Morgunblaðið - 06.05.2001, Page 29
fylgja Sjálfstæðisflokknum að mál-
um, en það tók mig nokkurn tíma að
átta mig á því að ég var farinn að tala
fyrir öðrum hugmyndum. Í Skóga-
skóla fór ég reyndar að efast um eitt
og annað, það var allt svo einfalt þeg-
ar við afi vorum að ræða málin fyrir
austan og heimurinn var í svart-
hvítu, góðu mennirnir og vondu
mennirnir.
Það eru tveir atburðir ákaflega
minnisstæðir þar sem þú kemur við
sögu, Ólafur. Annars vegar þegar við
tókum þá ákvörðun að ganga í Æsku-
lýðsfylkinguna, vorið l964 og hins
vegar þegar við fórum um haustið ’64
á þing Æskulýðsfylkingarinnar í
Hafnarfirði. Þá varð mikil breyting á
minni pólitísku afstöðu, ég varð sósí-
alisti. Í Prentarafélaginu var töluvert
af sósíalistum og þar var fremstur í
flokki Stefán heitinn Ögmundsson,
mikill ræðuskörungur og hafði þá
hæfileika að hrífa menn með sér.
Ég varð formaður Æskulýsfylk-
ingarinnar í Reykjavík í ársbyrjun
l965. Það var margt að gerast á þess-
um árum. Stríðið í Víetnam var mikið
í heimsfréttum, baráttan gegn her-
setunni var áberandi og einnig mót-
mælaaðgerðir gegn Víetnamstríðinu.
Ég trúi því að til væri betri heimur og
trúi því reyndar enn. Þetta voru
tímar stórra hugsjóna og margt er
ákaflega minnisstætt. Verkalýðsbar-
áttan var miklu öflugri en hún er í
dag og meiri harka og kom oft til
langvarandi verkfalla. Það voru átök
um framtíð sósíalískrar hreyfingar.
Alþýðubandalagið hafði verið til sem
samfylkingarsamtök vinstrimanna
og áform voru um að gera það að
stjórnmálaflokki. Þá voru Sósíalista-
flokkurinn og Æskulýðsfylkingin til
húsa í Tjarnargötu 20 og þar störf-
uðu tveir minnisstæðir menn, Kjart-
an Ólafsson og Jón Rafnsson. Það er
ómetanlegt að hafa fengið að kynnast
þeim. Þeir voru ólíkir menn, Jón
hafði verið í fremstu víglínu í verka-
lýðsbaráttunni og er eftirminnilegur
maður á margan hátt. Kjartan var í
fararbroddi í baráttunni fyrir brott-
för hersins.
Ég kynntist Einari Olgeirssyni.
Hann var merkur maður og tvímæla-
laust einn fremsti stjórnmálamaður
sem við höfum átt. Þá kynntist ég
einnig ágætlega syni Einars, Ólafi,
sem lést langt um aldur fram. Ólafur
heitinn var einstakur félagi og góður
drengur. Þá á ég líka margar góðar
minningar um Arnmund heitinn
Backman.“ Þegar þú rifjar upp þessi
löngu liðnu ár. Finnst þér ekki margt
hafa breyst í þjóðfélaginu á tæpum
fjörutíu árum? ,,Það hafa orðið mikl-
ar breytingar. Þetta var allt annað
samfélag. Hér áður fyrr þekkti ég
mörg andlit í miðbænum, á rúntin-
um, í kvikmyndahúsunum og á knatt-
spyrnukappleikjum.
Ég bjó í Barmahlíðinni fyrst eftir
að ég kom til Reykjavíkur og æfði og
lék knattspyrnu á unglingsárum í
knattspynufélaginu Val. Ég hafði og
hef mikla ánægju af knattspyrnunni
og var um tíma þjálfari í yngri ald-
ursflokkum hjá Val. Róbert Jónsson,
sem hafði leikið með yngri aldurs-
flokkunum, hafði samband við mig og
ég þjálfaði með honum um tíma. Sjö-
undi áratugur tuttugustu aldarinnar
er mjög eftirminnilegur. Það var svo
margt að gerast. Þá var ný kynslóð
listamanna og skálda nokkuð mikið
áberandi, t.d. Þorsteinn frá Hamri,
Dagur Sigurðarson, Jón frá Pálm-
holti, Hreinn Friðfinnsson, Steinar
Sigurjónsson, Bríet Héðinsdóttir,
Arnar Jónsson, og fleiri og ég kynnt-
ist þessu fólki flestu. Þá er Pétur
Pálsson höfundur tónlistarinnar við
Sóleyjarkvæði mjög minnisstæður.
Margt af þessu fólki kom nánast um
hvergi helgi í Naustið og þar var oft
þéttsetinn bekkur af andans fólki, og
stundum deilt ákaft um þjóðmálin.
Já, þetta voru sannarlega skemmti-
legir og viðburðaríkir tímar.“
Úr prentverki í ritstörf
og sitthvað fleira
Hvað fórstu að starfa við eftir að
þú hættir í Gutenberg? ,,Ég hafði
skrifað nokkur útvarpsleikrit sem
flutt voru í Ríkisútvarpinu á áttunda
áratugnum. Ég hafði reyndar lengi
skrifað eitthvað sem ekki hafði verið
birt opinberlega. Ég fór á sjúkrahús
vegna kviðslits og var lengi frá vinnu
í Gutenberg. Ég fór ég að fást meira
við ritstörf, gekk frá nýju útvarps-
leikriti. Upp úr því fór ég tína til
fleira sem ég átti og gekk endanlega
frá því. Það hafa verið flutt eftir mig
tíu leikrit í Ríkisútvarpinu á liðnum
árum. Þá lauk ég einnig við leikrit
fyrir svið sem heitir Venjuleg fjöl-
skylda og var flutt af Leikfélagi Þor-
lákshafnar, Haukur Gunnarsson
leikstýrði. Það var leikið víða um
land, t.d. sett upp í Hrísey. Fleiri
leikrit hef ég skrifað fyrir svið, Legu-
nautar var frumsýnt hjá Leikfélagi
Þorlákshafnar. Leikfélag Seyðis-
fjarðar frumsýndi Það er kominn
pakki í leikstjórn Rúnars Guð-
brandssonar.
Það var einnig ýmislegt annað sem
ég fékkst við eftir að ég hætti í prent-
inu. Ég fór í útgáfustarfsemi og þar
þú komst aftur við sögu, Ólafur,
ásamt Vernharði Linnet. Við gáfum
út einar tuttugu bækur á örfáum ár-
um og einnig þrjú tímarit um árabil.
Það var svona eitt og annað sem ég
tók mér fyrir hendur. Ég vann á
skrifstofu hjá Samtökum hernáms-
andstæðinga um tíma. Þá var ég með
þáttagerð í útvarpinu. Ég sótti nám-
skeið hjá Sjónvarpinu rétt fyrir 1980
og upp úr því skrifað ég handrit að
leikriti, Hver er, sem sýnd var í Sjón-
varpinu skömmu síðar. Ég fór svo að
vinna hjá Sjónvarpinu við þáttagerð.
Við Ása Helga Ragnarsdóttir vorum
umsjónarmenn barnatímans, Stund-
arinnar okkar, í nokkur ár og við
gerðum einnig saman ýmsa þætti
fyrir útvarp. Á þessum útvarps- og
sjónvarpsárum skrifaði ég bókina,
Viðburðaríkt sumar, sem kom út árið
1982.“ Rithöfundarferill Þorsteins er
orðinn langur og hann hefur auk leik-
rita skrifað fimm unglingabækur
sem hafa komið út liðnum árum á
vegum Máls og menningar og eitt
smásagnasafn. Hann vann t.d. sjálf-
stæða þætti með Valdimar Leifssyni
fyrir Sjónvarpið t.d. þættina, Á fálka-
slóðum, sem sýndir hafa verið í sjón-
varpi víða erlendis. Þá vann hann
ásamt fleirum að þætti fyrir Áfeng-
isráð um áfengisbölið. Þorsteinn
hafði átt við áfengisvandamál að
stríða. Hann tók á því vandamáli og
fór í meðferð.
Á tímamótum
,,Ég drakk lengur en ég vildi og
oftar en eðlilegt gat talist. Ég fann að
mér var farið að líða illa vegna
drykkju, ég var óánægður með sjálf-
an mig. Ég fór að átta mig á því að ég
réð ekki við vandamálið sem ég hafði
átt við að stríða árum saman. Þá
hringdi ég í Flosa Ólafsson og spurði
hvort ég mætti eiga hann að ef ég
ætlaði í meðferð. Það kom mér nokk-
uð á óvart að hann vildi koma mér að
strax! Það leið einhver tími þar til ég
hafði samband við hann aftur og þá
var ég ákveðinn að fara í meðferð. Ég
hef stundum sagt það að ég hafi farið
í ökuferð með Flosa árið 1988 og síð-
an hafi ég ekki drukkið áfengi! Þarna
urðu þáttaskil í mínu lífi. “ Hvenær
byrjaðir þú að starfa sem áfengis- og
vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ? ,,Það var
haustið 1990. Ég hafði ekki hugsað
mér að gerast ráðgjafi. En mig vant-
aði vinnu. Ég hafði eitthvað verið að
tuða í syni mínum sem hafði verið að
smakka áfengi og ég var ekki sáttur
við það. Þá sagði hann. – Pabbi! Af
hverju gerist þú bara ekki áfengis-
ráðgjafi? Ég fór að hugleiða málin og
komst að þeirri niðurstöðu að það
væri rétt að prófa það. Ég hafði
samband símleiðis og lagði skilaboð
fyrir manneskju sem sá um ráðning-
ar í starf meðferðarfulltrúa. Hún
hringdi síðar í mig og boðaði mig í
viðtal. Eftir hafði verið þarna til
reynslu var ég síðan fastráðinn og
hef starfað hjá SÁÁ í tíu ár.
Starfið er stuttu máli fólgið í því að
ég er ráðgjafi vímuefnasjúklinga og
hvet þá áfram til að sigrast á sínum
vandamálum og ég sýni þeim leiðina
sem hægt er að fara til að vera edrú
og reyni að hjálpa þeim á allan hátt.
Ég met það hvaða meðferð viðkom-
andi þarf að fá svo líklegt sé að hann
nái árangri. Þetta er mjög fjölbreytt
starf og áhugavert og jafnframt gef-
andi. Margir ná góðum árangri sem
betur fer og það er það ánægjuleg-
asta við starfið að sjá árangur af því
sem maður er fást við.“ Hvenær
varðstu fyrir þeirri erfiðu reynslu að
þú varst greindur með krabbamein?
,,Fyrir um það bil fjórum árum fann
ég að eitthvað var ekki í lagi. Ég fór
til lækna og var myndaður og ekkert
kom í ljós úr þeim rannsóknum. Í
september 1997 fór ég að hósta stöð-
ugt. Ég hafði verið reykingamaður í
áratugi. Ég fór þá aftur í rannsókn til
læknis sem þekkti mig og hann vissi
að ég hafði reykt mikið hér áður fyrr.
Hann setti mig í lungnamyndatöku.
Ég var beðinn um bíða, það var tekin
af mér sneiðmynd og síðan talaði
heimilislæknirinn við mig og sagði
mér að ég væri með krabbamein í
lungum.
Ég var síðan beðinn um að velja
lækni sem væri sérfræðingur á þessu
sviði og mér gefin mér upp nokkur
nöfn. Ég valdi Sigurð Björnsson,
hann skoðaði mig og setti mig í rann-
sóknir og síðan var tekið sýni. Hann
sagðist vita nokkurn veginn hvaða
tegund krabbameins þetta væri og
það skipti verulega miklu máli.
Nokkrum dögum síðar áður en þetta
var alveg komið úr ræktun var ég
kominn í lyfjameðferð. Ég var í þess-
ari lyfjameðferð á göngudeild í
nokkra mánuði sem lauk í desemb-
ermánuði 1997. Ég var nokkra daga á
sjúkrahúsi, þess á milli var ég heima.
Síðan fór ég í geislameðferð og eftir
að henni lauk hef ég látið fylgjast
með mér og er nú allur á batavegi.
Ég fer reglulega í skoðun og þrekið
er að koma.
Við hjónin keyptum okkur sum-
arbústað á æskuslóðum mínum í
Holta- og Landsveit, rétt áður en ég
greindist með krabbameinið. Það
hefur verið mín endurhæfingarstöð
og þar höfum við átt indælar stundir.
Varð þér ekki óneitanlega brugðið
að fá þann úrskurð að þú værir með
hættulegan sjúkdóm? ,,Jú, sannar-
lega, þetta er líkt og að kveðinn sé
upp yfir manni dauðadómur og þann-
ig varð mér við.
Ég gerði ráð fyrir að ég myndi
deyja. Auðvitað var þetta áfall. En
það kom mér á óvart að ég gat alveg
sætt mig við það deyja. Ég tók þessu
öllu með jafnaðargeði og ákvað að
verða fyrirmyndarsjúklingur, ég veit
að það skiptir máli hvaða hugarfar
sjúklingurinn hefur við þessar að-
stæður. Ég fór eftir öllu sem mér var
sagt að gera, leiðbeiningum lækna og
hjúkrunarfólks og ákvað að treysta
þeim. Sigurður Björnsson hafði
snemma góðar vonir um að ég fengi
góðan bata. Þetta hefur auðvitað ver-
ið mikill lífsreynsla og ég hef mikið
hugsað um líf og dauða í þessum
veikindum.
Ég er mjög reglusamur, er löngu
hættur að reykja og drekka áfengi og
það hjálpar mikið. Ég borða góðan
mat og reyni að fara vel með mig. Þá
var ég einnig líkamlega vel á mig
kominn áður en ég lenti í þessum
veikindum og það skipti miklu máli.“
Kona Þorsteins er Hólmfríður Geir-
dal. Þau eiga þrjú börn; Margréti,
Árna Frey og Marel.
Morgunblaðið/Ásdís
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 29
Kosmeta
Síðumúla 17 • 108 Reykjavík
Sími: 588 3630 • Fax: 588 3731
Netfang: kosmeta@islandia.is
Þverholti 2, Mosfellsbæ • Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi
Smiðjuvegi 2, Kópavogi • Spönginni 13, Reykjavík
Kringlunni 8-12, Reykjavík • Iðufelli 14, Reykjavík
Firði, Hafnarfirði
Njarðvík
Melabúðin, Hagamel 39 • Verslunin Kassinn, Ólafsvík
Matvöruverslunin Hólmgarður, Keflavík • Skagaver, Akranesi
G
A
U
K
U
R
FRÍTT
CITRÉ SHINE/
HÁRGEL TILBOÐ
Og hárið glampar
og glansar!
Þær gera það
ekki endasleppt
amerísku, úrvals,
ódýru C ITRÉ
SHINE hársnyrti-
vörurnar með
ferska sítrus-
ávaxtailminum.
Sölustaðirnir á
Íslandi eru nú
ennþá fleiri og að
auki fylgir nú á
tilboði meðan
birgðir endast
algjörlega FRÍTT
hárgel með CITRÉ
SHINE sjampóinu,
sem ætlað er öllum hárgerðum og gefur hárinu skínandi
glans, lifandi og heilbrigt útlit!
Það er ekki að ástæðulausu sem CITRÉ SHINE hárvörurnar
fara sigurför um heimsbyggðina. Þær eru löngu búnar að
sanna sig í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Kanada,
Ástralíu, austur og vestur Evrópu, í Austurlöndum og nú
geta sumir ekki án þeirra verið á Íslandi!
Tilboðið fæst á flestum sölustöðum – takmarkaðar birgðir!
SÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
Glæsibær, Domus Medica, Austurver,
Háteigsvegur, Melhagi, Mjódd, Austurstræti,
Kringlan 1. hæð, Kringlan 3. hæð, Fjarðarkaup, Hafnarfirði.
LANDIÐ:
Hveragerði, Þorlákshöfn, Hafnarstræti, Akureyri,
Kirkjubraut 5, Akranesi
Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Hveragerði, Hellu,
Hvolsvelli, Vík, Klaustri, Hornafirði, Goðahrauni, Vestmannaeyjum,
Tanganum, Vestmannaeyjum
Dalvíkur Apótek • Apótekið Ólafsfirði
Apótek Sauðárkróks • Apótek Vestmannaeyja
Apótekið Siglufirði • Apótek Ólafsvíkur
Apótek Ísafjarðar • Apótek Austurlands • Stykkishólmsapótek
Lyfjaútibúið Grundarfirði • Lyfsalan Patreksfirði
Grafarvogs Apótek • Árbæjarapótek • Garðs Apótek,
Nesapótek • Sólbaðsstofan Amon-Ra • Hraunbergi 4
Hárgreiðslustofan Evíta, Starmýri • Pétursbúð, Ránargötu 15
Verslunin Kjötborg, Ásvallagötu 19
Kjöthöllin, Háaleitisbraut 58-60,
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga,
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi • Lónið, Þórshöfn