinsælum óperu- eða
óperettukvöldum. Þannig tekst henni
að krækja í nokkra áheyrendur sem
hún fengi ekki ella. En að deila með
okkur húsnæði, nei, það er af og frá.
Góður maður í hljómsveitinni sagði
mér að óperan ætti bara að fá sitt eig-
ið húsnæði. Ég tek undir að hún á allt
gott skilið. En blessaður hljóðfæra-
leikarinn gat auðvitað ekki frekar en
nokkur annar bent á hvaðan fjármun-
irnir fyrir byggingu og rekstri óperu-
hússins ættu að koma. Ópera er
fremur verðmætaskapandi í andlegu
tilliti en veraldlegu. Skiptir því máli
að hagrætt verði í tónlistarmálum Ís-
lendinga svo að þetta listform fái vax-
ið og dafnað með öðru.
Ekki treysti ég mér til að rökræða
við þá, sem skapa veraldlegu verð-
mætin í landinu, um hve stóra sneið
listamenn eiga að fá af heildarkök-
unni. Það er hins vegar mikilvægt að
nýta þá sneið til annars en að byggja
og reka hús sem ekki eru nauðsynleg.
Eftir að allur rekstrarkostnaður hef-
ur verið greiddur þarf að vera nægur
afgangur til listsköpunar. Liggur í
hlutarins eðli að mest hagræði fæst af
samstarfi og samtakamætti. Samein-
ingar stofnana og jafnvel sveitar-
félaga eru ekki gerðar til gamans
heldur leiða þær til aukinnar hag-
kvæmni. Hví skyldi það ekki eiga við
um óperuna, leikhúsið, sinfóníu-
hljómsveitina og danlistina?
Íslendingar eru stolt þjóð en ekki
milljónaþjóð og verða að sníða sér
stakk eftir vexti. Óperan nýtur vin-
sælda á Íslandi og á fullan rétt á sér.
Henni verður að skapa betri skilyrði,
annaðhvort í Þjóðleikhúsinu eða hinu
nýja Tónlistarhúsi. Hún verður að
standa jafnfætis leiklistinni og hljóm-
sveitarleiknum.
Besta sönnun þessa eru tilraunir
síðustu ára hjá Íslensku óperunni
sem eru vísir að öðru og meira. Ég
vona að mér leyfist að tala tæpi-
tungulaust: Á meðan við sættum okk-
ur við að Gamla bíó sé helsta óperu-
hús okkar er óperunni sem listformi í
kot vísað á Íslandi.
Óperunni í kot vísað
Gunnar
Guðbjörnsson
Tónlist
Óperan nýtur vinsælda á
Íslandi og á fullan rétt á
sér. Gunnar Guðbjörns-
son segir að skapa verði
óperutónlist betri skil-
yrði, annaðhvort í Þjóð-
leikhúsinu eða hinu nýja
Tónlistarhúsi.
Höfundur er tenórsöngvari.