Morgunblaðið - 06.05.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 06.05.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 27 AÐALFUNDUR Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, þriðjudaginn 22. maí 2001 kl. 17.15. Fundarefni: 1. Skýrsla sjóðsstjórnar 2. Reikningsskil 3. Fjárfestingarstefna kynnt 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12.2000 -skýrsla tryggingafræðings sjóðsins 5. Kosning eins manns í stjórn og eins til vara 6. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna 7. Kynning á heimasíðu sjóðsins 8. Önnur mál Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins ásamt skýrslu tryggingafræðings munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Ársreikning má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins www.lifsverk.is. Reykjavík, 3. maí 2001. Stjórnin. „Þegar ég fékk fyrst handritið í hendur hafði ég sárafáar setning- ar,“ er haft eftir Keir Dullea, „og síðar meir fækkaði þeim enn frek- ar. Í fyrstu umferð átti geimfarið Discovery að stefna á Júpíter og tæknimeistararnir byrjuðu að fást við hið þokukennda umhverfi plán- etunnar. Þá breytti Kubrick um skoðun og ákvað að senda skipið til Satúrnusar. Honum líkaði hringir plánetunnar. Nokkur tími leið og aftur skipti Kubrick um skoðun og tæknimennirnir tóku enn að ein- beita sér að Júpíter. Ein hugmyndin var sú að fá sér- fræðinga samtímans til þess að ræða um möguleikann á lífi úti í geimnum og sýna viðtöl við þá í upphafi myndarinnar. Alls voru filmaðir 17 klukkutímar þar sem sérfræðingarnir veltu spurning- unni fyrir sér en ekkert af því var notað. Tónskáldið Alex North, sem samið hafði tónlistina við Spor- vagninn girnd og Spartakus, missti starfið sem tónsmiður myndarinn- ar þegar Kubrick ákvað að notast við klassíska tónlist. Þegar Clarke nefndi í sakleysi sínu að ein leik- myndin minnti hann á kínverskt veitingahús, lét Kubrick þegar rífa hana niður og byggja nýja. Clarke gætti sín að koma ekki nálægt leik- myndadeildinni í nokkurn tíma eft- ir það. Leiðist að tala um hana Brellumeistarinn Douglas Trum- bull á mikinn þátt í útliti Odyssey enda sagður undrabarn á sínu svið; hann hannaði meðal annars atriðin „handan óendanleikans sem hipp- arnir á sjöunda áratugnum höfðu svo mikið yndi af. Kubrick lét reisa sérstaklega fyrir myndina leik- mynd sem gat snúist og hermdi með því eftir þyngdarleysi en kostnaðurinn við hana nam um tíu prósentum af heildarkostnaði við myndina. Einnig var gríðarleg vinna lögð í módel af geimskipum framtíðarinnar sem liðu yfir breið- tjaldið í minnisstæðum tignarleik. Þann 1. apríl árið 1968 var myndin prufusýnd og Kubrick var ekki ánægður með niðurstöðuna. Áhorfendum leiddist og voru farnir að týnast út áður en myndinni lauk. Kubrick horfði á fólkið hverfa úr salnum og vissi hvað til síns friðar heyrði. Hann stytti myndina um nítján mínútur. Tveimur dög- um síðar var myndin frumsýnd, þann 3. apríl árið 1968. Viðtökur gagnrýnenda voru ekki sérlega uppbyggilegar. Leiðinleg, sagði The New Republic. Tilgerð- arleg, óskiljanleg, löng, sagði Vouge. Leiðinleg, sagði The New York Times. Aðrir sáu snilldina í verkinu frá fyrstu stundu og hún náði í öllufalli gríðarlegum vin- sældum. Alls græddi hún 40 millj- ónir dollara og er í dag viðurkennd sem ein af mikilvægustu myndum síðustu aldar. „Mér leiðist að tala um 2001, sagði Kubrick einu sinni. Öðrum leiðist það ekki og hún er sífellt í umræðunni og er reglulega tekin til sýninga í kvikmyndahúsum og kvikmyndaklúbbum um heim allan. Er skemmst að minnast þess þegar Hreyfimyndafélagið skaut henni á hvíta tjaldið í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Það er ógleyman- leg sýning. Mannapi uppgötvar bareflið í myndinni 2001. Keir Dullea horfir út í geiminn í myndinni 2001. Skráning á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 514 4000. Við minnum á miðnæturhlaup ÍSÍ á Jónsmessu 23. júní og Reykjavíkurmaraþon 18. ágúst. Nú er ekki eftir neinu að bíða Í tilefni af Kvennahlaupi ÍSÍ 16. júní bjóðum við upp á göngu/skokk hópa ÍFA fyrir byrjendur 7. maí - 15. júní Tilvalið tækifæri fyrir alla (já líka þig) að bæta heilsuna undir leiðsögn fagfólks. Heilbrigð hreyfing í hádeginu Hádegishópar mán., mið. og föst. kl. 12:10-12:45. Komið saman við Laugardalshöllina (sturtur og búningsaðstaða). Verð: 1.500 kr. Eftir vinnu Eftirmiðdagshópar, mán., mið og fimmt. kl. 18.00-19:00 Komið saman við Laugardalslaug Verð: 2.500 kr. Verð m/sundi: 5.000 kr. HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.