Morgunblaðið - 06.05.2001, Síða 31
:www.villacimbrone.it. Almenning-
ur getur fengið að skoða garðinn
gegn aðgangseyri, og er það vel
þess virði. Í Villa Cimbrone dvöld-
ust Greta Garbo og Leopold Sto-
kowsky í einn mánuð vorið 1938 og
voru þau gestir Lord Grimthorpe,
sem var þá eigandi villunnar. Við
inngang hótelsins er skilti til minn-
ingar um dvöl þessara tveggja elsk-
huga.
Í garðinum er „Belvedere“, sem á
íslensku þýðir útsýnisturn. Þessi út-
sýnisturn er á svölum þar sem er
frábært útsýni og oft er sagt að út-
sýnið nái eins langt og augað eygir
frá þessum stað. Þetta var einn af
uppáhaldsstöðum Risebye og sendi
hann Júlíönu kort af Belvedere og
skrifaði hann að hann hefði fengið
leyfi til að mála á þessum stað.
Punkturinn yfir i-ið var hádegis-
verður á Villa Maria. Villa Maria er
4 stjörnu hótel en sömu eigendur
eru að Villa Giordano, sem er 3
stjörnu hótel, en þar er útisundlaug,
sem hótelgestir Villa Maria geta
haft not af. Við settumst við borð
með útsýni yfir sjóinn. Við fengum
okkur fisk og var hann frábær. Int-
ernetvefur Villa Maria og Villa Gi-
ordano er: www.villamaria.it.
Caprí
Við héldum til Caprí með ferju frá
Amalfi og tekur sú ferð 70 mínútur
og kostar þessi bátsferð 34.000 lírur
fram og tilbaka (1.360 ÍKR). Við
höfðum ætlað að fara á eigin vegum,
en þegar við tókum samferðamenn
tali, sem höfðu áður komið til Caprí,
sáum við að það yrði ansi flókið.
Með ferjunni var Herra Lucibello,
en hann er leiðsögumaður fyrir
„Capritour“. Hann hefur farið dag-
lega með hópa til Caprí í 40 ár.
Hann talar ensku og frönsku. Við
fengum 2 síðustu sætin í bílnum hjá
honum og borguðum honum 30.000
lírur á mann (1.200 ÍKR). Ferjan
lagðist að bryggju í Marina Grande.
Þar beið bíllinn okkar. Íbúar Caprí
eru um 12.000. Það eru 2 bæjarfélög
á Caprí: Caprí og Anacapri. Aðeins
er einn vegur á eyjunni og liggur
hann á milli Caprí og Anacapri.
Ekki er hægt að koma með eigin
bíla á eyjuna nema maður eigi lög-
heimili á eyjunni. Það er hægt að
taka leigubíla, togbraut eða stræt-
isvagn en biðröðin var ansi löng til
að komast í þá, svo við höfðum valið
besta kostinn, sem var að slást í för
með Herra Lucibello.
Hringurinn í kringum eyjuna er
17 km og er hæsti punktur hennar
Solaro fjallið, sem er 589 metrar yf-
ir sjávarmáli. Á Caprí eru 850
blómategundir. Frá höfninni í Mar-
ina Grande, en höfnin var byggð ár-
ið 1928, fórum við með bíl til Ana-
capri. Anacapri er örugglega af
rómverskum uppruna eins og forn-
leifauppgreftir hafa leitt í ljós. Við
gengum hring um Anacapri og end-
uðum hann í Villa San Michele, sem
sænski læknirinn Axel Munthe
(fæddur í Oskarshamn 31.10.1857,
dáinn í Stokkhólmi 11.2.1949) lét
byggja á rústum rómversks húss.
Axel Munthe kom fyrst til Caprí ár-
ið 1876 og heillaðist hann strax af
staðnum þar sem hann óskaði að
hann gæti byggt „Villa San Mic-
hele“. Munthe útskrifaðist sem
læknir frá París aðeins 23 ára gam-
all. Hann opnaði læknastofu í París.
Árið 1884 fór hann til Napoli til að
lækna kólerusjúklinga. Hann flutt-
ist til Rómar árið 1890 og var þar
læknir hástéttarfólks í Róm. Hann
var líflæknir Viktoríu Svíadrottn-
ingar, en hún lést árið 1930. Munthe
yfirgaf Caprí árið 1943 og síðustu
æviárunum eyddi hann í konungs-
höllinni í Stokkhólmi og var hann
gestur Gústafs 5. Svíakonungs. Þeg-
ar Munthe lést árið 1949 fannst
flugmiði til Napolí í vasa hans, en
hann hafði ætlað sér að komast í síð-
asta sinn til Villa San Michele.
Munthe skrifaði bókina „Sögu Villa
San Michele“ og hefur hún komið út
á 52 tungumálum og er hún þriðja
mest lesna bókin í heiminum á eftir
Biblíunni og Kóraninum. Bókin kom
fyrst út í London árið 1929. Munthe
þurfti að búa í Materita turninum,
sem var í hans eigu, frá árinu 1910
vegna sjónskerpu, og skrifaði hann
þar bókina, en hann þjáðist einnig af
svefnleysi og skrifaði hann bókina á
nóttunni. Í Villa San Michele er her-
bergi, sem er tileinkað bókinni, og
er þar íslensk útgáfa af henni og er
hún sú eina í skinnbandi.
Munthe átti 7 hús í Anacapri og
arfleiddi hann sænska ríkið að 6
þeirra en hann arfleiddi ítalska ríkið
að einni villu og er þar framhalds-
skóli.
Bygging „Villa San Michele“
hófst árið 1896. Hún hefur verið op-
in almenningi frá árinu 1930. Útsýn-
ið er frábært þar sem „Sfinge“
(Steinljónið) er en það er 3.200 ára
gamalt. Það er eitt af táknunum fyr-
ir Caprí. Sagt er að ef maður leggur
höndina á hlið þess geti maður ósk-
að sér einhvers.
Garðurinn er mjög fallegur.
Eftir að hafa gengið um Villa San
Michele var hægt að snæða hádeg-
isverð fyrir þá sem vildu. Eftir mat
var haldið til Caprí og skoðaðir
Ágústusar-garðarnir, en Friedrich
August Krupp, sem var mjög efn-
aður Þjóðverji, lét hanna þá í byrjun
20. aldar en hann bjó á Caprí frá
1898 til 1902, en hann lést sama ár í
Þýskalandi. Héðan er frábært út-
sýni yfir „Faraglioni“.
Það er mjög gaman að ganga um
götur Caprí. Umberto-torgið er
mjög frægt og þar er hæsta verð á
kaffibolla á Ítalíu. Við komumst
ekki í Bláu hellana á Caprí, en þeir
fundust árið 1826, en fólk sem var
með okkur á hótelinu í Scala hafði
beðið í 3 tíma til að komast í hellana.
Við héldum nú aftur til Amalfi
með ferjunni. Nú var komið að leið-
arlokum á ógleymanlegu ferðalagi.
Þann 11. ágúst 2000 tókum við ferj-
una frá Amalfi til Salerno og þaðan
beina lest til Flórens.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðsins á Ítalíu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 31
DILBERT mbl.is