Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEFNUMÓT Undirtóna hafa tek- ið á sig efnislega mynd, þau eru komin á geisladisk. Stefnumót CD001 er fyrsti diskurinn í fyr- irhugaðri útgáfuröð Undirtóna þar sem takmarkið er að veita íslensku tónlistarfólki tækifæri til að gefa út tónlist á ódýran og einfaldan hátt. Þetta framtak Undirtóna á að veita aðgang að nýrri tónlist sem er lýs- andi fyrir þá grósku sem má finna í íslensku tónlistarlífi en hefur ekki fengið að líta dagsins ljós. Hér á þessum diski Stefnumóta eru það raftónlistarmenn- irnir Skurken og Prince Valium sem ríða á vaðið. Skurken heitir öðru nafni Jó- hann Ómarsson og er hann ábyrgur fyrir sex fyrstu lög- unum. Jóhann er greinilega hæfileikaríkur maður og vel með á nótunum í raf- og tilraunatónlist. Ým- issa áhrifa má gæta í tónlist Skurk- ens og þá helst frá músíkmeist- urum Warp-útgáfunnar, Boards of Canada, Plaid og Squarepusher. Skurken á nokkra góða spretti en hann er helst til of alhliða í lögum sínum og lagavali. Fjölbreytnin drýpur af hverju strái en samheldn- ina vantar til að vel megi við una. Lögin „Fixer“ og „Whipping Harry“ standa upp úr, það fyrr- nefnda er tilraunakenndur rafópus en það seinna er eðal raf-fúnk. Það mun borga sig að fylgjast með Skurken í framtíðinni því það sem komið er í pottana er alveg að verða tilbúið. Þegar kemur að hluta Prince Valium kveður við annan tón, draumkenndar bylgjur og sveim- andi andrúmstónlist (e. ambient) einkenna músíkina sem borin er á borð. Ekki ómerkari nöfn en Vang- elis, Aphex Twin og Philip Glass koma upp í hugann. Lögin sex eru hið fal- legasta sveim sem gefur ímyndunarafl- inu byr undir báða vængi og er kannski best að flokka músík- ina sem landa- mæralausa raf- tónlist. Prince Valium er lista- mannsnafn Þor- steins Ólafssonar og mætti halda að hann stefndi á doktorspróf í lyfjafræði. Nöfn allra laga Þorsteins koma nefnilega úr lyfjafræðinni, má þar nefna dæmi eins og Mogadon, Ibofen og Diazepam, að ógleymdu listamanns- nafninu sjálfu Prince Valium. Sú hugmynd um að þessi lyf mætti jafnvel leysa af hólmi með nokkrum skömmtum af lögum Þorsteins kviknar því þau eru allt í senn; ró- andi og tregafull en um leið ein- manaleg, köld en svo hlý. Útlitið á diskinum er stílhreint, ekkert of flókið en það sem vantar upp á eru ítarlegri upplýsingar um þá sem að útgáfunni komu. Ekki er hægt að kvarta yfir efnistökum, diskurinn vinnur á við hverja hlustun og er hinn eigulegasti grip- ur. Að lokum er ekki annað hægt en að gleðjast yfir framtakinu og bíða eftir næsta stefnumóti. Stefnumót við framtíðina TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Skurken og Prince Valíum á fyrsta Stefnumótadiskinum. Skurken á lög 1–6 en Prince Valíum á lög 7–12. 58.43 mínútur. Undirtónar gefa út. STEFNUMÓT 1 – SKURK- EN OG PRINCE VALÍUM Jóhann Ágúst Jóhannsson Morgunblaðið/Jim Smart Jóhann Ómarsson (Skurken) og Þorsteinn Ólafsson (Prince Valíum) ríða á vaðið í Stefnumótaútgáfu Undirtóna. SPENNANDI HELGARTILBOÐ NÝJAR VÖRUR VIKULEGA Laugavegi 97 — Kringlunni TROPICAL KJÓLL KR. 2.690 Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Sumarið 2001 Nám- skeið Tímabil Stig 1. 4. júní - 9. júní I. 2. 11. júní - 16. júní I. og II. 3. 21. júní - 26. júní I. 4. 2. júlí - 7. júlí I. og II. 5. 10. júlí - 15. júlí I. 6. 18. júlí - 23. júlí I. 7. 26. júlí - 31. júlí I. og II. 8. 8. ág. - 13. ág. I. og III 9. 16. ág. - 21. ág. I. II. og III. stig eru fyrir nemendur sem lokið hafa I. stigi. Nemendur eru velkomnir með sína eigin reiðhesta. Sími 567 1631 og 892 1992 Netfang: rh@mi.is ...þar sem hestamennskan hefst! Töltheimar gefa öllum nemendum gjöf! Undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 Línurnar í lag Maí tilboð 20% afsláttur BODY SLIMMERS NANCY GANZ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.