Morgunblaðið - 06.05.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 06.05.2001, Síða 1
Bashar Assad Sýrlandsforseti (t.v.) og Jóhannes Páll II páfi við komu hans til Damaskus í gær. MORGUNBLAÐIÐ 6. MAÍ 2001 101. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Hjá Íslendingum í Spænskum Forki 22 B Nýjar aðferðir við greiningu á litningagalla 10 Þrítugsafmæli Wings 24 ÍBÚAR þorpsins Khari vinna að gerð varnargarðs í steikjandi sól- skininu um 30 km frá borginni Bhuj í Gujarat-ríki á Norðvestur-Ind- landi, þar sem gríðarlegt tjón varð af völdum jarðskjálfta í vetur. Nú herja þurrkar á fólk á þessu svæði, þar sem ekki hefur gert ærlega rigningu í heil tvö ár. AP Þurrkar á Indlandi Sendibréf með súkku- laðiilmi BRÉF sem Svisslendingar senda með póstinum 9. maí munu ilma af súkkulaði. Beitt er tilbúnum efnum til að láta frímerkin ilma eins og súkkulaði og þau verða einnig brún á litinn. Ekki þótti þorandi að láta lím- ið vera með súkkulaðibragði vegna þess að þá myndi fólk sleikja allt lím- ið af frímerkinu. Tekið er fram í frétt CNN-sjón- varpsstöðvarinnar að efnið sem veld- ur súkkulaðianganinni sé alveg laust við hitaeiningar. Frímerkin eru gefin út í tilefni aldarafmælis samtaka súkkulaðiframleiðenda en Svisslend- ingar eru heimsþekktir fyrir súkku- laðiframleiðslu sína. JÓHANNES Páll II páfi lauk í gær sögulegri heimsókn sinni til Grikk- lands, sem kann að marka tímamót í samskiptum austur- og vesturkirkj- unnar, hinnar grísk-kaþólsku og rómversk-kaþólsku. Páfi flaug frá Aþenu til Damaskus í Sýrlandi, þar sem hann hugðist birta ákall um frið í Mið-Austurlöndum. Páfi fór frá Aþenu eftir útimessu sem um 15.000 rómversk-kaþólskir íbúar Grikklands sóttu, en þeir eru alls um 200.000. Fól páfi þeim að vinna að einingu kristinna manna. Sagði hann í messuræðu sinni að all- ir kristnir menn ættu að líta til þess með „ástríðu“ að skapa megi einingu meðal allra söfnuða bæði austur- og vesturkirkjunnar. „Við tökum með okkur hina hryggilegu arfleifð for- tíðarinnar (…) við eigum enn langt í land,“ sagði páfi. Á föstudag baðst páfi fyrirgefn- ingar á því misrétti sem rómversk- kaþólskir menn hafa beitt grísk-kaþ- ólska frá því kirkjan klofnaði fyrir tæpum 1.000 árum. Enginn róm- versk-kaþólskur páfi hefur síðan heimsótt Grikkland, fyrr en nú. Engin formleg kveðjuathöfn var við brottför páfa frá Aþenu, sem var jafnlátlaus og koma hans þangað. Engir fulltrúar grísk-kaþólsku kirkj- unnar voru viðstaddir. Æðsti maður grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kristodoulos erkibiskup, hafði með semingi samþykkt páfaheimsóknina. Óskað langra lífdaga til að upp- lifa frið í Landinu helga Í sýrlenzka dagblaðinu Tishrin, sem er málgagn sýrlenzkra stjórn- valda, var Jóhannesi Páli páfa í gær óskað langrar ævi og að hann „megi upplifa frið“ í Mið-Austurlöndum. „Við bjóðum hans heilagleika páfann velkominn til Sýrlands; megi Guð veita yður það langa lífdaga að þér megið upplifa frið í Landinu helga,“ segir í forystugrein blaðsins. Páfi, sem verður 81 árs hinn 18. maí, verð- ur í 4 daga á biblíuslóðum í Sýrlandi. Hvetur alla kristna menn til einingar Páfi lýkur Grikklandsheimsókn og heldur til Sýrlands AP Aþenu, Damaskus. Reuters, AFP. Jihad-mað- ur sagður myrtur á Vestur- bakkanum Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKIR hermenn skutu til bana einn af forystumönnum Jihad- hreyfingar múslima í Betlehem á Vesturbakkanum í gærmorgun. Á sama tíma var beðið fyrstu við- bragða pólitískra forystumanna Ísraela og Palest- ínumanna við nið- urstöðum og til- lögum sérskip- aðrar nefndar sem undir banda- rískri forystu var falið að gera óháða úttekt á átakabylgjunni sem nú hef- ur staðið í sjö mánuði. Vitni og palestínskir sjúkrahúss- starfsmenn vottuðu að ísraelskir sérsveitarmenn hefðu skotið yfir 20 byssuskotum að Ahmed Khalil Esaa Ismail í þorpinu Ertass, rétt við Betlehem. Í yfirlýsingu frá Jihad- hreyfingunni, sem Reuters barst á faxi til Beirút, var Esaa Ismail póli- tískur baráttumaður sem hafði setið í átta ár í ísraelskum fangelsum. Boðaði hreyfingin hefndaraðgerðir. Talsmenn Palestínumanna sögðu Ísraelsmenn hafa gert sig hér seka um skipulagt morð. Ísraelsk yfirvöld hafa tilskilið sér rétt til að „taka úr umferð“ Palestínumenn sem leggja á ráðin um árásir á Ísrael en þau neita því að í þessu felist beinlínis stefna um að taka menn af lífi. Opinberlega sagðist Ísraelsher ekki hafa orðið var við neitt óvenju- legt á því svæði sem Esaa Ismail var drepinn. Yfirmaður leyniþjónustu palest- ínsku heimastjórnarinnar á Vestur- bakkanum, Tawfiq Tirawi, sagði í gær að ísraelskum skriðdrekum hefði verið beitt til að eyðileggja 10 aftanívagna sem palestínska leyni- lögreglan í Jeríkó notaði. Ísraelar segja ástæðu árásarinnar þá, að liðs- menn palestínsku leyniþjónustunnar í Jeríkó hefðu tekið þátt í að skipu- leggja hryðjuverkaárásir. Arafat ræðir nefndar- skýrslu við Mubarak Á föstudag fengu leiðtogar Ísraela og Palestínumanna drög að skýrslu fimm manna alþjóðlegrar nefndar- sem bandaríski fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaðurinn George Mitchell fór fyrir. Að sögn heimilda- manna innan ísraelsku stjórn- sýslunnar segir í skýrslunni, sem var ekki gerð opinber, að Ísrael skuli stöðva frekari landnemabyggðir gyðinga en nefndin geri það hins vegar ekki að tillögu sinni að alþjóð- legt friðargæzlulið verði sent á vett- vang. Jasser Arafat Palestínuleið- togi átti í gær viðræður um skýrsluna við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta. Jasser Arafat ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.