Morgunblaðið - 06.05.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Höllustaða-Palli er nú meiri jólasveinninn, þekkir ekki muninn á kjöltudansi og listdansi.
INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
kvaddi sér hljóðs áður en gengið
var til dagskrár á borgarstjórn-
arfundi s.l. fimmtudag til að gera
athugasemd við ummæli sem
Helgi Hjörvar, forseti borgar-
stjórnar, lét falla um Davíð Odds-
son forsætisráðherra í þættinum
Silfur Egils á Skjá einum 29. apríl
sl.
Í þættinum var fjallað um 10 ára
feril Davíðs í forsætisráðuneytinu
og lét Helgi ma. þessi orð falla í
þættinum:
„Davíð er auðvitað fyrst og
fremst klassískur kommúnistaleið-
togi. Hans pólitík hefur öll gengið
út á það að tryggja alræði flokks-
ins á sem flestum sviðum sam-
félagsins og beitt til þess í raun og
veru öllum ráðum. Það er tiltölu-
lega nakin valdapólitík.
Hún hefur haft ákaflega einfalt
markmið, að ná tökum á stofn-
unum og fyrirtækjum í eigu al-
mennings og koma þeim í skjóli
þessa valds í hendur flokksgæð-
inganna í svokallaðri einkavæð-
ingu sem hefur hér farið fram því
miður með alveg sama hætti og
hjá gömlu kommúnistaleiðtogun-
um í Austur-Evrópu.“
Inga Jóna sagði að slík ummæli
væru einstaklega ósmekkleg og
ósönn og ekki samboðin virðingu
embættis forseta borgarstjórnar
Reykjavíkur. Sá einstaklingur sem
gegndi starfi forseta borgarstjórn-
ar yrði að axla ábyrgð og skyldur
embættisins og sýna starfi sínu og
stöðu virðingu.
„Með slíkum ummælum er for-
seti borgarstjórnar ekki einungis
að varpa rýrð á sjálfan sig heldur
er hann jafnframt að varpa skugga
á borgarstjórn Reykjavíkur, þar
sem honum hefur verið trúað fyrir
af meirihlutanum að vera í forsæti.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins harma þann skaða, sem fram-
ganga forseta hefur valdið ímynd
borgarstjórnar,“ sagði Inga Jóna.
Valdaafmæli haldin
í flokksræðisríkjum
Helgi Hjörvar sagði á móti að
sér þætti ekki leitt að hafa spillt
veislugleðinni á valdaafmælinu
með því að lýsa þeirri pólitísku
sannfæringu sinni að í þessu landi
eins og mörgum öðrum, sem vissu-
lega búa við lýðræðisskipulag, búi
fólk engu að síður við óhóflegt
flokksræði sem í eðli sínu sé ná-
skylt því flokksræði semhelst hef-
ur verið kennt við kommúnisma.
„Og ég get sagt borgarfulltrúa
Ingu Jónu Þórðardóttur að það er
skilgreiningaratriði um valdaaf-
mæli af því tagi sem við höfum
horft upp á í þessari viku, að þau
eru haldin í flokksræðisríkjum.
Valdaafmæli með drottningarvið-
tölum í hverjum fjölmiðlinum á
fætur öðrum og lofsöngvum um
valdið og lofsöngvum um snilli
þeirra sem halda lengi völdum
valdanna vegna.“
Helgi sagði jafnframt að það
væri einkenni á flokksræðisríkjum
að berja niður lýðræðislega um-
ræðu og alla gagnrýni á leiðtogann
og það væri kannski tímanna tákn
að eina röddin sem heyrðist á
valdaafmælinu um að hér byggju
landsmenn við ofríki og flokks-
ræði, væri tekin svo óstinnt upp.
Harmar um-
mæli um for-
sætisráðherra
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf-
stæðismanna, kvaddi sér hljóðs við
upphaf borgarstjórnarfundar
Fundur um frjókornaofnæmi
Góðir meðferð-
armöguleikar
FUNDUR um frjó-kornaofnæmi barnaog unglinga verður
haldinn á morgun vegum
Astma- og ofnæmisfélags-
ins að Múlalundi, Hátúni
10C og hefst kl.20. Á fund-
inum verða fulltrúar frá
Vinnuskóla Reykjavíkur og
Æskulýðs- og tómstunda-
ráði sem svara fyrirspurn-
um. Dr. Sigurður Krist-
jánsson mun halda erindi
um ofnæmi hjá börnum
með áherslu á frjókornaof-
næmi. Hann var spurður
hvort frjókornaofnæmi
væri mjög algengt á Ís-
landi. „Um þetta hefur ekki
verið vitað hjá börnum en
það er í gangi alþjóðleg
rannsókn sem er kölluð
ISAAC og hana hefur leitt
fyrir Íslands hönd Mikael Clausen
sérfræðingur í barna- og ofnæm-
issjúkdómum. Þar kemur í ljós
samkvæmt óbirtum niðurstöðum
að um 11% tíu ára barna eru með
frjókornaofnæmi. Þetta eru heldur
lægri tölur en á öðrum Norður-
löndum en þó hærri tala en við
bjuggumst við.
Ofnæmissjúkdómar eru ekki
eins algengir á Íslandi og á hinum
Norðurlöndunum samkvæmt fyrri
rannsóknum en ástæða þess er
ekki þekkt. Vitað er að minna
magn er af frjókornum í loftinu
hér en á hinum Norðurlöndunum.
Hins vegar er frjókornatímabilið
hérna lengra en víðast annars
staðar, það getur stuðlað að meira
ofnæmi, frjókornin frá grasi eru í
loftinu hér frá því í júní og fram í
ágústlok. Hins vegar er grasafrjó-
kornatímabilið í Skandinavíu að-
eins 4 til 5 vikur.“
– Er erfitt að ráða við frjókorna-
ofnæmi?
„Flestir eru með vægan eða
miðlungs vægan sjúkdóm sem lyf
duga vel við en það er alltaf einn og
einn sem er með erfiðan sjúkdóm
og kannski annað ofnæmi líka, t.d.
fyrir dýrum og jafnvel fæðu, í þeim
tilvikum getur lífið yfir sumartím-
ann verið mjög erfitt fyrir viðkom-
andi einstakling.“
– Hvað ætlar þú að tala um sér-
staklega í erindi þínu?
„Ég ætla sérstaklega að tala um
hina mismunandi ofnæmissjúk-
dóma hjá börnum og hvernig þeir
tengjast stundum saman, en
áherslan er þó á frjókornaofnæmi,
enda fer þess tími í hönd núna. Ég
ætla að reyna að útskýra hvað ger-
ist þegar maður fær ofnæmi.
Hvaða einkenni menn fá og skýra
frá meðferðarmöguleikum og nátt-
úrulegum gangi sjúkdómsins.“
– Hver eru helstu einkenni?
„Hjá börnum eru algengustu
einkenni í byrjun bólga og kláði í
augum og einkenni frá nefi eins og
nefrennsli, kláði í nefi, hnerri og
svo nefstífla, sem er mesta vanda-
málið oft á tíðum. Tíu til fimmtán
prósent barna með frjókornaof-
næmi geta fengið væg
astmaeinkenni. Þá er
aðallega um að ræða
áreynslubundin ein-
kenni. Hósta og mæði
við áreynslu.“
– Hvað með meðferð-
armöguleika?
„Lyfin sem eru til í dag eru mjög
góð og duga yfirleitt vel. Algeng-
ustu lyf eru svokölluð andhist-
amínlyf og þau eru til í töfluformi
eða sem nefúði eða dropar í nef eða
augu. Einnig eru til svokölluð
krómóglykötlyf sem eru til sem
nefúðar og augndropar og eru virk
á svipaðan hátt og andhistamín.
Þetta eru algengustu lyfin í væg-
um og meðalvægum tilvikum og
má kaupa sum þeirra án lyfseðils í
lyfjabúðum. Síðan eru það nef-
úðasterar sem eru notaðir þegar
komin er nefstífla. Fyrir þeim
lyfjaflokki þarf lyfseðil. Hjá full-
orðnum er stundum notaðar stera-
sprautur sem hafa langverkandi
áhrif en það á ekki að nota þannig
lyf á börn sem eru að vaxa. Til er
líka svokölluð afnæmingarmeðferð
sem er sprautumeðferð. Þá er of-
næmisvakanum sprautað undir
húð, þetta er fyrst og fremst notað
á graskornaofnæmi. Þá er byrjað
að sprauta ofnæmisvakanum und-
ir húð í litlum skammti og svo er
skammturinn aukinn vikulega
þannig að ónæmiskerfið venjist of-
næmisvakanum, það verður þann-
ig svörun í líkanum. Með þessu er
verið að flýta fyrir náttúrulegum
bata. Þetta er hins vegar erfið
meðferð og einungis notuð á þá
sem eru með slæman sjúkdóm.“
– Er hægt að verjast svona of-
næmi?
„Ekki nema að fara á svæði þar
sem eru ekki frjókorn. Sumir þar
sem ég þekki til fóru á haf út þegar
frjókornatímabilið var í hámarki.
Það má finna svæði þar sem er
minna um frjókorn en annars stað-
ar. Hér á landi eru t.d. minni frjó-
korn þar sem er minni gróður. Síð-
an má verjast þessu í
bílum með því að hafa
svokallaðar frjókorna-
síur. Svona síur eru í
mörgum nýjum bílum.“
– Er næg fræðslu
um þetta efni?
„Ég sé bara börn og við höfum
ekki haft neinar skipulegar kynn-
ingar. En það er hins vegar eitt af
hlutverkum Astma- og ofnæmis-
félagsins að gera þetta og það hef-
ur haft kynningar reglulega þar
sem fólk með sérþekkingu hefur
kynnt það nýjasta sem er til í með-
ferð í hverju og einu tilviki. Ég
mun á fundinum á morgun segja
frá því nýjasta sem ég hef kynnst
um meðferð t.d. frjókornaofnæmis
í börnum og unglingum.“
Sigurður Kristjánsson
Sigurður Kristjánsson fæddist
í Reykjavík 23.2. 1955. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Sund 1975 og
læknaprófi frá Háskóla Íslands
1981. Sérfræðinámi í barnalækn-
ingum lauk hann 1990 og námi í
ofnæmis- og ónæmisjúkdómum
barna lauk hann frá barnaspítala
Östrasjúkrahússins í Gautaborg
1992. Hann varð doktor frá
læknadeild Gautaborgarháskóla
1995 í ofnæmissjúkdómum
barna. Hann hefur starfað við
sérgrein sína og starfar nú á
Barnaspítala Hringsins en er
einnig með sjálfstæðan rekstur í
Domus Medica. Sigurður er
kvæntur Önnu Daníelsdóttur
tannlækni og eiga þau þrjú börn.
Um 11% tíu
ára barna hér
með frjó-
kornaofnæmi
SIGRÍÐUR
Snæbjörnsdóttir
hefur verið skip-
uð forstjóri
Heyrnar- og tal-
meinastöðvar Ís-
lands frá og með
1. júní nk.
Sigríður út-
skrifaðist sem
hjúkrunarfræð-
ingur frá Hjúkr-
unarskóla Íslands árið 1973. Hún
lauk sérfræðiprófi í svæfingahjúkr-
un 1975. Árið 1982 hlaut hún BS-
gráðu í hjúkrun frá Wisconsin-há-
skóla í Madison og meistaragráðu í
stjórnun frá sama háskóla tveimur
árum síðar. Árið 1985 tók Sigríður
við stöðu framkvæmdastjóra lyfja-
deildar Landspítalans.
Hún var hjúkrunarforstjóri Borg-
arspítala frá árinu 1988 til 1996 þeg-
ar hún tók við þeirri stöðu á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur. Hún lét af því
starfi í fyrra og hefur síðan starfað
að ýmsum ráðgjafarverkefnum.
Nýr forstjóri
Heyrnar- og tal-
meinastöðvar
skipaður
Sigríður
Snæbjörnsdóttir
ANNAR refsifanganna á Litla-
Hrauni sem úrskurðaðir voru í
gæsluvarðhald vegna aðildar að
fíkniefnasmygli hefur snúið aftur í
afplánun.
Á fimmtudag úrskurðaði Héraðs-
dómur Reykjavíkur hinn fangann í
tveggja vikna áframhaldandi gæslu-
varðhald. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni í Reykjavík eru
mennirnir grunaðir um aðild á
smygli á e-töfludufti sem jafngildir
1.000 e-töflum. Lagt var hald á duftið
á pósthúsi þegar meintur samverka-
maður þeirra vitjaði þess.
Alls voru fjórir handteknir vegna
málsins. Einn maður situr enn í
gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á
smygli á 17.000 e-töflum, átta kílóum
af hassi og 200 grömmum af kókaíni.
Grunaðir um
smygl á ígildi
1.000 e-taflna
♦ ♦ ♦