Morgunblaðið - 06.05.2001, Qupperneq 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 21
FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS
SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA
Skrásetning nýrra stúd-
enta til náms í Háskóla
Íslands háskólaárið 2001-2002
fer fram í Nemendaskrá í
Aðalbyggingu Háskólans og
lýkur 6. júní 2001.
Umsóknareyðublöð fást í
Nemendaskrá sem opin er frá
kl. 10 til 15 virka daga. Einnig er
unnt að fá umsóknareyðublöð í
öllum framhaldsskólum landsins.
Í Háskóla Íslands eru ellefu
deildir sem hver um sig býður
upp á nám til fyrstu háskóla-
gráðu og framhaldsnám.
Samtals eru 57 námsleiðir til
fyrstu háskólagráðu
(BA/BS/kandídatspróf), starfs-
tengt viðbótarnám (eitt ár) eftir
fyrstu háskólagráðu er í 19
greinum og 74 námsleiðir eru til
meistaraprófs sem margar geta
einnig leitt til doktorsprófs. Auk
þess er boðið upp á stutt hag-
nýtt nám í nokkrum greinum.
Nánari upplýsingar um nám við
Háskóla Íslands er að finna á
heimasíðu Háskólans, www.hi.is
Námsráðgjöf Háskóla
Íslands býður upp á eftirfarandi
þjónustu dagana 22. maí til 6. júní
frá kl. 9 til 16:
• Aðstoð við útfyllingu
umsóknareyðublaða í anddyri
Aðalbyggingar.
• Áhugasviðskönnun Strong fyrir
nýnema. Áhugasviðskönnunin
fer fram í stofu IX í
Aðalbyggingu frá kl. 10 ti 15.
(Þeir sem forskrá sig og vilja
taka áhugasviðspróf hafi beint
samband við Námsráðgjöf HÍ
í síma 525 4315 frá kl. 13 til 14
mánudaga til fimmtudaga.)
• Stutta kynningarfundi um
hagnýt atriði fyrir nýnema
og upplýsingar um námsleiðir í
stofu II í Aðalbyggingu.
Stúdentspróf er inntökuski-
lyrði í allar deildir Háskólans, en
athugið þó eftirfarandi:
Þeir sem hyggjast skrá sig til
náms í raunvísindadeild (allar
greinar nema landafræði) skulu
hafa stúdentspróf af nát-
túrufræðibraut.
Í eftirtöldum greinum eru
samkeppnispróf við lok haust-
misseris í desember og fjöldi
þeirra sem öðlast rétt til að
halda áfram námi á síðara mis-
seri tak-
markaður (fjöldi í sviga): læknis-
fræði (40), hjúkrunarfræði (65),
sjúkraþjálfun (18) og tann-
læknadeild (6).
Við nýskrásetningu skrá
stúdentar sig jafnframt í
námskeið á komandi
haust- og vormisseri
Umsóknum um skrásetningu
skal fylgja:
• Ljósrit eða staðfest eftirrit af
stúdentsprófsskírteini. (Ath!
Öllu skírteininu. Athugið að
hægt er að forskrá sig áður en
til útskriftar úr framhaldsskóla
kemur í vor, enda verði
staðfest ljósrit af öllu stúdents-
prófsskírteininu lagt fram um
leið og það liggur fyrir).
• Skrásetningargjald kr. 25.000.
• Ljósmynd af umsækjanda
(í umslagi merktu nafni og
kennitölu).
Ekki er tekið á móti beiðnum um
nýskrásetningu eftir að auglýstu
skrásetningartímabili lýkur 6. júní
nk. Athugið einnig að skrásetn-
ingargjaldið er ekki endurkræft
eftir 20. ágúst 2001. Skrásetning
er þegar hafin. Mætið tímanlega
til að forðast örtröð.
Í KVÖLD, sunnudagskvöld, verða
haldnir tvíleikstónleikar í Salnum í
Tíbrártónleikaröðinni og hefjast þeir
kl. 20. Það eru þau Sigurbjörn Bern-
harðsson fiðluleikari og Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari sem
flytja verk eftir Bach, Bartók,
Beethoven og Brahms. „Þetta eru
stóru B-in fjögur,“ segir Sigurbjörn
um efnisskrána. „Við byrjuðum á að
velja Bartók-verkið og reyndum svo
að byggja upp heilsteypta og fjöl-
breytta efnisskrá í kringum hana.
Það má kannski segja að það gangi
tragískt stef í gegnum tónleikana þar
sem þrjú verkanna eru í c-moll, sem
hefur verið kölluð tragíska tónteg-
undin.“
Fyrsta verkið á efnisskránni er
Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 4 í c-
moll eftir J.S. Bach og segir Sigur-
björn þar vera um trúarlega og
áreynslulausa en jafnframt mjög
tjáningarríka tónlist að ræða. Annað
verkið á efnisskránni er Sónata nr. 2
fyrir fiðlu og píanó eftir Béla Bartók.
„Það var samið árið 1922 og var eitt af
eftirlætisverkum hans. Þótt sónatan
sé ekki nema áttatíu ára gömul er hún
næstum orðin eitt af klassískum verk-
um tónbókmenntanna. Þetta er alveg
hreint yfirþyrmandi mögnuð tónlist,
sem fer í gegnum allt tilfinningaróf
mannsins. Hún er oft ómstríð en alltaf
ljóðræn og syngjandi. Það er mjög
magnað fyrir flytjandann að leika
þessa tónlist, hún líkt og smýgur inn í
kerfið hjá manni og situr þar,“ segir
Sigurbjörn.
Þriðja verkið á efnisskránni er eftir
Beethoven, Sónata nr. 7 í c-moll fyrir
fiðlu og pínaó. „Beethoven átti erfiða
ævi, sem endurspeglast í verkum
hans. Samt gaf hann alltaf í skyn að til
væri von og enda verkin hans yfirleitt
í dúr. Það eru þó til nokkrar undan-
tekningar og þetta verk er ein af
þeim. Það endar í moll á afar drama-
tískan og tragískan hátt. Af fiðlusón-
ötunum tíu er þetta sú allra
dramatískasta.“ Síðasta verkið á efn-
isskránni er æskuverk eftir Brahms,
afar glæsilegt verk að mati flytjend-
anna.
Sigurbjörn hefur verið búsettur í
Bandaríkjunum undanfarin tíu ár en
hann lauk meistaranámi frá Northern
Illinois University árið 1998. Auk
þess að sinna tónlistarkennslu leikur
hann í Pacifica-strengjakvartettinum,
sem kemur fram á um sjötíu tónleik-
um á ári víðs vegar um Bandaríkin.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk
námi frá Guildhall School of Music í
London. Hún hefur um árabil starfað
sem píanókennari í Reykjavík og tek-
ið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi.
Samstarf þeirra Sigurbjarnar hófst
fyrir um þremur árum, en þá léku þau
saman í tengslum við sjónvarpsþátt
um Salinn í Kópavogi. „Við Anna
Guðný höfum átt mjög gott samstarf,
en tónleikarnir í kvöld verða tíundu
tónleikar okkar saman. Það er frá-
bært að geta komið heim og haldið
tónleika með svo góðum meðleikara,
og yfirleitt er gaman að sjá hversu
blómlegt tónlistarlífið er hér,“ segir
Sigurbjörn.
Fiðla og píanó á Tíbrártónleikum í Salnum
Stóru B-in fjögur
Morgunblaðið/Jim Smart
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurbjörn Bernharðsson
fiðluleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.