Morgunblaðið - 06.05.2001, Side 17

Morgunblaðið - 06.05.2001, Side 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 17 TILBOÐ ÓSKAST Í Ford Windstar (7 manna) árgerð ‘98, Nissan Frontier 4x4 P/U árgerð ‘98, Dodge Van árgerð ‘93 (innréttuð ferðabifreið) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 8. mai kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA DAVÍÐ Þór Jónsson lauk námi frá djassdeild Tónlistarskóla FÍH á dögunum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið þar á bæ. Einkunn- ir segja sosum lítið um listræna hæfileika og margur hefur verið efnilegur alla ævi, en mér segir svo hugur að Davíð Þór Jónsson eigi eft- ir að skipa sér í fremstu röð nor- rænna djassleikara og það fyrr en síðar. Til þess hefur hann alla burði: fína tækni og áslátt, gott formskyn og rýþmíska tilfinningu en umfram allt frjóa og skapandi hugsun. Davíð Þór hefur fengist við margt síðan hann hitaði upp fyrir helstu djassrappsveit Norðurlanda, Alwayz in Action Tomasar Balckmans á Rú- Rek-djasshátíðinni 1995. Í fyrra var hann ásamt tríóinu FLÍS (Davíð, Valdimar og Helgi) fulltrúi Íslands í norrænni djasskeppni er fram fór á Jazzhátíð Reykjavíkur og nýlega lék hann hérlendis með norsku gæða- djasssveitinni Urban Connections. Á fyrri hluta tónleikanna á fimmtudagskvöldið ríkti píanótríó- djass. Semsagt FLÍS. Tríóið hóf leikinn á Take The Coltrane og svo kom Jarrett, en heldur var leikurinn hikandi þar til kom að söngdansi Arthurs Schwartz: You And The Song And The Music. Það má að vísu greina sterk Jarrett- hrif í leik Davíðs Þórs einsog svo margra annarra, en hann leitar víða fanga og það sem best er, hann bræðir áhrifin í eigin mót og er í óða önn að skapa sér persónulegan stíl. Það vakti athygli í þessum dansi sem víðar hversu Helga Svavari tromm- ara hefur farið fram og hversu mús- íkalskari trommuleikur hans er en áður. John Zorn var næstur á dag- skrá og þar var Valdimar Kolbeinn í aðalhlutverki og bassasóló hans traustur og jarðbundinn. Síðan var endað á tveimur Coltraneópusum án þess að Coltrane brygði þar fyrir að gagni. Aftur á móti var Coltrane heldur en ekki ríkjandi í fyrsta lagi eftir hlé, en þá hafði saxófónsnilling- urinn Jóel Pálsson bæst í hópinn. Dajass nefndist ópusinn og var eftir Davíð og dálítill McCoy kominn í drenginn. Jóel Pálsson gæðir allt lífi sem hann kemur nálægt og það gerði hann svo sannnarlega í sólói sínum í Dajass sem var Coltranelegra en maður á að venjast hjá honum nú um stundir. Í næsta verki var skipt um svið. Jóel tók upp sópraninn og ECMískur blær réði ríkjum. Ópus- inn var einnig eftir Davíð og nefndist Lag no. 2 á disknum. Þriðja verkið á efnisskrá kvartettsins var eftir trompetleikarann Dave Douglas: Blue Heaven, sem heyra má á skífu þeirri er hann tileinkaði píanódrottn- ingunni Marry Lou Williams: Soul On Soul. Fönkað í upphafi en braust síðan undan fönkböndunum í sterkri klassískri sveiflu að hætti Marry Lou. Þarna léku þeir félagar vel saman og sóló Davíðs skemmtilegur – hann fór stundum svo um víðan völl að minnti á Guðmund Ingólfsson. Í kjölfar lags númer tvö þaut hart bopp eftir tónateinunum: Rounders Mood eftir trompetleikarann Booker Little og Valdi tók bassasóló sem hann byggði upp á göngubassa. Semsagt aldrei lát á boppsveiflunni þar. Svo var skipt um gír í ópus Keith Jarretts, Late Night Willie, og blá tilfinning í farvatninu. Aukalagið var eftir Davíð Þór: RASK. Gletti- lega skemmtileg tónsmíð á köflum. Upphófst í stjörnumerki evrópskrar samtímatónlistar og taylorísk yfir- ferð í spuna höfundar, án þess að stríðir hljómar gleddu/trufluðu hlustandann. Kvartettinn lék sem fyrr vel saman en var helst til tam- inn. Davíð á eftir að taka út þroska sem tónskáld, en spuni hans er spennandi og tónleikarnir voru þræl- skemmtilegir. Það var fullt á Múl- anum og líkuðu áheyrendum greini- lega tónakræsingarnar vel. Spennandi spuni DJASS M ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Jóel Pálsson tenór- og sópr- ansaxófón, Davíð Þór Jónsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Fimmtudagskvöldið 3.5. 2001. DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON OG FÉLAGAR Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Mér segir svo hugur að Davíð Þór Jónsson eigi eftir að skipa sér í fremstu röð norrænna djassleikara,“ segir í dómnum. Vernharður Linnet Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.