Morgunblaðið - 06.05.2001, Side 23
Þegar íslensku kvikmyndirnar
tvær 101 Reykjavík og Englar al-
heimsins voru sýndar á Sundance-
kvikmyndahátíðinni í Utah létu
Emil og Ingibjörg sig ekki vanta.
Emil hafði sérstaklega gaman af því
að fylgjast með viðbrögðum Utah-
búa á sýningu á 101 Reykjavík í Salt
Lake City.
„Mér þótti gaman að myndinni þó
svo að það hafi verið ljótar senur í
henni. Það var hlegið mikið í upp-
hafi en eftir því sem myndin var
meira um bert hold og svoleiðis þá
held ég að það hafi aðeins farið um
mormónana í salnum. Það gefur al-
veg augaleið að þetta stendur ekki í
biblíunni. Það er ekki mikið um bert
hold í bíómyndum og sjónvarpi hér í
Utah. Blöð eins og Playboy eru ekki
seld hér. Fólk er ekki vant þessu.
Hins vegar var myndinni mjög vel
tekið.“
Emil er mikill jeppaáhugamaður
og er kominn með hugmynd að nýju
fyrirtæki sem hann ætlar að setja á
fót. Hugmyndin er að finna heima á
Íslandi sérsmíðaða jeppahluti og
koma þeim á markað hér í Banda-
ríkjunum, fara út í það að breyta
jeppum í þau tryllitæki sem þekkj-
ast á Íslandi.
Eins ætla Emil og Ingibjörg að
bjóða Íslendingum upp á jeppaferð-
ir um óbyggðir Utah líkt og þær
fjallaferðir sem tíðkast á Íslandi, en
landslagið er meira á borð við það
sem við erum vön að sjá í gömlum
vestrum.
„Náttúran hér er alveg stórkost-
leg og það eru svo margir staðir hér
sem hægt er að fara á. Hér í fjöll-
unum eru endalausar óbyggðir og
mjóir slóðar, mismunandi erfiðir.
Þúsund vötn með silungsveiði og op-
in svæði sem hægt er að fara um.
Þetta eru oft erfiðir slóðar og mjög
gaman að fara um á góðum jeppa.
Við ferðumst mikið um eyðimörkina
hér í suðurhluta Utah þar sem ekki
er óalgengt að rekast á slöngur og
önnur kvikindi. Fyrst á vorin eru
kaktusarnir í eyðimörkinni í fullum
blóma og gróðurinn ekki farinn að
skrælna. Hugmyndin er að fara með
5–10 Íslendinga í hópferðir inn í
eyðimörkina og upp í fjöllin. Þar
tjaldar maður á svæðum þar sem á
kvöldin er svo mikið logn að maður
getur kveikt á eldspýtu og sér log-
ann ekki blakta.“
Emil var eitt sinn einn á ferð á
grýttum slóða í fjöllunum í suð-
urhluta Utah þegar hann lenti í því
að brjóta öxul. Hann hringdi eftir
varahlutum en þurfti að bíða í tvo
daga eftir því að þeir bærust til
hans. Emil segir að þetta hafi verið
einhver besta upplifun hans í Utah
því kyrrðin var svo mikil að það
heyrðist ekki eitt einasta hljóð og
hann hafi sjaldan slappað jafn vel
af.
„Við bræðurnir fórum alltaf í
veiðiferð einu sinni á ári heima á Ís-
landi og það var sama hvenær árs-
ins við fórum, ég þurfti alltaf að vera
í samfestingnum og með regngall-
ann tilbúinn,“ segir Emil. „Í Utah er
ein minnsta úrkoma í Bandaríkjun-
um og á sumrin getur hitinn farið
upp í 45 gráður. Svona jeppaferðir
gætu því verið spennandi upplifun
fyrir Íslendinga.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 23
Skráning skuldabréfa
á Verðbréfaþingi Íslands
Útgefandi:
Delta hf, Reykjavíkurvegi 78, 220 Hafnarfjörður, kt. 500490-1799.
Lýsing á flokknum:
Heiti flokksins er 1. flokkur 2001. Bréfin eru til 5 ára,
bundin vísitölu neysluverðs og bera 8,1% ársvexti.
Nafnverð útgáfu:
Heildarfjárhæð útgáfunnar er allt að 1.000.000.000 kr. að nafnverði
og eru 200.000.000 kr. að nafnverði þegar seldar.
Gjalddagar:
Útgefandi greiðir verðbættan höfuðstól skuldarinnar í einu lagi þann
1. apríl 2006. Skuldabréfin hafa vaxtagjalddaga 1. apríl ár hvert.
Fyrsti gjalddagi vaxta er 1. apríl 2002, og sá síðasti þann 1. apríl 2006.
Skráningardagur á VÞÍ:
Bréfin verða skráð á VÞÍ þann 10. maí 2001.
Milliganga vegna skráningar:
Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 491296-2249. Hafnarstræti 5,
155 Reykjavík.
Skráningarlýsing og aðrar upplýsingar varðandi ofangreind skuldabréf liggja
frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum.
Emil Þór Emilsson og Ingibjörg Einarsdóttir ásamt dóttur þeirra og jeppanum góða.