Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEFNUMÓT Undirtóna hafa tek- ið á sig efnislega mynd, þau eru komin á geisladisk. Stefnumót CD001 er fyrsti diskurinn í fyr- irhugaðri útgáfuröð Undirtóna þar sem takmarkið er að veita íslensku tónlistarfólki tækifæri til að gefa út tónlist á ódýran og einfaldan hátt. Þetta framtak Undirtóna á að veita aðgang að nýrri tónlist sem er lýs- andi fyrir þá grósku sem má finna í íslensku tónlistarlífi en hefur ekki fengið að líta dagsins ljós. Hér á þessum diski Stefnumóta eru það raftónlistarmenn- irnir Skurken og Prince Valium sem ríða á vaðið. Skurken heitir öðru nafni Jó- hann Ómarsson og er hann ábyrgur fyrir sex fyrstu lög- unum. Jóhann er greinilega hæfileikaríkur maður og vel með á nótunum í raf- og tilraunatónlist. Ým- issa áhrifa má gæta í tónlist Skurk- ens og þá helst frá músíkmeist- urum Warp-útgáfunnar, Boards of Canada, Plaid og Squarepusher. Skurken á nokkra góða spretti en hann er helst til of alhliða í lögum sínum og lagavali. Fjölbreytnin drýpur af hverju strái en samheldn- ina vantar til að vel megi við una. Lögin „Fixer“ og „Whipping Harry“ standa upp úr, það fyrr- nefnda er tilraunakenndur rafópus en það seinna er eðal raf-fúnk. Það mun borga sig að fylgjast með Skurken í framtíðinni því það sem komið er í pottana er alveg að verða tilbúið. Þegar kemur að hluta Prince Valium kveður við annan tón, draumkenndar bylgjur og sveim- andi andrúmstónlist (e. ambient) einkenna músíkina sem borin er á borð. Ekki ómerkari nöfn en Vang- elis, Aphex Twin og Philip Glass koma upp í hugann. Lögin sex eru hið fal- legasta sveim sem gefur ímyndunarafl- inu byr undir báða vængi og er kannski best að flokka músík- ina sem landa- mæralausa raf- tónlist. Prince Valium er lista- mannsnafn Þor- steins Ólafssonar og mætti halda að hann stefndi á doktorspróf í lyfjafræði. Nöfn allra laga Þorsteins koma nefnilega úr lyfjafræðinni, má þar nefna dæmi eins og Mogadon, Ibofen og Diazepam, að ógleymdu listamanns- nafninu sjálfu Prince Valium. Sú hugmynd um að þessi lyf mætti jafnvel leysa af hólmi með nokkrum skömmtum af lögum Þorsteins kviknar því þau eru allt í senn; ró- andi og tregafull en um leið ein- manaleg, köld en svo hlý. Útlitið á diskinum er stílhreint, ekkert of flókið en það sem vantar upp á eru ítarlegri upplýsingar um þá sem að útgáfunni komu. Ekki er hægt að kvarta yfir efnistökum, diskurinn vinnur á við hverja hlustun og er hinn eigulegasti grip- ur. Að lokum er ekki annað hægt en að gleðjast yfir framtakinu og bíða eftir næsta stefnumóti. Stefnumót við framtíðina TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Skurken og Prince Valíum á fyrsta Stefnumótadiskinum. Skurken á lög 1–6 en Prince Valíum á lög 7–12. 58.43 mínútur. Undirtónar gefa út. STEFNUMÓT 1 – SKURK- EN OG PRINCE VALÍUM Jóhann Ágúst Jóhannsson Morgunblaðið/Jim Smart Jóhann Ómarsson (Skurken) og Þorsteinn Ólafsson (Prince Valíum) ríða á vaðið í Stefnumótaútgáfu Undirtóna. SPENNANDI HELGARTILBOÐ NÝJAR VÖRUR VIKULEGA Laugavegi 97 — Kringlunni TROPICAL KJÓLL KR. 2.690 Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Sumarið 2001 Nám- skeið Tímabil Stig 1. 4. júní - 9. júní I. 2. 11. júní - 16. júní I. og II. 3. 21. júní - 26. júní I. 4. 2. júlí - 7. júlí I. og II. 5. 10. júlí - 15. júlí I. 6. 18. júlí - 23. júlí I. 7. 26. júlí - 31. júlí I. og II. 8. 8. ág. - 13. ág. I. og III 9. 16. ág. - 21. ág. I. II. og III. stig eru fyrir nemendur sem lokið hafa I. stigi. Nemendur eru velkomnir með sína eigin reiðhesta. Sími 567 1631 og 892 1992 Netfang: rh@mi.is ...þar sem hestamennskan hefst! Töltheimar gefa öllum nemendum gjöf! Undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 Línurnar í lag Maí tilboð 20% afsláttur BODY SLIMMERS NANCY GANZ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.