Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 68

Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 68
DAGBÓK 68 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Selfoss og í dag Saturnus væntan- legt. Arnarfell fer út. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór Selfoss frá Straumsvík. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laugar- daga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofa, útsaumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 14–17 gler- skurður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16,30, spil og fönd- ur. Kóræfingar hjá Vor- boðum kór eldri borg- ara í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 handavinnustofan opn- uð, kl. 9.30 dans- kennsla, gler- og postu- línsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst., Furugerði 1. Kl. 9 smíðar og út- skurður, glerskurðar- námskeið og leirmuna- gerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Í kvöld verður vordans- leikur kl. 20. Hljóm- sveitin Í góðum gír leikur fyrir dansi. Veit- ingar. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæjarút- gerð kl. 10–11.30. Bingó kl. 13.30. Á morgun, föstudag: Tréútskurður í Flensborg kl. 13, brids kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá Syngjandi í rigningunni á morgun, 4. maí. Rúta frá Hjallabraut 33 og Hraunseli kl. 19. Skoð- unarferð í Þjóðmenn- ingarhúsið 10. maí. Skráning hafin í Hraunseli í síma 555- 0142. Sigurbjörn Krist- insson verður með Mál- verkasýningu í Hraun- seli fram í maí. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Miðvikudaginn 9. maí: Garðskagi, Sand- gerði, Hvalsnes. Fugla- skoðun. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Skrán- ing hafin. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Hveragerði 16. maí. Náttúrulækningaheim- ilið, Garðyrkjuskólinn og hverasvæðin heim- sótt og skoðuð. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Skráning hafin. Silfur- línan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrif- stofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfing- ar falla niður. Kl. 10.30 helgistund. Börn úr leikskólanum Hólabergi koma í heimsókn. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Kl. 14 koma gestir frá Hlíð- arbæ í heimsókn. Börn úr leikskólanum Hóla- borg einnig. Allar veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in leiðbeinandi á staðn- um kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leik- fimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumál- un og klippimyndir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í Tónlistar- klúbbi Hana-nú verður í félagsheimilinu Gull- smára í kvöld, fimmtu- dag 3. maí, kl. 20. Allir velkomnir með góða diska eða kassettur og kynna tónlist sem þeim líkar hvort svo sem hún er frá Klakksvík eða Kúbu. Leikin lög með Buena Vista Social Club og Annika Höjdal syngur Mitt vakra heim. Missið ekki af notalegri kvöldstund við ljúfa tónlist frá öll- um heimshornum. Síð- asti fundur að sinni. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Bingó föstudag kl. 14. Kaffi- veitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Kvenfélag Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. Munum fundinn í kvöld á kaffi Flóru kl. 20. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgun- stund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gull- smára býður alla eldri borgara velkomna að bridsborðum í félags- heimilinu að Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtudögum. Mæting og skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58–60. Fundurinn í kvöld er í umsjá Fjólu Guðlaugsdóttur og hefst með kaffidrykkju kl. 16. Allar konur vel- komnar. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánu- dögum í Seltjarnarnes- kirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Íslenska bútasaums- félagið. Laugardaginn 5. maí kl. 14 verður sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á verkum félaga í Íslenska búta- saumsfélaginu. Opið daglega kl. 12–18 til 13. maí. Laugard. 12. maí verður aðalfundur Ís- lenska bútasaums- félagsins á Hallveigar- stöðum, Túngötu 14, kl. 12:45. Helgina 12.–13. maí verður búta- saumshátíð félagsins í Hússtjórnarskólanum Sólvallagötu 12. Þar verða stutt námskeið, kynning bútasaums- verslana og kaffi og vöfflur síðdegis báða dagana. Skráningar- frestur er til 1. maí. Uppl. s. 551-8619, 564- 2715 og halhar- @mmedia.is. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Í dag er fimmtudagur 3. maí, 123. dagur ársins 2001. Krossmessa að vori. Orð dagsins: Verið stað- fastir í bæninni. Vakið og biðjið með þakkargjörð. (Kól. 4, 2.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... Í HUGA margra er 1. maí hátíð-isdagur. Þá hvetja forystumenn verkalýðshreyfingarinnar launafólk til nýrra átaka og minnast menn bar- áttu verkafólks fyrir bættum kjörum og félagslegum réttindum. Athygli Víkverja var vakin á því að þennan dag var ekki flaggað við höfuðstöðv- ar ASÍ í Reykjavík. Sjálfsagt er hér um mistök að ræða en það hlýtur að vera ástæða til að nota fánastengur ASÍ á þessum hátíðisdegi launafólks. x x x VÍKVERJI hefur tvisvar áskömmum tíma þurft að leita til sérfræðilækna. Ekki gekk það alveg þrautalaust að komast á þeirra fund með erindin. Fyrir mörgum vikum hringdi Víkverji til að panta tíma hjá öðrum sérfræðingnum og fékk þá þau svör að einungis væru teknar niður pantanir á sérstökum bókunar- dögum. Víkverji fékk síðan uppgef- inn hvenær næsti bókunardagur var. Þegar að honum kom var sérlega mikið að gera hjá Víkverja svo að það gleymdist að panta tíma. Nokkrum vikum síðar var aftur gerð tilraun til að panta tíma. Læknaritarinn gaf upp tiltekinn bókunardag og að þessu sinni passaði Víkverji upp á að gleyma ekki deginum. Þegar hann rann upp fékk Víkverji hins vegar þau svör að það væru allir tímar upp- bókaðir; þeir sem vildu fá tíma yrðu að hringja snemma að morgninum. Þess má geta að samtalið fór fram kl. 10:30. Eftir að hafa flett í dagbókinni fram og aftur sagði ritarinn að Vík- verji væri „heppinn“, því það hefði verið að losna tími. Um svipað leyti þurfti Víkverji að leita til annars sérfræðings og fékk tíma tiltekinn dag kl. 13:40. Víkverji þurfti að fá sig lausan úr vinnu til að komast í tímann. Á læknastofunni var nokkur hópur manna sem beið eftir að komast að. Læknir sem Vík- verji ætlaði að hitta kom út af stofu sinni kl. 13:40 og spurði ritarann hvort einhver væri mættur. Hún sagði að það biðu þrír. Þetta fannst Víkverji undarlegt í ljósi þess að hann mætti nákvæmlega á réttum tíma, en svo virtist sem læknirinn hefði hins vegar tekið sér óvenju- langan matartíma. Um tíma biðu fimm sjúklingar eftir lækninum, sem flestir þurftu að gera sér að góðu að bíða í 30–40 mínútur eftir að komast að. Víkverja finnst óþolandi fram- koma við sjúklinga að láta þá bíða vegna þess að læknirinn tekur sér langan matartíma. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja tímann þannig að sjúklingar þurfi ekki að bíða að óþörfu. Vissulega geta komið upp óviðráðanleg tilvik sem riðla vinnuplani en Víkverji hefur grun um þetta sé of algengt. Á biðstofunni sat t.d. maður sem var að bíða eftir öðr- um lækni og hann hafði beðið í tæpan klukkutíma þegar Víkverji komst að hjá sínum lækni eftir 40 mínútna bið. x x x VÍKVERJI var einn þeirra semfylgdist spenntur með Form- úlu-kappakstrinum um síðustu helgi. Finnski ökumaðurinn Häkkinen, sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá Víkverja, virtist þar loksins vera kominn í fyrra horf. Hann náði að komast fram úr Schumacher, helsta keppinauti sínum, þegar þriðjungur var eftir að keppninni. Þegar Häkk- inen átti nokkur hundruð metra eftir í mark bilaði hins vegar bíll hans. Það var hreint út sagt skelfilegt að horfa upp á þetta og erfitt að trúa því að Häkkinen myndi ekki ná að kom- ast í markið. Staðan í keppninni hefði orðið miklu meira spennandi ef úr- slitin hefðu orðið á annan veg. En vonandi herðist Häkkinen við þetta mótlæti og kemur með sigurvilja til næstu keppni. ÁGÆTI Víkverji. Í pistli þínum 1. maí sl. ræðir þú um að flytja hina stöku frí- daga eins og sumardaginn fyrsta og uppstigningardag á föstudag í stað fimmtu- dags svo lengra helgarfrí fáist! Ég er algerlega ósammála þessu – það á að hafa hin gömlu gildi sem mest í hávegum – nóg er að gert nú þegar! Það eru fá lönd í heiminum sem hafa jafnmarga frídaga og Ís- lendingar, hvað þá sum- arfrí. Af því þú skrifar í Mogg- ann, sem alltaf hallast held- ur í vestur og styður einka- framtakið, mætti þá alveg eins koma með þá tillögu að fella niður alla þessa aukafrídaga og hafa þetta bara eins og í henni Amer- íku þar sem er nánast aldr- ei frí!!! Fella niður annan í þessu og hinu, vinna á föstudaginn langa og svo framvegis! Sonur minn er að vinna í Bandaríkjunum og fær hálfsmánaðar sum- arfrí og það virðast fáir aukafrídagar þar nema 4. júlí! Sjálfsagt er þetta gott fyrir vinnuveitendur en ég held að vinnugleði starfs- fólks sé ekki mikil eða það hefi ég á tilfinningunni! Það er fyrirtak að fá stakan frí- dag – og slappa af, ekki er geðið svo gott, a.m.k. finnst það ekki í umferðarmenn- ingu Reykvíkinga – það er mun heilbrigðara að slappa af í einn dag heldur en drekka frá sér vit og rænu í tvo og berjast við timbur- menn þann þriðja í löngu fríi! Annars mætti ef til vill safna öllum helgum sem og jólum og páskum saman og skeyta við sumarfríið – þá væri jafnvel tími til að fara til tunglsins! Góða ferð! Kveðja, Ragnar Eiríksson, Sauðárkróki. Auðveld lausn GUÐMUNDUR Guð- mundsson hringdi í Velvak- anda og vildi koma á fram- færi hugmynd að lausn kjaradeilu sjómanna: Þetta er einfalt. Það verður að banna brottkastið. Sá fisk- ur sem annars færi í sjóinn verður að koma í land og hann skal svo setja á mark- að og andvirði hans komi óskipt til áhafnarinnar. Miðað við þá milljarða, sem talið er að sé verðmæti þess afla sem hent er í sjóinn, ætti þetta að vera nægilega góð búbót til sjómanna til að setja niður þessar deil- ur. Tapað/fundið Ljósbrún hliðartaska tapaðist LAUGARD. 21. apríl sl. tapaðist í Kolaportinu ljós- brún hliðartaska. Í tösk- unni voru tvenn gleraugu, lyklakippa og hárbursti, en engir peningar. Fundar- launum heitið. Uppl. í s. 431-1698 eða 898-7616. Grá dúnúlpa tapaðist GRÁ dúnúlpa frá Next tap- aðist á þvottaplaninu hjá OLÍS við Álfheima mið- vikudaginn 25. apríl sl. Skilvís finnandi er vinsaml. beðinn að hafa samb. í s. 587-3394. Hvítagullskross tapaðist FYRIR tveimur mánuðum tapaðist hvítagullskross al- settur demöntum. Gæti hafa tapast í Garðabæ eða í Reykjavík. Uppl. í síma 891-6090. Brúnn leðurjakki tapaðist FYRIR páska tapaðist gamall brúnn leðurjakki, merktur Paramount, með hvítum ullarkraga. Í jakk- anum var svart leðurveski, sænskt ökuskírteini, debet- kort og gsm Bosc-sími með hálfglærri orange-litaðri framhlið. Þeir, sem vita hvar þetta gæti verið nið- urkomið, vinsaml. hafi samb. við Guðmund Þröst Björgvinsson í s. 848-3140 eða netfang: thule@isl.is. BMX-listhjól tapaðist RAUTT BMX Trek 3-list- hjól hvarf frá Meðalholti 7 sunnudaginn 29. apríl sl. Fundarlaun. Uppl. hjá Ein- ari í s. 847-6666. Baby Born-dúkka í óskilum BABY Born-dúkka í heimaprjónuðum fötum fannst á leiksvæðinu í Hólahringnum í Breiðholti. Uppl. í s. 557-4138 eða 696- 9462. Dýrahald Hundur í óskilum SVARTUR og brúnyrjótt- ur hundur er í óskilum á Hundahótelinu á Leirum. Eigandi er vinsamlega beð- inn að vitja hans strax. Uppl. í síma 566-8366 eða 698-4967. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til Víkverja K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 allhvassan vind, 8 smá- öldur, 9 beina, 10 reið, 11 áans, 13 korn, 15 með lús, 18 skerti, 21 stórfljót, 22 munnbita, 23 bjórnum, 24 gata í Reykjavík. LÓÐRÉTT: 2 kaka, 3 penings, 4 kerl- ing, 5 veiðarfærið, 6 espa, 7 nagli, 12 spils, 14 sjó, 15 sjá, 16 vinningur, 17 botnfall, 18 skjót, 19 illt, 20 sláturkeppur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 detta, 4 sólin, 7 lúkan, 8 ógnar, 9 art, 11 reif, 13 hráa, 14 ólmur, 15 fjöl, 17 ólar, 20 kal, 22 undin, 23 ellin, 24 iðrar, 25 tjara. Lóðrétt: 1 dílar, 2 takki, 3 asna, 4 snót, 5 lúnar, 6 narra, 10 romsa, 12 fól, 13 hró, 15 fauti, 16 öldur, 18 lalla, 19 ranga, 20 knár, 21 lest. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.